Morgunblaðið - 14.04.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1993
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1993
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakurh.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Morgnnblaðið á
tímamótum
að voru merk tímamót í sögu
Morgunblaðsins, þegar
starfsemi þess var flutt úr Aust-
urstræti í Morgunblaðshúsið við
Aðalstræti. Þá var gert ráð fyrir
því, að hin nýju húsakynni gætu
hýst blaðið næstu áratugi og
þeir sem höfðu þurft að búa við
þrengslin í Austurstræti horfðu
vonbjörtum augum til þeirra
rúmgóðu aðstæðna, sem vænta
mátti í hinu nýja Morgunblaðs-
húsi. Blaðið hafði um áratuga
skeið haft aðsetur í gamla ísa-
foldarhúsinu og þar hafði öll
starfsemi þess verið á einum
stað.
Þegar hér var komið sögu voru
þrengslin farin. að há blaðinu og
starfsemi þess enda þótt hún
væri enn öll á einum stað og var
það mikill kostur út af fyrir sig.
Prentsmiðjan var á jarðhæð í
viðbótarbyggingu sem sneri út
að Austurvelli, afgreiðsla blaðs-
ins í einni kytru við aðalinngang
við Austurstræti en starfsemi
bláðsins að öðru leyti á 2. hæð
þar sem ritstjórn og fram-
kvæmdastjóm voru í húsnæði
álíka stóru og fyrirlestrarsalur-
inn í hinu nýja Morgunblaðshúsi
við Kringluna 1. En blaðið hafði
hleypt heimdraganum og fyrir-
heit mikilla ævintýra blöstu við.
Blaðið þurfti því að sníða sér
stakk eftir vexti og stækkaði
með hveiju ári sem leið og því
hin mesta nauðsyn að flytjast í
nýja húsnæðið við Aðalstræti.
Þar fékk starfsfólk Morgun-
blaðsins rúmgóðan samastað og
dugði í nokkur ár en blaðinu óx
jafnt og þétt fiskur um hrygg
svo að nauðsynlegt var að byggja
nýtt hús yfir prentsmiðju þess
og var það fyrri áfangi að nýjum
höfuðstöðvum Morgunblaðsins í
hinum nýja miðbæ við Kringl-
una. Síðar sprengdi Morgunblað-
ið húsið utan af sér og undanfar-
in ár hefur ritstjórn þess verið
dreifð um miðborg Reykjavíkur.
Nú þegar Morgunblaðið er allt
komið undir eitt þak má segja,
að það marki mikilvæg tímamót
í sögu blaðsins, ekki sízt vegna
þess að ritstjómin hefur undan-
farin ár verið samtals á fjórum
stöðum en þó aldrei nema þrem-
ur í einu. Það hefur verið erfítt
og óhentugt. En blaðinu hefur
vegnað sérlega vel við Aðal-
stræti, þar hefur það tekið út
endanlegan þroska og er nú orð-
ið stórblað á íslenzkan mæli-
kvarða með yfir 50 þús. eintaka
upplag, aukna starfsemi um allt
land og síbætta þjónustu við
auglýsendur. Þá hefur blaðið
verið búið fullkomnasta tölvu-
búnaði sem nú þekkist og öðrum
þeim tækjum sem nauðsynleg
þykja í nútímablaðamennsku og
hafa lesendur ekki sízt fagnað
þeim framförum, sem orðið hafa
í litprentun og útliti blaðsins en
litprentunin er með því bezta sem
gerist.
Þegar Morgunblaðið fluttist í
Aðalstræti árið 1956 eignaðist
það nýja prentvél, sem þar var
einnig staðsett og auðveldaði það
alla starfsemi blaðsins. Nú hefur
þeim sama áfanga einnig verið
náð að ritstjórn og framkvæmda-
stjórn eru á sama stað og prent-
verk blaðsins og húsnæðið allt
hannað með þeim hætti, að vinn-
an verði sem auðveldust og þá
einkum með það markmið í huga,
að blaðið komist í tæka tíð í
hendur lesenda sinna. í útgáfu
dagblaðs er hver mínúta dýrmæt
og enginn vafi á því, að hin nýju
húsakynni og sú hagkvæma
skipan sem arkitekt hússins,
Gunnar heitinn Hansson, lagði
höfuðáherzlu á, eiga eftir að skila
sér í hraðvirkari vinnubrögðum
og skilvísari afgreiðslu blaðsins.
Þess ber þó að geta að Helga,
dóttir Gunnars, útfærði grunn-
hugmyndir föður síns sem hafði
lagt meginlínur að teikningum
hússins, þegar hann féll frá.
En það er þó að sjálfsögðu
mikilvægasti þáttur allrar blaða-
útgáfu, að hún byggist á metnað-
arfullu starfí ritstjómar, sem
vinnur úr daglegum atburðum
og mikilsverðum efnisþáttum og
gerir sitt ýtrasta til að koma
réttum upplýsingum á framfæri
og leiða fróðleiksfúsa lesendur
að kjarna málsins. Eigendur
Morgunblaðsins og stjómendur
Árvakurs, útgáfufélags blaðsins,
hafa ávallt gert sér far um að
skapa starfsmönnum þess sem
bezt skilyrði svo blaðið geti sinnt
skyldu sinni við sjálft sig og ís-
lenzkt þjóðfélag. Þessar skyldur
eru miklar og mikilvægar, þegar
haft er í huga, að Morgunblaðið
er langstærsti prentmiðill lands-
ins. Árvakurs-stjórn hefur ávallt
verið vel á verði og fylgzt ræki-
lega með tæknilegum nýjungum
eins og sjá má, þegar gengið er
um hin nýju og glæsilegu húsa-
kynni Morgunblaðsins í Kringl-
unni 1. Þessi afstaða stjórnarinn-
ar hefur verið starfsfólki blaðsins
ómetanleg hvatning og ritstjórn-
inni lyftistöng.
Nú þegar Morgunblaðið er enn
á ný komið undir eitt þak og
ómetanlegum áfanga er náð í
80 ára sögu blaðsins er full
ástæða til að þakka öllum þeim,
sem hafa lagt hönd á plóginn og
gert þetta ævintýri að veruleika.
Hér hefur verið unnið stórvirki,
sem blaðið og lesendur þess
munu njóta góðs af. Flutningur-
inn á tækjum og öðrum búnaði
blaðsins í hið nýja hús var afrek
út af fyrir sig, og var þessum
flutningi lokið á nokkrum sólar-
hringum. Öllum þeim, sem unnu
að skipulagningu og framkvæmd
flutninganna, skulu færðar beztu
þakkir.
Þá ber einnig að fagna því,
að Borgarbókasafnið tekur við
því húsnæði, sem Morgunblaðið
yfírgefur nú í miðbænum, enda
hefðu Morgunblaðsmenn ekki
kosið aðra arftaka fremur en þá
sem eiga að hlú að bókum, auka
og efla bókmenningu höfuðborg-
arinnar og koma henni á fram-
færi — og þá ekki sízt við fróð-
leiksfúsa æsku, sem á vonandi
samleið með Morgunblaðinu um
ókomin ár.
Borgarbókasafnið og blað
allra landsmanna eiga það vænt-
anlega sameiginlegt að stuðla að
auknum þroska, varðveizlu tung-
unnar og betri yfírsýn yfír flókið
samtímalíf líðandi stundar. Slíkir
fjölmiðlar eiga að efla andlegt
atgervi þeirra, sem hafa löngun
til að fræðast og fylgjast með.
Sagt hefur verið að þroskinn sé
hinn mikli töframaður lífins. Og
ef við höfum hann að marki komi
hamingjan sem aukageta, komi
sem merki þess, að við séum á
réttri leið. Vonandi höfum við
Morgunblaðsmenn reynt að
þroskast eitthvað með blaðinu
og blaðið með okkur því fátt er
nú mikilvægara en að fjórða afl-
ið eflist að styrk og sjálfstæði
og vinni sitt verk í lýðræðislegu
íslenzku samfélagi eins og til er
ætlazt. Sá sem er ungur að árum
lætur sig dreyma en fullorðinsár-
in nota menn til framkvæmda.
Morgunblaðið átti sína drauma
og vonandi er hin nýja umgjörð
um starfsemi blaðsins réttlæting
þeirra drauma, sem hafa verið
veganesti blaðsins alla tíð. Upp-
fylling drauma er öðru mikilvæg-
ara og þá ekki síður að láta
draumana halda áfram að hrísla
eldi sínum um mikilvæg störf og
sýna að hugsjónin lifir af allt
mótlæti, erfiðleika og vonbrigði.
Það er hlutverk Morgunblaðs-
ins og markmið að vera heiðar-
legur boðberi og sjálfstæður
túlkandi markverðra atburða.
Vonandi fylgir sá andi því nýja
Morgunblaðshúsi sem nú hefur
verið tekið í notkun. Morgunblað-
ið á í senn að taka áskorun
umhverfísins og takast á við
umhverfí sitt. Kyrrstaða er allri
fjölmiðlun öndverð. Dagblað er
eins og allt, sem er í tengslum
við lífíð sjálft; hreyfíng og við-
brögð. Gott og mikilvægt dag-
blað er eins og strengir þandir
milli tveggja skauta, milli
tveggja ólíkra heima svo að vitn-
að sé í einn þeirra andans manna,
sem skrifað hafa í Morgunblaðið
á undanförnum áratugum. Gott
dagblað getur ekki gert hið dýr-
sterka og ruddalega umhverfi að
hugsjón sinni, heldur á það að
reyna að hlú að þeim þroska sem
hamingjan nærist á. Og þá fyrst
er það sjálft mikilvægur þáttur
þeirra verðmæta, sem helzt
skipta máli, þegar upp er staðið.
Við trúum því, að þessi verð-
mæti séu til og um þau eigi að
fjalla í Morgunblaðinu eins og
allt annað. Hvað sem öllu líður,
já, hvað sem áróðri líður, er blað
allra landsmanna vettvangur
þjóðarinnar. Þar hafa menn
skeggrætt gegnum tíðina og þar
er þjóðfélagstorgið þétt skipað.
Á það má enn minna að Morgun-
blaðið hefur ávallt átt sinn dag
eins og Einar Benediktsson segir
í Pundinu og vonandi hefur okk-
ur stundum tekizt að leika á
þann streng sem blaðið okkar á
fegurstan og sannastan. Sá tónn
er mikilvægur því hann er berg-
mál úr þjóðardjúpinu. Og nú
heyrist hann úr nýju og fallegu
umhverfí sem ber höfundum sín-
um fagurt vitni.
Fylgt til hafnar
VARÐSKIP kemur með rækjubátinn Ogmund til hafnar í Siglufirði á annan í páskum
Morgunblaðið/Sverrir
• •
Rækjubáturinn Ogmundur strandaði í Siglufirði
Otrulega litlar skemmdir
RÆKJUBÁTURINN Ögmundur RE-94 strandaði á Staðarhólsfjöru
rétt við Siglufjörð snemma morguns á annan í páskum. Báturinn var
á töluverðri ferð er hann tók niðri og segir Kristján Elíasson skip-
stjóri að miðað við höggið sem kom séu skemmdir á bátnum ótrúlega
litlar, aðeins eitt botnstykki skemmt og kjölurinn nuddaður. Kristján
segir að báturinn haldi aftur á veiðar í kvöld.
Mikil fundarhöld aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórnar í gær
Brugðið getur til beggja
vona með gerð samninga
Enn deilt um afturvirkni í kjaradeilunni í Straumsvík
Svarta þoka var á þessum slóðum,
en logn og blíða, er óhappið varð og
Ögmundur á leið til hafnar í Siglu-
fírði með um 22 tonna rækjuafla.
Kristján segir að hann hafí verið
sofandi er óhappið varð en vaknaði
við höggið og skruðninga er því
fylgdu. „Við kölluðum strax eftir
aðstoð og okkur var tjáð að varðskip
væri í um þriggja tíma siglingu frá
okkur,“ segir Kristján. „Varðskipið
náði síðan til okkar upp úr klukkan
ellefu og varðskipsmenn hófu strax
undirbúning að því að koma bátnum
á flot.“
Þegar Ögmundur strandaði
skömmu eftir klukkan sjö um morg-
uninn var byijað að falla frá og því
hallaði báturinn meir og meir er leið
á morguninn. Segir Kristján að hall-
inn hafí numið mest um 40 gráðum
er byijaði að falla að aftur.
Varðskipsmenn settu taug um
borð í Ögmund, kipptu í bátinn og
hann rann á flot aftur um klukkan
hálf eitt. Síðan fylgdi varðskipið
bátnum til hafnar á Siglufirði en
strandið var í aðeins hálfrar mílu
fjarlægð frá gömlu hafnarbryggjun-
um á Siglufirði.
Kristján vill koma sérstökum
þökkum á framfæri til varðskips-
manna sem björguðu Ögmundi af
strandstað svo og til björgunarsveit-
arinnar Stráka á Siglufírði.
MIKIL óvissa ríkti í gær-
kvöldi um hvort tækist að ná
kjarasamningum aðila vinnu-
markaðarins með atbeina
ríkisvaldisins eða ekki, en
talsmenn úr röðum beggja
aðila voru sammála um að
það hlyti að skýrast innan
tíðar. Fundað var í kjaradeil-
unni í álverinu í Straumsvík
í gær, en þar var enn deilt
um hvort 1,7% launahækkun
samsvarandi launahækkun í
miðlunartillögu ríkissátta-
semjara á síðasta ári ætti að
vera afturvirk eða gilda frá
undirskrift samninga.
Fulltrúar Alþýðusambands ís-
lands, Vinnuveitendasambands ís-
lands og Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna funduðu með ríkis-
stjórninni í gærmorgun, þar sem
þeim var kynnt niðurstaða af fundi
ríkisstjórnarinnar á skírdag varð-
andi það með hvaða hætti stjórn-
völd gætu stuðlað að gerð kjara-
samninga. Voru aðilar ósáttir við
svör ríkisstjórnarinnar, einkum inn-
an raða Alþýðusambandsins, og
töldu þeir að í raun hefði staðan í
samningamálunum ekkert breytst
frá því fyrir páska er hlé var gert
á viðræðunum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru það einkum fjögur
atriði sem gerðar voru athugasemd-
ir við. í tillögum ríkisstjórnarinnar
var gert ráð fyrir að lækkun virðis-
aukaskatts á matvöru úr 24,5% í
14% taki gildi frá áramótum, en
gerð hafði verið krafa um að lækk-
unin kæmi til framkvæmda í haust.
Þá fannst mönnum yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar um vaxtamál gagn-
slítil og sama gilti um yfirlýsingu
um lylja- og lækniskostnað. í svari
ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir
að aflétta 2,5% tryggingargjaldi af
útflutningsgreinum og vilja menn
að það gildi fyrir allt þetta ár en
ekki frá gerð samninga, en það er
talið kosta um 800-900 milljónir á
heilu ári.
Ögmundur Jónasson, formaður
samninganefndar BSRB, sagði í
samtali við Morgunblaðið að fulltrú-
ar ríkisins hefðu kynnt tillögur
ríkisstjórnarinnar um að fé yrði
látið renna til atvinnuskapandi að-
gerða, virðisaukaskattur á matvæl-
um lækkaður og tryggingagjald á
útflutningsatvinnugreinar fellt nið-
í svari ríkisstjórnarinnar er sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
ennfremur gert ráð fyrir lækkun
hafnargjalda og að þorskígildum í
hagræðingarsjóði yrði úthlutað
endurgjaldslaust. Lækkun virðis-
aukaskatts á matvælum er talin
kosta um þrjá milljarða króna, en
verð sælgætis og gosdrykkja verður
ur tímabundið. Á móti yrði tekinn
upp skattur á fjármagnstekjur, en
hann dugaði ekki nema að litlu leyti
til að fjármagna aðgerðirnar. „Þeg-
ar kemur að því að fá svör við því,
hvernig eigi að snúa sér varðandi
fiármögnun, eru þau ekki fyrir
hendi. Allir endar eru þarna óhnýtt-
ir og staðan mjög svipuð og var
óbreytt og er því náð frarti með
hækkun vörugjalda. Til að mæta
tekjutapinu er gert ráð fyrir álagn-
ingu 10% flats skatts á fjármagns-
tekjur og er það talið gefa 700-
1.000 milljónir í tekjur. Óánægja
ríkti ennfremur með það að ekki
skyldi koma fram í svari ríkisstjórn-
arinnar hvemig þeirra tekna sem á
vantaði til að mæta tekjutapinu
yrði aflað.
fyrir páskafrí. Það kom mönnum
sannast sagna mjög á óvart,“ sagði
Ögmundur.
Fjármögnun sótt til
almennings?
Hann sagðist hafa rökstuddan
gran um að fjármögnun aðgefð
anna yrði sótt í vasa hins almenna
launamanns með lækkun bóta úr
almannatryggingakerfínu, hækkun
þjónustugjalda og öðrum slíkum
aðgerðum eða þá að skorið yrði
niður hjá ríkinu, þjónusta skert og
störfum fækkað. „Reyndar var á
ráðherrum að skilja að sú kynni að
verða raunin, í þeim viðræðum sem
við áttum við þá fyrir páskahelg-
ina. Þetta þykir mönnum ekki fýsi-
legur kostur og hefur vakið mjög
litla lukku í okkar búðum,“ sagði
Ögmundur.
Ríki og sveitarfélög funda með BSRB o g Kennarasambandi
Boðið upg á eins samn-
ing og ASI og VSI ræða
BSRB hafnar samningum af þessu tagi en kennarar hugsa sig um
SAMNINGANEFND ríkisins og sveitarfélaga átti í gær fund
með samninganefnd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
Opinberum starfsmönnum var boðið upp á sams konar samn-
ing og þann, sem rætt hefur verið um í viðræðum Alþýðusam-
bandsins og vinnuveitenda og kynntar þær aðgerðir, sem
ríkisstjórnin er tilbúin að ráðast í til að greiða fyrir samning-
um. Um er að ræða samning án kauphækkana, en með
greiðslu sams konar uppbóta og í síðasta samningi, fram til
ársloka 1994. BSRB hafnaði samningi af þessu tagi, en kenn-
arar tóku sér umhugsunarfrest, að sögn Þorsteins Geirsson-
ar, formanns samninganefndar ríkisins.
Eldsvoði í Grindavík
Brennu-
varga
er leitað
Grindavík.
MIKIÐ tjón varð þegar eldur kom
upp í söluturninum Stjörnunni í
Grindavík að morgni annars í pásk-
um. Talið er að brotist hafi verið
inn í söluturninn og kveikt í honum.
Leitað er þeirra sem þarna voru
að verki.
Það var laust fyrir klukkan fimm
að morgni mánudags sem lögreglunni
í Grindavík barst tilkynning um að
mikinn reyk legði frá sölutuminum
og var slökkvilíði gert viðvart. Mikill
reykur barst frá þaki hússins og
þurftu slökkviliðsmenn að byija á því
að ijúfa þakið. Við það gaus upp mik-
ill eldur og logaði í þakinu. Slökkvilið-
inu tókst að ná tökum á honum og
slökkvistarf stóð yfír í rúman klukku-
tíma.
Að sögn Ásmundar Jónssonar va-
raslökkviliðsstjóra var mestur eldur
milli þilja á þaki og hitinn gríðarleg-
ur. Rannsóknarlögregla ríkisins
stjómar rannsókn og fann ummerki
innbrots og upptök eldsins voru rakin
í skrifstofu sem er bakatil í húsinu.
Ljóst er að tjón er mikið í brunanum.
Eldur kom einnig upp í Stjörnunni í
september í fyrra. FÓ
Zinkskammtur, litaðar glærur og gleraugu hjálpa lesblindum
Ný sýn á lestrarerfíðleika
NÝ AÐFERÐ við kennslu lesblindra, sem nálg-
ast mjög svið læknisfræðinnar, er óðum að
fá hljómgrunn hjá íslensku skólafólki. Aðferð,
sem byggist á lestri í gegnum litaðar glærur
og steinefnagjöf með aðaláherslu á zinki, er
að ryðja sér til rúms víða erlendis. Gyða Stef-
ánsdóttir, sérkennari í kennslu lesblindra,
kynnti þessa aðferð í viðtali í Morgunblaðinu
16. mars síðastliðinn. I framhaldi af því var
leitað álits í Selásskóla og Menntaskólanum í
Kópavogi, þar sem Gyða hefur kennt og land-
læknir inntur eftir læknisfræðilegum viðhorf-
um.
Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að upplýsing-
um, sem birst hafa um þessar aðferðir, hefði
verið safnað á vegum landlæknisembættisins.
Hann segir að áhrif zinksins séu mjög umdeild,
engar sannanir liggi fyrir, ennþá lítið í læknis-
fræðibókum til að byggja á og sérfræðingar hér
á landi séu mjög vantrúaðir á gagnsemi þess.
Myndi styðja rannsóknir
Landlæknir segir að hann myndi styðja rann-
sóknir á þessu sviði ef hæft fólk og fjármagn
fengist. „Eg hef trú á aðferð Gyðu og því sem
hún er að gera. Hún hefur náð góðum árangri
með því að aðstoða börn og hefur sýnt mikla
útsjónarsemi, þrautseigju og þolinmæði.“
Matti Tolonen, læknir og dósent við Háskólann
í Helsinki, yfirfærði breska rannsókn á hjálpar-
bekk finnskra barna sem áttu í lestrarerfiðleikum.
í bréfí til Gyðu lýsir hann því sem persónulegri
skoðun, svo og skoðun kennara og foreldra þess-
ara barna, að þessi tegund af bætiefnagjöf hafi
gagnast börnunum bæði við lestrar- og skriftar-
erfiðleika.
Ótrúlegar framfarir
„Ég er sannfærð um að þessi aðferð getur
skipt sköpum. Það eru ótrúlegar framfarir hjá
þessum börnum undir handleiðslu Gyðu,“ segir
Kristín Tryggvadóttir, skólastjóri í Selásskóla, þar
sem Gyða hefur verið með sérkennslu í þijú ár.
„Lituðu glærurnar hjálpa tvímælalaust mjög
mikið, einnig þessi mikla samvinna við foreldra
og það hlýtur að geta haft áhrif á heilastarfsem-
ina ef mikilvæg steinefni skortir í líkamann."
Kristín segist ekki geta dæmt um, hvað af þessu
þrennu hafi mest áhrif, foreldraaðstoð, zink-
skammtur eða litaðar glærur, en hún segist hvetja
Gyðu til að halda áfram á sömu braut.
Fleiri börn með lestrarerfiðleika
Kristín kenndi byijendum að læra að lesa í
samfleytt 12 ár í kringum 1960-’70 og hefur því
góðan samanburð á lestrarnámi þá og nú. Hún
segir að miklu fleiri börn eigi í erfiðleikum að
læra að lesa nú en áður. „Ég hef orðið vitni að
því, að þó nemendur hafí lært bæði stafi og hljóð
eiga þau í meiri etfíðleikum með að tengja saman
stafína en áður. Öll starfsemi líkamans þarf að
vera í eðlilegu formi. Kannski stafar það af nær-
ingarefnaskorti, að þau geta ekki einbeitt sér eða
sjá vitlaust. “ Kristín segir, að ekki séu allir kenn-
arar sammála þessu, en allir hljóti að styðja rann-
sóknir á þessum málum.
Allir lifna við
Margrét. Friðriksdóttir, skólameistari Mennta-
skólans í Kópavogi, segir ótrúlegt hvað nýja að-
ferðin hafi gefið góða raun hjá fornámsnemendum
skólans. „Við erum búin að vera með fornámsde-
ildir í MK í 11 ár og að sjálfsögðu er búið að
reyna margar aðferðir. Námserfiðleika forná-
msnemenda má fyrst og fremst rekja til lestra-
rörðugleika. Gyða kemur inn í fornámið með að-
ferð, sem eru töluvert útbreidd í öðrum löndum,
en algjör nýjung hér á landi.“
Margrét segir að ennþá liggi ekki fyrir mark-
tækar tölur um námsárangur. „En við sjáum
þegar svo mikinn árangur, að allir lifna við. Skóla-
meistarafélagið hefur beðið Gyðu um að mæta á
næsta aðalfund okkar í vor og kynna þessa að-
ferð. Þetta gefur vonir um nýja sýn, en að sjálf-
sögðu þarf að skoða þessa hluti og rannsaka
betur.“
Höfum ekki tíma til að bíða
„Ef við ættum að bíða eftir heildarniðurstöðum
úr rannsóknum myndu mörg börn verða fullorðin
án þess að ná tökum á lestri," segir Gyða. „Ég
vil byrja að vinna strax. Ennþá er ég ein með
þetta, en vonast eftir að geta sannfært fleiri.
Mér sýnist vera full þörf á lækni sem sinni þessu
eingöngu."
Gyða stefnir til ísraels með haustinu. Hún seg-
ir, að í ísraelskum skólum hafí til skamms tíma
verið 60% fall hjá aðfluttum börnum frá öðrum
nienningarstigum. Til að vinna bug á þessu hafí
ísraelsmenn reynt svipaðar aðferðir og tekist að
ná árangri í kennslu þessara barna. „Hvers vegna
ættum við, svona fámenn, ekki líka að geta gert
það! Þetta er þess virði að skoða það.“ O.B.Sv.
Ríkisendurskoðun svarar Hrafni
Uttekt aðeins að
ósk þingforseta
RÍKISENDURSKOÐUN hefur hafnað beiðni Hrafns Gunnlaugs-
sonar, framkvæmdastjóra sjónvarps, um úttekt á fjárhagslegum
samskiptum hans í starfi dagsskrársljóra í sjónvarpinu við stofnun-
ina. Hrafn hafði ekki bréf ríkisendurskoðunar fyrir framan sig
þegar Morgunblaðið ræddi við hann en sagði að í efnislegum inn-
taki þess fælist vísun til þess að aðeins yrði gerð úttekt á sam-
skiptum einstaklings við ríkisstofnun að ósk þingforseta eða fyrir
tilstilli þingmanna í gegnum þingforseta. Hann segist vona að
þeir þingmenn sem hafi atað persónu hans aur á þingi noti nú
tækifærið og sjái sóma sinn í að fara fram á umrædda úttekt svo
þessum pólitíska hráskinnaleik megi ljúka.
Hrafn sagði að í framhaldi af því
að hann hefði orðið fyrir hörðum
árásum og rógi í
ræðum þing-
manna er nytu
þinghelgi og á
stað þar sem
hann hefði ekki
tækifæri til að
svara fyrir sig
hefði hann leitað
ráða hjá föður
sínum sem væri
lögfræðingur um
það hvernig hann
gæti hreinsað mannorð sitt. Faðir
hans hefði sagt honum að kannski
væri eina leiðin að snúa sér til ríkis-
endurskoðunar og hefði hann því
farið fram á að hún gerði úttekt á
fjárhagslegum samskiptum hans í
starfi dagskrár stjóra hjá sjónvarp-
inu við stofnunina.
Hvað frávísun ríkisendurskoðunar
varðaði sagðist Hrafn vonast til áð
þeir þingmenn sem atað hefðu per-
sónu hans aur á þingi notuðu nú
tækifærið og sæju sóma sinn í að
óska eftir því við þingforseta að
umrædd úttekt yrði gerð svo þessum
pólitíska hráskinnaleik mætti ljúka.
Sjálfur legði hann áherslu á úttektin
færi fram enda teldi hann sig hafa
algjörlega hreinan skjöld í málinu.