Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR II. FEBRUAR1993 Gro Harlem og hvalavinimir eftípBjörn Bjarnason Við þær aðstæður, sem nú eru í atvinnumálum, er eðlilegt, að Ieitað sé allra leiða til að skapa ný störf. Hugmyndir eru til dæmis uppi um að hefja hvalveiðar að nýju. I um- ræðum um þær er bent á hættuna af því, að hvalveiðar geti spillt fyrir íslenskum sjávarafurðum á mikil- vægustu mörkuðum okkar austan hafs og vestan. Alþingismenn, sem sátu þing Evrópuráðsins í Strassborg fyrir skömmu, voru enn einu sinni ræki- lega minntir á það, hve heitar til- finningar hvalir vekja. Gro Harlem Brundtiand, forsæt- isráðherra Noregs, kom til Strass- borgar, flutti ræðu á þinginu og svaraði síðan spurningum. Fjórir þingmenn (þrír Bretar og Þjóðveiji) spurðu hana um stefnu Noregs varðandi hvalveiðar. Bretarnir voru ómyrkir í máli, þeir töluðu um að Norðmenn ætluðu aftur að taka til við að „myrða“ hvali, sem væru sameign okkar allra. Tony Banks, þingmaður breska Ve’rkamanna- flokksins, sagði meðal annars: „[Hvalirnir] tilheyra ekki aðeins Noregi, og við eigum að segja, að þið eigið engan rétt til að drepa þá. Eg segi með mikilli virðingu, að hefji landsmenn þínir hvalveiðar í viðskiptaskyni, munu margir okkar í Bandaríkjunum og Evrópu beijast harkalega fyrir því, að sett verði bann á norskar vörur og ferðalög til Noregs og koma í veg fyrir að umsókn lands þíns um aðild að Evr- ópubandalaginu nái fram að ganga. Sem sósíalískur skoðanabróðir bið ég þig að endurskoða afstöðu þína.“ Engir silkihanskar Gro Harlem Brundtland tók ekki með neinum silkihönskum á fyrir- spyijendum. Hún sagði þá nota allt- of einfeldningsleg rök, þegar þeir töluðu um „morð“ og „slátrun" á hvölum. Hún spurði hvenær samfé- lag þjóðanna hefði ákveðið, að hætta veiðum og að nota dýr til manneld- is, eða refaveiðum og slátrun naut- gripa, sauðfjár og annarra dýra. Þannig yrði að spyija, því að ógem- ingur væri að halda áfram alþjóð- legri samvinnu um stjórn á auðlind- um sjávar, ef aðeins ætti að taka tillit til verndunarsjónarmiða. Hún minnti á, að 1986 hefðu Norðmenn, undir sinni forystu, ákveðið fimm ára bann við hrefnu- veiðum. Þetta hefði hún gert, til að erlendir vísindamenn gætu sann- reynt niðurstöður rannsókna Norð- manna á hrefnustofninum. I ljós hefði komið, að hann væri ekki í hættu. Innan Alþjóða hvalveiðiráðs- ins væri ástandið hins vegar þannig, að þar væri ekki farið eftir starfs- reglum. Það væri fráleitt að saka Norðmenn um að bijóta reglur ráðs- ins, Alþjóða hvalveiðiráðið væri sjálft að bijóta eigin reglur. Gro Harlem sagði, að besta vís- indalegt mat benti til þess, að 80.000 hrefnur í Norður-Atlantshafi ætu álíka mikið magn af fiski og norskir sjómenn hefðu leyfi til að veiða. Því aðeins væri unnt að búa við sjálfbæra þróun, ef tekið væri tillit til samhengisins innan lífríkis hafsins, þar sem sérhver tegund væri hver annarri háð. Fengi hvölum að fjölga eftirlitslaust, þar sem mik- ið væri af þeim, veikti það þorsk og síld og drægi úr því, að unnt væri að nýta hafið til fæðuöflunar fyrir manninn eða í atvinnuskyni. Hún minnti á niðurstöðu Ríó-ráð- stefnunnar um umhverfismál og sagði, að nýting hvala, sem ekki væru í útrýmingarhættu, væri ekki „ísland hefur nú sagt sig úr Alþjóða hval- veiðiráðinu og getur því ekki lengur lagt Norðmönnum eða öðr- um lið þar, þegar þeir halda fram þeim sjón- armiðum, sem Gro Harlem Brundtland kynnti í Strassborg.“ i andstöðu við hana. Forsætisráðherrann beindi orðum sínum sérstaklega til Tony Banks og sagði, að ræða yrði þetta mál af alvöru. Teldu menn, að alls ekki mætti veiða hvali, þyrfti að láta á það reyna, hvort sú skoðun nyti stuðnings meirihluta þjóða. Ef mönnum þætti vænt um hvali og segðu, að þá ætti aldrei að veiða, væri það utan verksviðs Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hvorki Norðmenn Frá þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Björn Bjarnason (t.v.), sem er einn af varaforsetum þingsins, stjórnar fundi; við hlið hans er aðstoðarmaður þingforseta. né nokkur önnur þjóð hefði gengið til alþjóðlegs- stjómunarsamstarfs, sem byggðist á umræðum um vel- ferð dýra, einkum þar sem aðferðir við dráp á refum og mörgum öðrum dýmm væra miklu viðbjóðslegri, en vektu samt ekki jafnmikinn áhuga og dráp á hvölum. Það yrði að bæta aðferðir við hvalveiðar en þær væm nú þegar betri en sambærilegar aðferðir á mörgum öðrum sviðum. Hvalir og Evrópuráðið Á vegum þings Evrópuráðsins er nú unnið að því að semja skýrslu um nýtingu hvaia og á grundvelli hennar síðan áiyktun, sem verður borin upp í þinginu. Fyrir tilstilli íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og í samvinnu við sjávarútvegsráðu- neytið, umhverfísráðuneytið og Hafrannsóknastofnun efndi sérstök undirnefnd landbúnaðamefndar Evrópuráðsþingsins til málþings um nýtingu hvala hér á landi á síðasta ári. Verða hinar vísindalegu upplýs- ingar, sem þar komu fram, hluti af skýrslunni, er kynnt verður þinginu. Sigbjörn Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokksins, er formaður þessarar undirnefndar. Orðaskiptin, sem urðu, þegar Gro Harlem Bmndtland heimsótti þing Evrópuráðsins, gefa til kynna, hve ólík sjónarmiðin era í hvalamálinu þar. Fyrir okkur, sem viljum, að skynsamleg nýting hvala hljóti við- urkenningu á alþjóðvettvangi, er ákaflega mikilvægt, að sem flestir kynnist hinum sterku málefnalegu Tálsýn heillar þjóðar eftir Gústaf Níelsson Það er alþekkt fýrirbæri, bæði í fortíð og nútíð, að þjóðir og ein- staklingar neita að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir samtíð- arinnar. Einhver frægasta blekking af þessu tagi er þegar þjóðir Evr- ópu, einkum Bretar, neituðu að horfast í augu við vígbúnað og út- þenslustefnu Þjóðveija á íjóðra ára- tug þessarar aldar, sem síðar átti eftir að hafa í för mögnuðustu hern- aðarátök sögunnar. Undanfarin tvö ár hafa þjóðir Evrópu og reyndar allur hinn siðmenntaði heimur horft á borgarastyijöld magnast hægt og bítandi á Balkanskaga með öllum þeim viðbjóði og hörmungum sem slíkum átökum fylgir fyrir saklaut fólk, nánast með því hugarfari að þetta muni nú allt leysast af sjálfu sér. Nú er svo komið að hinn flekk- lausi siðmenntaði áhorfandi óttast allsheijarátök á svæðinu sem jafn- vel kunni að breiðast út um álfuna. Þá fyrst má hugleiða í alvöm hvort ekki sé tímabært að skakka leikinn. „ Auðvitað eru þessar aðstæður sem hér hefur verið lýst grábölvaðar, en það er tálsýn heillar þjóðar að gæ la við þá hugmynd að hægt sé að auka og bæta lífs- kjörin við slíkar að- stæður.“ I. íslendingar hafa um langan aldur gert sér grein fyrir því hve fallvalt það getur verið að treysta lífskjör þjóðarinnar einvörðungu á sjávar- afla. Hafa því verið gerðar ýmsar tilraunir til að renna fleiri stöðum undir efnahagslíf landsmanna og hafa sumar tekist bærilega en aðrar miður. í heilan áratug reyndu menn við fiskeldi og loðdýrarækt, að mestu með erlendu lánsfé, og nú eru niðurstöðurnar fengnar, þau fyrirtæki sem bera sig í þessum greinum eru nánast teljandi á fingr- um annarrar handar og skuldsetn- ing þjóðarinnar í útlöndum þegar orðin svo mikil að ekki verður fram haldið á þeirri braut. Ofaná þessi mistök í fjárfestingu atvinnuveg- anna, sem eru aldeilis ekki bara bundin við loðdýr og fiskeldi, bætist almennur aflabrestur, lækkandi markaðsverð á útflutningsafurðum okkar og djúp efnahagslægð í helstu viðskiptalöndum okkar. Af- leiðingarnar eru kunnar: Óheyrileg- ur halli á ríkissjóði, háir vextir, al- mennur samdráttur í atvinnurekstri og vaxandi atvinnuleysi, sem er þó góðu heilli ekkert í Iíkingu við það sem margar nágrannaþjóðir okkar þurfa að búa við um þessar mund- ir. Við aðstæður sem þessar er ekki óeðlilegt að þjóðin taki til endur- mats vegferð sína í bráð og lengd. II. " Allt frá því að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við stjórnartaumum Gústaf Níelsson í lok apríl 1991 hefur verið unnið markvisst að því að minnka halla ríkissjóðs í því skyni að koma bönd- um á vexti, en allir vita að mikil lilíji: J JJJiJÍUJJ J Hafðu veisluna þína ððruvísi en allar hinar og bjóddu gestunum upp á margrétta austurlenska veislurétti í tilefni dagsins. bú velur einn af þremur matseðlum sem við höfum upp á að bjóða og við sendum þér matinn á veislustað rjúkandi heitan þér að kostnaðarlausu. Hrísgrjón, salat og sósur fyigja með öllum réttum. Einnig útbúum við matseðla eftir ykkar óskum. Viö lánum þér hitaplötur, skálar og önnur matarílát ef þú þarft þeirra með. Súrsætar rækjur, nautakjöt í karrí, kjúklingur með kastaníuhnetum, lambashopsuí. Soðin hrísgrjón. Kjúklíngabitar "Asian fried' og franskar kartöflur fylgja með fyrir börnin. Dæmi um verð: 25-40 manns kr. 1.090 pr. mann 40-70 manns kr. 950 pr. mann j-1 Nautakjöt í satesósu, súrsætt svínakjöt, svínarif í karrí, súrsætar rækjur.kjúklingur með kastaníuhnetum. Soðin hrísgjrón. Kjúklingabitar "Asian fried" og franskar kartöflur I | fylgja með fyrir börnin. jj —1 Dæmiumverð: Jj| 10-30 manns kr. 1.390.- pr mann Æm 50-80 manns kr. 1.090.- pr. mann A ÓXEVPIS HEIMSENDINGARÞJÓNUSTA Vorrúllur, Súrsætar rækjur, lambakjöt i karrí, nautachopsui, nautakjöt með sveppum. Soðin hrísgrjón. Kjúklingabitar “Asian fried" og franskar kartöflur fylgja með fyrir börnin. Oæmi um verð: 25-40 manns kr. 1.290,- pr. mann 40-70 manns kr. 1.190.- pr. mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.