Morgunblaðið - 31.12.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 31.12.1992, Qupperneq 30
. 30 B MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1992 37HAÍ1 /, Ég shgl lálo. gtiilCL þettCL n Með morgunkaffínu Ást er... TM Rea. U.S Pat Oft.-all rlght* rmerved • 1903 Loa Angeies Tlm®a Syndlcato Ég er ekki lengur í fýlu. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylgavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Vandinn við nýjar bækur Frá Hallgrími Helgasyni: Miðvikudaginn 2. desember sl. birtist hér í Morgunblaðinu umsögn Jóns Özurar Snorrasonar um bók Þorvaldar Þorsteinssonar, „Engill meðal áhorfenda", sem bókaútgáfan Bjartur gaf út á dögunum. Nú ætla ég ekki að reyna að snúa skoðunum gagnrýnandans á þessu verki, þó mín sé önnur, en vil hins- vegar andmæla þeirri aðferð sem hann beitir í umfjöllun sinni. „Engill meðal áhorfenda" er ný- stárleg bók sem ekki verður auðdreg- in í neinn af höfuðdilkum bókmennt- anna (saga, leikrit, ljóð) og Jón Özur hefur orð á þessu í grein sinni en stingur uppá því kæruleysislega að kannski megi kalla þetta „vasaleik- rit“, orð sem e.t.v. lýsir þessum verk- um best. Gagnrýnandinn áttar sig þó greinilega ekki á því að þama er hann að stela orði frá höfundinum sjálfum, en Þorvaldur rak um skeið Vasaleikhúsið á Rás Tvö. Jón Özur er greinilega ómeðvitaður um þetta líkt og nálgun sína á bókinni al- mennt. Hann mætir til leiks með gamalt flokkakerfi í huga, reynir að þröngva reglum þess uppá hið nýja framboð og verður skiljanlega fyrir vonbrigðum. Hann opnar bókina með aðra bók í huga. Það sem einkum kemur upp um fyrirframhugmyndir umfjallarans er orðalag í niðurlagi greinar hans þar sem segir að bókin sé „ .. . miklu fremur tilraun við ákveðið form en að um lifandi skáldskap sé að ræða enda er hér hvorki á ferðinni hríf- andi persónusköpun né hreyfanleg atburðarás." í „Engli meðal áhorfenda" er ekki að finna persónusköpun í hefðbund- inni merkingu, heldur eru persónurn- ar miklu fremur persónur um persón- ur, í sumum tilfellum einmitt samdar upp úr flötum klisjum skólabóka, annars staðar dregnar út úr hvers- dagsmáli myndbandaleigunnar og enn annars staðar upp úr grískri forneskju líkt og í þættinum „Oidíp- úsl“. Það er því merki um alvarlegt skilningsleysi þegar gagnrýnandinn segir að „persónusköpun" sé „ákaf- lega flöt“. Slíkt er sambærilegt við það að myndlistargagnrýnandi væni abstraktmálara eins og Svavar Guðnason um kunnáttuleysi í ana- tómíu. Auk þess er það hreinlega rangt hjá Jóni Özuri þegar hann seg- ir að í leikþáttunum sýnist sér vera lítill munur „ ... á slökkviliðsmanni og Ödipus konungi, flugfreyju og Jónasi Hallgrímssyni“ nema gagn- rýnandinn vilji meiria að Þorvaldur jafnist á við sjálfan Sófókles í öllu sem hann gerir. En svo gott (eða slæmt) er það ekki. Innan aðferðar Þorvaldar rúmast ýmsir stílar, slökkviliðsmaðurinn er eins og tal- andi bæklingur frá eldvarnaeftirlit- inu, Öidípús kominn á gæsalöppum úr Þebuleikjunum (Menningarsjóður 1978, þýð. Jón Gíslason), flugfreyjan úr rauðri flugástarsögu og Jónas mælir eins og af fjölunum í gamla Gúttó út úr síðrómantísku aldamóta- leikriti s'em gott ef ekki virðist þýtt úr dönsku. „Engill meðal áhorfenda“ er ekki Skugga-Sveinn heldur fremur skugginn af Skugga-Sveini og það skugginn af framliðnum Skugga- Sveini sem nú er kominn með vængi og hefur vöðlað þeim saman til að geta setið á meðal áhorfenda í þessu Vasaleikhúsi. Maður hélt það liðna tíð að lista- menn þyrftu að búa við það forsendu- leysi í umfjöllun sem var svo ríkjandi hér á landi fram eftir öldinni. Maður hélt að menntunin væri orðin slík og menningarrásirnar svo samtengdar umheiminum að ekki væri lengur hætta á að gagnrýnendur stæðu ráð- þrota gagnvart nýjum straumum inn- an listgreina. Eina ráðið til að koma í veg fyrir slíkt er að menn leggi enn harðar að sér. í raun krefst það jafn mikillar vinnu að vera góður gagn- rýnandi og að vera listamaður, hann má aldrei sofna á verðinum. Eins og margir sem standa ráð- þrota gagnvart nýjum hlutum kallar Jón Özur sögur Þorvaldar m.a. „hræðilega íhaldsamar" (prentvilla Mbl.), segir að textinn sé...nán- ast sótthreinsaður eins og hann hafi verið lesinn yfir af íhaldssömum málfarsráðunaut" og að „upphafn- ingin“ sé aðalatriði bókarinnar sem samanstandi af „hátíðlegum svið- setningum". Fyrir utan það að innihalda alls- konar málbögur úr Kringlu-máli nú- tímans þá felst húmor Þorvaldar ein- mitt í því að hefja þær upp á stall formfestunnar. Fyrir okkur sem vön erum að umgangast hlutina með kærulausum flýti og henda flestum þeirra að notkun lokinni verður það fyndið að heyra viðskiptavin á kaffi- húsi, sem pantað hefur eplaköku, áminna afgreiðslustúlkuna um að gleyma nú ekki ísnum og ijómanum og hana svara á móti með áherslu- þunga: „Því gleymi ég aldrei.“ Þá á ég erfitt með að sætta mig við þá fullyrðingu bókfjallara að allar frásagnirnar séu „aðeins mismun- andi tilbrigði við sama stefið eða sömu grunnsöguna" og innihaldi „allar sömu hugmynd". I bókinni er að finna bæði samtalsþætti, mónó- lóga, sem og hreinar lýsingar og kvæði, þar sem fengist er við marg- vísleg minni, allt frá nöturlegri dauðastund yfir í stund við grillið, og flakkað fram og aftur í tíma, frá konungshöllinni í Þebu að reykvísk- um smalasteini í byrjun aldarinnar,- Stundum er leiksviðið svið en annars staðar símaborð í heimahúsi og enn annars staðar þanið út að ystu sjón- arrönd eða reist uppí sextán hæða skrifstofubyggingu „handan götunn- ar“. í upphafí hvers þáttar verður að skilja við forsendur þess næsta á undan. Maður hefur ekkert „í vasan- um“ í þessu leikhúsi. Hér er heldur ekki um „hátíðlegar sviðsetningar" að ræða því þessar uppfærslur taka einmitt ekkert of hátíðlega, ekkert er fyrirfram gefið og allt getur gerst. Og þó ekki sé hér um „hrífandi" persónusköpun og „hreyfanlega" atburðarás að ræða samkvæmt hljóðan þessara orða, þá er hér á ferðinni „lifandi skáldskap- ur“ því hann er nýr og óvæntur. í umfjöllun Jóns Özurar Snorra- sonar um bók Þorvaldar Þorsteins- sonar segir: „Líklega myndu fáir tala svona saman inn (prentv. Mbl.) í brennandi húsi: „Slökkviliðsmaður: Vertu ekki hrædd. Ég er kominn inn í eldinn til þess að bjarga þér frá því að brenna. Kona: Guði sé lof að einhver er kominn til þess að bjarga mér. Ég var algjörlega bjargarlaus héma inni í eldinum. Ég var raunar orðinn (prentv. Mbl.) úrkula vonar um að einhver myndi láta sjá sig. Ég gerði líka ráð fyrir því að það væri ekki nema fyrir algjöra úrvalsslökkviliðs- menn að bijóta sér leið hingað inn til mín og maður veit aldrei hveijir eru á vakt.“ Einmitt. Líklega myndu fáir tala svona saman inni í brennandi húsi. Vandi gagnrýnenda verður að ei- lífu sá að þurfa sífellt að fjalla um nýjar bækur. HALLGRÍMUR HELGASON, Glaðheimum 18, Reykjavík. Víkveiji skrífar Aramótahugleiðingar í fjölmiðl- um vilja oft verða vandræða- legar þegar höfundarnir snúa sér frá því að líta yfir farinn veg og ætla að fara að spá um ókomna tíð. Sumum finnst samt, að þeir verði að láta nokkra spádóma falla og leggja heilann ærlega í bleyti fyrir hver áramót. Hjá blaðamönnum Pressunnar virðast heilabrotin ekki hafa gengið sem skyldi í þetta sinn. Undir fyrirsögninni „Þetta gerist örugglega úti í heimi á árinu 1993“ birtist í áramótablaði Pressunnar yfirlit um það, sem menn þar á bæ telja sig nokkuð örugga um að verði á dagskrá á nýja árinu. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema af því að upptalningin er bein og orðrétt þýðing upp úr sérútgáfu brezka tímaritsins The Economist um horf- ur í alþjóðamálum á nýja árinu. Pist- illinn, sem í The Economist heitir „Diary for 1993“ er birtur óstyttur í Pressunni, nema hvað því er sleppt að í september eigi The Economist 150 ára afmæli! Pressumenn geta hvorki The Economist sem heimildar né upprunalegrar heimildar brezka tímaritsins. Víkveija þykir þetta heldur slöpp blaðamennska. XXX Nú sem endranær er ástæða til að vara fólk við sprengihætt- unni um áramótin. Hún getur verið í margvíslegu formi, til dæmis vill Víkveiji ráðleggja fólki að fara var- lega með kampavínsflöskur svo tapparnir slasi engan og gæta hófs í mataræði, svo að áramótin verði ekki sprengidagur í því tilliti. En að öllu gamni slepptu vill Víkveiji eindregið hvetja fólk til að fara með fyllstu gát við meðferð flugelda og púðurs um áramótin. Strax eftir jólahátíðina fór að bera á því að börn og unglingar væru með púður úr flugeldum, sem hellt er í rör og útbúnar svokallaðar rörasprengjur. Þessar sprengjur eru engin leikföng; þær gera að vísu háan hvell, en þær hafa líka svipt ungmenni sjóninni eða orðið til þess að ungt fólk hefur brennzt alvarlega eða misst fíngur. Víkveiji las í dönsku blöðunum að í Árósum hefði verið komið upp sérstakri lögreglusveit, sem sæi annars vegar til þess að flugeldasal- ar seldu ekki börnum og unglingum undir 18 ára aldri skotelda og hins vegar að fólk á þessum aldri hefði ekki slíkan varning undir höndum. Víkveija finnst að svipað fyrirkomu- lag mætti taka upp hér á landi. XXX Nú finnst Víkveija nóg komið af aðfinnslum og aðvörunum. Áramótin eru skemmtilegur tími, sem bezt er að nota til að líta yfir farinn veg og hlakka til framtíðar- innar í faðmi fjölskyldunnar, skemmta sér með vinum sínum og ef til vill að strengja ný heit. Vík- veiji óskar lesendum Morgunblaðs- ins gleðilegs árs og friðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.