Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 2

Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 2
2 MOÍtGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Hlutabréf í Softis Viðskipti stöðug á gengi 25 GENGI hlutabréfa í hugbúnaðar- fyrirtækinu Softis er að verða nokkuð stöðugt um 25-faIt nafn- virði í viðskiptum á Opna tilboðs- markaðinum eftir verulegar sveiflur á undanförnum mánuð- um, skv. upplýsingum sem fengust hjá Kaupþingi í gær. í gær voru seld hlutabréf í Softis að markaðs- virði ein milljón króna á genginu 25. Um seinustu áramót var sölugengi hlutabréfa í Softis áttfalt nafnverð en gengið náði svo hámarki 12. mars sl. þegar hæstu skráðu tilboð voru á genginu 29. Fyrsta apríl áttu sér stað viðskipti fyrir 890 þúsund að markaðsvirði á genginu 24 og 7. apríl viðskipti á genginu 25 að markaðsvirði 250 þúsund kr. Engin önnur hlutabréf hafa verið skráð með sölu á svo háu gengi. Lézt eftir árekstur við bifreið GUÐJÓN Gunnarsson, 17 ára, beið bana í umferðarslysi á Fáskrúðs- firði aðfaranótt laugardagsins. Að sögn lögreglu á Fáskrúðsfirði varð slysið með þeim hætti að bí!l og bifhjól rákust saman á Skóla- vegi. Guðjón Gunnarsson ók bifhjól- inu og er hann talinn hafa látist sam- stundis. Fólk í fólksbílnum sakaði ekki, að sögn lögreglu, sem hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Guðjón Gunnarsson var 17 ára gamall, fæddur 9. maí árið 1975. Hann var nemandi við verkmennta- skólann á Neskaupstað en til heimil- is í foreldrahúsum á Skólavegi 4, Fáskrúðsfírði. Guðjón Gunnarsson ISLANl YEHM'1 ^YERMG YERM-4 f C) «-6 • m ^ySvalbaröi YERM-2* TjS l'ö • eGM-2, EGM-1 • EGM-3 Borskipið • EGM-4 ICEP-1* ICEP-4 ICEP-2..^3 — w NIFR-1 Borstaðir #SIFR1 vegna könnunar setlaaa í N-íshafi Borskipið Joides Resol- ution er með 120 manna áhöfn þar af 50 vísinda- og aðstoðarmenn. Skip- ið kemur til Reykjavík- ur í lok september. Það er búið mjög fullkomn- um tækjum. Innbrot í tog- ara Bolvfldnga Bolungarvík. FJÓRIR piltar, liðlega tvítugir, brutust aðfaranótt föstudagsins inn í togarana Heiðrúnu og Dagrúnu sem liggja við festar í Bolungarvíkurhöfn. Farið var inn í íbúðir skipstjóra beggja skipanna og stolið verkjalyfjum, sjóveikitöflum og lyfjakössum. Allnokkrar skemmdir voru unn- ar, einkum á hurðum og gluggum. Lögreglan í Bolungarvík hafði hendur í hári piltanna og að hennar sögn er mál þetta að fullu upplýst. Að öðru leyti var páskahelgin róleg hjá lögreglunni hér, þrátt fyr- ir talsvert líf í bænum, enda skemmtanir í Víkurbæ öll kvöldin. Lögreglan vildi þó benda á að meira mætti gera fyrir unglinga á aldrin- um 16-18 ára á þessum dögum, en þessum aldurshópi virðist lítið hafa verið sinnt af skemmtistöðum nú um páskana. Gunnar Graðhest- ur fluttur til 7 mera GRAÐHESTUR var tekinn ófijálsri hendi úr hesthúsi um helgina og settur í nálægt hesthús með sjö merum. Hesthúsin eru við . Norlinga- braut, rétt austan við borgina, og hafði hesturinn verið færður á milli þeirra. Lögregla var tilkvödd á páskadag vegna þessa. Hesturinn hafði verið sóttur í nálægt hús til sjö mera. Ekki liggur fyrir hve lengi hann hafði verið innan um mer- arnar né hveijar afleiðingar heimsóknarinnar verða. Miklar rarnisóknarboranir í hafsbotninn við Island ALÞJÓÐLEG SAMTÖK um rannsóknarverk- efni á sviði jarðfræði hafsbotnsins (Ocean Drilling Program (ODP)) gangast fyrir því að boraðar verða rannsóknarholur í hafsbotn- inn vestan, austan og norðan við ísland í suraar og haust. Hundrað og tuttugu manna áhöfn borunarskipsins Joides Resolution sér um boranirnar og hefur hún reynslu af því að bora yfir 2.000 m niður í hafsbotn á allt að 4.000 m dýpi. Verkefnið er eitt hið stærsta á sviði jarðvísinda í heiminum og er gildi þess fyrst og fremst vísindalegt. Sverrir Þórhallsson, verkfræðingur á Orku- stofnun, sagði að leiðangrarnir yrðu tveir. Ann- ars vegar yrði borað niður í hafsbotninn milli Noregs og íslands allt norður í íshaf til þess að kanna setlög á svæðinu. Og hins vegar yrði bor- að út af Austur-Grænlandi til að kanna hvemig meginiöndin við Norður-Atlantshaf brotnuðu í sundur og skildust að. Alls er gert ráð fyrir 8 leiðöngrum á næstu árum til að kanna þennan þátt en í þessum fyrsta leiðangri er lögð áhersla á að kanna hvernig Grænland skildist frá Evrópu áður en ísland myndaðist. Ekki olíuleit Hann sagði að borunarskipið Joides Resoluti- on, sem borað hefði um 600 holur í hafsbotninn víða um heim, myndi sjá um boranirnar. Skipið er sérbúið til kjarnatöku og em kjarnarnir rann- sakaðir jafnóðum af 50 vísindamönnum um borð en í áhöfn eru 120 manns. Tólf rafknúnar skips- skrúfur þarf til að halda skipinu beint yfir hol- unni og er í því búnaður til þess að upphefja áhrif öldugangs á borstrenginn. Bomnarskipið er ekki búið öryggisbúnaði til þess að hemja olíu og eru borstaðimir valdir þar sem ekki eru taldar líkur á að olía finnist. Þó má minna á að skilningur manna á jarðsögu hafsbotnsins hefur leitt til olíufunda og er nú um fjórðungur allrar olíu unnin af hafsbotni, þ.m.t. það bensín sem selt er hér á landi. Einn íslendingur, Gunnar Ólafsson jarðfræð- ingur, hefur tekið þátt í leiðöngrum borunarskips- ins en það hefur viðdvöl hér í september. Á sama tíma þingar bortækninefnd verkefnisins hér á landi að sögn Sverris sem á sæti í nefndinni. Þess má geta að íslendingar eru fullgildir aðilar að verkefninu í hópi 12 Evrópulöndum sem eiga beina aðild að því ásamt 7 ,stórþjóðum. í dag Gagnrýni_______________________ Fjallað um sýningu íslenska dans- flokksins á Coppeliu og flutning Kórs Langholtskirkju á H-moll messu J.S. Bachs 10 og 12 Bríds __________________________ Nýkrýndir íslandsmeistarar úr sömu siglfirsku fjölskyldunni 36 VeÖurtepptir Þrír göngugarpar urðu veðurteppt- ir í 3 daga á Breiðamerkurjökli vegna veðurs og veikinda 54 Leiðari_________________________ Morgunblaðið á tímamótum 28 Úr verinu ► Allt að 320 milljónum I ný gjöld til EB - Þorskaflinn gæti orðið 230.000 tonn í ár - Ný lóranstöð kostar 125 milljónir - Norskur fiskiðnaður að drukkna í þorski 2H0r0nnt>labit> OLL STARFSEMI MORGUNBLAÐSINS ÁEINUMSTAÐ Kringlan 1 ► Öll starfsemi Morgunblaðsins á einum stað - Skiptir miklu að hafa alla starfsemi undir einu þaki - Flutningamir gengu vel - Öll aðstaða rýmri og bjartari íþróttir ► Urslit í leik Stjömunnar og KA standa - Víkingur Lslandsmeist- ari í handbolta kvenna -Að- albjörg Björgvinsdóttir og Kjart- an Briem meistarar í borðtennis Myndasögur Drátthagi blýanturinn - Randaspil - Skemmtilegt nesti - Myndir ungra listamanna - Myndasögur - Fimm villur - Gullgrafarinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.