Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ EIMMTUDAGUR 11, FEBRÚAR 1993 Sigurður Guðmundsson skóla- Gunnar Stefánsson meistari skrifað er um Laxness nú á dög- um, er furðulega einhliða. Undrun og aðdáun getur verið lofsverð út af fyrir sig en á ekkert skylt við raunverulega gagnrýni, það er að rýna í gegnum verk. Gísli Brynjúlfsson talaði um lær- dóms sundur hlutan. Þau orð koma í hugann við lestur ritgerðarinnar „Þetta var líf hans“ eftir Gunnar Jóhannes Árnason; undirtitill: Að- venta Gunnars Gunnarssonar í heimspekilegu ljósi. »Það sem ger- ir Benedikt yfirleitt í frásögur fær- andi er hin sérviskulega árátta hans að leita að kindum sem hann á ekki, um hávetur, ótilneyddur«, segir Gunnar Jóhannes. Sérviskuleg árátta? Ef til vill má orða það svo. Hitt er á að líta að »sérvitringar« á borð við Bene- dikt voru í hverri sveit. Eftirleit seint á hausti taldist til reglu frem- ur en undantekningar. Að orðspor fór af Fjalla-Bensa öðrum fremur stafaði af því, meðal annars, að hann fór einn, hann fór haust eft- ir haust áratugum saman, og hann gekk langt og var lengi í burtu. Auðvitað fór hann ferðir þessar sjálfviljugur. En hann átti líka bet- ur heimangengt en margir sveit- ungar hans, þeir sem fleira áttu féð. Aðventa er vel sögð saga, stór- brotin í einfaldleik sínum. Enginn veit með vissu hveiju höfundurinn var að velta fyrir sér á þeirri stundu sem hann valdi þetta efni. Að fyr- ir honum hafi vakað að setja sam- an einhveija háspekilega kenni- setningu um lífið og tilveruna? Það má svo sem vera. Allt um það eru hugleiðingar Gunnars Jóhannesar engin ritskýring heldur útlegging, líkt og prestar velja sér texta til að leggja út af en tala stundum um allt annað. Arnheiður Sigurðardóttir geng- ur hins vegar beint að efninu — og heldur sér við það — í saman- tekt sinni, Baráttuár í Höfn, þar sem hún tínir saman staðreyndir ýmsar um Kaupmannahafnarár Guðmundar Magnússonar eða Jóns Trausta. Þátt sinn byggir Arnheið- ur á gaumgæfilegri athugun en sparar sér hugarflug. Er þátturinn því kærkomnari að lítið hefur verið skrifað um Jón Trausta hingað til, sennilega vegna þess að þjóðin hefur ekki enn komið sér saman um hvaða afstöðu skuli taka til verka hans. Meðal annars efnis í Andvara þessum má svo nefna ritgerð Helga Skúla Kjartanssonar, Island og „Evrópusamruni“ miðalda. Sturl- ungaöldin og túlkun hennar í ís- lenskri sagnaritun. Helgi Skúli segir heilmikið um Sturlungaöldina en minna um Evrópusamrunann sem síst var að furða því valt er að bera saman hugmyndir manna á 13. og 20. öld. Og það gerir höfundur sér að öllum líkindum ljóst: »Sagan er alltaf eins konar samræða líðandi stundar við fortíð sína«, segir hann. Nokkuð er líka til í því. Fulldjarft er þó að segja »alltaf«. Því mjög er misjafnt hvað hver samtími heimtar af sögunni. Á áttunda áratugnum var því bein- línis haldið fram að sagnfræðinni bæri að þjóna pólitískum hagsmun- um. Þar af spratt samfélagsfræðin svokallaða. Eigi að síður hefur margur sagnfræðingurinn, bæði fyrr og síðar, leitast við að stunda fræði sín á vísindalegum grunni einum saman, safna heimildum, vega þær og meta og reyna síðan að gera sér heildarmynd af brotun- um án hliðsjónar af atburðarás líð- andi stundar, eða með öðrum orð- um: lifa sig inn í liðna tímann. »... miðaldamenn hugsuðu svo gjörólíkt okkur ...« segir Helgi Skúli. Ekki skyldi þæfa við hann um það. Hitt er allt lakara að við vitum svo sáralítið hvað og hvern- ig þeir hugsuðu. Sturlunga lýsir nákvæmlega hvernig menn börð- ust en þegir um hitt hvað þeir voru að hugsa meðan þeir börð- ust. Ritgerð Helga Skúla er vel læsileg þó þar komi fátt nýtt fram. En fyrirsögnin ber nokkurn aug- lýsingakeim. Sú var tíð að Andvari hélt sig fjarri nýjum skáldskap. Það breytt- ist þegar Gunnar Stefánsson tók við ritinu. í þessu hefti eru meðal annars birt þijú ljóð eftir Baldur Óskarsson. Baldur var forðum til- raunamaður í ljóðlistinni; og er það raunar enn. En hvort tveggja er að ljóðlist hans sækir í átt til ein- földunar, og svo tengist hún land- inu meir en fyrrum þannig að ljóð Baldurs hafa nú mun breiðari skír- skotun en áður. Ljóðin þijú, sem nú birtast, heita Grá-blá-grænt, Og spölur er út í haf og Leiðin innmeð öldum — Vel mega þau kallast ættjarðarljóð, enda þótt þau greini sig frá þess háttar kveðskap eins og hann gekk og gerðist um aldamótin síðustu. Ljóð Baldurs vekja einatt forvitni, enda ólíklegt að hann sé kominn að lokamarki í ljóðlist sinni. Sama má reyndar segja um ritið sem heild. Það hefur verið að þró- ast og breytast og má gjarnan sýna á sér enn fleiri hliðar í fram- tíðinni. V m James Clapperton _________Tóniist______________ Jón Ásgeirsson Píanótónleikarnir, sem haldnir voru sl. mánudag á vegum Myrkra músikdaga í Listasafni íslands munu verða mönnum minnisstæð- ir fyrir afburða píanóleik James Clapperton. Þarna var að verki flytjandi, er ekki aðeins réð yfir ótrúlegri tækni, heldur og þeim skilningi á viðfangsefnum sínum, að formskipan verkanna bókstaf- lega talað myndhverfðist í hönd- um hans. Clapperton hóf tónleikana með verki eftir reiknilistamanninn Xenakis, í verki sem nefnist Mists, þar sem aðallega er leikin er tón- stiga í alls konar formum og víxl- unum og með tilvísan í upphafstón ferlið, verður form verksins eins konar ABA. Þetta verk er samið 1980 en tónleikunum lauk með öðru verki eftir Xenakis, sem var samið 1973 og mátti glögglega heyra, að tónefnið var eldra, þar sem brá fyrir tónölum stefjum hér og þar. Bæði verkin gera miklar kröfur til flytjandans og minnti flutningur Clappertons, undirrit- aðan oft á kraftmikinn flutning Polinis, í annarri sónötunni eftir Boulez. Önnur verk á þessum tónleikum voru ekki síður vel leikin af Clap- perton en þar ber fyrst að nefna Orchid, eftir Edward Dudley Hughes. Vinnugerð þessa verks mætti kalla flækjukontrapunkt, ekki í niðrandi merkingu, heldur vegna þess hversu raddskipanin er margofin án þess að vera sam- ofm. Tilvitnunartónlist hefur oft verð sögð bera merki þess að við- komandi skorti hugmyndir og verktaka tilvitnunarinnar sjálfrar, sé í raun „hugmyndaþjófnaður". Hvað sem þessu líður var verk Michael Finissy óttalega litlaus samsetningur, sem frábær leikur Clapperton bjargaði ekki. Spleen heitir verk eftir James Dillon, og er það í eins konar óreiðustíl (kao- tískt), þar sem unnið er með þrá- stef (ostinato), sem aðgreind eru með staktónastefjum, er fyrst heyrast í bassa. Þegar óreiðan hefur færst upp á hásviðið og fær glitrandi blæ, er staktónastefið einnig notað en þá í efstu rödd. Með skýrskotun til upprunalegu óreiðunnar, fær verkið einkenni þrenndarformsins (ternary) en endar á tveimur kadensulíkingum. Bæði þetta og verk Hughes eru ágætlega samin verk og voru hreint frábærlega vel leikin af Clapperton. 0 gula undraveröld, heitir verk eftir Hilmar Þórarson og er þar um að ræða stemmningar frá veru Hilmars í Kaliforníu. Það er ein- kennilegt og mjög mismunandi, í hvaða brunna tónskáld leita, er þeir sækja sér efni til svölunar hugarþrá sinni. Sökum þess hve erfitt getur verið að koma böndum á fyrirbæri eins og tilfinningu og ekki síður, að tilfmningar eiga sér ekki vísan stað í fínum vísindum, leitast margir við að finna verkum sínum grundvöll í vel útskýranleg- um útreikningum. Það er engu líkara en sköpunarhvatinn sé blátt áfram reikningsdæmi og því er nokkuð sérstakt, að í tveimur verkum, sem leikin hafa verið á vegum Myrkra músikdaga, eftir Hilmar, er yrkisefnið umhverfis James Clapperton upplifun. Á tónleikum fyrir helgi sá Hilmar m.a. fyrir sér, er ógn- þrungnar myndastyttur (verði Búdda) stigu niður af stalli sínum, og nú er yrkisefnið brennandi sólglitið í Kaliforníu. Verk Hilm- ars er í raun eins konar „solf- eggio“, einraddaður og leikandi vefnaður, sem í höndum Clappert- ons varð glitrandi og sólgulur. Structure eftir Kjartan Ólafs- son, er útreiknaður leikur með tremólur, er hefjast á djúpsviðinu er stefna upp á við. Einstaka stef, brotnir hljómar, mynda mótvægi við tremólurnar og er verkið sér- lega einfalt að gerð og ljóst við heyrn, hvað tónskáldið er að gera. Að því leyti til er verkið ekta og vel unnið skólastykki, þar sem tónfræðileg markmið og útfærsla haldast í hendur. Það sem hæst reis á þessum tónleikum var flutningurinn hjá James Clapperton, sem er af- burðagóður píanóleikari. Stórsýning Geirmundar Valtýssonar LAUGARDAGINN 13.FEBRÚAR Geirmundur, Berglind Björk, Guðrún Gunnarsdóttir, Ari Jónsson, Maggi Kjartans Bíddu við - Með vaxandi þró Ort í sandinn - Ég er rokkari Fyrir eitt bros - Sumarsæla Ufsdansinn - Þjóðhátíð í Eyjum Helgin er að koma I syngjandi sveiflu - Sumarfrí Utið skrjáf i skógi -Með þér Ég syng þennan söng Á þjóðlegu nótunum Tifar tímans hjól - Vertu Kynnar: Þorgeir Ástvaidsson og Margrét Biöndal. JMatseðill: ‘Rjómastífw •Princess mcðJiuflnkjöti Lamha- oij ijrisasteik með ijrilluðum sveppum oq rósmarínsósu ífppclsinurjómarönd Ég bíð þín - Á fullri ferð Ég hef bara áhuga á þér Þríréttaður kvöldverður kr. 3.900, ÞÚ SPARAR KR. 1.000,- KRIS KRISTOFFERSON 19. OG 20. FEBRÚAR Þessi heimslrægi söngvari og leikari heldur tvenna tónleika á Hótel íslandi. Nú mæta allir aödáendur Kris Kristofferson á tónleika sem lengi verða í minnum hafðir. . KoiiiiiksUmin) sjiiriiiTCtltisií/ni I 'illikivilthid Itiinlnilillc //n-r) kixililjiiilnsósii .Mokkuis iiicJ lii'iixhisósti Allir kannast við lögin: Help me make it Aie and Bobby McGee For the Good Times Látum sönginn hljóma Nú er ég léttur - Nú kveð ég allt Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fýrir dansi Verðádansleik hotf.Ij ]MAm SÍMI687111 Why Me Loving Her Was Easier Verð aðgöngumiða: Þríréttaður kvöldverður kr. 5.300,- Án matar kr. 2.500,- Miðasala og borðapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel Islandi. OTSALA 20-50% afsláttur » hummel Allur vetrarfatnaður, íþróttagallar, íþróttaskór, skíði, skíðaskór o. fl. o. fl. SPORTBUÐIN ARMULA 40 • SÍMAR 813555, 813655. g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.