Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 18
18 B 71---TT- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992 seer flaawaaaa ai HUÖAÖUTMKÍa ciKiAjanuuaoM HVERS ER HELST AÐ MINNAST FRÁ ÁRINU 1992 ? „Þegar árið er að líða í aldanna skaut líta menn oft til baka, ekki síður en fram á við, og rifja upp atburði líðandi árs. Man þá hver eftir því sem hann hefur skipt mestu á einn eða annan hátt. Til þess að gefa nokkra mynd af því sem markverðast kann að virðast í byggðum landsins á árinu hefur Morgunblaðið, eins og undanfarin ár, leitað til nokkurra fréttaritara sinna víðsvegar um landið og fengið þá til að rifja upp það, sem þeim hefur þótt markverðast af innlendum og erlend- um vettvangi og úr heimabyggð. Pistl- ar fréttaritaranna fara hér á eftir.“ BRAGIBENEDIKTS- SON, GRÍMSTUNGU Á FJÖLLUM rw~\rx e ••• Tiðanar mjog óvenjulegt Árið 1992 verður íbúum Fjalla- hrepps minnisstætt fyrir margra hluta sakir. Tíðarfar var mjög óvenjulegt. Hiti var í janúar og febr- úar. Vorið var í meðallagi, júní mjög þurrviðrasamur fram í miðjan mánuðinn með moldroki og veruleg- um gróðurskemmdum. Upp úr 20. júní breyttist tíðarfarið, þá fór að snjóa og setti niður mikinn snjó. Snjóaði síðan eitthvað í hveijum mánuði eftir það. íbúum Fjallahrepps fækkaði nið- ur í 8. Tilskipun kom að sunnan um að Fjallahreppur skyldi samein- ast öðrum hreppi sökum fólksfæð- ar. Þegar séð var að ekki var undan sameiningu komist var ákveðið, eft- ir viðræður, að sameinast Öxar- fjarðarhreppi. Önnur veruleg breyting varð á högum íbúanna í kjölfar þess að búfé í hreppnum var fargað haustið 1991, allri lausagöngu búfjár hætt og gengið til samstarfs við Land- græðslu ríkisins um uppgræðslu lands. Girt var á milli Öxarfjarðar og Fjallahrepps, en mikill ágangur var af sauðfé frá Öxarfirði. Var gengið til uppgræðslu lands með áburði og fræi og var það aðal vinna okkar í sumar. Ennfremur var mik- il atvinna og verður framvegis Við smölun og aðra gæslu á landi. HELGIKRISTJÁNS- SON, ÓLAFSVÍK Verður stjómin að fóma lífsláni sínu? Allskonar hörmungar hrjáðu mannkynið árið 1992, bæði nátt- úruhamfarir og böl caf mannavöld- um. Ekkert leitar þó eins á hugann og stríðið og hörmungamar þar sem áður var Júgóslavía. Það er að mínu viti gríðarlegt áfall fyrir hinn svo- kallaða siðmenntaða heim að þurfa að viðurkenna að ógnarverk og stríðsglæpir skuli eiga sér stað í miðri Evrópu löngu áður en fyrnt er yfir voðaverk nasista. Það veldur mér harmi og hitt áhyggjum að enn virðist nasisminn eiga sér aðdáend- ur. Kosningar í Bandaríkjunum og í Bretlandi koma fljótt í hugann þeg- ar litið er til baka. Hvorugar kosn- ingamar héldu þó fyrir mér vöku, enda eru þeir Bush og Majór miklir eftirbátar forvera sinna í embætti, þeirra Reagans og Thatchers. Þau hefðu aldrei vikist undan uppgjöri við Saddam Hussein sem nú lætur skína í tennur að nýju. Af innlendum vettvangi er helst að geta gífurlegs samdráttar í þjóð- artekjum og hatrammrar glímu stjórnvalda við ríkisútgjöldin sem virðast erfið viðureignar ekki síður en draugurinn Glámur forðum. Spurningin er nú sú hvort ríkis- stjórnin verður að fórna lífsláni sinu fyrir sigur líkt og Grettir Ásmunds- son. Að mínu mati veltur það á því hvort hún ber gæfu til að veija afkomu tekjulægstu heimilanna sem nú þegar eiga mjög í vök að veijast. Við verðum að trúa því að þok- una birti upp handan við hæðina. Við erum okkar eigin gæfu smiðir þrátt fyrir allt. Árangur af auglýs- ingaherferð fyrir íslenskar vörur sýnir það vel. Og ég bið Guð að forða því að við þurfum að bergja á sama bikar og Færeyingar nú. Ég hlýt að minnast á átökin á Alþingi um EES-samninginn sem fyrri ríkisstjórn var búin að und- irbúa. Andófið gegn samningnum minnir mig á það að árið 1961 fund- aði stjórnarandstaðan um allt land og heimtaði að landhelgissamning- urinn sem þá var gerður við Breta yrði lagður undir þjóðaratkvæði því verið væri að svíkja litla Island í þágu heimsveldis. Nú er aldrei talað um annað en að fullur sigur hafi unnist í deilunni við Breta árið Í961. Árið leið hér í Ólafsvík án stórtíð- inda og var slysalaust á sjó og landi. En það er beygur í mönnum. Því veldur minnkandi þorskafli og erfið- leikar í öllum atvinnurekstri. Eink- um á það við fiskvinnsluna sem ekki getur veitt atvinnu nema stysta vinnudag. Hátt fiskverð bjargar tekjum sjómanna en landverkafolk býr nú krappt. Hér er þó yndislegt að vera. Náttúrufegurð er hér mikil og það eru forréttindi að búa í þeim faðmi þó lífskjörin séu upp og ofan. Skær- asta náttúruperlan var á liðnu sumri uppgötvuð sem skíðaparadís. Það er auðvitað Snæfellsjökull. Binda menn vonir við að fólk komi í auknu mæli til þess að njóta einstaks út- sýnis sem er af jöklinum svo ekki sé minbnst'á orkuna sem frá honum; streymir. Allar góðar vættir verndí land og þjóð á nýju ári. BENEDIKT JÓHANNS- SQN, ESKIFIRÐI Góð loðnu- veiði og mikil rækja á land Atvinnulífið hefur verið mjög gott í ár hér á Eskifirði. Loðnuveið- ar gengu vel fyrri part árs, og bræðslan tók á móti 65 þúsund tonnum á vetrarvertíð, og 23 þús- und tonnum á haustvertíð. Þá kom mjög mikil rækjuafli hér á land í sumar. Rækjuverksmiðja Hraðfrystihúss Eskifjarðar tók á móti 2200 tonnum, og voru unnir 20 tímar á sólarhring þegar mest var. í haust hefur síldarvertíðin gengið frekar illa vegna gæftaleys- is en síldin hefur verið mun betri og stærri en í fyrra. ' Af bæjarmálum er mér minnis- stæðast að gerður var grasvöllur í samvinnu bæjarins og Ungmenna- félagsins Austra. Einnig voru mal- bikaðar göturnar inni í dal. Af landsmálum er aðför ríkis- stjórnarinnar að barnafólki mér minnisstæðust. Einnig þeir erfið- leikar sem eru hér á landi í öllum atvinnurekstri. Af erlendum málum eru atburð- irnir í Júgóslavíu og hörmungar í Sómalíu mér minnisstæðir. Þá má nefna kosningu nýs forseta Banda- ríkjanna sem getur haft víðtæk áhrif, meðal annars hér landi. Það er heilmargs að minnast úr íþróttalífinu. Evrópumótið í knatt- spyrnu sem haldið var í Svíþjóð og vaskleg framganga danskra knatt- sþyrnumanna þar. Einnig eru ólympíuleikarnir ofarlega í huga mér. Þá er mér sérstaklega hugleik- in vaskleg framganga fatlaðra íþróttamanna á þeim mótum sem þeir tóku þátt í. HELGA HALLDÓRS- DÓTTIR, ÞINGEYRI Björgunar- afrek á Hala- míðum ber hæst Ef litið er til ársins 1992 koma að sjálfsögðu fyrst upp í hugann atburðir úr heimabyggð. Ber þar fyrst að nefna þátttöku Sléttaness ÍS 808 í björgun manna úr áhöfn togarans Krossness frá Grundar- firði í febrúar sl. Þá vann Bergþór Gunnlaugsson sjómaður á Slétta- nesi það afrek að stökkva í sjóinn úti á Halamiðum til að bjarga manni frá drukknun. Einnig er mér mjög minnisstæð fyrsta skóflustungan að byggingu langþráðrar íþróttamiðstöðvar á Þingeyri, sem tekin var í júlí sl. Af öðrum fréttum á innlendum vettvangi má nefna frábæran árangur íslenska handboltalandsl- iðsins á Ólympíuleikunum í Barcel- ona, svo og árangur íslendinga á Heimsleikum fatlaðra og þroska- heftra. Góður árangur í söfnun fyrir vegalaus börn var mjög ánægjuleg- ur en undirstrikaði jafnframt þá staðreynd að alltof mörg börn í þessu landi fá ekki þá umönnun sem þau öll eiga þó skilið. Síðast en ekki síst koma upp í hugann síend- urteknar fréttir af auknu atvinnu- leysi sem ég tel með alvarlegri vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Af erlendum vettvangi vil ég nefna hörmungar stríðsins í Júgó- slavíu, ógnvekjandi framgöngu hægri öfgamanna í Þýskalandi, svo og fréttir af slæmu ástandi í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna, sem eng- an veginn sér fyrir endann á. Af jákvæðari erlendum atburðum má nefna úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og veitingu Frið- arverðlauna Nóbels til Rigobertu Menchú frá Guatemala. ARNÓR RAGNARS- SON, GARÐI Atvinnuleys- isvofa á Suð- umesjum Árið sem nú er að renna sitt skeið er í mínum huga stutt. Við erum með tærnar þar sem við höfð- um hælana í ársbyijun og horfum fram á erfitt nýár. Neikvæðast fínnst mér hið mikla atvinnuleysi sem herjar á lands- menn og er hvergi meira á landinu en á Suðurnesjum. Garðmenn hafa komið einna skást frá atvinnuleys- isvofunni. Hér hefir verið lítið at- vinnuleysi enda nenna menn að vinna í fiski og þarf ekki að segja heimamönnum á hveiju landsmenn lifa. Mikil vonbrigði eru með ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar sem nær •illa tökum á ríkiskassanum og sér þá lausn eina að kreista þá sem minna mega sín. Eitt stærsta hagsmunamál Suð- Bragi Benédiktsson Helga Halldórsdóttir urnesjamanna komst mjög í um- ræðuna nú á haustdögum, þ.e. tvö- földun Reykjanesbrautar. Sú um- ræða liggur nú niðri en vonandi gerist eitthvað í þeim málum þegar birta fer af degi. Úr heimabyggð gerðust stórtíð- indi á árinu. Hafin var bygging íþróttahúss og ákveðið að ljúka við sundlaug sem verið hefir í byggingu í mörg ár. Næsta haust munu Garð- menn því bjóða upp á glæsilegt íþróttahús af bestu gerð og jólabað- ið verður í nýju sundlauginni. Af erlendum vettvangi er margs að minnast. Ég get nefnt banda- rísku forsetakosningarnar en hins vegar held ég að flestir séu sam- mála um það að atburðirnir í fyrrum Júgóslavíu munu seint líða úr minni manna. Hvílíkar hörmungar sem fólkið þarf að þola. Það verður aldrei of oft sagt að hvergi sé betra að eiga heima en á íslandi. En að- gát skal höfð. Við skulum ekki gleyma því hvað gerðist í Færeyjum á nýliðnu ári. Þegar þetta er ritað er skemmst- ur dagur. Hann lengist um eitt hænufet dag hvern. Kannski er skemmstur dagur í niðursveiflu Þjóðarskútunnar einmitt í dag og við horfum fram á bjartari daga. Horfum fram á veginn jákvæð. Okkur vantar meiri físk, betri nýt- ingu hráefnisins og fleiri bjartsýnis- menn eins og þá sem ætla að mala gull úr ígulkerum. MAGNÚS JÓHANN MIKAELSSON, HRÍSEY Mikil vinna fyriralla Hríseyinga Mikil vinna hefur verið hjá Hrís- eyingum á þessu ári. Það eru mark- verðustu tíðindin hér, ekki síst í ljósi frétta af vandamálum vegna at- vinnuleysis um allt land. Hér hefur verið unninn langur vinnudagur í fiskinum og marga laugardaga. Allir Hríseyingar sem þess hafa óskað hafa þar getað fengið vinnu. Þá hefur verið að- komufólk við vinnu, meðal annars duglegt skólafólk í sumar og enn eru pólskar fiskverkakonur hér við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.