Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 HANDKNATTLEiKUR URSLIT Merle - vann loks HM-gull CAROLE Merle frá Frakk- landi hafði lengið beðið eftir því að vinna heimsmeistara- JJtil og í gær varð henni loks að ósk sinni er hún sigraði í stórsvigi kvenna. Hún hafði tvívegis þurft að sætta sig við silfurverðlaun á HM og einnig á ÓL f fyrra. Anita Wachter frá Austurríki, sem er með forystu f heimsbik- arnum, varð önnur og ung og áður óþekkt þýsk stúlka, Martina Ertl, þriðja. Merle sagðist hafa unnið 20 heimsbikarmót en þessi sig- ur væri mikilvægari en allir hinir til samans. „Allir voru að segja við mig fyrir mótið að nú hlyti að vera -rkpmið að því að ég ynni gullverð- laun á heimsmeistaramóti. Eg hef alltaf sagt að ég hefði glöð vilja skipta á þremur silfurverðlaunum fyrir ein gullverðlaun. Ég tileinka sigurinn því fólki sem varð fyrir vonbrigðum með árangur minn á Ólympíuleikunum í Albertville," sagði Merle. Heims- og ólympíumeistarinn í stórsvigi, Pemilla Wiberg frá Sví- þjóð, gat ekki tekið þátt í mótinu vegna ökklameiðsla sem hún hlaut í heimsbikarmóti í janúar. Vreni Schneider frá Sviss fór útúr í fyrri umferð. Deborah Compagnoni, ólympíumeistari í risasvigi, keyrði einnig út úr brautinni í fyrri um- ferð eins og í sviginu á þriðjudag. Anita Wachter var ánægð með silfurverðlaunin enda stóð hún jafnfætis kærasta sínum, Rainer Salzgerber, sem var annar í stóris- vigi karla sem einnig fór fram í gær. Martina Ertl, sem er aðeins 19 ára, hafði náð best 4. sæti í stórsvigi heimsbikarsins fyrr á þessu keppnistímabili og kom árangur hennar (bronsverðlaun) því á óvart. „Heia IMorge“ Kjetil Andre Aamodt sigraði með yfirburðum í stórsvigi „HEIA IMorge“ eða „áfram Noregur11 hefur ómað á heimsmeistara- mótinu í Morioka í Japan síðustu daga og ekki af ástæðulausu. í gær unnu Norðmenn önnur guilverðlaun sín í alpagreinum karla er Kjetil Andre Aamdot sigraði með yf irburðum í stórsvigi en fé- lagi hans og æskuvinur, Lasse Kjus, sigraði í alpatvíkeppni um síðustu helgi. Norðmenn eru því með fullt hús eftirtvær keppnis- greinaraf fimm. Aamodt, sem var annar í alpatví- keppninni, hafði tæplega hálfa sekúndu í forskot eftir fyrri umferð- ina sem fram fór á þriðjudag. Hann sýni mikið öryggi og þor er hann jók enn forskot sitt í síðari umferðinni í gær og var tæplega sekúndu á und- an Rainer Salzgeber frá Austurríki sem varð annar. Annar Norðurlanda- búi, John Wallner frá Svíþjóð, varð þriðji — tæplega tveimur sek. á eftir Aamodt. Aamodt, sem er ólympíumeistari í risasvigi, hafði beðið í heilan sólar- hring eftir síðari umferðinni og sagði að það hefði ekki verið erfitt að halda ró sinni. ,,Ég var alls ekki taugaó- styrkur. Eg vissi að mér tækist að halda forskotinu frá fyrri umferð. Ef mér hefði mistekist í síðari um- ferðinni fengi ég þó alltaf annað tækifæri síðar,“ sagði Aamodt og Reuter Kjetil Andre Aamodt hef- ur þegar nælt sér í gull og siifur í Morioka og fyrir á hann ólympíugull frá því í Albertville. Á stærri myndinni er hann á fullri fer í stórsvigs- brautinni í gær en á þeirri minni sýnir hann verð- launapeningana tvo. bosti — bætti svo við: „Það er aðeins einn Kjetil Aamodt“. Veður á keppnisstað í gær var eins og best verður á kosið; hægur vindur, sólskin og hitastig rétt undir frostmarki til að halda skíðafærinu góðu. Alberto Tomba tók ekki þátt í stórsviginu vegna veikinda. Hann var á batavegi og bjóst við að geta tekið þátt í sviginu sem fram fer á sunnu- daginn. HM í alpagreinum Morioka, Japan: Stórsvig karla: 1. Kjetil A. Aamodt (Noregi)...2:15.36 (1:07.69/1:07.67) 2. Rainer Salzgeber (Austurr.).2:16.23 (1:08.14/1:08.09) 3. Johan Wallner (Svfþjóð).....2:17.27 (1:09.18/1:08.09) 4. Urs Kaelin (Sviss)..........2:17.63 (1:09.77/1:07.86) 5. Hans Pieren (Sviss).........2:17.75 (1:10.26/1:07.49) 6. Hubert Strolz (Austurríki)..2:18.16 (1:10.01/1:08.15) 7. Marc Girardelli (Lúxemborg) ....2:18.19 (1:09.54/1:08.65) 8. Steve Locher (Sviss)........2:18.22 (1:09.96/1:08.26) 9. Markus Wasmeier (Þvskal.)...2:18.26 (1:09.45/1:08.81) ' 10. Ole C. Furuseth (Noregi)...2:18.34 (1:09.63/1:08.71) Stórsvig kvenna: 1. Carole Merle (Frakkl.)......2:17.59 (1:09.70/1:07.89) 2. Anita Wachter (Austurríki)..2:17.99 (1:10.18/1:07.81) 3. Martina Ertl (Þýskalandi)...2:18.70 (1:10.33/1:08.37) 4. Heidi Zeller (Sviss)........2:19.07 (1:10.82/1:08.25) 5. Sabina Panzanini (Ítalíu)...2:19.17 (1:10.73/1:08.44) 6. Spela Pretnar (Slóveníu)....2:19.21 (1:10.58/1:08.63) 7. Marianne Kjörstad (Noregi)..2:19.60 (1:11.09/1:08.51) 8. Katyuscia Demez (Ítalíu)....2:20.15 (1:11.51/1:08.64) 9. Mojca Suhadolc (Slóveníu)...2:20.23 (1:11.65/1:08.58) 9. Diann Roffe (Bandar.).........2:20.23 (1:11.11/ 1:09.12) Morgunblaðið/Bjami Bikarmeistarar Vals í kvennaf lokki Valsstúlkumar sem sigruðu Stjörnuna, 25:23, eftir tvíframlengdan leik í úrslitum bikarkeppni HSÍ á sunnudaginn. Aftari röð frá vinstri: Lúðvig Sveinsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, Ásta Björk Sveinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksen, Soffía Hreinsdóttir, Guðrún Rebekka Kristjáns- dóttir, Eyvor Pála Jóhannesdóttir, Gerður Beta Jóhannesdóttir, Lilja Sturludóttir, Irina Skorobogatykh þjálfari, Jónas Tryggvason liðstjóri, Jón G. Zoéga formaður Vals. Fremri röð frá vinstri: Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Ama Garðarsdóttir, Arnheiður Hreggviðsdóttir, Kristín Anna Arnþórsdóttir fyrirliði, Inga Rún Káradóttir, Kristjana Ýr Jónsdóttir. SKIÐI / HM I MORIOKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.