Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 22
MORGUKBLAÐIÐ ITMMTUDAGUR 11. FKBRÚAR 1993
22 -
Lífsbjörg í Norðurhöfum
í sænska sjónvarpinu
Utanríkis-
ráðherra
með í um-
ræðum eft-
ir sýningu
HEIMILDARMYNDIN Lífsbjörg
í Norðurhöfum verður sýnd á
sænsku sjónvarpsstöðinni TV 2 í
kvöld, fimmtudagskvöld. A eftir
sýningu verður umræðurþáttur
um efni myndarinnar í beinni
útsendingu en meðal þátttakenda
þar verða Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra og Jan
Henry Olsen sjávarútvegsráð-
herra Noregs. TV 2 er stærsta
sjónvarpsstöð Svíþjóðar og send-
ingar hennar nást í Noregi, Dan-
mörku og hluta Finnlands.
Að sögn Einars Þorsteinssonar
umboðsaðila myndarinnar í Svíþjóð
verður myndin og umræðumar á
eftir í þætti sem heitir Svar direkt
og nýtur mikilla vinsælda í Svíþjóð
en í þessum þætti eru tekin fyrir
og fjallað ítarlega um fréttatengd
efni. Lífbjörg í Norðurhöfum verður
sýnd svo til óstytt og síðan er reikn-
að með um klukkustund í umræð-
umar á eftir. Sex mæta frá hvoram
aðila, það er hvalveiðisinnum og
þeim sem eru á móti hvalveiðum.
Auk ráðherrana tveggja munu m.a.
Magnús Guðmundsson höfundur
myndarinnar og Bjöm Ökem fyrr-
um formaður Greenpeace í Noregi
taka þátt í umræðunum.
-----»■' ♦■■■♦--
Félag áhuga-
ljósmyndara
að hefja starf
FÉLAG íslenskra áhugaljós-
myndara, FIA, er um þessar
mundir að hefja starfsemi sína.
FÍA hefur tekið á leigu húsnæði
í Síðumúla 31 (bakhús) og innréttað
þar myrkraherbergi, lítið stúdíó,
fundaraðstöðu auk geymsluað-
stöðu. I dag verður fyrsti fímmtu-
dagsfundur FÍA en hann hefst kl.
20. Á þessum fundum verða
skyggnusýning, myndasýning og
ýmis fræðsla. Áðgangur á fímmtu-
dagsfundi er ókeypis og era allir
velkomnir.
(Úr fréttatilkytmingu)
Fataðir upp hjá
SKIPBROTSMENNIRNIR fjórtán af norska togaranum
Svinoy sem sökk á Dohmbanka aðfaranótt þriðjudags
effír að hann rakst á ísjaka, komu með togaranum Björg-
vin Senior til Isafjarðar í fyrrinótt. Voru mennirnir mis-
jafnlega á sig komnir, að sögn Gunnars Jónssonar um-
boðsmanns útgerðarinnar, enda höfðu þeir orðið að yfír-
Ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson
Jóni og Gunnu
gefa skip sitt í flýti. Voru þeir drifnir beint í fataverslun-
ina Jón og Gunnu sem opnuð var af þessu tilefni um
miðja nótt og skipbrotsmennimri fataðir upp á kostnað
útgerðarinnar. I gærmorgun flugu þeir frá Isafjarðarfiug-
velli heim til Álasunds með leiguvél frá Flugfélagi Norð-
urlands.
Reykjanesbraut
Viðbúnað-
ur vegna
árekstra
Keflavík.
LÖGREGLAN í Keflavík var
með nokkurn viðbúnað vegna
tilkynningar um 10 bifreiða
árekstur á Reykjanesbraut í
brekkunni fyrir ofan Kúgagerði
laust fyrir klukkan átta í gær-
morgun en þá var fljúgandi
hálka á veginum.
Sendir voru tveir lögreglubílar
og ein sjúkrabifreið úr Keflavík
og frá Hafnarfirði fór lögreglu-
og sjúkrabifreið á staðinn. Þegar
lögreglan kom á staðinn kom í ljós
að þar höfðu orðið tveir tveggja
bíla árekstrar og engin slys á fólki.
Bílarnir reyndust hins vegar mikið
skemmdir og varð að íjarlægja þá
með dráttarbílum.
Alls hlutu 659 félagsmenn VR atvinnuleysisbætur í janúar
Bótalausir á biðtíma eru 42
Atvinnulausir án bóta leita í auknum mæli til félagsmálastofnana
ALLS nutu 659 félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur at-
vinnuleysisbóta í janúar og er atvinnuleysið yfirgnæfandi í yngri aldurs-
hópunum, þannig er 71% þeirra félagsmanna sem nutu bóta hjá VR
fertugir og yngri. Mikill meirihluti þeirra er konur, eða 73% enda eru
þær mun fleiri en karlar í félaginu.
Atvinnulausir hjá VR
207
Konur fl
Karfar Cj
135
Á bótum alls 659
Á biðtfma alls 42
76
8
r~i
16-30 ára
samt. 283
á bótum
1 51
14
31-40 ára
samt.186
á bótum
19
41-50 ára
sarnt. 79
á bótum
49
I
□ s iö
51-60 ára
samt. 65
á bótum
61-71 ára
samt. 46
á bótum
Atvinnuleysisbætur era greiddar
atvinnulausum launþegum í 260
daga, sem samsvarar 12 mánuðum.
Þá fellur bótaréttur niður í 16 vikur
en hinn atvinnulausi verður samt að
láta skrá sig vikulega hjá vinnumiðl-
un til þess að öðlast á ný rétt til
atvinnuleysisbóta að biðtímanum
liðnum. Um þessar mundir era 42
félagsmenn VR á biðtíma án bóta,
eftir að hafa fullnað 12 mánaða skeið
á atvinnuleysisbótum, samkvæmt
upplýsingum Þorgerðar Sigurðar-
dóttur hjá VR. Meira en helmingur
þess fólks er innan fertugs, en
langfæstir á fímmtugsaldri.
Leitað til félagsmálastofnana
Atvinnulaust fólk, sem er á bið-
tíma og fær ekki atvinnuleysisbætur,
leitar í vaxandi mæli til félagsmála-
stofnana eftir fjárhagsaðstoð. Gunn-
ar Klængur Gunnarsson, yfírmaður
fjölskyldudeildar Félagsmálstofnun-
ar Kópavogs, segist eiga von á að
þessu fólki eigi eftir að fjölga tals-
vert því sá hópur sé orðinn nokkuð
stór sem hefur lengi verið atvinnu-
laus. Hann segir Félagsmálastofnun
Kópavogs miða fjárhagsaðstoðina við
hlutfall af tryggingabótum Trygg-
ingastofnunar og sé sú upphæð ekki
fjarri atvinnuleysisbótum. „Ég á bágt
með að sjá hvemig hægt verður
mikið lepgur að velta þessum byrðum
yfír á sveitarfélögin," sagði Gunnar
og taldi að Atvinnuleysistrygginga-
sjóði bæri að leysa vandann.
Margrét Tómasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, segir að lagabreytingu
þurfí til að annar háttur verði á
greiðslu atvinnuleysisbóta en nú er.
Hún telur að við setningu núgildandi
laga hafí menn ekki gert ráð fyrir
jafn almennu og langvinnu atvinnu-
leysi og við búum við nú. Biðtíminn
hafí verið hugsaður sem hvatning til
fólks að leita sér vinnu. Samkvæmt
lögum er ekki gert ráð fyrir nema
180 bótadögum, eða 9 mánuðum
samfleytt. Stjóm sjóðsins var veitt
heimild til að lengja bótatímabilið og
var það lengt í þá 260 daga sem nú
gilda. Margrét segir ný lög um At-
vinnuleysistryggingasjóð í undirbún-
ingi og komi sterklega til álita að
fella 16 vikna biðtímann niður eða
stytta hann, enda sé um það hávær
krafa frá stéttarfélögunum.
200 milljónir á mánuði
Sjóðurinn greiðir nú út um 200
milljónir króna á mánuði og hefur
til ráðstöfunar tæpa tvo milljarða á
þessu ári. Þar af koma 1464 milljón-
ir af fjárlögum og um 500 milljónir
frá sveitarfélögunum, en sveitarfé-
lögin geta sótt um styrki til atvinnu-
bóta á móti framlaginu. „Það er ljóst
að þetta nægir engan veginn, á síð-
asta ári fengum við um 700 milljóna
króna aukafjárveitingu á fjárlögum
og þurfti sjóðurinn ekki að ganga á
eignir sínar sem því nam,“ segir
Margrét.
Meindýraeyðir útrýmdi svörtum rottum í rússneskum togara undan Keflavík
Sá rottur á hlaupum í skipinu
RÚSSNESKU fiskflutningaskipi var vís-
að frá Keflavíkurhöfn á mánudag eftir
að uppvíst varð um rottugang um borð.
Skipið lá á ytri höfninni í Keflavík
meðan meindýraeyðir fékkst við að
eyða rottunum um borð en fékk leyfi
til að leggjast að hafnarbakkanum í
Njarðvík síðdegis í gær. Talið er öruggt
að engar rottur hafi sloppið í land úr
skipinu.
„Heimamenn höfnuðu skipinu ekki
vegna farmsins heldur vegna ótta við að
fá rottur í Iand,“ sagði Hermann Svein-
björnsson, framkvæmdastjóri Hollustu-
vemdar í gær. „Skipstjórinn framvísaði
rottuvottorði og var víst mjög miður sfn
þegar kom í ljós að rottur vora um borð
í skipinu." Hermann sagði að skipið hefði
lagst að bryggju í Keflavík en vart varð
við rottugang er skoðunarmenn frá Holl-
ustuvernd komu um borð. Gunnar Kristins-
son, starfsmaður Hollustuverndar sagðist
hafa séð rottur á hlaupum niðri í skipinu
og fann hræ af rottu um borð.
Sóttvamanefnd Suðumesja tók þá
ákvörðun að vísa skipinu þegar út á ytri
Þær svörtu
ROTTURNAR í rússnesku skipunum
eru svartar og með svo beittar ldær að
þær geta hlaupið upp veggi. Því hafa
þær fengið nafngiftina sogskálarottur.
höfnina í Keflavík og lagði bann við að
það legðist að aftur fyrr en öllum rottum
um borð hefði verið eytt.
Norðmenn vísa frá
Rússneska skipið, Poljamoe sijanie
M60421, er gamall togari sem er aðeins í
flutningum; safnar físki af veiðiskipum á
miðunum og flytur til lands. Hermann seg-
ir það vinnureglu hjá Hollustuvernd ríkis-
ins, að ef um er að ræða skip sem er bara
í flutningum en ekki í veiðum eða vinnslu,
séu mál sem þessi ekki litin eins alvarlegum
augum. Rússamir hefðu skilning á vanda-
málinu og gerðu allt til þess að losna við
rottuganginn. Mikilvægt væri að taka á
þessu með samræmdum hætti um allt land
þannig að Rússarnir sæju að sér. Norð-
menn hefðu hert reglur hjá sér verulega
og vísuðu öllum skipum umsvifalaust frá
ef rottugangur væri um borð. „Við viljum
hafa það á hreinu að skip sem vísað er frá
í Noregi komi ekki hingað," sagði Her-
mann.
„Þetta skip var hér í desember og þá
keyptu þeir eitur og hafa eitrað fyrir rott-
um um borð síðan," sagði Guðmundur
Bjömsson verkstjóri hjá Meindýravörnum
Reykjavíkur, en hann sá um eitrun um
borð í skipinu á ytri höfninni í Keflavík.
„Ég held að þær rottur sem þarna voru á
ferli hafi verið búnar að fá vel í kroppinn
og varla átt langt eftir.“
Svartar rottur
Guðmundur sagði að þarna hefðu svart-
ar rottur verið á ferð en þær eru ekki til
staðar hér á landi. Hann sagði útilokað
að rottur hefðu sloppið í land úr skipinu
en til öryggis voru settar rottugildrar á
landfestar og landgangur ekki hafður úti
er skipið lagðist að til löndunar í Njarðvík-
urhöfn.
Valgerður Sigurvinsdóttir meindýraeyð-
ir á Suðumesjum sagði að brúnar rottur
væra í holræsakerfi allra bæja á Suðumesj-
um og verður þeirra vart við fískvinnslu-
hús og beitningaskúra ef bilanir verða á
skolpræsakerfi. Valgerður sagðist vita til
þess að svartar rottur hefðu komist í land
úr rússneskum skipum í Grindavík en ekki
náð að tímgast þar.
Rottubit alvarlegt
„Margt fólk verður ofsahrætt þegar rott-
ur gera vart við sig en venjulega er er
ekki mikið vandamál að ráða niðurlögum
þeirra,“ sagði Valgerður. „Rottur eru smit-
berar og maður veit ekki hvaða sjúkdóma
þær bera auk þess sem mikill sóðaskapur
er af þeim. Það er kannski eins gott að
fólk er hrætt við þessi dýr þvi afleiðingar
af rottubiti gætu reynst alvarlegar," sagði
Valgerður.