Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1993
Ný gerð bamabílstóla
* Fyrlr böm frá fæðingu
til 5 ára aldurs.
* Þægilegar 5 punkta fest-
ingar með axlapúðum.
* Stillanlegur.
* Stólnum má snúa með
bakið fram (->9kg.) eða
aftur (9-18kg.).
* Má hafa frístandandi.
* Vasi á hlið. fyrir leikföng
eða annað.
* Auðvelt að taka áklæðlð
af og þvo það.
* Viðurkenndur.
* Verd kr. 10.998,-
Borgartúni 26
Sími: (91) 62 22 62
Mynds.:(91) 62 22 03
Vér mótmælum öll
eftir Sæmund
Norðfjörð
Ágætu íslendingar, það voru ekki
við sem ruddum götur blóðs á Balk-
anskaga. Það voru ekki við sem
sáldruðum hatri yfir þjóðirnar sem
þar búa. Það voru ekki við sem
ætluðum þeim þau grimmu örlög
að deyja tugum og stundum hund-
ruðum saman í einhverjum ónefnd-
um dal eða afskekktu þorpi. Við
nauðguðum ekki konum þeirra, við
myrtum ekki foreldra þeirra og
böm, og aldrei skutum við á
Sarajevo. Við erum blessunarlega
saklaus af þessu öllu og ég endurtek
blessunarlega, því hver sá sem sek-
ur er hefur stein fyrir hjarta, hálm
fyrir heila og má enginn maður telj-
ast.
Mennskan er tign mannsins og
hún hefur gert okkur göfug. Ætlum
við þá í tign okkar oggöfgi að álykta
sem svo að við stöndum utan við
þetta stríð, það komi okkur ekki
við? Hvaða boðskap eigum við að
nema úr kvaladráttum fórnarlam-
banna og veinum þeirra? Eigum við
að sætta okkur við það að hver stuna
hljóðni, hver kvaladráttur stirðni,
og allar ljótar sögur taki enda? Ef
það er hugsun okkar, þá erum við
að sönnu huglaus í skoðun okkar
og óábyrg frammi fyrir því réttlæti
og siðferði sem við gerum að skilyrð-
islausri kröfu í samfélagi okkar.
Eg hef heyrt málsmetandi menn
í þjóðfélaginu tala um það í alvöru
að forðast beri að fella áfellisdóma
yfir stríðandi aðilum. Það sé erfitt
að átta sig á stöðunni, á bak við
átökin séu ýmsar sögulegar forsend-
ur sem taka beri tillit til. Gott ef
þeir vilja ekki láta í það skína að
átökin séu réttlætanleg í því ljósi.
Svei, þeim og þeirra fávisku. Nú
biðjum við ekki um skýringar máls-
metandi manna á þessum átökum
heldur einarða kröfu sem felur í sér
númer eitt, tvö og þtjú, að stríðandi
aðilar leggi niður vopn sín og friður
náist. Afstöðuleysi og aðgerðaleysi
er í sjálfu sér dulbúin krafa um
óbreytt ástand og það má ekki hvíla
á samvisku íslensku þjóðarinnar.
Það er nákvæmlega eitt ár síðan
ég ferðaðist vítt og breitt um Króat-
íu í þeim tilgangi að gera heimildar-
mynd um ástandið þar. Á meðan á
ferðinni stóð hélt ég dagbók. Eitt
af því síðasta sem ég skrifaði í hana
voru þessi orð:
Dubrovnik, mið. 1. apríl '92.
í gærkvöldi kom ég örmagna að
hótelinu, lagðist til svefns. KI. 23.00
var byrjað að skjóta á borgina. Það
var skotið á hótelið og þessa nótt
var ég viss um að ég færist. Eftir
5 tíma skothríð varð allt kyrrt, þá
fyrst sofnaði ég. Hótelstjórinn sagði
í morgun að þetta hefði veríð nokk-
uð „þung“ nótt. Hann benti mér á
skemmdirnar á hótelinu og sagði
svo að þetta væri ekkert miðað við
annað hótel sem værí þarna rétt
hjá. Það væri allt í molum. Enginn
dó sem betur fer ... Það er svo
skrítið að ganga hérna um og sjá
skólakrakka leika sér á götunum
eftir slíka nótt og fyrr í dag versl-
aði ég í túristasjoppu og ég er eini
útlendingurinn í þessari borg fyrir
utan EB-Iiðið. Það er eins og fólkið
hérna átti sig ekki á þeirri líkblæju
sem liggur yfir borginni . . . Mér
finnst þau vera hetjur án þess að
falla að nokkurri hetjuímynd. Þetta
eru ósköp venjulegt fólk... Loksins
Nysköpun er nauðsyn
Fundur í Hafnarfirði
Ræðumenn verða Jón Sigurðsson,
iðnaðarráðherra og fulltrúar frá Iðnlánasjóði,
Iðntæknistofnun og Iðnþróunarsjóði.
Fundurinn er öllum opinn en höfðar einkum til
þeirra sem láta sig varða atvinnumál. Fjallað
verður um aðgerðir og verkefni til að styðja við
frumkvæði í nýsköpun.
Fundartími:
Fundarstjóri:
Staður:
15. apríl 1993 kl. 20:30
Jóna Ósk Guðjónsdóttir
Hraunholt, Dalshrauni 15
Jón Sigurðsson, Hallgrímur Jónasson, Þorvarður Alfonsson, Bragi Hannesson,
iðn.ráðherra Iðntæknistofnun Iðnþróunarsjóður Iðnlánasjóður
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR
i IÐNLANASJÓÐUR
lóntæknistofnun
n
fékk ég skýríngu. Maðurínn hennar
Vesnu sagði mér að um leið og
sprengjurnar fengju þau til að hættu
sínu daglega vafstri væru þau sigr-
uð ... Þau eru hetjur.
Daginn eftir var ég á heimleið,
þá farm ég fyrir fögnuði yfir því að
vera íslendingur. Þótt við íslending-
ar getum fagnað því að búa við frið
erum við samt sem áður ábyrgir í
afstöðu okkar til ástandsins á Balk-
anskaga. Við stöndum ekki utan við
þessi átök nema í landfræðilegri
merkingu. Við getum haft áhrif á
gang mála þar og okkur ber að
gera það. Það eru tvær leiðir sem
hafa mest áhrif. Önnur fer í gegnum
hjálparstarf og langar mig til að
geta sérstaklega þeirra sem standa
nú yfir. Annars vegar söfnun Vin-
áttufélags íslands og Króatíu (VÍK)
á póstgíróreikningi 400025, handa
flóttamönnum og þeim sem eru að
endurbyggja hús sín eftir sprengju-
árásir og hins vegar söfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, handa fórn-
arlömbum nauðgana. Hin leiðin,
sem er kannski mikilvægari, felst í
því að íslensk stjórnvöld marki sér
skýra stefnu um málið og beiti sér
fyrir því á alþjóðavettvangi. Þannig
gæti fulltrúi Islands á alþjóðavett-
vangi tekið sér stöðu fyrir aftan
ræðupúltið, horft fram í salinn, horft
í augu þess valds sem mestu ræður
og sagt hátt og snjallt: „Ég mót-
mælk“ Þetta yrði ekki í fyrsta sinn
sem íslendingUr léti þessi orð falla.
Sæmundur Norðfjörð
„Við stöndum ekki utan
við þessi átök nema í
landfræðilegri merk-
ingu.“
Það væri vart af minna tilefni og
hefði sá jafnan heiður af og þegar
Jón Sigurðsson forseti varði sjálf-
stæðiskröfur íslendinga á frægum
þjóðfundi árið 1851.
Höfundur er í stjórn VIKoggerði
heimildarmyndina „Króatía: vorið
1992“.
Fyrirlestur um
hjúkrunarfræði
DR. KRISTÍN Björnsdóttir flytur opinberan fyrirlestur á vegum
námsbrautar í hjúkrunarfræði og Rannsóknastofu í kvennafræð-
um við Háskóla íslands fimmtudaginn 15. apríl. Fyrirlesturinn
nefnist Sjálfsskilningur íslenskra hjúkrunarkvenna á tuttugnstu
öldinni: Orðræða og völd.
í honum fjallar Kristín um mótun
hugmynda um hjúkrunarstarfið á
íslandi í ljósi þeirra breytinga sem
orðið hafa á heilbrigðiskerfinu á tutt-
ugustu öldinni. í greiningu sinni beit-
ir Kristín m.a. kenningum úr kvenna-
fræðum og skoðar hjúkrunarstarfið
í ljósi þess að það hefur verið kvenna-
starf.
Kristín er hjúkrunarfræðingur að
mennt. Hún lauk doktorsprófi í
hjúkrunarfræði frá Columbia háskól-
anum í New York á síðasta ári og
starfar nú sem lektor í námsbraut í
hjúkrunarfræði við Háskóla íslands.
Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 í stofu
101 í Odda. Hann er öllum opinn.
(Fréttatilkynning)
NÁMSAÐSTOÐ
á lokasprettinum fyrir vorprófin
• réttindakennarar • flestar greinar • öll skólastig
Innritun í síma 79233 frá kl. 14.30 til 18.30 virka daga
Nemendaþjónustan sf.
KRAKKAR - KRAKKAR - FORELDRAR - FORELDRAR
I
SUMARDVALARHEIMILIÐ
KJARNHOLTUM,
- BISKUPSTUNGUM.
31. MAÍ-28. ÁGÚST.
Ævintýraleg sumardvöl fyrir 6-12 ára börn. Reiðnámskeið,
íþrótta- og leikjanámskeið, ferðalög, sund,
sveitastörf, kvöldvökur.
Nýjungar! Nú er hægt að skrá sig inn á heimilið alla
daga, eins lengi og hverjum hentar. (Lágmarkstími 6 dagar).
Stórlækkað verð! Aðeins kr. 2.000,- á dag (um 25%
verðlækkun) 20% afsláttur í ágúst eða kr. 1.600,- á dag.
Greiða má með raðgreiðslum í allt að 6 mánuði.
Dæmi: 12 dagar, kr. 24.000,- eða kr. 4.000,-
á mánuði + kostnaður.
Upplýsingar og innritun í síma 91-641929.