Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 30 Málþing um atvinnu- mál og kjara- baráttu MÁLÞING um atvinnumál, kjarabaráttu og áhrif atvinnu- leysis verður haldið í Alþýðu- húsinu Skipagötu 14 á laugar- daginn, 13. febrúar frá kl. 13 til 18. Það er Alþýðubandalagið á" Akureyri og Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Norður- landi eystra sem efna til þessa málþings. í framsöguerindum verður staða atvinnumála og atvinnuupp- bygging rædd, hlutverk stéttarfé- laga, sveitarfélaga og atvinnurek- andi í því sambandi reifað. Þá verður einnig farið yfír félagslegu og mannlegu hliðar málsins. -----♦-------- Kristinn fékk flest atkvæði ÞRÍR af fimm fulltrúum í menn- ingarmálanefnd Akureyrar mæla með því að Kristni G. Jó- hannssyni verði veitt staða for- •öðumanns Listasafns Akur- eyrar, sem taka á til starfa I Listamiðstöðinni í Grófargili í vor. Alls bárust átta umsóknir um starfíð og var fjallað um umsækj- endur á fundi menningarmála- nefndar á þriðjudag. Þrír fulltrúar greiddu Kristni G. Jóhannssyni atkvæði, einn Haraldi Inga Har- aldssyni og einn fulltrúi sat hjá. Átta umsóknir Þeir sem sóttu um starfíð voru: Ásta Kristbergsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Halldóra Amardóttir, Haraldur Ingi Haraldsson, Krist- inn G. Jóhannsson, Roar Kvam, Þórey Eyþórsdóttir og einn sem óskaði nafnleyndar. Afgreiðsla menningarmála- nefndar verður væntanlega tekin til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í dag, fímmtudag, og málið endan- lega afgreitt á bæjarstjómarfundi í næstu viku. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vorhlýindi KRAKKARNIR sem biðu eftir strætó í gær vom klædd sem á vordegi. á hádegi í dag. Eftir umhleypingarnar að undanförnu eru hlýindin kærkom- Suðlægum áttum er spáð áfram næstu daga og 9 stiga hita á Akureyri in, en sjálfsagt á eftir að gera nokkur norðanáhlaupin áður en vorar. Um 7 0 störf verða boðin fólki á atvinnuleysisskrá ir þeirra sem á skrá væra biðu þess að átakið hæfíst. „Við fáum fjölda fyrirspuma á hveijum degi um hve- nær þetta byrji, þannig að áhuginn er rnikill." Á milli 520 og 530 manns era nú á atvinnuleysisskrá á Akureyri. Síð- asta haust tóku 135 manns þátt í samskonar átaki gegn atvinnuleysi í bænum og sögðu bæði Ámi og Sigrún að almenn ánægja hafí verið meðal þeirra sem fengu vinnu við átakið. „ÞAÐ er greinilegt að margir bíða með óþreyju eftir að átakið fari af stað,“ sagði Sigrún Björnsdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar- skrifstofunnar, en stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs hefur veitt Akureyrarbæ heimild til að ráða fólk af atvinnuleysisskrá í 70 störf. Akureyrarbær mun leggja fram fé á móti sjóðnum, en vonast er til að átakið geti hafist um eða upp úr helgi. Ámi Steinar Jóhannsson, um- hverfísstjóri hjá Akureyrarbæ, sagði að undirbúningur vegna þessa máls hefði staðið yfír lengi og væra menn tilbúnir að heíja átakið með litlum fyrirvara. Ráðherra ætti eftir að staðfesta ákvörðun sjóðsins og um leið og það hefði gerst væri hægt að byija. Mörg verkefni Alls verður um að ræða 70 störf, þar af verða 50 hjá Akureyrarbæ og stofnunum hans og 20 störf verða í ríkisgeiranum. „Við eram að vona að staðfesting á þessari afgreiðslu liggi fyrir fljótlega, þann- ig að hægt verði að fara af stað um eða strax eftir helgi,“ sagði Árni Steinar. Hann sagði að fyrir lægi langur listi með mögulegum verkefnum sem hægt er að taka fyrir, m.a. við skólana, íþróttamannvirki í bænum og störf tengd umhverfismálum. Fjöldi fyrirspurna Atvinnulausu fólki verður boðið að taka þátt í þessu atvinnuátaki og mun Vinnumiðlunarskrifstofan sjá um þann þátt. Sigrún Bjömsdótt- ir sagði að greinilegt væri að marg- Fyrirtæki - samtök - hópar Er f undur eða árshátíð framundan? Bjóðum góóa aðstöðu tyrir smærri hópa til vinnu og skemmt- ana. Njótið lífsins hjá okkur og farið á skíði og í leikhús. Framundan er blómstrandi menningar- og skemmtanalíf (Leðurblakan og Evita) auk þess sem Hlíðarfjall skartar sínu fegursta og er fullt af snjó. Við í Bandalagi islenskra leigubílstjóra héldum þing okkar á Hótel Hörpu á Akureyri 14. og 15. nóvember sl. Mjög góð aðstaða var á hótelinu, þjónusta fil fyrirmyndar og verðið hagstætf. Eg mæli hiklaust með Hótel Hörpu þegar félagasamtök íhuga að halda minni ráðstefnur eða þing. , Sigfús Bjarnqson, formaður BILS. r\i\ui cy ii/ sími 96-1 1400. Ath. að Hótel Harpa er ekki í símaskránni. __________________________J Greiósluáskorun Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjaldend- ur, sem ekki hafa staðið skil á virðisaukaskatti fyrir 48. tímabil 1992 (nóvember-desember), með eindaga 5. febrúar 1993, gjaldföllnum og ógreiddum virðis- aukaskattshækkunum, svo og staðgreiðslu og trygg- ingagjaldi fyrir nóvember og desember 1992, er féll í eindaga 15. janúar sl., ógreiddum og gjaldföllnum virðisaukaskatti í tolli, ógreiddum og gjaldföllnum bif- reiðagjöldum og þungaskatti, gjaldföllnu vörugjaldi af innlendri framleiðslu, ógreiddu og gjaldföllnu skipu- lagsgjaldi ásamt ógreiddum og gjaldföllnum launa- skattshækkunum, söluskattshækkunum, þinggjalda- hækkunum og tryggingagjaldshækkunum, að greiða nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetn- ingu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist, án frekari fyrirvara, fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna, ásamt dráttarvöxt- um og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, að liðnum 15 dögum frá birtingu áskor- unar þessarar. Jafnframt verður lokunaraðgerðum beitt hjá þeim, er skulda virðisaukaskatt, staðgreiðslu og tryggingagjald, án frekari fyrirvara. Akureyri, 10. febrúar 1993. Sýslumaðurinn á Akureyri. Ritvinnslu- forrit með orðabanka NÝTT ritvinnsluforrit, Trítill, er komið út, einfalt í stýringu með stóra og skýra stafi. Orðabanki er innbyggður í forritið og í hann getur notandinn safnað orðum. Rannsóknir hafa sýnt að notkun ritvinnslu hefur hjálpað mörgum þeim sem kljást við lestrar- og skrift- arerfíðleika og örvi einnig frásagnar- getu nemenda. Trítill er afrakstur vinnu kennara í fímm skólum í Norðurlandsumdæmi eystra og Ragnars Hafstað forritara í Reykjavík. Verkefninu stjórnuðu tveir starfsmenn Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra, en Þróunarsjóður grunnskóla styrkti gerð forritsins. Trítill er fyrir BBC-tölvur. Fræðsluskrifstofan mun sjá um dreifingu á forritinu. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.