Morgunblaðið - 11.02.1993, Side 52

Morgunblaðið - 11.02.1993, Side 52
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Atvinnulausir á biðtíma leita til félagsmálastofnana Flestir atvinnulausra í VR undir fertuffu MEIRA en 70% þeirra félagsmanna Verzlunarmannafélags Reylqavíkur sem nutu atvinnuleysisbóta í janúar voru fertug- ir og yngri. Alls hlutu 659 félagar í VR atvinnuleysisbætur í janúar. Þegar atvinnulausir hafa þegið atvinnuleysisbætur í 12 mánuði falla greiðslur bóta niður í 16 vikur. Fjörutíu og tveir félagsmenn VR þreyja nú biðtímann uns þeir eiga aftur rétt á bótum. Meira en helmingur atvinnulausra á bóta- lausum biðtíma er um eða undir fertugu. Að sögn Gunnars Klængs Gunnarssonar, yfirmanns fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofnun- ar Kópavogs, fjölgar atvinnulaus- um á biðtíma sem leita fjárhagsað- ^oðar og býst hann við að þessi hópur stækki á næstunni vegna þess hversu langvinnt atvinnuleys- ið er orðið. Framkvæmdastjóri Atvinnu- leysistryggingasjóðs segir laga- breytingu þurfa til að afnema tímamörk atvinnuleysisbóta. í undirbúningi er frumvarp til nýrra laga um sjóðinn og kemur sterk- lega til greina að breyta þessari reglu. 200 milljónir á mánuði Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir nú um og yfir 200 milljón- ir króna á mánuði í atvinnuleysis- bætur og er ljóst að þeir fjármun- ir sem sjóðurinn hefur til ráðstöf- unar nægja ekki út árið, ef svo fer sem horfir. Sjá nánar á bls. 22. Morgunblaðið/Kristinn Vöm gegn sogskálarottum RÚSSNESKT fískflutningaskip, sem vísað var frá Kefla- víkurhöfn á mánudag, fékk í gær leyfi til að leggjast að bryggju í Njarðvík enda var þá talið að íslenskum mein- dýraeyðum hafí tekist að útrýma svörtum rottum, svoköll- uðum sogskálarottum sem skoðunarmenn Hollustuvemdar sáu um borð í skipinu. Til að fyllsta öryggis væri gætt voru þó sperintar rottuskífur á landfestamar til að koma í veg fyrir að rottumar gætu fetað _sig eftir þeim í land og landgangur var ekki hafður úti. Á innfelldu myndinni sést hvar hafnsögumaður á Suðumesjum á viðræður við skipstjóra rússneska skipsins til að kynna honum hvaða skilyrði séu sett fyrir hafnarvistinni. Svartar rottur hafa fengið nafngiftina sogskálarottur þar sem þær hafa svo beittar klær að þær geta hlaupið upp veggi. Sjá frétt á bls. 22. Breytingar á vísitölu framfærslukostnaðar Október 1992 til febrúar 1993 16% Breyting síðasta 14 mariuð reikriuð til árshækkunar- 10,0% 9,1% 3ja man. breyting 12 mán. breyting Þjálfar Alfreð Essen? ALFREÐ Gíslasyni hefur ver- ið boðin þjálfarastaða hjá þýska handknattleiksliðinu TUSEM Essen, en Alfreð lék með félaginu um árabil. „Þetta kitl- ar dálítið. Það er gaman að fá svona til- boð. Ég er að hugsa málið og vona að ég fái annað tækifæri síðar ef ég neita þeim núna. Ef ég fer þá fer ég einn. Það er ekki hægt að rífa fjöl- Alfreð Gíslason í skylduna aft- búninKi Essen- ur upp,“ sagði Alfreð í gær. Alfreð lék í nokkur ár með Essen og þekkir því vel til hjá félaginu. Hann telur það eina af ástæðum þess að leitað var til hans. Sjá bls. 51. Essen Hækkunjafn- gildir iun 10% verðbólgu í ár VÍSITALA framfærslukostnaðar í febrúar hækkaði um 0,7% frá janúar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,4% og jafngildir sú hækkun um 10% verðbólgu á heilu ári. Af hækkun yísitölunnar frá janúar til febrúar stafar 0,3% af hækkun matvöruverðs, sem hækkaði að með- altali um 1,6%, og 0,2% af verð- hækkun lyfja og læknishjálpar, sem hækkuðu um 7%. Æ fleiri korthafar dreifa greiðslum Jólareikningam- ir greiddir niður fram undir páska VANSKIL vegna jólaúttektar greiðslukorthafa eru ekki meiri í ár en þau voru í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Kreditkortum hf. og Visa-ísland. Hjá Visa voru um 600 milljónir í vanskilum hinn 9. febrúar og hjá Kreditkortum um 60 milljónir. Fleiri Visa-korthafar hafa hagnýtt sér greiðsluskiptingu vegna úttektar í jólamánuðinum miðað við í fyrra, en þjá Kreditkortum er þetta svipað og í fyrra. Með þessu fyrirkomulagi geta korthafar dreift greiðslum vegna jóla- innkaupa fram undir páska. Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri Visa sagði að 3. febr- úar hefðu gjaldfallið Visaúttektir fyrir 4,2 milljarða króna, og þá hefðu 25% verið ógreidd eða liðlega einn milljarður. Hinn 9. hefðu van- skil verið komin niður í 14,6% eða rúmlega 600 milljónir. „Það má reikna með að vanskilin verði komin niður fyrir 10% eftir þessa viku og niður fyrir 5% í mán- aðarlok, sem er það sama og venju- lega er um að ræða. Ef hins vegar Þjónustusímarnir eru vinsælir hjá börnum og unglingum Foreldrar vilja læsa sínium NOKKUÐ hefur verið um það að undan- förnu að foreldrar leiti til Pósts og síma og biðji um lás á síma fjölskyldunnar, þannig að ekki sé hægt að hringja úr honum í síma- númer sem byrja á 99. Þar er um að ræða þjónustusíma með ýmiss konar efni, til dæm- is kynfræðslu, upplestri úr rómantískum sögum, upplýsingum um kvikmyndir, mynd- bönd og fleira. Brögð hafa verið að því að börn og unglingar hringi oft í þessi númer og hlusti lengi og símreikningurinn verði svimandi hár. Hjá söludeild Pósts og síma í Kirkjustræti fengust þær upplýsingar að gjaldskrá þjónustu- símanna væri mismunandi, allt frá kr. 12,50 og upp í 66,50 krónur á mínútu. Þeir sem ekki hafa stafrænt sex stafa síma- númer geta ekki hringt í þjónustusíma þar sem gjaldið er hærra en 16,65 krónur. Þeir sem þafa stafrænt símanúmer geta hins vegar nýtt sér þessa þjónustu til fulls, en á móti kemur að hægt er að biðja Póst og síma að setja staf- rænan lás á símann þannig að ekki sé hægt að hringja í þjónustusímana. Sundurliðun Þeir sem hafa stafrænt númer geta beðið um sundurliðun símreiknings. Þannig hefur óhófleg þjónustusímanotkun yngri kynslóðarinnar á heimilinu stundum uppgötvazt og foreldrarnir gripið til sinna ráða. Að sögn starfsfólks söludeildarinnar segja sumir foreldrar að eins og efnahagsástandið sé, verði að skera niður alla óþarfa reikninga, þar á meðal fyrir kynfræðsluna, rómantísku sögum- ar og bíólínurnar. er litið á heildarveltu ársins í fyrra sem var 40,4 milljarðar króna, þá em einungis 0,76% ógreidd af þeirri upphæð nú, eða um 300 milljónir. Þetta er mjög svipað og var árið á undan,“ sagði hann. Einar sagði að ekki lægi enn fyrir hver margir korthafar hefðu hagnýtt sér greiðsluskiptingu hjá Visa, en þeim korthöfum sem eru í skilum gefst sá möguleiki. í fyrra hagnýttu sér um 5% Visa-korthafa þessa þjónustu, en Einar sagðist áætla að fleiri hefðu nýtt sér þenn- an valkost nú. Febrúar erfiður Að sögn Gunnars Bæringssonar framkvæmdastjóra Kreditkorts hf. eru vanskilin örlitið meiri nú en i fyrra, en það væri þó ekkert sem orð væri á gerandi. „Þetta vom 1,2 milljarðar sem við vorum að innheimta núna, og er það svipað og í fyrra, en af því fara 13% í greiðsludreifingu til þriggja mánaða. Hinn 9. febrúar vom um 5% í vanskilum, og er það mjög svipað og hefur verið frá ári til árs. Þessi mánuður er fólki oft erfiðari en aðrir, en það hefur verið létt á honum með greiðsludreifing- unni sem við tókum upp fyrir tveim- ur árum, og er hún svipuð nú og í fyrra,“ sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.