Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞROTTIR FIMMTUDAGUR TI.’FEBRÚAR T953 "
HANDKNATTLEIKUR
Alfreð Gíslasyni boðin þjálfarastaða hjá þýska úrvalsdeildarliðinu TUSEM Essen
Tilbodið kítlar
óneitanlega
ALFREÐ Gíslasyni, þjálfara
og leikmanni KA í handknatt-
leik, hefur verið boðin þjálf-
arastaða hjá þýska úrvals-
deildarliðinu TUSEM Essen.
Alfreð lék með félaginu fyrir
nokkrum árum og þekkir því
vel til innan þess.
Eg er að athuga málið og þeir
reyndar líka því Essen er
með fleiri menn í sjónmáli. Ég
sagði þeim að ef ég tæki þetta
að mér þá kæmi ég einn út. Það
er ekki hægt að rífa fjölskylduna
aftur upp þannig að ég fer einn
ef af þessu verður," sagði Alfreð
í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Tilboðið kiltar óneitanlega dá-
lítið. Þetta er mjög freistandi og
það er gaman að fá svona tæki-
færi. Ég fæ vonandi annað tæki-
færi þó ég neiti þeim núna, þó
svo maður viti það auðvitað aldr-
ei. Það er ýmislegt sem ég er að
gera hér fyrir norðan og vill ekki
skera alveg á strax. Ég hef mik-
inn áhuga á að byggja upp sterkt
lið héma, lið sem getur eitthvað
á íslenskan mælikvarða," sagði
Alfreð.
Hann sagði að það væri ákveð-
ið vandamál innan Essen-liðsins
og það væri sjálfsagt ein af ástæð-
unum fyrir því að haft var sam-
band við hann. „Þeir vita að ég
þekki alla strákana og get því
talað við þá eins og þarf,“ sagði
Alfreð.
Petr Ivanescu er núverandi
þjálfari Essen en hann var við
stjómvölin hluta þess tíma sem
Alfreð lék með félaginu. Taki Al-
freð við sem þjálfari verður hann
annar íslendingurinn sem það
gerir því Jóhann Ingi Gunnarsson
var þjálfari liðsins um árabil,
meðal annars á meðan Alfreð lék
með félaginu.
Alfreft tekur hér á fyrrum félaga sínum hjá Essen, Jochen Fratz.
Körfuknattleikur
ÍBK-ÍS........................73:50
Keflavík, 1. deild kvenna:
Gangur leiksins: 10:6, 20:12, 35:18,41:27,
45:34 51:45, 69:48, 73:50.
Stig IBK: Hanna Kjartansd. 16, Guðlaug
Sveinsd. 14, Olga Færseth 11, Kristfn Blön-
dal 8, Elínborg Herbertsd. 8, Sigrún Skarp-
héðinsd. 6, Þórdís Ingólfsd. 6, Björg Haf-
steinsd. 3.
Stig ÍS: Ásta Óskarsd. 12, Kristín Sigurð-
ard. 11, Hafdís Helgad. 9, Marta Guð-
mundsd. 7, Díana Gunnarsd. 6, Unnur
Hallgrímsd. 5.
■Keflvíkingar náðu strax góðri stöðu og
ekki síst vegna þess að Guðrún lék mjög
vel. Stúndínur minnkuðu muninn í 6 stig,
en iBK skoraði þá 18 stig gegn 3 og gerði
út um leikinn.
1. deild karla: Bjöm Blöndal
Þór-UFA.......................74:68
NBA-deildin
Leikir á þriðjudag:
Boston Celtics - Milwaukee...104: 92
Detroit - Miami Heat.........105:106
San Antonio - LA Clippers.....112: 97
Seattle - Denver.............. 92: 96
Golden State - Atlanta Hawks.114:125
Sacramento - UtahJazz........114:119
Blak
Undanúrslit í bikarkeppni karla:
Þróttur R. - KA..................3:0
(15:5, 17:15, 7:15, 15:9)
HK - Snörtur.....................3:0
(15:0, 15:8, 15:9)
Handknattleikur
2. deild karla:
KR-HKN.........................25:21
Knattspyrna
Meistarakeppni Evrópu
Fyrri leikur í Bremen, Þýskalandi:
Werder Bremen - Barcelona........1:1
(Allofs 87.) - (Salinas 38.). 21.000.
England
Deildarbikarkeppnin
Fyrri leikur í undanúrslitum:
Blackburn - Shef. Wed............2:4
(Wegerle 9., Palmer 37., sjálfsm.) - (Harkes
14., Sheridan 21., Warhurst 26., 30.).
Urvalsdeildin
Arsenal - Wimbledon..............0:1
- (Holdsworth 19.). 18.253.
■Fyrsti sigur Wimbledon á Highbury.
Chelsea - Liverpool..............0:0
Crystal Palace - Aston Villa.....1:0
(Bowry 9.). 12.270.
Everton - Tottenham..............1:2
(Sansom 29.) - (Mabbutt 26., Allen 69.).
Southampton - Norwich............3:0
(Hall 9., Adams 25., Banger 78.). 12.969.
1. deild
Derby - Bamsley..................3:0
Southend - Bristol City..........1:1
Birmingham - Millwall............0:0
Luton - Brentford................0:0
Portsmouth - Neweastle...........2:0
Sunderland - Oxford..............2:0
West Ham - Peterborough..........2:1
4. umferð bikarkeppninnar (aukaleikur)
Grimsby - Swansea................2:0
Skotland
Rangers - Falkirk................5:0
Ítalía
Átta liða úrslit bikarkeppninnar
AS Roma - Napoli..............„..2:0
Parma - Juventus............... 1:1
■Roma og Juventus áfram.
Frakkland
Auxerre - Sochaux................0:3
Le Havre - Marseille.............1:3
Lens-Nantes......................1:0
Lyon - V alenciennes.............2:1
Metz - Lille.....................0:0
Mónakó- Bordeaux.................0:0
Nimes - StEtienne................1:1
PSG - Montpellier................1:0
KORFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Bjami
ívar Ásgrímsson átti stóran þátt í sigri Snæfells á Króknum í gær.
IÞROTTAHREYFINGIN / SKATTAMAL
Bjöm
Bjömsson
skrifar
Naumt
Snæfell vann Tindastól 87:86
nyrðra í gærkvöldi og heldur
því sæti sínu á toppnum. Heima-
menn léku án Ray
Foster, sem meidd-
ist á æfingu í fyrra-
kvöld. Snæfellingar
tóku frumkvæðið
þrátt fyrir stórleik Vals, sem gerði
öll 22 stig sín í fyrri hálfleik.
Jameson skoraði grimmt fyrir
gestina en einnig voru Ivar og Krist-
inn dijúgir en Páll náði að stöðva
Bárð svo hann var ekki atkvæða-
mikill í fyrri hálfleik.
Snemma i síðari hálfleik komu
liðsmenn unglingaflokksins heima-
manna inná þar sem Pétur Vopni
fór fyrir með stórleik. Hann ásamt
Hinriki, Karli og Ingvari rifu upp
leik heimamanna og setti það Snæ-
fellinga út af langinu og þegar þijár
mínutur voru eftir var jafnt 78:78.
Dómgæslan brást mjög alvarlega
á þessum tíma, en hún hafði verið
köflótt allan leikinn. Sérstaklega
átti Kristján slæman dag. Má segja
að dómgæslan síðustu mínútumar
hafi riðið baggamuninn.
FOLK
■ DANIR unnu Svia í vináttu-
landsleik í handbolta í Danmörku
í gærkvöldi, 26:22. Þess má geta
að hvorugur aðalmarkvarða Svía,,
Mats Olson eða Thomas Svens-
son, léku með. Línumaðurinn Per
Carlén var heldur ekki með Svíum.
URSLIT
UMFT - Snæfell 86:87
Sauðárkróki, úrvalsdeildin ( körfuknattleik,
miðvikudaginn 10. febrúar 1993.
Gangur leiksins: 4:4, 14:15, 22:27, 29:38,
39:49, 48:55, 52:63, 60:69, 72:75, 78:78,
82:80, 86:87.
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 22,
Pétur Vopni Sigurðsson 18, Ingvar Ormars-
son 12, Karl Jónsson 12, Páll Kolbeinsson
10, Hinrik Gunnarsson 8, Ingi Þór Rúnars-
son 2, Björgvin Reynisson 2.
Stig Snæfells: Shawn Jameson 28, ívar
Ásgrímsson 20, Kristinn Einarsson 17,
Bárður Eyþórsson 17, Atli Sigurðsson 4,
Sæþór Þorbergsson 1.
Áhorfendur: Tæplega 600.
Dómarar: Kritján Möller og Kristinn Al-
bertsson. Lélegir.
íþrótlafélög virði skattalög
íþróttasamband íslands hefur
sent bréf til allra aðildarfélaga
með þeim tilmælum að þau
virði skattalög og telji fram
undanbragðalaust allar
greiðslur, sem inntar hafa ver-
ið af hendi á síðasta ári. Tekið
er f ram að rétt skil séu próf-
steinn á skattarannsókn
íþróttafélaga, sem stendur yfir,
og hvernig mál þróist í framtíð-
inni.
Skattrannsóknarstjóri óskaði í
október eftir ýtarlegum gögn-
um varðandi rekstur íþróttafélaga
og óskaði m.a. eftir öllum bókhalds-
gögnum frá nokkrum félögum. Síð-
an hefur verið leitað eftir sömu
gögnum þjá fleiri félögum og held-
ur rannsóknin áfram, en fyrst og
fremst er verið að kanna framtals-
skil félaganna.
Ásgerður Halldórsdóttir, formað-
ur Gróttu á Seltjarnarnesi, óttast
að skattrannsóknarstjóri gangi að
íþróttafélögunum og krefji þau um
skatt vegna greiðslna þeirra til
þjálfara og leikmanna undanfarin
ár. Hún segir að fyrmefndir aðilar
hjá Gróttu og fleiri félögum hafí
þegar farið fram á 40% launahækk-
un eigi þeir að greiða skatt af pen-
ingum frá félögunum.
Ásgerður bar fram fyrirspurn um
málið á fundi Sjálfstæðisflokksins
í fyrrakvöld. Hún sagði við Morgun-
blaðið í gær að nauðsynlegt væri
að fá botn í það svo stjómir íþrótta-
félaganna vissu hvar þær stæðu.
Ásgerður sagði að þó meiri hluti
starfa í hreyfíngunni væri í sjálf-
boðavinnu væri það ekkert laun-
ungarmál að íþróttafélög greiddu
þjálfumm laun, en ágreiningur
væri um hver ætti að borga skatt
af greiðslunum. „Þjálfarar hafa
verið að fara fram á að laun þeirra
yrðu hækkuð um 40%, því þeir
ættu ekki að borga af núverandi
launum staðgreiðslu. Við höfum
verið með verktakasamninga eins
og mörg íþróttafélög hafa verið
með og staðið í þeirri meiningu að
þjálfarar ættu sjálfír að standa skil
á skatti," sagði Ásgerður.
Hún sagði að Grótta hefði skiiað
inn öllum umbeðnum gögnum frá
1989. „Talað hefur verið um að við
hefðum átt að taka staðgreiðslu-
skatt af launum þjálfara og skila
honum, en það hefur enginn gert.
Við viljum fá skýrar reglur og vilj-
um helst að þær taki gildi frá 1.
janúar. Það þarf að koma þessum
málum á hreint svo stjómir gfíti^
farið að semja við þjálfara vegna
næstu tímabila og hafí þessi mál á
hreinu."
ÍBR og ÍSÍ hafa boðað til
fræðslufundar um reikningsskil og
uppgjör 17. febrúar, en um miðjan
mars gengst ÍSÍ fyrir ráðstefnu um
málið, þar sem fulltrúar frá skatt-
rannsóknarstjóra mæta.
Áhugahópar
Lausir tímar í íþróttahúsi Gerplu um helgar.
Upplýsingar í símum 74923 og 74925.