Morgunblaðið - 14.02.1993, Síða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
,JJún gxtL i/eriá Ungfbj riLtiéimur cc
hira&tx armari, ptanetu son er."
Skrifaðu: eyjan er uppfull
af kommúnistum og her-
stöðvarandstæðingum. Þá
koma þeir og bjarga okkur!
Úps! Gleymdi ég enn einu
sinni að sjóða eggið þitt?
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Blekkingar í þjóðfélaginu
Frá Níelsi Einarssyni:
BLEKKINGAR í þjóðfélaginu eru
margar. í Morgunblaðinu 23. jan-
úar sl. voru 270 dálksentimetrar
notaðir undir auglýsingar þar sem
boðið var upp á ýmiskonar dans-
leiki. Taldar voru upp ýmsar frá-
bærar hljómsveitir og góður mat-
ur. Ekkert var aftur á móti sagt
frá áfengi (enda ólöglegt að aug-
lýsa það) en samt er sala á áfeng-
um drykkum það sem heldur þess-
um stöðum gangandi.
Sjálfsblekking var í lesendabréfi
frá templaranum Gunnari Þorláks-
syni, „Komið og dansið“. Ófag-
lærðir aðilar að kynna íslenska
dansskóla. Vafalaust telja templar-
ar sig vera að kynna starfsemi ís-
lenskra dansskóla með það í huga
að þeir sem læra vilji meira, viti
hvert þeir eiga að snúa sér! Gott
mál! En bíðum nú við, ég undirrit-
aður kannast ekki við að Gunnar
né nokkur annar templari hafi
komið inn fyrir dyr Nýja dansskól-
ans til að kynna sér starfsemi okk-
ar. Er hið rétta ef til vill að þessir
aðilar eru hvorki að hugsa um
dansskólana né þau háleitu mark-
mið, sem á sínum tíma voru sett,
þegar þeirra samtök voru stofnuð?
Eru þessir aðilar ekki aðeins að
hugsa um peninga?
Eg ætla að beina skrifum mínum
að þessari reglu.
í greininni kemur fram að u.þ.b.
2.000 þátttakendur hafa sótt þessa
léttu sveiflu og að gjaldið sé frá
600 til 1.500 kr. Það vita allir að
ein kók kostar ekki eins mikið og
einn kassi. Einnig er staðfest í
greininni að gefnar hafa verið út
yfir 200 snældur. Ekki geri ég réð
fyrir því að þær fáist afhentar
endurgjaldslaust. Þá er talað um
í greininni að aðeins viðurkenndir
leiðbeinendur megi sjá um kennsl-
una. Viðurkenndir af hveijum? Er
ekki hið rétta, að þessir aðilar í
Noregi eru með samning við templ-
ara, og færu í mál við þá ef þeir
vissu að templarar væru ekki með
skriflega samninga við þessa leið-
beinendur, því það þarf að greiða
Norðmönnum þóknun af brúttó-
tekjum „Komið og dansið"? Gott
mál og miklar tekjur fyrir þá
norsku og ókomin ár. Hið rétta er
hins vegar að leiðbeinendumir eru
ófaglærðir íslenskir og norskir.
Nemendinn er blekktur því þið
teljið honum trú um að hann geti
lært dans á tveim dögum. Því er
raunverulega verið að gera vínveit-
ingahúsunum góðan greiða, því
þetta fólk fer væntanlega á
skemmtistaði, gerir ýmsar vitleys-
ur og þá er farið á barinn.
Danskennsla er eins og önnur
kennsla ábyrgðarmikið starf. Huga
þarf bæði að líkamlegum og and-
legum þroska nemenda.
Síðstliðið haust, þegar templar-
ar fóru aftur af stað með þessa
„kennslu“, óskaði ég eftir því að
samtarf yrði með danskennurum
og templurum vegna þess að
templarar töldu sig vera að gera
góða hluti.
Ég leitaði því eftir samstarfi sem
ekki fékkst. Aftur á móti sagði
Gunnar, að hann fagnaði blaðadeil-
um því þá kæmu fleiri til þeirra.
Nú er nóg komið. Frá stofnun sam-
taka ykkar hefur markmiðið verið
bindandi. Er ekki verið að gera
mistök með því að koma af stað
deilum við danskennara, þá aðila
sem ættu að vera í samstarfí við
ykkur? Því eru margfalt fleiri í
AA-samtökunum en í ykkar reglu.
Það er rétt að samtök ykkar eru
vel fjáð, með eignir um allt land,
sem nýtast illa. Þá er gott ráð að
bjóða upp á „danssveiflu" og koma
fólki illa undirbúnu á vínveitinga-
húsin með lakri leiðbeiningu. Ég
held að danskennarar þurfi ekki
þessa hjálp, eins og hún er fram-
kvæmd hjá ykkur. Er ekki best
að hver sérhæfí sig á sínu sviði?
Við danskennarar í dansi og þið
templarar í ykkar góða starfi, bar-
áttu fýrir bindindi. Af hveiju beitið
þið ykkur ekki fyrir því t.d. að
hjálpa AA-samtökunum? Þá vantar
áreiðanlega aðstoð. Til eru mörg
samtök sem beijast gegn áfengi
og vímu. Við danskennarar gerum
okkar besta til að byggja upp ein-
staklinginn með góðri dans-
kennslu. Fullorðinn einstaklingur
sem er góður í dansi getur valið
hvort hann fer á barinn eða dans-
gólfið (þar er kallað valfrelsi). En
góður dansari veit að hann er ekki
vinsæll á vínveitingahúsum því
hann drekkur minna. Góður maður
varaði mig við að deila við ykkur
því templarar væru sterk samtök.
Hvemig sem það er þá er ekki
hægt að sætta sig við það sem þið
eruð að gera með þessum skemmd-
arverkum. Ef þið viljið, eins og þið
segið, kynna íslenska dansskóla
þá ættuð þið fyrst að leita eftir
samstafí við danskennara.
Það væri sorglegt ef dansskólar
á íslandi þyrftu að opna bari í
skólunum til að fjármagna þá
starfsemi sem þar fer fram, eins
og gert er víða í Evrópu. Þá væru
forsendur góðrar danskennslu
væntanlega brostnar og þau mark-
mið sem danskennarar hafa sett
sér, en þau eru að losa um hömlur
og gera einstaklinginn hæfan til
að tjá sig í dansi án vímuefna.
NÍELS EINARSSON,
Nýja dansskólanum,
Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði.
EES-samingurinn, ef og þegar
hann kemur til framkvæmda, opnar
okkur arðgæfari og greiðari leið á
mikilva:gasta sjávarvörumarkað
heims. I kjölfar hugsanlegs GATT-
samnings og EES-samnings kann
að skapast möguleiki á því að
breyta óbeislaðri vatnsorku í ríkara
mæli en nú er í störf, verðmæti og
lífskjör.
Ef við kunnum fótum okkur for-
ráð og drögum verulega úr einka-
og opinberri eyðslu, vindum ofan
af erlendum skuldum og sköpum
atvinnuvegum okkar svipað rekstr-
arumhverfí og í samkeppnisríkjum,
hækkar sól fljótlega á efnahags-
himni okkar. Ekki sízt ef ytri að-
stæður, aukið frjálsræði í viðskipt-
um milli þjóða heims, stuðla að al-
þjóðlegum hagvexti á tíunda ára-
tugnum.
Boðorð Víkveija eru: 1) Stórefl-
um vísindalegar rannsóknir í þágu
atvinnulífsins, 2) byggjum upp físk-
stofnana, 3) lögum íslenzkan at-
vinnurekstur og þjóðarbúskap að
efnahagslegum veruleika umheims-
ins, 4) varðveitum þann stöðugleika
í efnahagslífí og verðlagi sem náðst
hefur, 5) semjum aðeins um skipt-
ingu á þeim verðmætum sem til eru
í þjóðarbúskapnum, 6) glötum ekki
efnahagslegu fullveldi í eyðslu um
efni fram og auknum erlendum lán-
um/skuldum.
Víkveiji skrifar
Nýfundnaland, sjávarútvegsríki
vestarlega í Atlantshafi, fór
galdþrotaleið inn á brezka og síðan
kanadíska gjörgæzlu. Það glataði
fullveldi sínu, heyrir nú til hjálpar-
ríkinu Kanada og býr að auki við
tveggja ára þorskveiðibann. Al-
mannakjör eru umtalsvert lakari
þar en annars staðar í N-Ameríku.
Frændur okkar, Færeyingar,
sitja nú á rústum fyrtí „velmegun-
ar“, sem m.a. var fjármögnuð með
erlendum lánum. Bankar þeirra og
sjávarútvegur standa á brauðfótum
og erlendar skuldir sliga landssjóð-
inn. Kaup hefur lækkað hjá opinber-
um starfsmönnum, kjaraskerðing í
einni eða annarri mynd knúð dyra
hjá almenningi og atvinnuleysi
breiðist hratt út.
Grannar okkar í vestri, Græn-
lendingar, súpa nú fjöru sams kon-
ar vanda. Þeir ganga nú bónarveg
til Dana; skortir fjárhagsaðstoð sem
samsvarar mörgum milljörðum ís-
lenzkra króna.. Vandi Grænlend-
inga er tvíþættur. í fyrsta lagi hall-
inn á Ötgerðinni, sem að stærstum
hluta er á hendi Royal Greenland.
Heimastjórnin er stærsti eigandi
þess fyrirtækis. Þorskveiði hefur
nær alveg brugðizt í tvö ár. Í annan
stað fara skuldir landssjóðsins vax-
andi.
Víkveiji kemst ekki hjá að álykta
sem svo að rauði þráður vandans
hjá þessum þremur löndum, Ný-
fundnalandi, Færeyjum og Græn-
landi, sé einn og samur. Nytjafisk-
urinn var ofveiddur. Landssjóðir og
lífskjör fjármögnuð með erlendum
lánum. Niðurstaðan; þjóðir á vonar-
völ. Er þetta sú „framsóknarleið"
sem meirihluti íslendinga vill
ganga?
xxx
Víkveiji las þá staðhæfingu í
virtu riti, að landsframleiðsla
íslendinga á hvern íbúa væri ívið
minni nú, mæld í Bandaríkjadölum,
en fyrir átta árum (1985).
Síðastliðin átta ár hefur okkur
ekkert miðað áfram, þvert á móti
dulítið afturábak, í því að auka
framleiðslu og framleiðni og skapa
grundvöll fyrir bætt lífskjör. Þjóð-
inni fjölgar, þjóðartekjurnar drag-
ast saman, lífskjörum er haldið
uppi með erlendum lánum.
Satt kann að vera að við höfum
ekki, enn sem komið er, ekið fram
af þessari varhugaverðu skulda-
brún. Við stöndum að skömminni
til skár að vígi en Grænlendingar
og Færeyingar. En stjórnarstefna
níunda áratugarins og eyðsla þjóð-
arinnar langt umfram tekjur hafa
leitt okkur fram á hengiflugið. Þar
vegum við nú salt. Og stjórnarand-
staðan, sem söm er við sig, heimtar
enn meiri erlendar lántökur!
Sér þá hvergi til sólar í íslenzkum
þjóðarbúskap, Víkveiji góður? Svo
sannarlega.