Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 23

Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1993 23 Umferðarátak lög- reglu á Suðvesturlandi Vaskhugi Tölvubókhald Sími 682 680 eftir Ómar Smára Armannsson Lögreglan á Selfossi, höfuðborg- arsvæðinu og á Suðurnesjum verður með samstillt átak í umferðarmál- um dagana 14.-21. apríl og mun þá beina athyglinni sérstaklega að ökuhraða og réttindum ökumanna. Á síðasta ári þurfti lögreglan á þessu svæði að kæra nálægt 10.000 ökumenn fyrir að aka of hratt. Svipta þurfti u.þ.b. 300 þeirra öku- skírteini „á staðnum", og enn fleiri voru sviptir þeim síðar. Á sama tímabili stöðvaði lögreglan nær 300 ökumenn, sem þegar höfðu verið sviptir ökuréttindum vegna hraða- aksturs, gáleysislegs aksturs eða ölvunaraksturs. Þeir þurftu að greiða háar sektir og nokkrir kom- ust ekki hjá því að þurfa að taka út varðhaldsrefsingu. Til viðbótar þessum fjölda voru u.þ.b. 200 öku- menn staðnir að því að aka án þess að hafa nokkurn tíma öðlast öku- réttindi. Allmargir þeirra voru und- ir 17 ára aldri. Okuhraði Samkvæmt meginreglu umferð- arlaganna skal vegfarandi sýna til- litssemi og varúð svo eigi leiði til hættu eða valdi öðrum tjóni eða óþægindum. Þá segir í leiðbeining- arreglunum að vegfarandi skuli fara eftir leiðbeiningum um umferð, sem gefnar eru með umferðar- merkjum. í fimmta kafla laganna er kveðið á um ökuhraða. Þar segir m.a. að „ökuhraða skuli jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til ör- yggis annarra. Ökumaður skal þannig miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu svo og umferð- araðstæður að öðru leyti. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutæk- inu og geti stöðvað á þeim hluta vegar fram undan, sem hann sér yfir og áður en hann kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir“. Þá segir að „í þéttbýli megi öku- hraðinn ekki vera meiri en 50 km á klst. Utan þéttbýlis má hann ekki vera meiri en 80 km á klst., þó 90 km á klst á vegum með bundnu slitlagi". Hér er að sjálfsögðu miðað við bestu hugsanlegu aðstæður. Ökuhraði annarra bifreiða en fólksbifreiða má aldrei vera meiri Ómar Smári Ármannsson „Þetta ættu ungir öku- menn sérstaklega að hafa í huga því meira en 30% þeirra sem slas- ast í umferðinni eru úr þeirra hópi enda virð- ast þeir að jafnaði aka hraðar en aðrir.“ en 80 km á klst. og ökuhraði bifreið- ar með eftirvagn eða skráð tengi- tæki má aldrei vera meiri en 70 km á klst. Að öðru leyti skal t.d. ekið sér- staklega hægt miðað við aðstæður í þéttbýli, þegar útsýni er takmark- að, í beygjum, við vegamót, áður en komið er að gangbraut, við blind- hæð, í hálku, þegar ökutæki nálg- ast, þar sem vænta má búfjár, þar sem vegavinna fer fram og þar sem umferðaróhapp hefur orðið. Lögreglan hvetur ökumenn til þess að sýna varúð og aka ekki hraðar en aðstæður leyfa á hveijum stað og/eða leyfileg hámarkshraða- mörk segja til um. Ef einhver telur sig vera að vinna tíma með því að aka hraðar en leyfilegt er þarf sá hinn sami að endurskoða hug sinn til þeirra mála. Að ætla sér slíkan gróða er afskaplega hæpið, sérstak- lega þegar horft er til þess að hlut- Lokun Austurstrætis fyrir bílum Þörf er á frek- ari mælingum EKKI þykir ástæða til að grípa til aðgerða vegna mengunar, sem mælst hefur í Austurstræti við sérstakar aðstæður. Niður- staða sérmælinga heilbrigðiseftirlitsins sýna að mengun var 10% undir viðmiðunarmörkum og langt frá hættumörkum. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra verður ákvörðun um lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð að grundvallast á frekari mælingum og hefur verið rætt um að selja upp tæki sem mæli mengunina að staðaldri. Að sögn borgarstjóra, telur for- stöðumaður heilbrigðiseftirlitsins að víðtækari mælingar þyrftu að fara fram í Austurstræti áður en borgar- yfirvöld tækju ákvarðanir um breyt- ingar á bílaumferð. Hafa yrði í huga að mælingarnar voru gerðar á mót- um Austurstrætis og Pósthússtræt- is, þar sem bílar eru í hægagangi við gatnamót og því mikill útblástur frá þeim á afmörkuðu svæði. Heilbrigðisnefnd fylgist með „Það er heilbrigðisnefndar að fylgjast með ástandinu og ef hún sendir frá sér viðvaranir á grund- velli athugana heilbrigðiseftirlitsins þá verður tekið tillit til þess og ákvarðanir teknar um til hvaða ráð- stafana skuli grípa," sagði Markús. Sagði hann það almennt sjónar- mið að niðurstaða sérmælinganna gæfu ekki til kynna að þarnar væri alvarleg hætta á ferðum sem ástæða væri til að vara við. Aðstæður væru þannig að þeim bæri að taka með fyrirvara en fylgst yrði með þröng- um götum í gamla miðbænum, þar sem umferðarþungi er talsverður og hætt við mengun. fallslega flest dauðaslys og alvarleg slys í umferðinni verða vegna hrað- aksturs. Þetta ættu ungir ökumenn sérstaklega að hafa í huga því meira en 30% þeirra sem slasast í umferðinni eru úr þeirra hópi. Enda virðast þeir að jafnaði aka hraðar en aðrir. Ökumaður einn vildi halda því fram að hann gæti stórgrætt á því að aka hraðar en leyfilegt er. í hvert sinn sem hann fór hraðar og varð ekki stöðvaður af lögreglu taldi hann sig græða þá upphæð sem sektin hefði ella orðið. Upphæðin í bankabók hans óx hins vegar ekki að sama skapi. Hún minnkaði hins vegar verulega þegar hann varð loksins stöðvaður af lögreglunni. Það er með öðrum orðum ekkert hægt að græða með því að brjóta af sér í umferðinni, en hins vegar er hægt að tapa verulegum upp- hæðum á því ef svo ber undir. Umferðaryfirvöld á einu Norður- landanna beittu sér nýlega fyrir nýstárlegri rannsókn á sviði um- ferðarmála. Reynt var að kanna hvort samhengi væri á milli greind- ar ökumanna og hegðunar þeirra í umferðinni. Niðurstaðan kom fæst- um á óvart. Ekki var um að villast að þeir ökumenn, sem gáfu t.d. ekki stefnumerki, virtu ekki um- ferðarmerki og óku hraðar en leyfi- legt var, þóttu mun tregari en þeir sem fóru eftir settum reglum. Slík könnun hefur ekki verið gerð hér á landi svo vitað sé. Höfundur er aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík. Akstur og sigling 1993 Áætlun fyrir sumarið 1993 er nú komin út. Laat verður udd í fvrstu ferð fró Borqartúni 34 bann 2. iú Siglt til Danmerkur með Norrænu og ekið um Evrópu á íslenskum hópferðabíl með íslenskum bflstjóra. Þetta er sjötta árið í röð, sem við bjóðum upp á þennan vinsæla ferðamáta. f ár verður ekið um Þýskaland og Sviss, til Ítalíu, um Austurríki, Danmörku og Noreg auk þess sem farinn verður hringvegurinn á íslandi. Einnig gefst kostur á að fljúga aðra leiðina og sigla hina, hvort heldur er að heiman eða heim. Einnig er áætluð Þýskalandsferð í ágúst. Leitið upplýsinga. <3* Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Sími 683222. Canon Prima Twin S með 38 mm/76 mm linsu og fáanleg með dagsetningu. Tilboðsverð: 13.790 kr. Canon Prima 5 með þriggja geisla fókuskerfi og fáanleg með dagsetningu^______________ Tilboðsverð: 8.990 kr. Canon Prima Junior Hi með sjálfvirku flassi og sjálftakara. Tilboðsverð: 5.990 kr. BANKASTRÆTI, GLÆSIBÆ, AUSTURVERI, LAUGAVEGI 1 78, KRINGLUNNI, LYNGHÁLSI, HÓLAGARÐI, SKEIFUNNI 8 OG GRAFARVOGI Við kynnum Canoil„Prima fjölskylduna" Skynsamleg fermingargjöf fyrir skynsamt ungt fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.