Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 10
' Í0a B
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESÉMBER 1992
Vaxandi skilning-
ur á gildi verslunar
eftir Birgi Rafn
Jónsson
Yfírstandandi ár hefur að mörgu
leyti verið óvenju viðburðaríkt í
verslun. Ný viðhorf hafa rutt sér
til rúms í kjölfar aðlögunar að
stærra viðskiptaumhverfi og sjón-
deildarhringurinn víkkað. Hvort
tveggja hefur hleypt krafti í um-
ræðu um hlutverk og möguleika
verslunar og hvað hún geti lagt af
mörkum til aukinnar hagsældar
íslendinga.
Nýir straumar í
félagsuppbyggingu
Stofnun samtakanna íslenskrar
verslunar 23. janúar 1992 var
merkur áfangi í sögu verslunar hér
á landi. Þar hófu samstarf Bfl-
greinasamband íslands, Félag ís-
lenskra stórkaupmanna og Kaup-
mannasamtök Islands og lofar
árangur af fyrsta starfsári góðu um
framhaldið. Stofnun samtakanna
er í fullu samræmi við þá þróun er
verið hefur í nágrannalöndum okk-
ar þar sem sífellt eru dregnar skýr-
ari línur um hreina hagsmuni at-
vinnugreina. Er ánægjulegt að sjá
að svipaðar hugmyndir eru að koma
upp á yfirborðið meðal fleiri at-
vinnugreina hér á landi. Má vænta
frekari þróunar á þessum nótum á
næstu árum.
Úr fjötrum í frelsi
Aðild íslands að GATT-viðræð-
unum og umræður um hið Evrópska
efnahagssvæði hafa opnað augu
okkar fyrir stöðu atvinnulífsins hér
á landi, ekki hvað síst verslunar.
Allir þeir viðskiptasamningar sem
gerðir eru milli þjóða heims í dag
miða að því að auka frelsi í viðskipt-
um og þá einkum verslun og vöru-
dreifingu. Hér á landi héldu margir
að verslun væri frjáls. Hið gagn-
stæða hefur hins vegar verið að
koma æ betur fram í dagsljósið.
Stór hluti útflutningsverslunar hef-
ur verið hnepptur í fjötra leyfisveit-
inga, innflutningur landbúnaðar-
afurða hefur að mestu verið bann-
aður og innanlandsverslun með t.d.
áfengi og tóbak hefur verið bundin
við einkasölu. Hér má vænta mik-
illa breytinga á næstunni.
Breytingar til bóta
Á árinu 1992 hefur samkeppnis-
staða og starfsaðstaða íslenskrar
verslunar verið mjög til umræðu,
bæði samanburður við hliðstæð fyr-
irtæki í nágrannalöndum, svo og
aðrar atvinnugreinar hér á landi.
Við slíkan samanburð kemur í ljós
að verslunin innheimtir ekki aðeins
bróðurpartinn af öllum veltuskött-
um landsins, heldur greiðir hún
einnig með beinum sköttum hærra
framlag til samneyslu þjóðarinnar
en nokkur önnur atvinnugrein. Af
þessum sökum hlýtur verslunin að
fagna ýmsum hugmyndum um
skattabreytingar sem fram hafa
komið á árinu.
Afnám aðstöðugjalds er stórt
skref í þá átt að jafna samkeppnis-
stöðu okkar gagnvart erlendri versl-
un og einnig öðrum atvinnugreinum
hér á landi. Tveggja þrepa virðis-
Viltu auka þekkingu þína?
Öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í
fjölmörgum greinum, íýrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri.
Innritun á vorönn fer fram dagana
4.-7. jan. kl. 8.30-18.00.
í boði verða eftirfarandi áfangar:
Bókfærsla Saga
Danska Skattabókhald
Enska Stærðfræði
Franska Tollskjöl
Fyrirtækið, stofhun og rekstur Tölvubókhald
íslenska Tölvufræði
Landafræði og saga íslands Tölvunotkun
Lífíræði Vélritun
Markaðsfræði Þjóðhagfræði
Ritun Þýðingar
Ritvinnsla Þýska
Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safha saman
og láta mynda eftirtalin prófstig:
• Próf af bókhaldsbraut
• Próf af ferðamálabraut
• Próf af skrifstofubraut v
• Verslunarpróf
• Stúdentspróf
Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Birgir Rafn Jónsson
„Verslun er í mörgu til-
liti stærsta atvinnu-
grein landsins. Hún
greiðir hæstu skattana,
hefur mesta veltu og
veitir flestum atvinnu,
ef frá er talið hið opin-
bera.“
aukaskattur og fækkun undan-
þágna mun í framtíðinni gefa svig-
rúm til lækkunar skatthlutfallsins
til jafns við erlenda samkeppnisað-
ila. Síðast en ekki síst er lækkun
tekjuskatts á félög skref í rétta
átt. Enn er þó of margt sem hallar
á og nægir þar að nefna skatt á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði og
álagningu vörugjalda í stað tolla,
sem hvorugt getur samræmst við-
teknum tekjuöflunarleiðum hins
Evrópska efnahagssvæðis.
Ein stærsta atvinnugreinin
Verslunin hefur ekki farið var-
hluta af þeim samdrætti sem nú
stendur yfir. Vöruinnflutningur hef-
A
Aramóta-
fagnaður í
Kópavogi
KNATTSPYRNUDEILD Breiða-
bliks stendur fyrir áramótafagnaði
á gamárskvöld í félagsheimili Kópa-
vogs, 2. hæð. Húsið opnar klukkan
00,30. Diskótekið Dollý leikur fyrir
dansi.
ur dregist saman um leið og fram-
kvæmdir hafa minnkað og of stór
hluti smásöluverslunar ýefur færst
til nágrannalandanna. í svo mann-
margri starfsgrein hefur þetta
ástand óhjákvæmilega komið fram
í fækkun starfsmanna og auknu
atvinnuleysi.
Verslun er í mörgu tilliti stærsta
atvinnugrein landsins. Hún greiðir
hæstu skattana, hefur mesta veltu
og veitir flestum atvinnu, ef frá er
talið hið opinbera. Verslun er sam-
keppnisgrein sem hvergi nýtur vild-
arkjara eða opinberra styrkja. Þeir
sem starfa við verslun hafa víðtæka
reynslu sem tengiliður margra
ólíkra framleiðslu- og þjónustu-
greina við markaðinn. Reynslan úr
hörðum skóla frjálsrar samkeppni
er ómetanlegt framlag til frekari
uppbyggingar atvinnulífsins.
Uppspretta nýsköpunar
Víða erlendis hafa menn veitt
athygli þeirri sérstöðu verslunar að
innan hennar er mikill fjöldi smáfyr-
irtækja, þ.e. með 100 .starfsmenn
eða færri. í Bandaríkjunum tilheyra
þrjú af hveijum fímm fyrirtækjum
þessum hópi. Þar er jafnframt talið
að í smáu einingunum, með 5
starfsmenn eða færri, verði mest
fjölgun á komandi árum og tölur
staðfesta að fyrirtæki með 5-9
starfsmenn eru mörg meðal langlíf-
ustu fyrirtækja þar í landi. Bæði
austan hafs og vestan beinist vax-
andi athygli að þessum smærri ein-
ingum því þar er talin ein helsta
uppspretta framfara og nýsköpun-
ar. Þess vegna njóta slík fyrirtæki
víða lægri skatta og skattaafsláttur
vegna hlutaíjárkauþa í fyrirtækjum
er oft bundinn við smáfyrirtæki,
öfugt við það sem þekkist hér.
Þannig felst í skattkerfinu hvati til
að efla þessa starfsemi.
íslendingar eiga af skiljanlegum
ástæðum mörg smáfyrirtæki. Þar
er víða samankomin mikil reynsla
og þekking. Hér á landi hafa augu
manna hins vegar um of beinst að
stórum einingum. Of miklir fjár-
munir og of mikill tími hefur farið
í úrvinnslu hugmynda um mögu-
leika stórfyrirtækja. Við uppbygg-
ingu atvinnulífs á næstu árum þurf-
um við að taka aukið mið af mögu-
leikum smáfyrirtækjanna, rétt eins
og aðrar þjóðir. Við þurfum að
byggja inn í efnahagskerfi okkar
hvata sem örva til dáða. Þannig
mun okkur takast að snúa frá því
óheillafari sem við nú sitjum í, efla
fyrirtækin okkar, íjölga atvinnu-
tækifærum og auka farsæld þjóðar-
innar. Þar mun verslunin eiga mikil-
vægu hlutverki að gegna.
Islensk verslun sendir lands-
mönnum öllum óskir um gleðilegt
ár.
Höfundur erformaður Íslcnskrar
verslunar.
Spariball á nýárs-
kvöld í Tunglinu
HIÐ árlega „Spariball“, sem
undanfarin tvö ár hefur verið
haldið á Borginni á milli jóla
og nýárs, verður haldið í veit-
inguhúsinu Tunglinu á nýárs-
kvöld. Fjölbreytt dagskrá verð-
ur á boðstólum og ber þar hæst
söngdúett Bogomil Font og
Bjarkar Guðmundsdóttur.
♦
Á Spariballinu munu Bogomil
Fo’nt og hljómsveitin „Millarnir“
leika fyrir dansi auk þess sem
Björk Guðmundsdóttir mun koma
fram sem sérstakur gestur. Siða-
meistari og siðgæðisvörður kvölds-
ins verður Jakob Frímann Magn-
ússon, menningarfulltrúi í Lund-
únum. Boðið verður upp á sjávar-
réttahlaðborð að hætti Úlfars á
Þrem Frökkum. Hláturfélag Suð-
urlands flytur gamanþátt og
margt fleira verður á boðstólum
fyrir gesti þetta kvöld. Forsvars-
menn Sparikvöldsins vænta þess
að gestir muni skarta sínum feg-
Björk Guðmundsdóttir verður
sérstakur gestur á Sparikvöldinu
í Tunglinu á nýárskvöld.
urstu flíkum nú sem endranær svo
að ballið standi undir nafni.
(Úr fréttatilkynning-u.)