Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 16
16______________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993_ Hvað er frjálshyggiuaðild? Svar við grein Helga B. Kristinssonar eftir Orra Hauksson Formaður Röskvu, Helgi Björn Kristinsson, birti grein hér í Morg- unblaðinu fimmtudaginn 4. febrúar síðastliðinn. Bar hún titilinn „Frjáls- hyggjuaðild" og fjallaði um Stúd- entaráð Háskóla íslands. Það er gott til þess að vita að formaðurinn lætur ekki berast með straumnum og hefur sjálfstæðar skoðanir á málunum. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á að sumar skoðanir hans eru nokkuð á skjön við raunveruleikann. Stúdentaráð er ekki félag! Ha? Ein helsta niðurstaða formanns- ins var nokkuð skopleg; Stúdentaráð sé í raun allt annað en við félagar í því höldum, það sé bara alls ekki félag! Þessa furðulegu ályktun afs- akaði hann reyndar með því að segja: „Þessar niðurstöður kunna að vera nýstárlegar í augum þess sem ekki hafði kynnt sér málið fyrr...“ Það er vægt til orða tekið hjá formanninum því rétt eins og með önnur félög greiða félagar ákveðið gjald til Stúdentaráðs ár- lega, fá að kjósa sína fulltrúa ár- lega, fá sent málgagn þess við og við, fá tækifæri til þess að hnekkja úrskurði kjörinna fulltrúa, ráðið hef- ur sett félögum viss lög, heldur fundi aðeins fyrir félaga, kemur fram í nafni félaga, titlar sig sem fulltrúa þeirra og svona mætti lengi telja. Félagar í Stúdentaráði fá með öðr- um orðum nær öll helstu réttindi og gegna öllum helstu skyldum sem venjulegt félag býður upp á. Fullyrð- ing formannsins dæmist svo endan- lega ómerk þegar skoðuð er skil- greining á félagi. Lögbókin þín eftir Björn Þ. Guðmundsson prófessor segir á bls. 120: „Félag táknar skipulagsbundin, varanleg samtök tveggja eða fleiri manna er vinna að sameiginlegu markmiði." Það dylst engum að Stúdentaráð fellur fullkomlega undir þessa skilgrein- ingu. Nafnið skiptir ekki máli Formaðurinn heldur því samt fram að ólíkt sérhverjum venjuleg- um nemendafélögum og stúdenta- samtökum sé Stúdentaráð ekki fé- lag, heldur einhver óskilgreind þokukennd móða sem svífi yfir vötn- um háskólans. Helstu málsbætur hans fyrir þeirri skoðun eru þær að hvergi í lögum félagsins komi orðið félag fyrir, rétt eins og nafngiftin ráð í stað félags skipti öllu. Formað- urinn heidur því fram að þetta sé í raun „stúdentaþing"! Þessar nýju upplýsingar hans hljóta að vekja hrifningu meðal þeirra sem sitja í ráðinu, þar vissu menn ekki fyrr en nú að þeir væru í raun þingmenn! En jafnvel þótt formaðurinn eigi samheitaorðabók og hafi fundið út að orðið þing gæti gengið í stað orðsins ráð þá duga slík brögð skammt. Það skiptir ekki máli hver innheimtir Formaðurinn þóttist heldur betur vera kominn í feitt þegar hann opin- beraði þá staðreynd að það er ekkí stúdentaráð sjálft sem innheimtir félagsgjöldin, heldur greiðast þau ásamt skólagjöldum þegar gengið er í skólann. Hann taldi þetta taka af öll tvímæli. En í leiðinni hefur hann greinilega gleymt því að það er mjög algengt hjá félögum og samtökum að láta aðra innheimta félagsgjöld fyrir sig. Til að mynda er það vaninn hjá verkalýðfélögum að láta atvinnurekendur um að draga gjöldin beint af launum fólks og engum dettur í hug að halda því fram að verkalýðsfélög séu ekki fé- lög. Nema okkar maður fái skyndi- lega þá snilldarhugmynd að kalla þau verkalýðsráð, nú eða verkalýðs- þing, og þar með séu þau engin félög lengur! Háskólinn styrkir ekki Stúdentaráð Formaðurinn var ekki af baki dottinn og gekk loks svo langt að halda því fram að í raun ætti Stúd- entaráð ekkert í þeim peningum sem háskólinn innheimtir fyrir það, þetta væri aðeins ölmusa sem háskólinn rétti htjáðum stúdentum. Þama slær formaðurinn vindhögg. Á hverju ári tilkynnir Stúdentaráð háskólayfir- völdum hversu hátt félagsgjald þess skuli vera og háskólinn innheimtir það. Ef Stúdentaráð fer út fyrir öll velsæmismörk og ákveður að gjaldið til þess skuli vera svimandi hátt, hefur Háskólaráð vald til þess að lækka þá tölu nokkuð. Það breytir ekki því að háskólinn á ekki þessa peninga og fær þá aldrei í sínar hirslur. Starfsfólk nemendaskrán- ingar tekur aðeins við gjaldinu og sendir það síðan rakleitt til Stúd- entaráðs. Og þegar formaðurinn fullyrðir „Háskólaráð kýs (eða ekki) að veita Stúdentaráði og Félags- stofnun hlutdeild í því gjaldi sem það innheimtir. ..“ þá er það ein- faldlega rangt hjá honum. Það er löngu áður ákveðið hver upphæðin til Stúdentaráðs skuli vera og henni er bætt beint ofan á það gjald sem skólinn ætlar til eigin rekstrar. Stúdentaráð er engin stofnun Formaðurinn okkar hefur greini- lega fengið bakþanka í miðri grein og uppgötvað að hið svokallaða „stúdentaþing" hljómaði ekki alltof vel. Því þá fer hann skyndilega að tala um Stúdentaráð sem hverja aðra stofnun innan háskólans og að það veiti þá þjónustu sem skólinn þyrfti annars sjálfur að sjá um. Enn er okkar maður á villigötum. Öll sú þjónusta sem ráðið hefur á sinni könnu er til handa stúdentum, veitt af stúdentum og greidd af stúdent- um. Það sem formaðurinn nefnir; fulltrúi í lánasjóði, húsnæðismiðlun, réttindaskrifstofa og atvinnumiðlun, var sett á laggimir af stúdentum sjálfum og háskólinn kom þar hvergi nærri. Enda segir formaðurinn sjálf- ur: „ ... það er mat manna þar á bæ (hjá háskólayfirvöldum) að það sé bæði hagstæðara og eðlilegra að reksturinn sé í höndum stúdenta sjálfra." Um þetta er þá greinilega ekki deilt og það því undir stúdent- um komið hvemig þeirra eigin þjón- ustustarfsemi fer fram. Enda er ekki til þess vitað að háskólayfir- völd séu nokkuð að athuga hvernig þessum málum sé háttað, þar skipta menn sér einfaldlega ekkert af því. Lykilatriðið er síðan auðvitað það, að ef Stúdentaráð væri stofnun inn- an háskólans, hefði Hágkólaráð vald til þess að leggja það niður. Það vald hafa stúdentar einir. Það skiptir ekki öllu hvað menn kalla Stúdentaráð Það sem að ofan er talið skiptir eftir Hrafn Friðriksson Réttaróvissa Á síðasta sumri ákvað heilbrigðis- ráðherra að lög um heilsuvemd í skólum nr. 61/1957 væru ekki í gildi og hefðu reyndar fallið úr gildi ári áður með gildistöku grunnskólalaga nr. 49, 1. ágúst 1991. Þessu áliti ráðherra skaut ég til umboðsmanns Alþingis þar sem ég taldi að ég væri hindraður í starfi skólayfir- læknis með óréttmætum hætti. Álit umboðsmanns Alþingis er ókomið og því enn réttaróvissa um hvaða lög og reglur gilda um heilsugæslu í skólum landsins. Heilbrigðisráðherra telur sig ekki þurfa að bíða álits umboðsmannsins og tel ég að hann brjóti lög og sendi löggjafarvaldinu, Alþingi, langt nef er hann sniðgengur sérlög um heilsuvernd í skólum með setningu reglugerðar um breytingu á reglu- gerð nr. 160/1982 fyrir heilsugæslu- stöðvar um heilsugæslu í skólum nr. 412, 24. nóvember 1992 með stoð í almennum lögum um heilbrigðis- þjónustu nr. 97/1990. Lagaákvæði og yiírumsjón Hinn 8. júní 1957, fyrir tæpum 36 árum, tóku gildi sérlög um heilsu- vernd í skólum nr. 61 og samnefnd reglugerð nr. 214, ári síðar. Um leið var numinn úr gildi XI. kafli laga um fræðslu bama nr. 34 frá 29. apríl 1946 um heilbrigðiseftirlit í skólum. Samkvæmt 1. gr. laganna skal rækja heilsuvemd í öllum skól- um landsins samkvæmt reglum (nr. 214) sem menntamálaráðherra setur með ráði heilbrigðisstjómar. Yfimmsjón með heilsuverndar- starfinu er falin sérmenntuðum skólayfirlækni landsins, skipuðum af heilbrigðismálaráðherra, og skal hann einnig hafa eftirlit með íþrótta- starfsemi og heilsufari íþróttamanna samkvæmt 3. gr. laganna. Um síðar- nefnda atriðið hefur ekki verið sett reglugerð ennþá! Skólayfirlækni er auk þess falið að fylgja eftir ákvæð- um í öðmm sérlögum varðandi heilsu þó ekki höfuðmáli. Jafnvel þótt það sé augljóst að Stúdentaráð sé félag þá má formaðurinn kalla það hvað sem er, ef það er honum hugarfró. Nú er uppi krafa í háskólanum þess efnis að stúdentar eigi þess kost að ganga úr Stúdentaráði án þess að þurfa að hætta í háskólanum. Stúd- entaráð myndi einfaldlega end- urgreiða þeim sem vilja segja sig úr lögum við félagið. Ef Stúdentaráð ákveður að gefa kost á þessu, þá skiptir engu máli þótt Stúdentaráð sé kallað félag, ráð, nú eða þing. í öllum þessum tilvikum ættu menn að geta valið milli þess að vera meðlirnur eður ei. Formaður í nauðvörn En hvað gengur formanninum til? Hvers vegna reynir hann að koma ýmsum nöfnum á Stúdenta- ráð, en skorast undan að viðurkenna að þetta sé félag? Það læðist að manni sá grunur að þetta sé eitt- hvað tengt því að það félag sem hann veitir formennsku er einmitt við stjórnvöl Stúdentaráðs um þess- ar mundir. Nú líður senn að kosning- um og meðal annars verður kosið um það hvort halda eigi stúdentum nauðugum í Stúdentaráði. En í stað þess að taka hreina og heiðarlega afstöðu til málsins þá bregður for- maður Röskvu á það ráð að drepa málinu á dreif og heldur nú dauða- taki í þá fírru að ekki sé hægt að ganga úr neinu, nema það heiti fé- lag. í upphafi greinar sinnar tekur hann þó fram....fáir andmæla því að hver og einn skuli ákveða hvort hann eða hún vilji eiga aðild að ein- og velferð skólabarna. Embætti skólayfirlæknis er þó nokkuð eldra en lögin eða tæplega 37 ára, því skólayfirlæknir var fyrst skipaður 1. september 1956 samkvæmt fræðslulögunum. Skólayfirlæknir hafði aðsetur á skrifstofu landlækn- is til ársins 1974 er hann flutti sig til heilbrigðisráðuneytisins þar sem embættið hefur verið staðsett síðan. Unnið hefur verið eftir þessum lög- um fram á þennan dag en flestir eru þó sammála um að endurskoðun þeirra og reglugerðar nr. 214 sé fyrir löngu tímabær. Framkvæmd heilsugæslu í skólum er undir yfírumsjón skólayfirlæknis, á vegum heilsugæslustöðva sam- kvæmt almennu lögunum um heil- brigðisþjónustu sem fyrst voru sett árið 1973 og síðast endurskoðuð árið 1990. Til að tryggja framkvæmd skóla- heilsugæslu í skólum eru ákvæði þar um sett í lög um grunnskóla og framhaldsskóla. Er fjallað um heilsu- gæslu í skólum í 72. gr. grunnskóla- laga nr. 49 sem gildi tóku 1. ágúst 1991. Mótsvarandi grein var nr. 73 í eldri lögunum sem voru nr. 63 frá 1974. Núverandi grein er mun styttri en áður og staðfestir þá þróun heil- sugæslu í skólum sem fylgt hefur uppbyggingu heilsugæslustöðva um landið síðustú tvo áratugi en felur ekki í sér neinar breytingar á fram- kvæmd heilsugæslu í skólum né yfir- umsjón skólayfirlæknis með henni. í upphafi greinarinnar segir að heilsugæsla í grunnskólum fari eftir „gildandi lögum um heilbrigðisþjón- ustu“. Áður var vitnað í sérlögin um heilsuvernd í skólum nr. 61/1957 svo og þágildandi lög um helbrigðis- þjónustu nr. 56/1973. „Gildandi lög um heilbrigðisþjónustu" án nánari skýringa á að mínu viti við um þessa þjónustu og starfsemi almennt. í grunnskólalögunum er hins vegar fjallað um heilsugæslu í skólum og því er verið að vitna til þeirra laga og reglna sem um þau mál fjalla sérstaklega þ.e. sérlögin um heilsu- vernd í skólum og ákvæði í ýmsum sérlögum öðrum, samanber og al- mennu lögin um heilbrigðisþjónustu BENZ - BMW - V0LV0 OG FLESTALLIR AÐRIR EVRÓPSKIR FRAMLEIÐENDUR VANDAÐRA BlLA NOTA SACHS KÚPLINGAR OG HÖGGDEYFA SEM UPPRUNAHLUTII BIFREIÐAR SlNAR. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670 Lög um heilsu- vernd í skólum Orri Hauksson „Lögbókin þín eftir Björn Þ. Guðmundsson prófessor segir á bls. 120: „Félag táknar skipulagsbundin, var- anleg samtök tveggja eða fleiri manna er vinna að sameiginlegu markmiði.“ Það dylst engum að Stúdentaráð fellur fullkomlega und- ir þessa skilgreiningu.“ hveijum félagsskap. Gildir þar einu hvort um er að ræða stjórnmálasam- tök, trúarsöfnuði, stéttarfélög eða annars konar samtök." Nokkru síðar Hrafn Friðriksson „Ég tel að 72. gr. grunnskólalaganna gefi ekkert tilefni til þeirrar túlkunar sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að velja. Met ég það starf sem unnið er vegna heilsu- gæslu í skólum þess virði að þær reglur sem settar eru um það séu byggðar á traustum grunni skýrra laga.“ nr. 97/1990 um skyldur heilsu- gæslustöðva. Næst segir í gr. 72, að „yfirlæknir heilsugæslustöðvar skólahverfis hafi samráð við skóla- stjóra og skólanefnd um fyrirkomu- lag og skipulag skólaheilsugæslunn- ar.“ Þetta er eðlilegt með tilliti til skyldna heilsugæslustöðva og þróun. Þannig koma t.d. skólalæknar og skólahjúkrunarfræðingar frá við- komandi heilsugæslustöð skóla- hverfis en eru ekki sérráðin sem slík eins og áður fyrr. Skólalæknisstarf er þó enn aukastarf læknis sam- kvæmt kjarasamningi við fjármála- ráðuneytið sbr. 4. gr. laga nr. 61/1957 um heilsuvernd í skólum enda telur Læknafélag íslands lögin í fullu gildi. Hentistefna Ákvæði gr. 72 í grunnskólalögun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.