Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 2
2 MOÍtGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Hlutabréf í Softis Viðskipti stöðug á gengi 25 GENGI hlutabréfa í hugbúnaðar- fyrirtækinu Softis er að verða nokkuð stöðugt um 25-faIt nafn- virði í viðskiptum á Opna tilboðs- markaðinum eftir verulegar sveiflur á undanförnum mánuð- um, skv. upplýsingum sem fengust hjá Kaupþingi í gær. í gær voru seld hlutabréf í Softis að markaðs- virði ein milljón króna á genginu 25. Um seinustu áramót var sölugengi hlutabréfa í Softis áttfalt nafnverð en gengið náði svo hámarki 12. mars sl. þegar hæstu skráðu tilboð voru á genginu 29. Fyrsta apríl áttu sér stað viðskipti fyrir 890 þúsund að markaðsvirði á genginu 24 og 7. apríl viðskipti á genginu 25 að markaðsvirði 250 þúsund kr. Engin önnur hlutabréf hafa verið skráð með sölu á svo háu gengi. Lézt eftir árekstur við bifreið GUÐJÓN Gunnarsson, 17 ára, beið bana í umferðarslysi á Fáskrúðs- firði aðfaranótt laugardagsins. Að sögn lögreglu á Fáskrúðsfirði varð slysið með þeim hætti að bí!l og bifhjól rákust saman á Skóla- vegi. Guðjón Gunnarsson ók bifhjól- inu og er hann talinn hafa látist sam- stundis. Fólk í fólksbílnum sakaði ekki, að sögn lögreglu, sem hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Guðjón Gunnarsson var 17 ára gamall, fæddur 9. maí árið 1975. Hann var nemandi við verkmennta- skólann á Neskaupstað en til heimil- is í foreldrahúsum á Skólavegi 4, Fáskrúðsfírði. Guðjón Gunnarsson ISLANl YEHM'1 ^YERMG YERM-4 f C) «-6 • m ^ySvalbaröi YERM-2* TjS l'ö • eGM-2, EGM-1 • EGM-3 Borskipið • EGM-4 ICEP-1* ICEP-4 ICEP-2..^3 — w NIFR-1 Borstaðir #SIFR1 vegna könnunar setlaaa í N-íshafi Borskipið Joides Resol- ution er með 120 manna áhöfn þar af 50 vísinda- og aðstoðarmenn. Skip- ið kemur til Reykjavík- ur í lok september. Það er búið mjög fullkomn- um tækjum. Innbrot í tog- ara Bolvfldnga Bolungarvík. FJÓRIR piltar, liðlega tvítugir, brutust aðfaranótt föstudagsins inn í togarana Heiðrúnu og Dagrúnu sem liggja við festar í Bolungarvíkurhöfn. Farið var inn í íbúðir skipstjóra beggja skipanna og stolið verkjalyfjum, sjóveikitöflum og lyfjakössum. Allnokkrar skemmdir voru unn- ar, einkum á hurðum og gluggum. Lögreglan í Bolungarvík hafði hendur í hári piltanna og að hennar sögn er mál þetta að fullu upplýst. Að öðru leyti var páskahelgin róleg hjá lögreglunni hér, þrátt fyr- ir talsvert líf í bænum, enda skemmtanir í Víkurbæ öll kvöldin. Lögreglan vildi þó benda á að meira mætti gera fyrir unglinga á aldrin- um 16-18 ára á þessum dögum, en þessum aldurshópi virðist lítið hafa verið sinnt af skemmtistöðum nú um páskana. Gunnar Graðhest- ur fluttur til 7 mera GRAÐHESTUR var tekinn ófijálsri hendi úr hesthúsi um helgina og settur í nálægt hesthús með sjö merum. Hesthúsin eru við . Norlinga- braut, rétt austan við borgina, og hafði hesturinn verið færður á milli þeirra. Lögregla var tilkvödd á páskadag vegna þessa. Hesturinn hafði verið sóttur í nálægt hús til sjö mera. Ekki liggur fyrir hve lengi hann hafði verið innan um mer- arnar né hveijar afleiðingar heimsóknarinnar verða. Miklar rarnisóknarboranir í hafsbotninn við Island ALÞJÓÐLEG SAMTÖK um rannsóknarverk- efni á sviði jarðfræði hafsbotnsins (Ocean Drilling Program (ODP)) gangast fyrir því að boraðar verða rannsóknarholur í hafsbotn- inn vestan, austan og norðan við ísland í suraar og haust. Hundrað og tuttugu manna áhöfn borunarskipsins Joides Resolution sér um boranirnar og hefur hún reynslu af því að bora yfir 2.000 m niður í hafsbotn á allt að 4.000 m dýpi. Verkefnið er eitt hið stærsta á sviði jarðvísinda í heiminum og er gildi þess fyrst og fremst vísindalegt. Sverrir Þórhallsson, verkfræðingur á Orku- stofnun, sagði að leiðangrarnir yrðu tveir. Ann- ars vegar yrði borað niður í hafsbotninn milli Noregs og íslands allt norður í íshaf til þess að kanna setlög á svæðinu. Og hins vegar yrði bor- að út af Austur-Grænlandi til að kanna hvemig meginiöndin við Norður-Atlantshaf brotnuðu í sundur og skildust að. Alls er gert ráð fyrir 8 leiðöngrum á næstu árum til að kanna þennan þátt en í þessum fyrsta leiðangri er lögð áhersla á að kanna hvernig Grænland skildist frá Evrópu áður en ísland myndaðist. Ekki olíuleit Hann sagði að borunarskipið Joides Resoluti- on, sem borað hefði um 600 holur í hafsbotninn víða um heim, myndi sjá um boranirnar. Skipið er sérbúið til kjarnatöku og em kjarnarnir rann- sakaðir jafnóðum af 50 vísindamönnum um borð en í áhöfn eru 120 manns. Tólf rafknúnar skips- skrúfur þarf til að halda skipinu beint yfir hol- unni og er í því búnaður til þess að upphefja áhrif öldugangs á borstrenginn. Bomnarskipið er ekki búið öryggisbúnaði til þess að hemja olíu og eru borstaðimir valdir þar sem ekki eru taldar líkur á að olía finnist. Þó má minna á að skilningur manna á jarðsögu hafsbotnsins hefur leitt til olíufunda og er nú um fjórðungur allrar olíu unnin af hafsbotni, þ.m.t. það bensín sem selt er hér á landi. Einn íslendingur, Gunnar Ólafsson jarðfræð- ingur, hefur tekið þátt í leiðöngrum borunarskips- ins en það hefur viðdvöl hér í september. Á sama tíma þingar bortækninefnd verkefnisins hér á landi að sögn Sverris sem á sæti í nefndinni. Þess má geta að íslendingar eru fullgildir aðilar að verkefninu í hópi 12 Evrópulöndum sem eiga beina aðild að því ásamt 7 ,stórþjóðum. í dag Gagnrýni_______________________ Fjallað um sýningu íslenska dans- flokksins á Coppeliu og flutning Kórs Langholtskirkju á H-moll messu J.S. Bachs 10 og 12 Bríds __________________________ Nýkrýndir íslandsmeistarar úr sömu siglfirsku fjölskyldunni 36 VeÖurtepptir Þrír göngugarpar urðu veðurteppt- ir í 3 daga á Breiðamerkurjökli vegna veðurs og veikinda 54 Leiðari_________________________ Morgunblaðið á tímamótum 28 Úr verinu ► Allt að 320 milljónum I ný gjöld til EB - Þorskaflinn gæti orðið 230.000 tonn í ár - Ný lóranstöð kostar 125 milljónir - Norskur fiskiðnaður að drukkna í þorski 2H0r0nnt>labit> OLL STARFSEMI MORGUNBLAÐSINS ÁEINUMSTAÐ Kringlan 1 ► Öll starfsemi Morgunblaðsins á einum stað - Skiptir miklu að hafa alla starfsemi undir einu þaki - Flutningamir gengu vel - Öll aðstaða rýmri og bjartari íþróttir ► Urslit í leik Stjömunnar og KA standa - Víkingur Lslandsmeist- ari í handbolta kvenna -Að- albjörg Björgvinsdóttir og Kjart- an Briem meistarar í borðtennis Myndasögur Drátthagi blýanturinn - Randaspil - Skemmtilegt nesti - Myndir ungra listamanna - Myndasögur - Fimm villur - Gullgrafarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.