Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 12

Morgunblaðið - 14.02.1993, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 IBIO Kvikmyndavikur og hátíðir sjá til þess að kvikmyndaúrvalið hér verði ekki of einhæft en ná þegar hafa verið haldnar þrjár kvik- myndavikur, skosk, sænsk og kvikmynda- dagar Hvíta tjaldsins. í mars verður haldin norr- æn kvikmyndahátíð og í haust verður kvikmynda- hátíð Listahátíðar og fleiri kvikmyndavikur munu væntanlega verða haidnar á árinu. Fjöldi athygiisverðra mynda bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og víðar komast aldrei á hvíta tjaldið hér á landi því aðsókn á þær jafnast aldrei á við myndimar úr bandaríska skemmt- anaiðnaðinum. Þó koma alltaf myndir eins og Hávarðsendi hingað, Bit- ur máni eftir Roman Pol- anski og Baðdagurinn mikli úr danska kvik- myndaveldinu. En fyrir hverja eina er hægt að nefna tíu aðrar jafnat- hyglisverðar, sem aldrei sjást. Gamanleikur?; úr myndinni „The Crying Game“. Ásfarþríhyrn- ingur frá írlandi Irski leikstjórinn Neil Jord- an hefur slegið í gegn hjá gagnrýnendum með nýjustu mynd sinni, „The Crying Game“, en þeir hafa ausið á hana lofi að undanfömu. Þetta er mannráns- og ástarsaga frá Norður- írlandi. Jordan, þekktastur fyrir „Mona Lisa“ og mis- heppnaðan feril í Hollywood, byijar myndina eins og póli- tískan trylli þegar meðlimir írska lýðveldishersins ræna breskum hermanni og hóta því að myrða hann ef félaga þeirra er ekki sleppt úr haldi. Einn ræningjanna er Fergu- son sem lítur á fangann sem mann af holdi og blóði en ekki óvin og fær áhuga á honum. Myndin hættir að vera pólitísk þegar Ferguson fer til London og hittir eigin- konu fangans án þess að gefa upp hver hann er og þau verða ástfangin. Þar með er kominn upp sérkennilegur ástarþríhyrn- ingur og segja blaðadómar myndina gerast æ fyndari eftir það, nk. gamanleik þar sem misskilningur, dular- gervi og umsnúin kynhlut- verk leika stóra rullu. Forrest Whitaker er sennilega fræg- asti leikarinn í myndinni fyr- ir utan Miranda Richardson sem fer með lítið hlutverk skæruliða. Stephen Rea hef- ur aldrei leikið neitt áður en þykir frábær í hlutverki Fergusons og Jay Davidson leikur eiginkonu fangans. Laugarásbíó 6000 séð Eilífðar- drykk- inn Alls hafa nú tæplega 6.000 manns séð gamanmyndina Eilífðardrykkinn í Laugarásbíói- að sögn Grétars • Hjartarssonar bíó- .. stjóra en myndin er einnig sýnd í Sambíóunum. Þá hafa 3.000 manns séð talsettu teiknimyndina h Nemó og sami fjöldi hefur séð spennumyndina Rauða þráðinn. Næstu myndir Laugarás- bíós eru spennumyndin „Raising Caine“ eftir Brian De Palma með John Lithgow í aðalhlutverki, „Cool World“ eftir Ralph Bakshi með Gabriel Byrne og Brad Pitt en myndin splæsir saman teiknuðum og leiknum atriðum svipað og Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? \v gerði um árið og gamanmyndin „Out on a Limb“ með Matthew Brod- erick. Páskamynd Laugarásbíós gæti / orðið framhaldsmyndin „Week- •—«. end at Bernie’s 2“ eða „Fixing the Shadow“ með Charlie Sheen. Svala ver- öld; aðal- teiknif- ígúran í „Cool WorId“, sem sýnd verður á næstunni. KVIKMYNDIRv^ /Hverjir verba útnefndir til Óskarsins? Dansinn í kringum Óskar Tilkynnt verður um út- nefningar til Óskarsverð- launanna á miðvikudaginn kemur en sjálf verðlauna- afhendingin fer fram í endaðan mars. Eru menn fyrir löngu farnir að spá í hveijir hljóti útnefningar og síðan Oskarinn og eru margir kallaðir til sögunn- ar. Þykir útval karlleikara sem til greina koma t.d. óvenjugott í ár, leikkon- urnar hafa margar unnið leiksigra, Ieiksljórar aldrei verið betri og handritin óvenju vel skrifuð. Eins og venjulega. Karlleikararnir sem til greina koma eru reyndar ekki af verri endan- um. Við höfum ekki séð þá alla því myndirnar þeirra eru ekki komnar til landsins en •sagt er að A1 Pacino fari á kost- um sem blindur maður í Konuilmi eftir Arnold °S e*ns Indriðason ÞykJa Þeir góðir Denzel Washington í hlut- verki Malcolm X í sam- nefndri mynd Spike Lees og Jack Lemmon, sem leikur fasteignasala í leikriti David Útnefningar?: Jack Nicholson í Heið- ursmönnum, Daniel Day-Lewis Spike Lee, Susan Sarandon og Emma Thompson. Mamets, „Glengarry Glen Ross“. Við höfum séð til annarra. Clint Eastwood var unaðs- legur harðjaxl í Hinum vægðarlausu. Jack Nichol- son fór vel með sálsýki yfir- mannsins í réttardramanu Heiðursmönnum og hann gæti verið útnefndur fyrir leikinn í Hoffa, sem ekki er komin til Iandsins. Tom Cru- ise hlutverkið í Heiðurs- mönnum er varla í óskar- svikt en það er hlutverk Tim Robbins í Leikmann- inum, frábærri háðsá- deilu á Hollywoodkerfið. Og svo eru það óvæntu úrslitin; Stephen Rea þykir fara á kostum í írsku myndinni „The Cry- ing Game“, Jeremy Irons er í „Damage" Louis Malle, Anthony Hopkins var góður í Hávarðsenda og svo er það Daniel Day-Lewis, hetja ársins, í Síðasta Móhíkananum. Ogjafnvel Robert Down- eý fyrir Chaplin. Leikkonurnar sem taldar eru koma til greina við útnefninguna eru m.a. Emma Thompson, sem fer með aðalhlutverkið í Hávarðsenda og er stór- kostleg þar. Einnig Susan Sarandon sem leikur í „Lorenzo’s Oil“ og önnur bresk leikkona, Miranda Richardson fyrir „Enc- hanted April" en hvorug þessara mynda hafa náð hingað. Þá er talið líklegt að franska leikkonan Catherine Deneuve kom- ist á blað fyrir leikinn í Indókína og Michelle Pfeiffer er nefnd til sög- unnar, ekki fyrir Kattar- konuleikinn í Leðurblöku- manninum (þótt allt geti gerst), heldur mynd sem var frumsýnd fyrir ára- mótin og heitir „Love Fi- eld“. Þá hljóta þær að koma til greina ungu leik- konurnar úr Meðleigj- anda óskast, Jennifer Ja- son Leigh og Bridget Fonda. Af leikstjórum sem til greina koma má nefná Spike Lee og ekki í fyrsta skipti. Malcolm X er hans stærsta og metnaðarfyllsta verk til þessa og það verður ekki litið framhjá því. Clint Eastwood leikstýrði Hinum vægðarlausu og blés enn lífi í vestrann á eftirminnilegan hátt. Það er spurning hvort Danny De Vito sé inni í myndinni fyrir Hoffa, sem fengið hefur blendna dóma en dómar um „The Crying Game“ hafa allir verið á einn veg og því á Neil Jordan góða möguleika. Ekki má gleyma Robert Altman en það væri toppurinn á tilver- unni ef Hollywood réttí hon- um hinn vangann og Óskar í þokkabót. Þá er ekki ólík- legt að leikstjórar og höfund- ar teiknimyndarinnar Aladd- in fái viðurkenningu og hún verði útnefnd í flokki bestu mynda síðasta árs. Fríða og dýrið var fyrsta teiknimynd- in til að hljóta þá útnefningu í fyrra en hreppti ekki hnoss- ið. Kannski Aladdin geri það. Aðrar myndir sem líklegar eru til að fá útnefningar sem bestu myndir eru Konuilmur Pacinos, Malcolm X, Leik- maðurinn, Hinir vægðar- lausu, jafnvel Hoffa, Heið- ursmenn og Síðasti Móhík- aninn. Hér er auðvitað langt í frá allt tínt til en það má mikið vera ef einhyer af þessum nöfnum verða ekki nefnd við útnefninguna. ■ Mel Brooks er orðinn hundleiður á Hróa hattar myndum og ætlar að snúa útúr þeim í sinni næstu gam- anmynd sem heitir Hrói höttur: Karlmenn í sokka- buxum. Brooks er þekktast- ur fyrir að gera grín að ýms- um tegundum Hollywood- mynda, m.a. þöglu myndun- um, hrollvekjunum, vestrun- um og stjörnustríðsmyndun- um. Kominn tími til að Hrói og hans kátu kappar fái á baukinn. ■ Af þeim 32 bíómyndum sem komust á lista yfir mest sóttu myndir á íslandi á síð- asta ári (fóru yfir 15.000 manns í aðsókn) voru 20 sýndar í Sambíóunum, þar af þijár samtímis í Laugarás- bíói og Sambíóunum. ■ Metsölubókin Firmað„T- he Firm“ verður brátt að bíómynd undir leikstjóm Sidney Pollacks með Tom Cruise í hlutverki nýútskrif- aðs lögfræðings sem fær til- boð frá stóru lögfræðifirma sem hann getur ekki hafnað og lendir í lífshættu áður en Iýkur. Fjöldi þekktra leikara fara með hlutverk, m.a._ Je- anne Tripplehorn úr Ógn- areðli, en í hópinn hafa bæst Ed Harris og David Strathairn, sem leikur blinda manninn í Laumuspili eða „Sneakers". ■ Menn hafa lent í vand- ræðum með nýjustu hasar- mynd Bruce Willis, sem heitir „Striking Distance“ og er leikstýrt af Rowdy Herrington („Gladiator"). Hefur stjarnan valdið vand- ræðum með afskiptasemi, lét endursemja atriði og annað ef marka má fréttir að utan, svo nú er allt í ruglingi og þarf að taka upp aftur hluta af myndinni til að sagan verði skiljanlegri. Hættuleg B-mynd Joe Dante leikstjóri Greml- inmyndanna og „Inn- erspace" hefur sent frá sér nýjan vísindaskáldskap sem heitir „Matinee" og gerir heil- mikið út á gamla, ódýra B- mynda hryllinginn sem tröll- reið bíóhúsum vestra á sjötta og sjöunda áratugnum, myndir eins og „The Blob“. „Matinee" gerist í smábæ árið 1962 þegar Kúbudeilan stendur sem hæst og B- mynda framleiðandi kemur í bæinn með nýjustu hrollvekju sína. Hann kann að plata krakkana og hefur hjúkrun- arkonu frammi í anddyri ef einhver skyldi deyja úr hræðslu á myndinni. Bæði setja þau sterkan svip á bæ- jarlífið. Með aðalhlutverkin fara John Goodman, sem leikur framleiðandann, og Cathy Moriarty, sem leikur kærustu hans og „hjúkku“. B-hryllíngur; úr myndinni „Matinee" eftir Joe Dante.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.