Morgunblaðið - 31.12.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992
■20^
ÁRWÍ
LJTLÖNDUM
Fréttaritarar Morgunblaðsins er- þjóðernishyggja færðist í vöxt, fréttaritara sinna erlendis og fór
lendis gátu tæpast kvartað undan ólga einkenndi efnahagsmálin og þess á leit við þá að þeir rifjuðu
verkefnaskorti áárinu 1992. Víða tekist var á um grundvallaratriði upp merkustu atburði ársins
urðu mikil pólitísk umskipti; leið- samrunaþróunarinnar í Evrópu. 1992. Fara pistlar þeirra hér á
togar hurfu af sjónarsviðinu, Morgunblaðið leitaði til nokkurra eftir:
KARL BLÖNDAL,
BANDARÍKJUNUM
Læturný
kynslóð
verkin tala?
Forsetakosningarnar í Bandaríkj-
unum jrfirskyggðu alla aðra atburði
hér vestra árið 1992, hvort sem litið
er til óeirðanna í Los Angeles eða
ötullar útgáfustarfsemi hinnar kyn-
soltnu Madonnu. Þegar Bill Clinton
gaf kost á sér virtist George Bush
Bandaríkjaforseti ósigrandi og fram-
boð gegn honum jafnast á við póli-
tískt sjálfsvíg. Ýmsir stærri spámenn
úr röðum demókrata hikuðu og sitja
nú með sárt ennið á meðan Clinton
mælir fyrir gluggatjöldum í Hvíta
húsinu. Sigur Clintons boðar kyn-
slóðaskipti í bandarískum stjórnmál-
um, en eftir er að sjá hvort hann
markar þá stefnubreytingu, sem
kjósendur virtust gera að kröfu sinni
er þeir gengu að kjörborðinu 3. nóv-
ember.
Hingað til hefur Clinton ekki stig-
ið feilspor, þótt hann hafi tekið sér
dijúgan tíma til stöðuveitinga og
annarra ákvarðana til undirbúnings
valdatöku sinnar. Stjórn hans verður
skipuð jafnt mönnum með langan
feril að baki í stjórnmálum sem ný-
græðingum úr háskólum og vinahópi
forsetans í vændum.
Við Clinton blasa ýmsir örðugleik-
ar. Enn ríkir kreppa þótt efnahagur-
inn virðist á uppleið án þess að Clint-
on hafi átt þess kost að efna kosn-
ingaloforð sín eða Bush hafí þurft
að snúa baki við skipulögðu aðgerða-
leysi sínu.
Búast má við að Clinton reyni að
flýta fyrir efnahagsbatanum með því
að dæla peningum út í atvinnulífið,
en þær raddir gerast hins vegar stöð-
ugt háværari, sem krefjast þess að
hann nýti sér vænkandi hag til þess
að ráðast til atlögu við fjárlagahall-
ann og þjóðarskuldina með tilheyr-
andi aðhaldsaðgerðum. Forsetinn til-
vonandi virðist hins vegar enn sem
komið er vera þeirrar hyggju að
aðgerðir í anda auðkýfingsins Ross
Perots, sem tókst að hrista ærlega
upp í tveggja flokka kerfinu með
óháðu forsetaframboði sínu, muni
gera batavonir sjúklingsins að engu.
En Clinton getur ekki látið sér
nægja að rýna í tyrfnar kennisetn-
ingar hagfræðinga. Óeirðirnar í Los
Angeles báru því vitni að verði fá-
tækrahverfum stórborganna leyft
að halda áfram að grotna niður get-
ur allt hlaupið í bál og brand þegar
síst varir.
Utanríkismál urðu útundan í
kosningabaráttunni, en Clinton mun
ekki geta horft fram hjá þeim eftir
að hann tekur við stjórnartaumun-
um. Bush sat við völd þegar járn-
tjaldið hrundi og þótti vanþakklæti
þjóðar. sinnar jafnast á við útreið þá
sem Bretar veittu Winston Churchill
eftir seinna stríð. Eins og þegar er
ljóst verða alþjóðastjórnmál sýnu
flóknari nú en á hinum svart/hvítu
dögum kalda stríðsins.
Clinton hefur vænt Bush um lin-
kind gagnvart mannréttindabrotum
Kínveija og vildi mæta landvinn-
ingahernaði Serba í Bosníu með
aukinni hörku. Nú er kosningabar-
áttunni lokið og Clinton gefst tæki-
færi til að láta verkin tala. Bush
getur hins vegar farið að smyija
veiðihjólið sitt og repúblikanar velt
því fyrir sér hvernig þeir eigi að
koma í veg fyrir að útlegð þeirra
verði ekki jafnlöngtólf ára valdasetu
þeirra.
ANNA BJARNA-
DÓTTIR, SVISS
Atkvæða-
greiðsla
aldarinnar
Deilur um hlut' Svisslendinga í
Evrópusamrunanum og atkvæða-
greiðslan um aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu (EES), sem nefnd
var atkvæðagreiðsla aldarinnar, ber
hæst þegar litið er yfir árið 1992.
Þegar það lá fyrir að kantónan
Ziirich felldi líka tillöguna um aðild
Sviss að Evrópska efnahagssvæðinu
(EES) 6. desember síðastliðinn var
útséð um sigur stuðningsmanna að-
ildar. Það var vitað að litlu sveita-
kantónurnar í þýska hluta landsins
myndu fella tillöguna, en að kantón-
an Zúrich, þar sem peningahjarta
þjóðarinnar slær, myndi fella hana
var ekki reiknað með. Það fór þar
eins og annars staðar. Meirihluti
Zurich-borgar var með aðild, unga
fólkið kaus aðild en dreifbýlisfólk
og eldra fólk var á móti. Það óttast
breytingar og hélt að Sviss gæti
haldið sínu striki án samnings við
Þjóðveija og aðra Evrópumenn um
að opna landið fyrir þeim, vörum
þeirra og þjónustu.
Það var ekki fyrr en í vikunni
eftir þjóðaratkvæðagreiðslu að það
rann upp fyrir fólki um hvað kosið
hafði verið. Kosningarnar snerust
ekki um frelsi og sjálfstæði Sviss
heldur velmegun þjóðarinnar. Það
var reiðarslag þegar Liechtenstein,
litla þjóðin sem Svisslendingar hafa
hingað til sagst bera í bakpokanum,
stökk upp úr pokanum og slóst í för
með hinum Evrópuþjóðunum. Liec-
htensteinar voru svo heppnir að sjá
viðbrögðin við úrslitum þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar í Sviss áður en
þeir fengu að kjósa. Þeir ákváðu að
fylgja ráðum furstans síns og forð-
ast vandræði Sviss. En Svisslending-
ar sitja eftir með sárt ennið og meiri-
hluti þjóðarinnar segist vera
óánægður með úrslitin.
Ríkisstjórnin á stóra sök á því að
svona for. Hún ruglaði fólk í ríminu
með því að kalla EES um tíma brú
inn í Evrópubandalagið (EB) og
bætti ekki úr skák með því að fara
fram á undirbúningsviðræður í
Brussel fyrir aðildarumsókn að EB.
Svisslendingar sýndu að þeir eru
reiðubúnir að starfa með bandalag-
inu þegar þeir samþykktu alpasam-
göngusamninginn við EB í haust en
þeir þjást ekki af aðildarþrá. Margir
felldu EES af því að þeir vilja enga
brú inn í EB. Og ríkisstjórnin og
aðrir stuðningsmenn aðildar hófu
kosningabaráttuna þar að auki allt
of seint. Þeir fóru í sumarfrí á með-
an andstæðingar aðildar, með Chri-
stoph Blocher í broddi fylkingar,
hömruðu á öllum hugsanlegum
ókostum EES. Þeir mótuðu skoðun
þúsunda og það er ekki hlaupið að
því að breyta skoðun Svisslendinga
þegar þeir hafa einu sinni gert upp
hug sinn.
Svissneskir karlmenn veittu kon-
um ekki kosningarétt fyrr en í fjórðu
atkvæðagreiðslunni um hann árið
1971. Svisslendingar munu væntan-
lega ekki kjósa svo oft um aðild að
EES. En samningurinn verður bor-
inn fyrr eða seinna aftur undir þjóð-
ina. Það er bara spurning hveijir
standa að því. Væntanlega verður
það þjóðin sjálf sem safnar undir-
skriftum og fer fram á nýjar kosn-
ingar. Jean-Pascal Delamuraz við-
skiptaráðherra mun þá vonandi taka
gleði sína aftur. Hann er sagður
hafa verið í fýlu siðan tillaga hans
og hinna dverganna sjö, eins og ráð-
herrarnir eru stundum kallaðir, var
felld.
HRÖNN
MARINÓSDÓTTIR,
ÞÝSKALANDI
r'
Utlendinga-
haturog
ofbeldi
í Þýskalandi eru menn að horfast
í augu við að sameining ríkjanna
mun taka lengri tíma og vera erfið-
ari en vonir stóðu til um. Fögur orð
og fyrirheit stjórnmálamanna hafa
ekki staðist. Þjóðin á i erfiðleikum.
Félagsleg upplausn er víða áberandi
og efnahagsástandið er slæmt.
Lífskjör fólks hafa almennt versn-
að en sérstaklega er ástandið baga-
legt í austurhluta Þýskalands en þar
ríkir mikil svartsýni um hvað fram-
tíðin ber í skauti sér. Um þijár millj-
ónir Þjóðveija eru atvinnulausar og
húsnæðisskortur er mikill. Einnig
eykur það vandann að innflytjenda-
straumur til landsins hefur aldrei
verið meiri en í ár.
Á árinu sem er að líða hefur
hryðjuverkum hægrisinnaðra öfga-
manna fjölgað mikið. Framin voru
um 2.000 ofbeldisverk en dag hvern
berast fréttir af árásum á útlendinga
eða áhlaupum á flóttamannahæli.
Alls voru framin 17 morð á þessu
ári í nafni útlendingahaturs. Margir
hafa gengið svo langt að líkja
ástandinu við Weimar-lýðveldið og
árin áður en Hitler varð ríkiskansl-
ari. Til ofbeldissinnaðra hægri öfga-
manna teljast um 40.000 Þjóðveijar.
Flestir eru ungir að árum en sam-
kvæmt könnunum eru um 70% á
aldrinum 16-21 árs. Þeir telja að
eina leiðin til að vekja athygli á
málstað þeirra sé að beita ofbeldi.
Einnig er um að ræða stærri hreyf-
ingar, skipulögð samtök nýnasista,
sem hafa það á stefnuskránni að
endurvekja gamla nasistaflokk Hitl-
ers.
SKoðanakannanir sýna að um 6%
Þjóðvetja myndu kjósa í næstu kosn-
ingum hægri öfgaflokka sem vilja
fyrst og fremst Þýskaland fyrir Þjóð-
veija. Fylgi þessara flokka í síðustu
kosningum kom mörgum á óvart en
í nokkrum sambandslöndum náðu
þeir þingsætum.
Ofbeldissinnaðir hægri öfgamenn
eru taldir vera fleiri í austurhluta
Þýskalands en í vesturhlutanum.
Talið er að eftir harðstjórn kommún-
ista í 40 ár sé sterk tilhneiging hjá
ungu fólki að leita í gagnstæða átt.
Alit Þýskalands á alþjóðavett-
vangi hefur beðið hnekki vegna þess-
ara obeldisverka. Forsvarsmenn
ferðamannaiðnaðarins og samtök
verslunar- og iðnrekenda hafa varað
við fjárhagslegu tapi vegna álits
fólks á Þjóðvetjum. Ferðamenn og
fjárfestingaraðilar eru farnir að
forðast Þýskaland. Einnig hefur ver-
ið bent á minnkandi aðsókn útlend-
inga í þýskunám sem afleiðingu
uppsveiflu hægri afla.
Nýlega náðist samkomulag um
að setja þak á straum innflytjenda
til landsins en á þessu ári hafa um
600.000 flóttamenn beðið um hæli
í landinu. Stærsti hluti þessa hóps
kemur til landsins vegna efnahags-
erfiðleika heima fyrir en ekki af því
að viðkomandi sæta pólitískum of-
sóknum. Til stendur að herða regl-
urnar til að koma í veg fyrir misnotk-
un. Hingað til hefur flóttamanna-
straumur til landsins verið algerlega
óheftur, gagnstætt því sem gerist í
öðrum Evrópulöndum. Til Þýska-
lands fara því um 70% af öllu því
flóttafólki sem biður um hæli í Vest-
ur-Evrópu.
KRISTÓFER M. KRIST-
INSSQN, BRUSSEL
Hægjá
Evrópu-
hraðlestínni
Þúsund bálkestir sem ná yfir fjög-
ur tímabelti innan aðildarríkja Evr-
ópubandalagsins (EB) frá Áþenu í
austri til Azoreyja í vestri og frá
Gíbraltar í suðri til Orkneyja í norðri
verða tendraðir til að marka upphaf
innri markaðar bandalagsins á mið-
nætti á gamlárskvöld. Ófáir vona
að brennurnar fari og sá sundurlynd-
isfjandi sem riðið hefur húsum innan
EB á þessu ári.
Árið 1992 hefur að margra mati
verið eitt það erfiðasta í sögu EB.
Almenningur í aðildarríkjunum hef-
ur að hluta gert uppreisn gegn sam-
einingarhugsjónum kjörinna og skip-
aðra Ieiðtoga sinna og eitt aðild-
arríkjanna, Danmörk, tók af skarið
í júní og hafnaði framtíðarsýninni í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samkomulagið sem gert var í
Maastricht um evrópska einingu átti
að tryggja að bandalagið missti ekki
flugið þegar innri markaði þess hefði
verið komið á um þessi áramót.
Karl Blöndal
Sigrún Davíðsdóttir
Maastricht-samkomulagið, svo um-
deilt sem það er, varð þó a.m.k. til
þess að svipta hulunni ofan af þeirri
sjálfsblekkingu sem arkitektar nýrr-
ar Evrópu lifðu í. Einungis eitt aðild-
arríki, þeirra sem greitt hafa þjóðar-
atkvæði um samninginn samþykkti
hann með yfirgnæfandi meirihluta
enda er samkomulagið mikilvægt
Irum og öðrum bágstaddari aðildar-
ríkjum. í Þýskalandi, líkt og í Frakk-
landi og þó einkum Danmörku, hafa
einnig komið fram umtalsverðar efa-
semdir og samkomulagið hefur enn
ekki verið staðfest á Bretlandi. Evr-
ópuhraðlestin virðist þess vegna
dæmd til að hægja ferðina.
Niðurstöður þjóðaratkvæða-
greiðslunnar í Danmörku eru eitt
alvarlegasta áfall sem samstarf
EB-ríkjanna hefur orðið fyrir, vegna
þeirra hriktir í undirstöðum banda-
lagsins, sjálfum Rómarsáttmálan-
um. Danir eiga á hættu að vera sett-
ir út í kuldann samþykki þeir ekki
þá sérlausn sem tekið hefur allan
seinni hluta ársins að bræða saman
fyrir þá. Bretar hafa lýst yfir því
að felli Danir í annað sinn verði
samningurinn ekki afgreiddur á
breska þinginu. Þeir eru fáir sem
gera ráð fyrir að þessi verði raunin.
Auk þess sem fram fóru á árinu
umfangsmestu samningaviðræður
veraldarsögunnar milli Fríverslunar
bandalags Evrópu (EFTA) og EB
um myndun evrópska efnahags-
svæðisins (EES) stóð Evrópubanda-
lagið frammi fyrir þremur stórverk-
efnum í samskiptum við ríki utan
þess. í fyrsta lagi samningalotu ráð-
stefnunnar um tolla og viðskipti,
GATT, sem kennd er við Úrúgvæ,
í öðru lagi ófriðarbálinu í Júgóslavíu
og í þriðja lagi umbreytingu Mið-
og Austur-Evrópuríkjanna úr
kommúnisma yfir í lýðræði og mark-
aðsbúskap. Segja má að í fyrsta til-
fellinu hafi bandalagið getað en ekki
viljað, í öðru sannarlega viljað en
ekki getað og í því þriðja lagt meira
fram í orði en á borði.
Því hefur oft verið haldið fram
um EB að það rísi tvíelft upp úr
hverri raun. Bandalagið hafi á ferli
sínum tekið mikilvægustu ákvarð-
anir sínar þegar flestir töldu sam-
starfið vera í molum og eiga sér
takmarkaða framtíð. Sé þetta rétt
má gera ráð fyrir því að næsta ár