Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Milliliðalaus sala fiskafurða Aðildin að Evrópsku efna- hagssvæði býður ný og óþijótandi sóknarfæri fyrir ís- lenzkan sjávarútveg á stærsta markaðssvæði heims, markaði 380 milljóna manna. Tollar munu falla niður eða lækka verulega á hefðbundnum fisk- afurðum okkar og það sem skiptir ef til vill mestu til fram- tíðar er að unnar fiskafurðir í neytendaumbúðum njóta þessa tollfrjálsa markaðsaðgangs. Það mun valda byltingu í ís- lenzkri fiskvinnslu, færa vinn- una að mestu leyti í íslenzkar hendur og stórauka útflutn- ingsverðmætið. Sem dæmi um þetta má nefna að umsvifamiklir físk- kaupmenn í mið- og suðurhér- uðum Þýzkalands hafa lýst áhuga á að kaupa fersk físk- flök og fleiri sjávarafurðir beint af íslendingum í stað þess að fá þau frá milliliðum í hafnarborgunum, oftast gamlan fisk. Verðið er miklu hærra en nú fæst á fiskmörk- uðunum við ströndina, en flutningskostnaður verður hins vegar hár, þar sem kaupmenn- irnir vilja helzt fá fískinn með flugi. Benedikt __ Höskuldsson, á skrifstofu Útflutningsráðs í Berlín, hefur unnið að þessu máli og mun koma með hóp fískkaupmanna hingað til lands 1. marz til viðræðna. Benedikt sagði í viðtali í Morg- unblaðinu í gær að þetta mál sýni hversu spennandi EES- samningurinn sé fyrir íslend- inga og geti þýtt aukna vinnslu hér heima. Þessir fískkaup- menn greiða sem svarar 400 krónum fyrir kílóið af karfa- flökum frá þýzkum físk- vinnslustöðvum, en íslendingar hafi verið að fá 228 kr. fyrir fryst karfaflök og það verð er í hærri kantinum. „Og með verðið í huga er hér um að ræða stórmál,“ segir Benedikt, en bendir jafnframt á að þýzku fiskkaupmennirnir geri miklar kröfur og því verði Islendingar að leggja sig alla fram. Sem dæmi um mikilvægi EES-samningsins nefnir Bene- dikt að tollur á ferskum þorsk- og ufsaflökum, sem nú er 18%, falli alveg niður þegar hann öðlast gildi og tollur á karfa- flökum lækki í áföngum um 70%. Þýzku fiskkaupmennirnir hafa sýnt áhuga á því að fá afurðirnar fullunnar á íslandi, m.a. til að tryggja ferskleik- ann, og þeir vilja gjarnan kaupa nýjar tegundir, grálúðu, ýmiss konar skelfísk og fleira. Höfuðástæðan fyrir áhuga fiskkaupmanna í Mið- og Suð- ur-Þýzkalandi fyrir beinum kaupum af íslendingum kemur glöggt fram í ummælum sem höfð eru eftir Rudolf Bierbichl- er, sem er umsvifamestur fisk- kaupmanna í Bæjaralandi. Hann segir að fiskneyzla fari vaxandi, en leiðin til neytand- ans sé löng. Fyrst sé fískurinn boðinn upp í hafnarborgunum, síðan unninn í fiskvinnslu- stöðvum, fari svo um hendur heildsala í borgunum til heild- sala inni í landi og þaðan til smásalans. Hann vill losna við alla þessa milliliði og fá fiskinn beint sem ferskastan, fullunn- inn frá Islandi. Bierbichler bendir á að ís- lenzki fiskurinn sé orðinn margra daga gamall eins og nú er háttað, þegar hann komi til Þýzkalands í gámum eða veiðiskipunum. Smávegis magn af ferskum flökum sé sent með flugi til Lúxemborg- ar, en gallinn sé sá að Flugleið- ir vilji ekki flytja fískinn ísað- an. Algert skilyrði sé þó að gæðin haldist og viðræður fari nú fram við Flugleiðir um úr- bætur. Augljóst er að íslendingar verða að taka sig á í skipulagi á flutningi í flugi á ferskum sjávarafurðum. Magnið mun væntanlega stóraukast í náinni framtíð og ólíklegt er að unnt verði að fullnægja þörfum markaða á meginlandi Evrópu og jafnvel víðar með flutningi smásendinga í farþegaflugi. Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem málið varðar, framleiðend- ur, útflytjendur og Flugleiðir eða aðrir flutningsaðilar, reyni að fínna lausn á flutningsvand- anum. Það væri að sjálfsögðu sárgrætilegt ef við gætum ekki sinnt þörfum þeirra kaupenda sem reiðubúnir eru til að greiða hæsta verðið og það fyrir full- unna neytendavöru. Þetta sýnir ljóslega hversu mikil bylting getur fylgt EES- samningnum fyrir íslendinga í útflutningi sjávarafurða. Full- vinnslan hér heima skapar mikla atvinnu og við losnum við háan milliliðakostnað. Allt þýðir þetta stórauknar útflutn- ingstekjur. Mikið veltur hins vegar á því að við tryggjum kaupendum hágæðavöru. Það opnar okkur allar dyr á mörk- uðunum og tryggir hæsta verð- ið. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 :::::: 27 Forsætisráðherra á almennum stjórnmálafundi á Hótel Sögu Förum ekki leið Steingríms eins og Færeyingar gerðu Fagleg kjarabarátta árangursríkari en pólitísk, segir fjármálaráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á 500 til 600 manna fundi sjálf- stæðismanna á Hótel Sögu á þriðjudag, að í vor, þegar tvö ár væru liðin frá myndun ríkisstjórnarinnar, yrði stjórnarsáttmálinn frá 1991 endurskoðaður; metið hvað áunnist hefði og stefnan mörkuð til loka kjörtímabilsins. I máli hans kom fram, að íslenskum stjórnvöldum hefði tekist nokkuð vel upp í vörn gagnvart þeim afturkipp sem nú væri í efnahagslífi Vesturlanda. Hins vegar hefði atvinnulífið hér verið illa undir samdráttinn búið vegna glataðra tækifæra á undanförnum árum. Forsætisráðherra sagði að þrátt fyrir erfiðleikana væru ýmsar ástæður til bjartsýni og bæði hann og fjármálaráðherra gerðu grein fyrir því að þeir teldu aðstæður hafa skapast til vaxtalækkana. Forsætisráðherra gagnrýndi harðlega málflutning stjórnarandstæðinga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar og sagði að hún myndi ekki fara þá leið Steingríms Hermannssonar að sópa vandanum undir teppið og taka lán. Þá leið hefðu Færeyingar farið og það væri ástæðan fyrir vanda þeirra í dag. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í upphafi ræðu sinnar á fund- inum að ríkisstjórnin hefði átt undir högg að sækja í umræðum um að- gerðir sínar. Sannfæringu hefði skort hjá almenningi fyrir því að verk hennar væru rétt og óhjá- kvæmileg. Ástæða þess væri helst sú að ríkisstjórnin sjálf hefði ekki skýrt málstað sinn nógu vel fyrir fólki. Úr því væri ætlunin að bæta; bæði með fundum eins og þessum og bættri framgöngu stjórnarliða á næstu mánuðum. Ár glataðra tækifæra Davíð vék því næst að málflutn- ingi stjómarandstöðunnar og benti á að tveir af þremur flokkum henn- ar hefðu átt aðild að síðustu ríkis- stjóm. Sú stjórn hefði látið hjá líða að grípa til aðgerða, sem gert hefðu þjóðina betur undir það búna, að takast á við erfiðleika eins og þá, sem nú væri við að glíma. Síðan núverandi ríkisstjórn hefði komið til valda hefði orðið að draga gríðarlega úr fiskveiðum, fiskverð hefði lækkað á helstu mörkuðum okkar, álverð lækkað og framkvæmdir á vegum varnarliðsins dregist saman. Staðan til að mæta þessum erfiðleikum nú væri erfiðari en ella, vegna glataðra tækifæra á fyrri árum. Skilyrði til vaxtalækkana Forsæti.sráðherra sagði að aftur- kippurinn í efnahagsmálum nú væri ekki séríslenskt fyrirbæri heldur gætti hans einnig í viðskiptalöndum okkar. Eðlilegt væri að bera saman hvernig stjórnvöldum hér hefði gengið að bregðast við vandanum samanborið við nágrannaríkin og niðurstaða slíks samanburðar væri jákvæður fyrir íslendinga. „Okkur hefur tekist vel í vörninni og því ættum við að geta komist hraðar upp úr öldudalnum en ella,“ sagði Davíð. Þessum orðum til stuðnings benti forsætisráðherra á, að verðbólga hér á síðasta ári hefði verið lægri en stjórnin hefði þorað að spá, kaup- máttur hefði dregist minna saman en búist hefði verið við og ríkissjóðs- halli hefði farið minnkandi, þrátt fyrir að ekki væri auðvelt að eiga við hann þegar samdráttur yrði í þjóðfélaginu. Ríkisstjórninni og þingflokkum hennar hefði tekist að ná tökum á eyðslu ríkisins og hefði þar náðst verulegur og varanlegur árangur. Þá hefði innlendur sparn- aður aukist og tekist hefði að draga úr ásókn ríkisins í sparifé, en þetta ætti að skapa skilyrði til lækkunar vaxta. „Við höfum ekki enn náð árangri í að lækka vextina," sagði hann, „en okkur hefur tekist að skapa skilyrðin til þess.“ Þjóðarsátt ekki rofin Forsætisráðherra kom því næst að efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar- innar i haust og sagði alrangt að hún hefði með þeim rofið þjóðarsátt í kjaramálum. Hann sagði að allir hefðu verið sammála um að stjórnin hefði aðeins átt um þijár leiðir að velja. í fyrsta lagi hefði hún getað ákveðið að grípa ekki til neinna raunverulegra aðgerða, en út á það hefði málflutningur stjómarand- stöðunnar í raun gengið. í öðru lagi hefði hún getað valið að fella geng- ið um 25% og koma þar með af stað verðbólguholskeflu. Og í þriðja lagi hefði svo verið um það að velja að reyna að draga úr kostnaði atvinnu- lífsins. Kostnaðarlækkunarleiðin hefði verið farin og jafnframt hefði þurft að lækka gengi krónunnar vegna breytinga á gengi erlendra gjaldmiðla. Þar hefði ekki verið á ferðinni gengisfelling af gamla skól- anum, heldur leiðrétting, sem ekki hefði komið neinni verðbólguskriðu af stað. Með gamaldags gengisfell- ingu hefði þjóðarsáttin verið rofin, en sú hefði ekki verið raunin nú. Ekki hægt að sópa vandanum undir teppið Forsætisráðherra sagði að einu lausnirnar sem stjórnarandstaðan Skilyrði til vaxtalækkunar BÆÐI Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson lýstu því yfir á fundinum á Hótel Sögu, að skilyrði hefðu skapast til lækkunar vaxta. Morgunblaðið/Þorkell Fylgst með ræðum MILLI fimm- og sexhundruð manns sóttu fund sjálfstæðismanna á Hótel Sögu á þriðjudag. Hér má sjá Eyjólf Konráð Jónsson alþingismann og fleiri fundarmenn fylgjast með ræðu forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. hefði bent á væru að ýta vandanum á undan sér. „Leið Steingríms Her- mannssonar til lausnar vandanum var bara að sópa vandanum undir teppið og taka lán. Við höfum mikla samúð með frændum okkar Færey- ingum í þeim þrengingum sem þeir búa nú við. Þeir fóru leið Steingríms Hermannssonar og við sjáum hvern- ig komið er fyrir þeim.“ Hann sagði að ríkisstjórnin hefði þurft að grípa til ýmissa óþægilegra aðgerða, sem mætt hefðu andstöðu. Hins vegar hefði verið tekið í taum- ana og því væru íslendingar ekki lengur í sama Hrunadansinum og leitt hefði vandann yfir Færeyinga. Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjórnin hefði oft verið skömmuð fyrir að mála of dökka mynd af ástandinu í efnahagsmálum. „Var það svo?“ spurði hann. „Áttum við að þegja um ástandið - um millj- arða halla á hinum ýmsu sjóðum? Áttum við að þegja um skuldbind- ingarnar sem engin innistæða var fyrir? Það hefði kannski verið þægi- legra að fara leið framsóknarmanna og þegja um ástandið. En hvemig fyndist ykkur, góðir fundarmenn, ef á heimili ykkar væri góðviljaður framsóknarmaður, sem tæki alla reikninga sem kæmu inn um bréfa- lúguna og feldi þá? Þið mynduð lík- lega vera afskaplega hamingjusöm þangað til hann hrykki upp af eða hyrfi á braut, og menn eins og Frið- rik eða ég kæmu og létu ykkur borga. Það sjá allir að það þýðir ekki að hafa hlutina svona." Ýmsar ástæður til bjartsýni I lok máls síns sagði forsætisráð- herra að menn hefðu ýmsar ástæður nú til að vera bjartsýnni en áður á ástandið í efnahagsmálum. Ríkis- stjóm og þingflokkar hennar hefðu brugðist við vandanum og tekið óþægindum sem því fylgdu, bank- arnir væru að taka til hjá sér, fyrir- tæki að hagræða, tekið hefði verið á eyðslu hjá ríkinu og viðskiptahalli við útlönd væri að minnka, auk þess samningurinn um EES gæfi íslensku atvinnulífi ýmis tækifæri. Hann bætti því við, að stutt væri þar til ríkisstjómin gæti fagnað tveggja ára afmæli sínu. Þá myndi forysta stjómarflokkanna meta hvað áunn- ist hefði og hverju væri eftir að ná af markmiðum hvítbókarinnar frá 1991. Jafnframt væri verið að taka upp mál eins og jöfnun kosninga- réttar og fækkun þingmanna, auk þess sem rétt væri að athuga hvar mætti skera niður í yfirbyggingunni hjá hinu opinbera. Erlend skuldasöfnun engin lausn Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra tók til máls að lokinni ræðu forsætisráðherra. Hann gerði grein fyrir ástandinu í efnahagsmálum og þeim aðstæðum, sem ríkisstjórnin hefði verið að bregðast við með með aðgerðum sínum. Meðal annars gerði hann samanburð á skuldasöfn- un íslendinga og Færeyinga og benti á að aðeins væru örfá ár síðan þeir hefðu verið í sömu stöðu hvað hana varðar og við væmm nú. Af því mætti sjá að aukin erlend skulda- söfnun kæmi ekki til greina nú sem lausn í ^tvinnumálum. Einnig kom fram í rriali Friðriks að vegna lítillar verðbólgu og minni lánsfjárþarfar ríkisins væru að skapast aðstæður til vaxtalækkana. Fagleg kjarabarátta árangursríkari en pólitísk I ræðu sinni vék Friðrik einnig að kjaramálunum og sagði að auð- vitað bæru allir þá von í bijósti að hægt yrði að skapa aðstæður til til bæta kjörin í landinu, þótt deilt væri um leiðir. í ljósi þess að kjara- samningahrina færi nú í hönd teldi hann rétt að minna á, að stjórnmála- menn væru kjömir af þjóðinni til að fara með stjóm mála, og þegar þeir skiluðu af sér í lok kjörtímabils- ins mæti þjóðin árangurinn af verk- um þeirra. Þetta vildi hann taka fram í ljósi þess að það gæti verið pólitískum andstæðingum ríkis- stjómarinnar freisting nú, að nota kjarasamningana til að koma ríkis- stjóminni frá. „En sem betur fer gera flestir launþegaforingjar sér grein fyrir því, að fagleg kjarabar- átta skilar meiri árangri en sú, sem rekin er eftir pólitískri forskrift þeirra sem biðu ósigur í síðustu al- þingiskosningum," sagði hann. Hann benti á að sjálfstæðismenn hefðu stutt þjóðarsáttarsamningana 1990 en þá hefði flokkurinn verið í stjómarandstöðu. Friðrik sagði að lokum, að staðan í þjóðarbúskap íslendinga nú væri ekki sú, að verið væri að skipta gróðanum vegna betri afkomu. Þvert á móti væri verið að jafna niður tapi og yrði að leitast við að gera það þannig að þeim væri hlíft sem verst væru settir. Áhyggjur af áróðursstöðu flokksins Að loknum ræðum ráðherranna fóru fram almennar umræður og tóku fyölma.rgir til máls. Einnig gafst fundarmönnum kostur á að- koma á framfæri fyrirspurnum til þingmanna flokksins. Flestir ræðu- menn á fundinum minntust á að flokkurinn hefði átt undir högg að sækja í umræðum um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar og vora forystumenn hans hvattir til að skýra stefnu sína betur fyrir kjósendum. 1 Erlend skip fá að landa karfa sem veiddur er á ákveðnum svæðum fyrir sunnan og suðvestan land Skref í áttina en ekki nóg að gert * - segir stjórnarformaður Utgerðarfélags Akureyringa Sjávarútvegsráðuneytið gaf í fyrradag út tilkynningu um framkvæmd eftirlits með afla erlendra skipa sem leita hér hafnar til löndunar eða til að kaupa þjónustu. Nú verður skipum, sem eingöngu halda sig á veiðum á afmörkuðu úthafskarfasvæði í grænlenskri lögsögu suðvestur af landinu og á opna hafsvæðinu sunnan við landið, heimilað að koma til hafnar hér á landi. Sjávarútvegsráðherra hafnar algerlega hugmynd- um um þjónustu við erlend skip sem veiða úr öðrum karfastofnum þar sem þeir séu fullnýttir, jafnvel þó útgerðir eða skip séu í eigu íslenskra aðila. Sljórnarformaður Útgerðarfélags Akureyringa, sem hyggur á kaup á meirihluta í þýzku útgerðarfyrirtæki, sem meðal annars veiðir karfa við Grænland, segir að nýja tilkynningin sé skref i áttina, en þó sé ekki nóg að gert. í auglýsingu sjávarútvegsráðu- neytisins um þjónustu við erlend fiski- skip er þeim heimilað að koma til ís- lenskra hafna eftir úthafskarfaveiðar. Hins vegar hefur verið vandi að fram- kvæma þetta vegna þess hvað erfitt getur verið að greina afla skipa í sundur eftir karfategundum þegar þau koma til hafnar. „í nýju tilkynn- ingunni lýsum við því yfir að við munum halda áfram að framkvæma auglýsinguna eins og hún var útgefin enda felur hún í sér rýmstu mögulegu túlkun á lögunum. Hins vegar af- ^mörkum við sérstök svæði þar sem nær einvörðungu veiðist úthafskarfi. Þau skip sem halda sig eingöngu til veiða á þessum svæðum eiga rétt á að koma hér til hafnar," sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. „Við höfum ekki séð nein rök til þess að hverfa frá þeirri stefnu að útiloka skip seirt eru að veiða gull- karfa og djúpkarfa frá því að koma hingað. Þessir stofnar eru fullnýttir. Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur mælt með 120 þúsund tonna veiði úr þeim. Við sjálfir veiðum um 110 þúsund lestir, Færeyingar 10-15 þúsund lestir og Grænlendingar hafa gefið út kvóta fyrir 46 þúsund lestur. Þannig hafa verið gefnir út kvótar fyrir allt að 170 þúsund lestum, eða um 50 þúsund framyfir ráðgjöf. Með því að auðvelda erlendum skipum að veiða þennan físk utan lögsögunnar erum við að rýra hagsmuni þeirra sem stunda þessar veiðar innan lögsög- unnar, hagsmuni íslenskra skipa. Veiðireynsla erlendra skipa, þó þau séu í eigu íslenskra aðila, kemur út- lendingum til góða þegar kemur að því að stofninum verði skipt og minnkar hlut Islands. Við teljum að það séu ekki lagaheimildir til rýmri túlkunar og engin efnisleg rök til rýmri framkvæmdar en nú hefur ver- ið ákveðin,“ sagði Þorsteinn. Skref í áttina Útgerðarfélag Akureyringa, sem er í viðræðum um kaup á 60% hlut Þrjár karfategundir 4ÖV K Karfinn semveiddur er á skástrikaða svæðinu telst úthafskarfi skv. tilkynningi sjávarútvégsráðuneyfisins, og mega erlend skip því landa honum héná landi. Mins vegaf mega erlend skip ekki landa hér karfa sem veiddur er norðan líiiunnar í grænlensku efnahagslögsögunni og sunnan þeirrar íslensku. Þar eréinkum átt við gulikarfa (öðru nafni stóra karfa) eða djúpkarfa. Úthafskarfinn heldúr sig einkum á svæði vestan við Reykjaneshrygg, sem nær langt suður i haf. Harín er svipaður djúpkarfa í útlíti, en þó með nokkuð öðru litafari. Hann verður hins vegar kyn- þroska minni en bæði gullkarfi og djúpkarfi, en seiði hans eru stæhi. Hann gýtur á minna dýpi en djúpkarfmnn og heldur sig mun ofar í sjónum um eðlunartímann á haustin. Mest er veitt hér við land af gullkarfa, en eftir að togararfóru að veiða dýpra er djúpkarfi algengarí í aflanum. Minna hefur verið veitt af úthafskarfa fram á siðustu ár, en nú er sótt i hann í auknum mæli. Úthafskarfinn er einkúm veiddur í flotvörpu en ekki botnvörpu eins og aðrar karfategundir. Árið 1991 veiddu íslend- íngar alls um 104.000 lestir af karfa, þar af var úthafskarfi 7.500 tonn. f fyrra voru hins vegar veidd um 102.000 tonn af karfa og úthafskarfi var 14.000 tonn þar af. Gullkarfi: Neðsti gaddurinn er oft lítið áberandi. Gaddur neðan úr skolti að jafnaði lítill. Djúpkarfi/Úthafskarfi: Augu áber- andi stór. Kinnbeinagaddar heldur stærri en á gullkarfa. Neðsti gadd- urinn veit aðeins fram. Áberandi gaddur neðan úr neðra skolti. Lita- far úthafskarfa er nokkuð frábrugð- ið djúpkarfa. í Mecklenburger Hochseefíscherei í Þýskalandi, hefur óskað eftir því að skip þess félags fái þjónustu í höfnum á íslandi. „Þetta er skref í áttina en ég hefði þó viljað þessi gata hefði verið gengin til enda,“ sagði Sverrir Leósson, formaður stjórnar Útgerðar- félags Akureyringa, þegar leitað var álits hans á nýju tilkynningunni. Hann sagði að leyfa hefði átt fyrir- tæki sem yrði í meirihlutaeigu íslend- inga að hafa frjálsan aðgang. „Veiðar þessarra skipa era staðreynd og þau verða áfram á sjó. Við breytum því ekki,“ sagði Sverrir. Hann sagði að þjónusta við skipin hér skapaði tekjur fyrir landið. „Með þessu höfnum við öllum hug- myndum um að veita þeim sérstök réttindi til að veiða úr fullnýttum stofni af gullkarfa á þeim grundvelli að útgerðin sé í eigu íslenskra aðila. Þetta eru þýsk skip og fara að þýsk- um reglum. Ekki hægt að taka upp þau geðþóttavinnubrögð að ákveða mönnum opinber réttindi eftir því hveijir eru eignaraðilar, það verða að gilda almennar reglur,“ sagði Þor- steinn Pálsson um mál Útgerðarfé- lagsins. Flugleiðir segj- . ast ekki elta sér- tilboð flugfélaga FLUGLEIÐIR telja ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við nýju fargjaldatilboði frá bandaríska flugfélaginu Northwest Airlines og samstarfsaðila þess hollenska flugfélaginu KLM, sem Wall Street Journal greindi nýlega frá. „Við eltum ekki sértilboð annarra flugfé- laga, en tökum tillit til þeirra eins og geta okkar leyfir. Það er ekki hægt að sjá fyrir hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Vilhjálmur Guðmundsson forstöðumaður fargjaldadeildar Flugleiða. Northwest og KLM bjóða 40% lækkun á fargjöldum frá Bandaríkj- unum til Evrópu í vor og sumar. Lækkunin er svipuð og önnur stærri bandarísk flugfélög hafa kynnt, en flugfélögin tvö bjóða að auki upp á mjög hagstæðan „Evrópu-flugp- assa“ fyrir áfangastaði innan Evr- ópu, sem kann að reynast öðram flugfélögum erfiður í hörðu far- gjaldastríði, að mati Wall Street Journal. Fundur svæðisstjóra Morgunblaðið hafði samband við Vilhjálm Guðmundsson til að kanna hvaða áhrif þetta hafi hjá þeim og hvernig þeir ætli að bregðast við þessu. Hann sagði að í dag væri fyrir- hugaður fundur hjá svæðisstjórum Flugleiða hér í Reykjavík, þar sem þetta mál og fleiri slík yrðu trúlega tekin fyrir. „Svona mál era alltaf að skjóta upp kollinum, en þau eru alltaf bundin ýmsum skilyrðum, eins og ákveðinni tímasetningu og stað. Við eltum ekki sértilboð annarra flugfélaga, en auðvitað verðum við að taka tillit til þeirra, eins og geta okkar leyfir. Evrópu-flugpassinn er ekki nýtt fyrirbæri, þar sem ýmis flugfélög hafa boðið hann áður.“ Amsterdam er miðstöð beina flugsins til Evrópu hjá Northwest^ og KLM. Farþegar frá Bandaríkjun- um verða að fljúga um Amsterdam til hinna ýmsu áfangastaða, sem getur verið bæði kostur og galli. Með Evrópu-flugpassanum er boðið upp á flug til þriggja áfangastaða innan Evrópu út frá Amsterdam fyrir um 6.540 krónur. Ef um fleiri áfangastaði er að ræða, þá bætasL við frá 4.580 upp í 7.980 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.