Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 Allt fast í kjaradeilu Herjólfs ALLT situr fast í deilu útgerðar og stýrimanna á Herjólfi og hafa engir samningafundir verið boð- aðir í kjaradeilunni. Að sögn Gríms Gíslasonar stjórnarfor- manns útgerðarinnar óskaði út- gerð skipsins eftir því að fá full- trúa allrar áhafnarinnar til við- ræðna um gerð heiidarsamnings. Sagði Grímur að Sjómannafélag- ið Jötunn hefði hins vegar svarað því í gær, fyrir hönd undirmanna, að það væri ekki tilbúið til slíkra viðræðna. Elías Björnsson, formaður Jöt- uiis, sagði þetta alrangt, félagið hefði ekki fengið nein formleg er- indi um viðræður. Undirmenn ekki í deilu „Við erum ekki í neinni vinnu- deilu við Herjólf. Okkur hefur verið blandað inn í þetta að ósekju,“ sagði hann. „Undirmennirnir tilkynntu, að þeir myndu sætta sig við óbreytta samninga og ekki fara fram á neinar kaupkröfur,“ sagði Elías. Að sögn Gríms höfðu Vélstjórafé- lagið og Stýrirmannafélagið lýst yfír vilja til að ræða málin á þessum nótum en Sjómannafélagið Jötunn, sem fer með samningsumboð fyrir háseta og þernur, hafi hafnað við- ræðum. Sagði Grímur að útgerðin myndi nú endurmeta stöðuna. Kýr skorin upp við garnastíflu Borg, Miklaholtshreppi. MARGVÍSLEGIR kvillar vilja oft ásækja bústofn bænda. í slík- um tilfellum er gott að hafa vel færa dýralækna sem kunna og hafa ráð við svo að segja flest- um kvillum sem upp koma. Nýlega framkvæmdi Rúnar Gíslason héraðsdýralæknir í Stykkishólmi stóran uppskurð á kú í Hrauntúni í Kolbeinsstaða- hreppi. Kýrin virtist vera með stíflu í meltingarfærum. Inngjafir lyfja verkuðu ekki. Eftir að skurð- aðgerð var framkvæmd kom í ljós að snúin var göm og stífluð. Garnahlutinn var orðinn blár og bólginn. Rúnari tókst að ná snún- ingi af görninni og mylja síðan þá stíflu sem sat í görnunum. Hér var um að ræða 30-40 sentimetra langa stíflu. Síðan gat hann kreist görp og vinstur þar til að allt virt- ist vera komið í eðlilegt ástand. Kúnni heilsast vel og er hún komin í 7 til 8 kíló af mjólk á sólarhring. Mjólkurhvarf varð al- veg hjá henni áður en hún var skorin. Páll Félagsdómur dæmir í máli sjómanna gegn Vinnuveitendasambandinu Fá 2.500 krónur í uppbót FÉLAGSDÓMUR hefur kveðið upp dóm í máli sjómanna gegn VSI sem höfðað var vegna ágreinings um orlofs- og des- emberuppbót á síðasta ári. Sjó- menn gerðu kröfu um að fá 8.000 kr. orlofsuppbót og 12.000 kr. desemberuppbót eins og aðrir launþegar. I dómi Félagsdóms eru þeim dæmdar 500 kr. í orlofs- uppbót og 2.000 krónur í desem- beruppbót. Hólmgeir Jónsson Skjala- og upplýsingastjórn Meðferð upplýsinga í ýmsu formi Lítill tími fer í leit, ef hvert skjal er á sínum staö Skjalamagn hjá fyrirtækjum og stofnunum eykst stöðugt. Samtímis eru gerðar auknar kröfur til starfsmanna um skjótan aðgang að upplýsingum. Víða er ástand þessara mála slæmt hjá fyrirtækjum og stofnunum hér á landi, þar sem markviss stjórn á skölum og upplýsingum er ekki fyrir hendi. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir einstökum þáttum skjala- og upplýsingastjórnar, hvernig þeir tengjast innbyrðis og mynda sameiginlega Kristln Jóhanna heildarskipulag skjalamála fyrirtækis eða stofnunar. Þátttakendur öðlast þekkingu á grundvallaratriðum (skjalastjórn hjá stofnunum og fyrirtækjum og læra hagnýt vinnubrögð við stjórn og meðferð skjala og annarra gagna. Tfmi: 23, og 24. febrúar kl. 13 — 17 Leiðbeinendur: Kristín Ólafsdóttir, bókasafnsfræðingur og ráðgjafi. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, bókasafnsfræðingur og ráðgjafi. iar kl. 13 - A Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 621066 framkvæmdasljóri Sjómanna- sambands Islands segir að þeir séu ekki sáttir við þessa niður- stöðu og muni taka málið upp aftur í næstu kjarasamningum. Forsaga máls þessa er sú að sjó- menn voru í samfloti með ASI í samningunum við VSÍ á síðasta ári og áttu því aðild að miðlunartillögu þeirri sem samþykkt var í apríl. Samkvæmt henni var kveðið á um að launþegar fengju 8.000 kr. or- lofsuppbót og 12.000 kr. desember- uppbót. Við gerð kaupgjaldskrár fyrir sjómenn í framhaldi af miðlunartil- lögunni kom upp ágreiningur milli sjómanna og VSÍ um uppbótina. Viðsemjendur sjómanna sögðu að uppbótin, hvor um sig, hefði áður verið reiknuð inn í kauptaxta sjó- manna og svo ætti að gera nú þann- ig að þeir ættu að fá 1,7% launa- hækkun eins og aðrir auk 0,6% í uppbót. Þessu vildu sjómenn ekki una og töldu að þeir ættu að fá þessar hækkanir beint eins og aðrir launþegar. í framhaldi af þessum ágreiningi var málinu vísað til Fé- lagsdóms. Tekið upp í næstu samningum Hólmgeir Jónsson segir að Fé- lagsdómur hafi dæmt þeim upp- hæðir sem nema hækkunum á hvorri uppbót frá kjarasamningun- um sem gerðir voru fyrir miðlunar- tillöguna. „Við erum ekki sáttir við þessa niðurstöðu en dómur er dóm- ur og við verðum að hlíta honum,“ segir Hólmgeir. „Hinsvegar munum við taka þetta mál upp aftur í kom- andi kjarasamningum okkar við útgerðarmenn." ------» ♦ ♦------ Vitni vantar SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á Kringlumýrarbraut við Sléttuveg í hádeginu þann 14. janúar síðastliðinn. Þar rákust saman Volvo og Toy- ota fólksbílar á suðurleið. Vegna ágreinings um atvik er óskað eftir því að vitni hafi samband. Nægir ættu að verða til að dekra við írisi Ösp á ísafirði í uppvextinum ÍRIS Ösp í faðmi fjölskyldunnar með foreldrum og fjórtán öfum og ömmum. Sitjandi Margrét Jónasdóttir, Margrét Guðfinnsdóttir með litlu hnátuna í fanginu, Sigurgeir Sigurðsson og Magnús Jó- hannsson. Standandi: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, Halldóra Jó- hannsdóttir, Evialía Sigurgeirsdóttir, Jóhann Magnússon, Gunnar Hólm Sumarliðason, Jóhann Kristjánsson, Sigurður Helgason, Ses- I faðmi fjölskyldunnar selja Olgeirsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Sig- ríður María Gunnarsdóttir og Gunnar Hólm Friðriksson. Á minni myndinni eru fimm ættliðir í beinan kvenlegg. íris Ösp er í fangi móður sinnar Heiðrúnar Bjarkar Jóhannsdóttur. Hjá þeim situr Margrét Guðfinnsdóttir langalangamma, en fyrir aftan standa Evlal- ía Sigurgeirsdóttir langamma og amman Halldóra Jóhannsdóttir. Á fíórtán afa osr ömmur ísafirði. ** ° HUN Iris Osp ætti að hafa nóga til að dekra við sig I uppvextinum, því hún á fjórtán afa og ömmur á lífi. Iris er fædd á ísafirði 16. janúar, dóttir Heiðrúnar Bjarkar Jóhannsdóttur og Gunnars Hólms Friðrikssonar, en allir núlifandi áar hennar nema einn eru frá Isafirði, úr Bolungarvík eða af bæjum í ísafjarðardjúpi. Margrét Guðfinnsdóttir langalangamma er fædd í Litlabæ í Skötufirði (systir Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík), en langalang- afí, Sigurgeir, er fæddur á Markeyri í Skötu- firði. Þau hófu búskap á Fæti í Seyðisfirði þar sem langamma, Evlalía, er fædd. Fjölskyldan fiutti seinna til Bolungarvíkur þar sem Evlalía giftist langafa, Jóhanni Kristjánssyni Odds- sonar frá Hafrafelli í Skutulsfirði. Dóttir þeirra, Halldóra amma írisar Aspar, giftist Jóhanni Magnússyni á ísafirði, en þau búa nú í Hoitahverfinu á Isafirði í landi Hafrafells frá tíma langalangafa Kristjáns Oddssonar. Jóhann afí er sonur Magnúsar Jóhannssonar (Magga í smjörlíkinu) og Margrétar Jónasdótt- ur, en hún er sú eina sem kemur með aðkomu- blóð inn í ættina því hún er fædd norður í Fljótum í Skagafirði. Faðir írisar Aspar, Gunn- ar Hólm Friðriksson, er sonur Sigríðar Maríu Gunnarsdóttur, en hún er dóttir Kristínar Kolbeinsdóttur og Gunnars Hólms Sumarliða- sonar hljómlistarmanns og málara á ísafirði. Friðrik Sigurðsson, föðurafínn, er sonur Sess- elju Olgeirsdóttur fæddri í Bolungarvík en ættaðri frá Hattardal í Álftafirði og Sigurðar Helgasonar fædds í Súðavík (sonur Helga Jónssonar í Súðavík skálds). Til afa og ömmu Litlu dömuna ætti því líklega ekki að skorta plögg eða ummönnun á meðan þessa ágæta fóiks nýtur við en hætta er á að ef henni lík- ar ekki heima þá verði léttara en hjá mörgum öðrum að hlaupa heim til afa og ömmu. Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.