Morgunblaðið - 31.12.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 31.12.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992 B 3 Raðganga Útivistar 1993 Gengið verður að skólum í tíu ferðum í RAÐGÖNGU Útivistar á árinu 1993 -skólagöngunni- verður gengið að skólum í tíu ferðum með hálfsmánaðar millibili. í skólagöngunni verður rifjuð upp saga skólanna og sagt frá starf- semi þeirra fyrr og nú. Verður byrjað á elstu skólunum og farið að Skálholti í fyrstu ferðinni, 3. janúar, en síðan haldið eftir skólasögunni til dagsins í dag og verður þetta gert i samvinnu við fjölda sérfróðra manna og á lif- andi hátt, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Útivist. í kynningu Útivistar á skóla- göngunni í Skálholt eru rifjaðar upp heimildir um skólapiltaferðir að Skálholtsskóla og Hólaskóla fyrr á öldum og „signum,“ eða heróp sem skólapiltar ráku upp á leið sinni til skóla eins og því er lýst í óprent- aðri sögu Skálholtsskóla eftir Guð- laug R. Guðmundsson. Skólaum- dæmi Skálholtsskóla var þá geysi- stórt og lengstu leið þurftu þeir skólapiitar að fara sem sóttu Skál- holtsskóla frá Vestfjörðum og Aust- Svíþjóð urlandi. í skóiagönguferð Útivistar að SkálholU á sunnudag verður ferða- hópnum skipt og gengur annar hópurinn að Skálholti yfir Brúará en hinn yfir Hvítá. Þeir hittast svo við Skólavörðuna og síðan verður svæðið skoðað og tekið þátt í helgi- stund í kirkjunni. Fá þátttakendur göngukort sem stimplað verður með sérstökum stimpli. I næstu ferð 17. janúar verður fjallað um Hólavalla- skóla og Bessastaðaskóla. Prestvígsla í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 3. janúar vígir biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, Maríu Ágústsdóttur guðfræðikandídat til aðstoðar- þjónustu við Dómkirkjusöfnuð- inn í Reykjavík. Vígsluathöfnin hefst í Dómkirkjunni kl. 10.30. Vígsluvottar verða séra Ágúst Sigurðsson á Prestbakka sem lýsir vígslu, séra Sigrún Óskarsdóttir aðstoðarprestur í Laugarnessókn, og dómkirkjuprestarnir séra Hjalti Guðmundsson og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins Friðrikssonar dómorgan- ista. Sýning á íslenskri myndlist og list- iðnaði SÝNINGAR á íslenskri myndlist og listiðnaði voru í fjórum sýning- arsölum í Váxjö í Smálöndum í Svíþjóð fyrir skömmu. Sýningarn- ar voru opnaðar 14. nóvember síðastliðinn og stóðu í tæpan mán- uð eða til 12. desember. Tilefnið var meðal annars, að 1992 var haldið hátíðlegt 650 ára afmæli bæjarfélagsins í Váxjö. Og sýningarnar voru liður í hátíðahöld- um sem efnt var til á afmælisárinu. Sigríður Snævarr, sendiherra ís- lands í Svíþjóð, var viðstödd opnun- ina og flutti ávarp af því tilefni. Eftirtaldir listmálarar sýndu verk sín í Váxjö Konsthall: Daði Guð- björnsson, Hallgrímur Helgason, Harpa Björnsdóttir, Helgi Þorgils, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Jón Axel Björnsson, Kristín Gunnlaugs- dóttir, Magnús Kjartansson, Tumi Magnússon og Valgarður Gunnars- son. í Váxjö Konserthus og Gallerí Sigma sýndu grafíklistamennirnir Aðalheiður Valgeirsdóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Anna Líndal, Edda Jónsdóttir, Friðrika Geirsdóttir, Ing- unn Eydal, Lísa K.Guðjónsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Margrét Birgisdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Þórður Hall. í Galleri de 20 var síðan sýning á listiðnaði af ýmsum toga eftir Arndísi Jóhannsdóttur, Bjarna Þórð- arson, Guðrúnu Marinósdóttur, Jón Snorra Sigurðsson, Katrínu Didriks- en, Málfríði Aðalsteinsdóttur, Mar- gréti Jónsdóttur og Sóleyju Eiríks- dóttur. Birgir Andrésson, Hannes LÁr- usson og Þorvaldur Þorsteinsson fóru til Váxjö og settu upp sýningu á verkum sínum í sýningarsalnum Galleriet. í fréttatilkynningu segir, að sýn- ingarnar hafi vakið verðskuldaða athygli og margar myndir hafi selst, meðal annars eftir grafíklistamenn- ina. ' Florida, New York Lystireisa um og allt þar á milli Karíbahafíð 17. apríl - 3- maí. Ógleymanleg sigling á einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi heims, MS Dreamward, á Star Intemational þilfarinu. 13 daga ævintýraleg sigling m.a. með viðkomu á Bahama- og Bermúdaeyjum. Ótrúlegt verð. Aðeins 8 klefar í boði. 22. febrúar - 9- mars. Gefðu þig á vald töfmm Karíbahafsins. Bahama eyjar, Jamaica, Mexíkó, mikið af kalypsó og örlítið rúmóna gera ferðina ógleymanlega. Sex daga dvöl í Orlando. íslensk fararstjóm. \erð frá 151.905 kr. Staðgreiðsluverð á mann í tveggja manna klefa. Innifalið í verði: Fullt fæði og öll afþreying um borð. Flug og akstur milli staða erlendis. Gisting á Orlando Penta í eina nótt og aðra á hótel Lexington í New York. Ekki innifalið: Flugvallarskattar og forfallagjald 3.610 kr., þjórfé um borð ca. 3.200 kr, og skoðunarferðir. Staðgreiðsluverð á raann í tveggja manna klefa. Innifalið í verði: Fullt fæði og öll afþreying um borð. Flug og akstur milli staða erlendis. Gisting á hótel Sheraton Plaza í átta nætur. Ekki innifalið: Flugvallarskattar og forfallagjald 3.610 kr., þjórfé um borð ca. 3.200 kr. og skoðunarferðir. ÞAR SEM RAUNVERULEIKINN TEKUR DRAUMUNUM FRAM 4 4 /gpURVAL-ÖTSÝN /Mjódd: sími 699 300; viö Austurvöll: sími 2 69 00 í Hafnarfirði: sími 65 23 66; við Ráðbústorg á Akureyri: sími 2 50 00 - og bjá umboÖsmöntium um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.