Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 Af ungu fólki/ Hér segir af íslenskum skiptinema í landi kúrekanna Að finna hjartslátt landsins eftir Hafdísi Rósu Sæmundsdóttur í ÁGÚST síðastliðnum steig ég ásamt 20 öðrum skipti- nemum upp í Hafdísi nöfnu mína á Keflavíkurflug- velli. Áfangastaður var Bandaríkin. Eftir 5 klukku- stunda flug komum við til Baltimore, þar sem við gist- um eina nótt á flugvallarhóteli. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir og vanist hitanum, ákváðum við að fara niður íveitingasalinn og panta það sem Bandarík- in eru hvað frægust fyrir; hamborgara! Hafdís Rósa Sæmundsdóttir. Einhver misskilning- ur kom upp milii íslendinganna og þjónsins, ham- borgarinn samanstóð af brauði og kjöti. Engin sósa eða grænmeti. Við gáfumst algjörlega upp og hringdum og pöntuðum pizzu. Stelpan sem hringdi var ekki alveg búin að venjast því að tala ensku og þegar afgreiðslu- maðurinn spurði hvað margar kókdósir hún vildi þá svaraði hún eins og skot: „Sex ple- ase“, sem auðvitað kom nokk- uð flatt upp á afgreiðslu- manninn. Þegar pizzunni hafði verið sporðrennt fórum við að sofa því framundan var mikill dagur. Við áttum loks- ins að hitta fjölskyldurnar okkar í fyrsta sinn eftir margra mánaða bið. För minni var heitið til Laramie, Wyoming (lands kúrekanna), og þar átti ég að eiga heima hjá hjónunum Mark og Lori í eitt ár. Þau sóttu mig á flugvöllinn og óku með mig um Laramie og við skoðuðum það helsta. Þau sýndu mér fangelsið sem er reyndar safn og við skoðuðum það utanfrá. Það er alveg eins og fangelsin í Lukku-Láka bókunum. Svo keyrðum við um í gamla bænum og þar er allt eins og í villta vestr- inu. Ég var ósjálfrátt farin að svipast um eftir hestum og kúrekum en sá ekkert svo- leiðis. Svo keyrðum við í kringum háskólalóðina og hún er engin smásmíði, enda koma þangað um 12-13 þúsund nemendur árlega. Fyrsta vikan erfið Fyrsta vikan var mjög erf- ið. Ég átti erfítt með að sofna á nætumar og var alltaf svöng á röngum tíma. Þegar klukkan er sjö að kvöldi heima á íslandi er hún um hádegi hérna. Erfiðast af öllu var þó að koma inn í nýja fjölskyldu, því allar fjölskyldur hafa óskráð lög; til dæmis að setja upp hundahliðið þegar enginn er heima og fleira. Það sem hjálpaði mér mikið fyrstu vikuna var undirbún- ingsnámskeiðið á vegum ASSE á íslandi. Áður en ég fór fannst mér námskeiðið vera algjör tímasóun, ég var fær í flestan sjó og hafði eng- ar áhyggjur af að ég mundi fá þetta blessaða menning- arsjokk sem alltaf var verið að minna okkur á. En ein- hvem veginn læddist það aft- an að mér og gaf mér væg einkenni. Ég get fullyrt það að ef undirbúningsnámskeiðið hefði ekki verið til staðar, væri ég núna mjög niðurdreg- in manneskja. Hluti af menningarsjokk- inu var maturinn. Fyrstu tvær vikumar var ég alltaf að borða eitthvað nýtt. Pylsur (sausages) og hrærð egg í morgunmat og Latan Jón í kvöldmat, skolað niður með Dr. Pepper. Inn á milli var svo nartað í bleikt og blátt popp- korn og tuggið sjálflýsandi tyggjó. Mest hissa er ég þó á því að hérna er lambakjötið dýrara en nautakjötið. Að kynnast fólki Eftir fyrstu vikuna var svo kominn tími til að kynnast fólki og byija í skólanum. Þegar kennaramir voru að kalla upp nöfnin í fyrsta skipti áttu þeir í miklum erfiðleikum með að segja nafnið mitt. Yfirleitt kom löng þögn sem ég fljótlega rauf til að segja að það væri sennilega nafnið mitt, sem þeir væm að böggl- ast með. Allir eiga mjög erfitt með að segja Hafdís og oftast kemur það út sem „hálfur diskur" (Half-Dish)! Sumir sem ég hitti eru mjög fróðir um ís- land, vita að ísland er í NATO, að hér em hverir, og að aðalflugvöll- urinn á íslandi er í Keflavík. Einn strákur sem ég hitti sló mig þó alveg út af laginu; hann hélt að ísland væri heil heimsálfa. Fyrir nokkm fór ég með Dawn (sem er frá Danmörku og heitir reyndar Gry, en Kanarnir geta ekki með nokkru móti borið nafnið I AFSLATTARMIÐI Gegn afhendingu þessarár auglýsingar færð þú 20% afslátt af matseðli kvöldsins. Bjóðum upp á stórgott hádegisverðartilboð. Tilboðsverð á bjór eftir kl. 22.00 á kvöldin: 0,5 cl bjór kr. 390 og 0,33 cl kr. 270. Verið velkomin! Veitingakráin 'i REST Allft»NT'8*ll Lauyaveyi i^o, aiiiii ioooo (//ð Áar'flar'/fínar'..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.