Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 35 I i I I I I > 1 I t I I \ ) Hjónaminning Ingibjörg Jónsdóttir Bergur Bjarnason Ingibjörg Fædd 14. október 1901 Dáin 1. febrúar 1993 Bergur Fæddur 21. júlí 1894 Dáinn 10. september 1988 Okkur langar að minnast afa og ömmu okkar með þakklæti fyrir góða daga. Það vill þannig til að fjölskyldur okkar búa í sömu göt- unni. Þar voru amma og afí tíðir gestir, og þannig þróaðist það að öll bömin í hverfinu, skyld sem óskyld, kölluðu þau ömmu og afa. Afi og amma okkar voru einstak- lega handlagin og kom það fram í mörgum skemmtilegum leikföng- um sem þau gáfu okkur. Þau áttu sér sælureit sem kallað- ur er Bergsstaðir í Hafnarfirði. Það svæði er nú komið undir íbúðar- hverfi. Þar ræktuðu þau ýmsan trjágróður og matjurtir. Við krakk- arnir kölluðum staðinn alltaf afa- lóð, og þar áttum við margar ánægjulegar stundir saman. Þetta var heill ævintýraheimur fýrir börn og unglinga. Þama var skógur, sandgryfja og stórt tún sem var heyjað á sumrin. Mæðurnar í hverf- inu þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur af börnunum sínum. Oft voru haldnar fjölskylduveislur á afalóð kringum afmælisdaginn hans afa og jafnvel farið í ferða- lög. Á haustin gátum við krakkarn- ir farið í beijamó á afalóð á meðan fjölskyldur okkar tóku upp kartöfl- ur. Á vetuma fómm við krakkarn- ir upp í gryfju og byggðum okkur snjóhús. Amma og afi höfðu mjög gaman af að fara í veiðiferðir og þá aðal- lega upp i Kleifarvatn. Oft fengum við krakkarnir að fljóta með. Þau voru mjög fiskin. Amma og afi bjuggu á Holtsgötu 11 í Hafnarfirði. Það var stutt fyr- ir okkur að koma þar við eftir skóla- dag og fá svo sem eina kleinu og vöfflu með smjöri og mjólkurglas. Oft voru þau að ráða krossgátur og voru miklir snillingar í því. Amma okkar kenndi okkur mörg spil, t.a.m. rommí og vist. Á jólun- um komu fjölskyldumar alltaf sam- an á Holtsgötunni. Þá var alltaf farið í sjöið upp, svo borgaði maður með baunum ef maður gat ekkert gert. Svo var farið í söguhring. Allir áttu að hugsa sér eitt orð og amma var sögumaðurinn og síðan gekk hringurinn. Oft fórum við krakkarnir upp á loft og fórum í að fela hlut. Kjallarinn þeirra afa og ömmu fannst okkur vera heill heimur út af fyrir sig. Þar var afi oft að dunda sér að búa til hitt og þetta. Hann var snillingur í að búa eitthvað til úr tijágreinum. Þau voru bæði mjög ljóðelsk, og þau voru mörg ljóðin sem amma og afi fóru með fyrir okkur. Þegar afí var orðinn 87 ára varð hann blindur, en hafði keyrt bílinn sinn fram á þann dag. Síðustu árin þuldi hann oft heilu kvæðabálkana og amma skrifaði niður. Blessuð sé minning þeirra. Barnabörn. í dag kveðjum við Ingibjörgu Jónsdóttur kennara, sem lengst af var búsett að Holtsgötu 11 í Hafn- arfirði. Ingibjörgu kynntist ég fyrir rúmum áratug, þegar leiðir mínar og sonardóttur hennar og alnöfnu lágu saman. Ég kallaði hana þess vegna gjarnan tengdamömmu. Ingibjörg var fædd árið 1901 og ólst upp í stórum systkinahópi. Það þarf talsvert ímyndunarafl í dag til að gera sér grein fyrir því hví- líkt stórvirki það var fyrir stúlku úr barnmargri verkamannafjöl- skyldu á fyrstu áratugum aldarinn- ar að bijótast til mennta. Það gerði Ingibjörg, lærði til kennara og kenndi síðan í áratugi, lengst af handavinnu í Flensborg. Ingibjörg giftist Bergi Bjarnasyni bílstjóra, sem lést í september árið 1988. Þau eignuðust þijá syni, Jón, Örn og Ólaf. Hjónaband þeirra Ingibjargar og Bergs var einkar farsælt. Þau höfðu greinilega mikla ánægju af návist hvors annars. Heimili þeirra bar þess merki að þar fór fólk sem kunni að búa til hluti með höndun- um. Ingibjörg stundaði handavinn- una sína fram á síðustu ár og á heimili þeirra á Holtsgötunni voru margir hlutir sem Bergur hafði smíðað úr ýmiss konar efnivið. Eftir að Bergur missti sjónina nokkru áður en hann lést, hugsaði Ingibjörg um hann eins og best varð á kosið. Þar voru engin vakta- skipti. Þetta gerði hún ein og var óþreytandi að snúast í kringum hann, athuga hvort hann vildi meira kaffí, hvort hann vildi kleinu eða hvort hann heyrði nógu vel í útvarpinu. Aldrei heyrði maður Berg kvarta, enda gerði hann sér sjálfsagt betur ljóst en nokkur ann- ar að það var ekki hægt að hugsa sér betri umönnun. Meðan Bergur lifði og Ingibjörg hafði í meira en nógu að snúast, var hún við góða heilsu. Það var alltaf til kaffi og með því og nógir kraftar til hannyrða eða að lesa fyrir Berg síðustu árin. Það var ekki að sjá að þar færi kona hátt á níræðisaldri. Eftir að Bergur dó dró nokkuð af gömlu konunni. Heilsan var ekki jafn góð og áður. Þó var ekki annað að sjá en hún * Friðrika S. Armanns- dóttir — Minning Fædd 23. september 1913 Dáin 30. desember 1992 Mikið finnst mér skrítið að hún amma Rikka sé dáin. Amma og mamma komu að sækja mig á flug- völlinn þegar ég kom heim í jóla- frí. Tveimur dögum seinna veiktist amma. Ég er svo ánægð yfir að hafa fengið að vera hjá henni síð- ustu daga hennar. Það var alltaf gott að koma við hjá ömmu í Björk, hún var svo heimakær og gestrisin. Margir komu til hennar í kaffi, það virtist alltaf vera nóg pláss í litla eldhús- inu hennar og þjónustulundin í góðu lagi. Hún amma var ótrúlega minnug á manna- og bæjarnöfn. Mér er minnisstætt eitt sinn er við vorum að keyra suður, þá þuldi hún upp bæjanöfnin og ég las á skiltin, það voru ekki mörg nöfnin sem hún mundi ekki. Hún hafði líka mjög gaman af að spjalla og grúska í ættfræði. Að spila á spil var í miklu uppá- haldi hjá ömmu og gripum við oft í spilin. Hún var líka dugleg að ráða drauma og talaði mikið um drauma og merkingar þeirra. Allir sem þekktu ömmu kannast við tátiljurnar hennar, sem hún laumaði að ólíklegasta fólki. Já, hún var búin að hekla og prjóna ófá pörin. Ég var sæl yfir því að hún fékk að kveðja okkur í einu slíku pari. Hún var margslungin, hún elsku amma mín. Mikið á ég eftir að sakna hennar, en ég veit að hún var tilbúin til ferðarinnar og mikið væri sátt. Hún var búin að skila sínu verki. Hún var búin að standa vaktina til enda. Sams konar tryggð hef ég einu sinni áður kynnst. Það var hjá Ing- ólfi bróður Ingibjargar, sem ég kynntist löngu áður, þegar ég vann á sumrin í bæjarvinnunni í Hafnar- firði. Ingi, eins og hann var kallað- ur, hafði lofað föður sínum að hugsa um Jón bróður sinn, sem var sjúklingur. Þetta gerði Ingi í ára- tugi Qg fór vafalaust á mis við ýmislegt vegna þess. Síðustu ævi- daga Jóns var hann það veikur að fara þurfti með hann á sjúkrahús. Eftir að hann var dáinn, velti Ingi því mikið fyrir sér hvort hann hefði svikið loforðið sem hann gaf föður sínum. Okkur Ingibjörgu tengda- mömmu minni kom alla tíð vel sam- an. Hún gat verið hörð í hom að taka og var ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hún lýsti áljti sínu á mönnum og málefnum. Ég gleymi aldrei bréfinu sem hún sendi okkur til London, þar sem hún sagði að nú væri svb komið fyrir Reykvíkingum að allt jarðnæði til bygginga væri þrotið. Þá ályktun mætti í það minnsta draga af gerð- um þeirra, þar sem þeir væru farn- ir að byggja úti í drullupollum (ráð- húsið) og stafla mannvirkjunum hveiju ofan á annað (Perlan). Hún sá skoplegu hliðarnar á hlutunum og kunni að kalla þá einhverjum nöfnum. Það hefði verið fróðlegt að heyra álit hennar í fyrirhuguðum framkvæmdum í miðbæ Hafnar- fjarðar. Þó alltaf sé sárt að horfa á eftir ástvinum, er þó léttara að kveðja fólk sem skilað hefur dagsverkinu en fólk sem fellur frá óloknu verki. Víst er að Ingibjörg var búin með sitt dagsverk og gott betur. Hún var enda sátt við lífíð og tilveruna. Það hlýtur að vera nokkurs virði. Guðmundur Rúnar Árnason. Mig langar að minnast alnöfnu minnar með örfáum orðum. Al- nöfnu sem kenndi mér svo margt. held ég að hann afi minn verði glaður að hitta hana. Guð blessi þig, elsku amma mín. Friðrika Björk Ottósdóttir. Kynslóðin sem nú er að kveðja þennan heim hefur lifað miklar breytingar. Breytingar sem eru svo miklar að engan grunaði að annað eins ætti eftir að gerast. Sú atorka sem einkenndi þessa kynslóð, og þá er hún amma mín þar engin undantekning, kom okkur upp úr moldarkofunum. Ingibjörg amma var elst systkina sinna og vitanlega kom það í henn- ar hlut að hugsa um yngri systkini sín frá fyrstu tíð. Þegar systkina- hópurinn var kominn á legg ákvað hún að slíta sig frá uppeldisstörf- um, sem hún hafði sinnt af fyllstu vandvirkni og miklum krafti, og ganga menntaveginn. Til Reykja- víkur fór hún og lagði stund á kenn- aranám. Því námi lauk hún með miklum sóma og gerði kennslu sið- an að lífsstarfi sínu, jafnframt því að sinna húsmóður- og móðurstörf- um af kostgæfni og myndarskap. Allt sem hún amma mín tók sér fyrir hendur einkenndist af þessari atorku og vinnusemi. Atorku sem kenndi mér svo margt. Við þessi tímamót hlaðast upp minningarnar sem ég geymi í bijósti mínu eins og fjársjóð sem enginn getur tekið frá mér, því þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það minningarnar sem lifa og gera okkur rík, en ekki kastalar nútímans. Blessuð sé minning hennar. Inglbjörg Jónsdóttir. Björgvin Hermanns- son - Minning Sunnudaginn 17. janúarmisstum við öll ástkæran vin, ég sjálfur bæði afa og vin. Hann hefur ávallt verið mér hvatning og mun vera á komandi árum. Afi var mjög góð- hjartaður maður og við syrgjum hann öll. Ég ætla mér að feta í fótspor afa og lifa lífínu til fulls eins og hann gerði, ferðast um heiminn, en umfram allt tengjast ástvinum mín- um sterkum böndum. Afí minn hafði gífurleg áhrif á mig og ýtti undir, að ég gerði sem mest úr sjálfum mér, vinnunni, fjöl- skyldunni, lífínu. Minning hans mun geymast í hjarta mínu ávallt. Blessuð sé minning þín, elsku afí minn. Þinn nafni, Björgvin. Tengdafaðir minn, Björgvin Her- mannsson, er látinn. Vinir og fjöl- skylda kölluðu hann Bía og þegar um hann var rætt, var ævinlega sagt „vinur minn Bíi“. Allir, sem kynntust honum, þekktu óeigin- gjama vináttu hans. Þessi góði maður hafði mannbætandi áhrif á alla, sem hann umgekkst. Ég kallaði hann alltaf „afa“. Ég á honum að þakka allt, sem gefur lífi mínu gildi. Ef hann hefði ekki verið á þessari jörð, ætti ég ekki mína yndislegu fjölskyldu, eigin- konu mína, Hrefnu, dóttur okkar, Guðrúnu, og fósturson, nafna hans, Björgvin. Hann sýndi mér ávallt í öllu, sem hann gerði, að ástvinir, fjölskylda og vinir, eru það, sem mestu máli skiptir í þessu viðkvæma lífi okkar. Bíi var margslungin persóna, en í leiðinni látlaus og fábrotin. Hann var ekki að vorkenna sjálfum sér, þótt hlutirnir væru ekki alltaf eftir hans höfði. Og hann grobbaði sig ekki af því sem vel tókst hjá hon- um. Hann fýsti fremur að vita, hvort viðmælandi hans væri ánægð- ur og allt gengi vel hjá honum. Bíi elskaði lífið og tók því eins og það var. Líf hans var allt of stutt fyrir okkur ástvini hans, en eins og hann hefði sagt: Ekki hafa áhyggjur — það er allt í lagi hjá mér. Ég ætla ekki að eyða miklum tíma í að vorkenna vini mínum Bía, en ég verð að vorkenna sjálfum mér svolítið. Veröld mín varð eldri og kaldari við fráfall hans. En með tímanum mun minning hans verma hana á ný. Pat Higgins. Mikil sorgarfregn var það sem hún Hrefna færði mér þegar hún hringdi í mig sunnudaginn 17. jan- úar og sagði mér að Björgvin Her- mannsson, eða Bíi eins og hann var kallaður, væri dáinn. Það var erfítt að trúa þessu. Ég hafði talað við hann í síma rúmri viku áður og var þá sem ævinlega létt í honum hljóðið, enda var hann ekki vanur að kvarta, þótt á móti blési. Hann sagðist vera á leið til Bandaríkjanna nú í vor og ætlaði að vera í nágrenni við fjölskyldu sína í Seattle. Það varð ekki komist hjá því þennan langa sunnudagseftirmið- dag að hugurinn reikaði um 30 ár aftur í tímann, er leiðir okkar lágu fyrst saman úti á Reykjavíkurflug- velli. Við vorum margir strákarnir að læra að fljúga á þessum árum, og Bíi skar sig strax úr hópnum, því að ekkert fékk stöðvað hann, þegar hann fékk áhuga á einhveiju. Hann var einn af þeim fáu sem lét drauma sína rætast alla tíð. Hann eignaðist strax sína eigin flugvél, en það var ekki nóg. Hann hélt áfram og keypti flugskólann Þyt með þeim flugvélum sem fylgdu, endurnýjaði flugflotann og rak skólann með reisn um árabil. Það var ævintýraljómi yfir þess- um árum og mörg vinabönd mynd- uðust og hafa haldist í gegnum árin. Og þótt hópurinn úr Þyt eigi nú heima í mörgum heimshomum eigum við allir á ýmsan hátt honum Bía að þakka hvar við stöndum í dag. Enda þótt ég flyttist snemma til útlanda og langt væri oft á milli, hélst vináttan við Bía og treystist í 25 ár. Við hittumst alltaf á ís- landi og hann kom oft í heimsókn til okkar erlendis, hélt á dóttur okkar undir skírn og var hjá okkur um jólin fyrir þremur árum. Litríkur ferill er nú á enda og margir betur hæfír en ég til að telja það til sem á dagana dreif, en ég mun alltaf verða betri maður og þakklátur fyrir að hann Bíi var góður vinur minn. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég fjölskyldu Björgvins, systkinum, börnum, Hermanni og Hrefnu, sem ég kynntist þegar þau voru krakkar á Laugavegi 32, tengdabörnum og bamabörnum á þessum erfiðu tímamótum. Ég Iýk svo þessum fátæklegu orðum með hendingu sem ég veit að hann Bíi hafði gaman af: Það var sagt um hann um daginn að hann setti svip á bæinn." Vinarkveðjur, Sigurður Viggó Kristjánsson, Scottsdale, Arizona, Bandarikjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.