Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.02.1993, Qupperneq 25
MORGÚNBLAÐIÐ VELVAKAIWM HíK Hvað er reiki? Frá Bergi Björnssyni: NÚ ÞEGAR komið er á 4. ár frá því reiki barst fyrst hingað til lands og einhver hundruð karla og kvenna hafa lært það, þá er ennþá nokkuð algeng þessi spuming. Hvað er reiki? Orðið reiki sem upphaflega er jap- anskt en má nú orðið telja alþjóðlegt er sett saman úr tveimur orðum Rei og Ki. Rei merkir guðleg viska og Ki merkir lífsorka. Þannig merkir reiki guðlega stýrð lífsorka. Saga reikis: Reiki er náttúmleg heilunaraðferð að mestu framkvæmd með handayfirlagningu og upphaf- lega talin vera mörg þúsund ára gömul. Reiki var síðan enduruppgöt- vað á síðustu öld af Japananum Usui sem ýmist hefur verið talinn kristinn eða búddhatrúar. Tilgangur hans var að finna hvemig Jesú og Búddha hefðu læknað hina sjúku. Sagt er að 10 ára leit hans hafi leitt hann fram og atur um Japan, Kína og Indland þar til hann fékk hugljóm- un sem opinberaði honum hið full- komna reiki kerfi. Hvernig er reiki- meðferð? Reiki er yfirleitt gefið með handayfirlagningu og þó stundum með fjarheilun. Venjuleg meðferð felst í ákveðnum handstöðum á höfði, öxlum, maga, baki og fótum. Þessu til viðbótar má nota aðrar stöður til þess að mæta sérstökum þörfum þiggjanda. Hverri stöðu er haldið í 3-5 mínútur að jafnaði og full með- ferð tekur gjama 45-60 mínútur. Reikimeðferð myndar dásamlega orkugeislun sem er um leið mjög slakandi og felur í sér margskonar jákvæð áhrif bæði fyrir veitanda og þiggjanda. Reiki er í grundvallaratriðum frá- brugðið öðrum heilunaraðferðum t.d. er hægt að gefa sjálfum sér reiki. Einfaldlega með því að leggja lófana á sig fer reikið að streyma og bytja sitt heilunarstarf. Þó svo að reiki henti vel til heilunar andlegra mála þá er sérstaða þess meiri hvað við- kemur heilun líkamans og annarra efnislegra hluta. Reiki er bæði öflugt og blítt og þó svo aldrei sé ljóst fyrir- fram hvar forsjónin leyfir lækningu, þá segir saga reikis frá heilun og aðstoð við lækningu nánast allra þekktra sjúkdóma og slysa þ.m.t. alvarleg veikindi, s.s. krabbamein, hjartveiki, skinnsjúkdóma, skurðþ beinbrot, getuleysi, skort á sjálfstra- usti o.fl. o.fl. Hverjir geta lært reiki? Reiki er ekki kennt á sama hátt og aðrar heilunaraðferðir nema að litlu leyti. Hæfileikinn til þess að leiða reiki er yfirfærður frá reikimeistara með dulvígslum. Þess vegna geta nánast allir lært reiki sem vilja, án þess að hafa sérstaka reynslu eða hæfileika fýrir. Vígslurnar opna reikinu leið um orkustöðvamar í höfðinu, við hjartað og í lófunum og mynda teng- ingu nemans við reikið. Síðan er skýrt og sýnt hvemig vinna megi með reiki. Að þessu loknu er það eina sem neminn þarf að gera að leggja lófana á þiggjandann og þá streymir reikið sjálfkrafa í gegnum veitandann til þiggjandans. Vegna þessara sérstöku dulvígsla er hægt að kenna reiki á einu helgamámske- iði eða nokkrum kvöldum. Hvernig vinnur reiki? Reiki er stórkostleg orka sem kemur frá guðlegum upp- runa. Það virðist hafa eigin visku og Descartes hefur orðið Frá Richardt Ryel: A SL. ÁRI kom út smákverið „Orð- ræða um aðferð" eftir franska heim- spekinginn René Descartes (f. 1596) í þýðingu Magnúsar G. Jónssonar. Þótt ég sé Descartes ósammála í veigamiklum atriðum, þá er bæði heiðarlegt og sanngjarnt að gefa trú- manninum Descartes orðið, með leyfi útgefanda, enda tel ég að Descartes eigi erindi við hugsandi og fróðleiksf- úsa lesendur blaðsins. Descartes seg- ir nokkurn veginn orðrétt: „Bijóst- viti er deilt með mönnum af mestum jöfnuði, og fáir telja sig afskipta í því efni. Ætla verður að hæfileikinn til að vega og meta, og greina rétt frá röngu sem einn er réttilega nefndur bijóstvit, eða skynsemi, sé af náttúrunnar hendi samur og jafn í öllum mönnum. Ólíkar skoðanir stafa því ekki af því að einn sé öðrum skynsamari, heldur einungis af hinu að hugsana- hátturinn er breytilegur frá manni til manns, og viðfangsefnin margvís- leg. Þess utan er ekki einhlítt að vera góðum gáfum gæddur, heldur skiptir mestu máli að beita þeim rétt. í fari ágætustu manna má finna verstu lesti, ekki síður en bestu dyggðir. Sjálfur hefi ég raunar ein- att óskað að hugsun mín væri jafn hröð og ímyndunaraflið jafn skírt og skarpt, og minnið jafn víðtækt og sumum öðrum er gefið. Ég fæ ekki séð að góðar gáfur séu fólgnar í öðru en þessu.“ Descartes var rökhyggjumaður. Hann taldi að skynsemin væri und- irstaða allrar þekkingar. stundum er sagt að rökhyggjumenn vilji hugsa sér alla þekkingu í líki stærðfræði- legrar þekkingar. „Menn hefja aldrei anda sinn yfir skilvitlega hluti“, seg- ir Descartes. Þeim er tamt að hugsa aldrei að neinu öðruvísi en gera sér mynd af því í huganum, en þann hátt hafa menn jafnan á um efnis- lega hluti, og allt sem ekki er unnt að setja sér fyrir sjónir virðist þeim óskiljanlegt. Heimspekingar hafa þá megin- reglu að menn geti ekki skilið nema þeir hafí áður skynjað það. En víst er að menn hafa aldrei skynjað Guð eða sálina. Ef svo loks eru þeir menn sem eru ekki enn sannfærðir um til- veru Guðs og sálarinnar, þá vildi ég að þeir vissu að allt sem þeir hyggj- ast vita með vissu svo sem þeir hafí líkama og að til séu stjörnur og jörð og slíkir hlutir — er óvissa. Það er meiri vissa fyrir því að Guð sé til, en að þú og ég séum til. Mikið vatn er runnið til sjávar síð- an Descartes.birti þessar hugleiðing- ar sínar, en viðfangsefnin eru mörg þau sömu í dag. Hugvitið, bijóstvitið, andinn, sálin og skilyrðislausa skylduboðið til- heyra sögunni, og eru flest gengin sér til húðar. E.t.v. er sjálf heimspek- in að geispa golunni. | dag er allt vefengt og tortryggt. í dag þekkja menn hvorki sígildan né algildan sannleika. Allt er í dag afstæðis- kennt. Vísindin hafa haldið innreið sína. Héðan af verður ekki aftur snúið. Einni spurningu geta vísindin þó aldrei svarað, enda ekki í verka- hring þeirra, en það er spumingin um tilvist Guðs. Menn geta ályktað, ímyndað sér, velt vöngum, trúað þessu eða hinu, en tilvist Guðs verð- ur hvorki sönnuð né afsönnuð. Sá boðskapur sem mér fannst eiga erindi við lesendur er sú einfalda staðreynd að enginn einn getur talið sig vita betur en annar. Skoðanir manna eru eins margbreytilega og smekkur þeirra, en eru þess utan sífelldum breytingum undirorpnar. Descartes var hughyggjumaður. Guð er raunverulegri en þú og ég. Raunhyggjumenn eru efnishyggju- menn. Þeir byggja á þekkingu, reynslu og lögmáli náttúru. Rétt er það eitt sem er satt, og satt er það eitt sem hægt er að færa sönnur á. Þeir krefja náttúruna svars, og leit- ast við að afhjúpa leyndardóm nátt- úrunnar. Öfugt þarf sá trúaði ekki að vita, hann spyr ekki, því hann hefur þegar öðlast sannfæringu. Auðvitað hafði Descartes rétt til að hafa sína trú. Hvort það var hug- arburður, ímyndun, hugarórar, loftk- astalar eða eitthvað annað skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er hvaða gildi trúin hefur fyrir einstakl- inginn. Menn spyija ekki hvort til sé vera sem samsvarar hugmynd þeirra um Guð, vitandi að ekkert svar er til við þeirri spurningu. Held- ur spyija menn um hagnýtt gildi trú- arinnar, og þann persónulega ávinn- ing sem trúnni er samfara. Það er notagildið sem að síðustu ræður ákvörðun þinni en þegar þú ert búinn að taka þína ákvörðun fer fyrir þér eins og Descartes. Restin af ævinni fer í að réttlæta ákvörðun þína. RICHARDT RYEL, Sollered Park 12, 1-17, 2840 Holte, Danmörku. veit því nákvæmlega hvert það á að fara og hvað það á að gera. Reiki starfar á öllum víddum og leitast við að heila orsök vandamála hvar sem hún kann að liggja, í líkama, huga eða anda. Það er ekki nauðsynlegt fyrir veitandann að stýra eða stjóma orkustreyminu og í reynd getur hann það lítið. Reiki er bæði einföld og öflug heilunaraðferð sem allir geta lært. Af því að sá sem veitir reiki leiðir það í gegnum sig þá gengur hann ekki á eigin orkuforða, frekar á hinn veginn að hann hlaði sjálfan sig um leið og auki orku sína. Þeir sem hafa unnið við annarskonar heil- un, s.s. nudd, upplifa mikla orku- aukningu eftir reikinámskeið. Er reiki trúarbrögð? Þó að reiki sé guðlegt í eðli sínu þá er það ekki trúarbrögð. Það hefur enga fordóma og fólk þarf ekki að trúa neinu sér- stöku til þess að geta lært reiki. Þiggjandinn þarf ekki einu sinni að trúa á reiki til þess að það verki, enda hægt að gefa það ómálga böm- um, dýmm og plöntum. Reiki á sam- leið með öllum trúarbrögðum og greinum þeirra alveg á sama hátt og t.d. jóga eða hugleiðsla. Margs konar not. Reiki er íjölhæft og hægt er að nota það til þess að heila eða bæta hvaða mannlegt ástand eða erfiðleika sem er. Til viðbótar því að geta heilað sjálfan sig eða aðra, er hægt að veija sig gegn harmi, hjálpa til við lausn vandamála og að ná markmiðum. Hvar er reikimeistari? í reiki em 3 þjálfunarstig og þannig gefur hvert viðbótarstig aðgang að orku á hærri tíðni. Reikimeistari er sá sem hefur lært öll stigin og þann- ig fengið aðgang að orku á hæstri tíðni og jafnframt kunnáttu til þess að kenna öðmm reiki. T.d. kennir undirritaður nú reiki 1 og 2 saman á námskeiði en reiki 3 aftur í tveim- ur áföngum. Reikihugleiðsla: Á framhaldsnámskeiði í reiki er kennd reiki hugleiðsla. Þessi hugleiðsla er að hluta byggð á tækni sem kennd er við Tíbet/Yantra og að hluta á Tao hugleiðslu í bland við reiki. Þessi hugleiðsla innifelur kosti flestra ann- arra hugleiðslukerfa, s.s. afslöppun, andlegan skýrleika, víkkun vitundar til viðbótar við heilun og vemd reik- is. Heildrænt kerfí. Reiki er fullkom- ið kerfí heilunar líkamlegra og and- legra mála og persónulegs þroska. Hin guðlega stýrða orka er til þess að heila sjálfan þig og aðra, leysa vandamál, víkka vitund þina og þroska þig andlega. BERGUR BJÖRNSSON, Skúlagötu 26, Reykjavík. Pennavinir ítalskur 24 ára karlmaður vill skrifast á við stúlkur á aldrinum 18-24 ára: Danilo Santanatoglia, Via Vivaldi no 4, 62010 Appignano (Macerata), Italy. Fimmtán ára þýsk stúlka með margvíslega áhugamál: Ute Schremser, Hochstrasse 4, 6477 Limeshain 2, Germany. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með margvísleg áhugamál: Joana Jackson, P.O. Box 172, Cape Coast, Ghana. Tvítug þýsk stúlka með áhuga á tennis, útreiðum, ferðalögum o.fl.: Diana Gerth, Göttliner Strasse 7, D-1830 Rathenow, Germany. LEIÐRÉTTING Fleiri atvinnu- lausir Mishermi var í frétt um atvinnu- leysi á baksíðu blaðsins í gær. Sagt var að atvinnuleysi í janúar hefði verið heldur minna en í desember, en þarna átti að standa að heldur fleíri hefðu verið atvinnulausir en í desember. YFIR 4000 LAG VERÐ Pantið nýja listann strax og sparið Verð kr. 190 án bgj. Pöntunarsími 52866 BM B- magnússon hf. Hólshrauni 2 - sími 52866 - Hafnarfiröi DRNSRHUGHFÓLK Nú er tækifæriö! Á sunnudögum í vetur mun Perlubandið (big band) undir stjórn Karls Jónatanssonar ásamt söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur leika (ballroom músik) fyrir dansi í Vetrargarði Perlunnar. Matargestir fá ókeypis aðgang. Aðrir gestir kr. 650. Þeir, sem vilja láta taka frá borð, vinsamlegast hafi samband I síma 620200. Spilað verður frá kl. 21.00 til 24.00. -4 P E R L A N Nautastelk (innralærisvöövi) sveppir- laukur- hrasalat- nyft grænmeti- >4 fMnskar-syeppasosa- bearnaisesösa ^fSódýrari en þeir sem ^ -^eru næst lægstir! 595r Lambasteik (glöðarsteíkt fílet) idýrari en þeir sem ;eru næst lægstir! 595r Svínasteik :ppas< laukur- jpn- hrasalat- >sa- sveppir- franskar dýrari en þeirsem eru næst lægstir! 595.- BÓNUSBORGARI Armúla 42 08129 90

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.