Morgunblaðið - 31.12.1992, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992
B 19
Helgfi Kristjánsson
Arnór Ragnarsson
Róbert Schmidt
störf þó atvinnuleysi sé víða um
land.
Til stendur að reyna að fá fleira
fólk til starfa hjá Fiskvinnslustöð
KEA, til dæmis frá Akureyri, til
að færa vinnsluna meira yfir á dag-
vinnutímann og draga úr yfirvinnu.
Jákvæðar fréttir af atvinnu-
ástandi í Hrísey draga þó ekki úr
óhugnaði manns vegna atvinnuleys-
isins sem sífellt eykst á landinu og
virðist geta orðið landlægt ef ekki
verður spyrnt fast við fótum.
Af einstökum atburðum í Hrísey
má geta þess að settur hefur verið
upp heitur pottur við sundlaugina
og verður hann tekinn í notkun á
nýja árinu. Þá hefur verið unnið
af fullum krafti við íbúðir fyrir aldr-
aða sem eru að verða fullbúnar.
Þá er nokkur óvissa í samgöngu-
málum vegna hugsanlegra breyt-
inga á feijurekstri í kjölfar yfirtöku
Vegagerðarinnar á rekstrinum um
áramót.
Forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum og hörmungarástandið í
Sómalíu og Júgóslavíu eru minnis-
stæðustu atburðir erlendis á þessu
ári.
Að lokum má minnast á tíðarfar-
ið nú í desember. Eftir norðanstór-
hríð var hér kominn meiri snjór en
venjulega á þessum árstíma. Sam-
göngur tepptust með tilheyrandi
erfiðleikum. Síðan sneri hann sér í
sunnanrok og hláku en lítið sást
þó á þriggja metra skaflinum hér
sunnan við hús.
Benedikt Jóhannsson
Magnús Jóhann Mikaelsson
RÓBERT SCHMIDT,
BÍLDUDAL
Frábær
árangur fatl-
aða íþrótta-
fólksins
Af innlendum vettvangi eru það
atvinnumálin sem hæst ber, svo og
skerðing kaupmáttar láglaunafólks.
Það er að mínu mati hneyksli að
efnahagur þjóðarinnar skuli vera
kominn í rúst. Sífellt er verið að
skattleggja þá sem lægstu launin
hafa en þeir efnuðu sleppa vel frá
aðgerðunum. Ég get ekki litið fram
hjá þessari staðreynd þegar ég rifja
upp atburði ársins.
Af öðrum innlendum atburðum
mætti nefna stór fíkniefnamál og
aðra alvarlega glæpi í þjóðfélaginu,
þrasið um Evrópska efnahagssvæð-
ið á Alþingi, tíð óhöpp smábáta,
vegalaus börn og heiftarlegan
sparnað í heilbrigðisgeiranum. Svo
má líka nefna kaupæði íslendinga
*{ útlöndum og nýtt frumvarp til
laga um veiðar og skotvopn.
Það er fátt jákvætt í þessari upp-
talningu. Það sem mér fínnst standa
upp úr af hinu góða og gleðilega
er frábær árangur íslendinga á
heimsleikum fatlaðra íþróttamanna
í sumar.
Þá er komið að heimabyggð
minni. Þar er skemmst að minnast
gjaldþrots Fiskvinnslunnar á Bíldu-
dal hf. Það hefur haft slæmar af-
leiðingar fyrir það fólk sem enga
aðra vinnu hafði. Samdráttur er á
öllum sviðum og hann bitnar auðvit-
að mest á því fólki sem verst er
sett. í sumar var lagður ljósleiðari
um Vestfirðina og er það bylting í
ljarskiptamálum. Síðan má nefna
vegaframkvæmdir yfir Hálfdán,
mikla smábátaútgerð á Tálknafirði
og stækkun íþróttahússins þar.
Margt fleira mætti nefna en þetta
læt ég duga.
Af erlendum vettvangi minnist
ég helst breytinganna í Sovétríkjun-
um og hörmunarástandsins í Só-
malíu og nærliggjandi svæðum,
stríðsins í Króatíu, skákeinvígis
Fischers og Spasskís í Júgóslavíu
og hrun efnahagsins í Færeyjum.
Ekki má gleyma forsetakosningun-
um í Bandaríkjunum og skilnaði
Karls Bretaprins og Díönu.
BÍLALEIGA
Úrval 4x4 fólksbíla og station bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bílar. Farslmar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
interRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
Wterkurog
kj hagkvæmur
auglýsingamióill!
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Kœru viðskiptavinir!
Guð gefi ykkur blessunarríkt dr,
Þökkum viðskiptin d liðnu dri.
VIKATIL AÐ VELJA RETT!
Pallapuö«Teygjur og þrek ♦ Magi, rass og læri ♦ Þrekhringur ♦ Aerobic ‘Teygjuleikfi
mi
Dansstúdíó Sóleyjar er með
þjónustuna í lagi. Vikuna
ll.-18.jan. getur þú komið og
valið þér tíma og kennara
sem þér hentar. Við bjóðum
upp á hressa morguntíma frá
kl.07, hádegistíma,
eftirmiðdagstímá og
kvöldtíma. Allt þetta er þér
að kostnaðarlausu vikuna
11.-18. jan. Notaðu tækifærið
og komdu þér í form, eins og
þér hentar! Hringið og fáið
senda stundaskrá. Innritun
hefst 4. janúar.
Upplýsingar og
innritun í símum
687701 og 687801.
DANSS TÚDÍÓ
SÓLEYJABÍ^_
*ATH.
Byrjum ll.jatt.
Starfsfólkið
óskar ykkur
alls hins
besta á nýju
ári með þökk
fyrir
ánægjuleg
samskipti á
því gamla,
sjáumst hress!
- ttáíu fr-amfm éwCa/
Kennarar: Jón Egill Bragason, Bryndís Einarsdóttir, Ásta Sigurðardóttir,
Ásta Ólafsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Sóley Jóhannsdóttir.