Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 32

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Þróunarsjóðnum ætlað að stuðla að aukinni arðsemi NEFNDIN gerir svohljóðandi grein fyrir Þróunarsjóði sjávar- útvegsins: „Auk hins djúpstæða skoðana- munar um veiðigjald sem leysa þurfti voru skuldastaða og offjár- festing sjávarútvegsins viðfangs- efni sem taka þurfti til umfjöllunar' við mótun sjávarútvegsstefnu. Samkomulagi ríkisstjórnarinnar úm stofnun Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins er ætlað að taka á þessum málum. Umframafkastageta er bæði í veiðum og vinnslu og varð hún enn sýnilegri en áður með tilkomu afla- markskerfisins. Finna þurfti leið til að auðvelda sjávarútveginum að laga afkastagetu sína að minni heildarafla og markvissari sókn. Þá er skulda- og afkomustaða sjávarútvegsins slík að mikil gjald- þrot blasa við með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir fyrirtæki sem í hlut eiga, bankakerfið, lána- sjóði og eintök byggðalög, ef ekk- ert verður að gert. Þróunarsjóðnum er fyrst og fremst ætlað að ná tökum á um- framafkastagetu í greininni á þann hátt að framleiðslutæki sem tekin eru úr rekstri verði ekki tek- in í notkun að nýju. Markmiðið er að taka húsnæði, áhöld og að- stöðu úr rekstri og draga þannig varanlega úr afkastagetu greinar- innar. Hlutverk Þróunarsjóðs sjáv- arútvegsins er á þennan hátt að stuðla að aukinni arðsemi í sjávar- útvegi. I því skyni getur sjóðurinn keypt fiskvinnslustöðvar og fram- leiðslutæki þeirra og greitt styrki vegna úreldingar fiskiskipa. Jafn- framt er sjóðnum ætlað að stuðla að skipulagsbreytingum í sjávar- útvegi í samvinnu við lánastofnan- ir, enda leiði slík endurskipulagn- ing til verulegrar hagræðingar. Þá er sjóðnum heimilt að greiða fyrir þátttöku sjávarútvegsfyrir- tækja í verkefnum erlendis með fjárhagslegri fyrirgreiðslu og hafa um það forystu. Þá getur hann einnig haft samstarf við alþjóðleg- ar lánastofnanir í þessu skyni.“ Gjald af úthlutuðu aflamarki „Stofnfé sjóðsins skal vera eign- ir Hagræðingarsjóðs sjávarútvegs- ins. Sjóðurinn tekur við eignum og skuldbindingum atvinnutrygg- ingadeildar Byggðastofnunar vegna sjávarútvegsfyrirtækja svo og eignum og skuldbindingum hlutaijárdeikiar Byggðastofnunar. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 4 milljarða króna að láni, sem endur- greiðist á nokkrum árum. Jafn- framt falla niður lagaákvæði um Einnig leggur meirihluti nefndarinnar til að bátar undir 6 brúttórúmlestum, sem völdu afla- mark á sínum tíma, fái 825 tonna viðbótarúthlutun þannig að heild- araflamark þeirra verði aldrei und- ir 4.725 tonnum, en núverandi aflamark þessara báta er 3.900 tonn. Með þessu móti verður meðal- aflamark krókaleyfisbáta 11,8 þorskígildistonn. Meirihluti nefnd- Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Um úreldingarstyrki vegna fiskiskipa skulu gilda svipuð ákvæði og í lögum um Hagræðing- arsjóð sjávarútvegsins. Þá er sjóðnum ætlað að kaupa fiskvinnslustöðvar og föst fram- leiðslutæki þeirra í því skyni að auka arðsemi fiskvinnslu í landinu, enda hafi viðkomandi stöð fengið útgefið fullgilt vinnsluleyfi eða að fiskvinnsla hafi verið stunduð í fasteigninni með tilskildu vinnslu- leyfi síðustu ár og henni hafi ekki verið ráðstafað varanlega til ann- arra nota. Það er jafnframt skil- yrði að þær eignir sem sjóðurinn kanna að festa kaup á séu afhent- ar veðbandslausar. Stjórn sjóðsins skal leitast við að selja þær fasteignir sem sjóður- arinnar telur nauðsynlegt að bæta þeim bátum undir 6 tonnum, sem völdu aflamark frá fiskveiðiárinu 1991, að einhveiju leyti þá skerð- ingu aflaheimilda sem þeir hafa orðið fyrir vegna þess að eigendur þeirra hefðu átt þess kost að velja krókaleyfi, sem hefði e.t.v. fært meiri aflahlutdeild. Takmarkað framsal Þá er lagt til að varanleg afla- inn eignast til óskyldrar starf- semi. Skal þeirri kvöð þinglýst á fasteignirnar að þær verði ekki framar nýttar til fiskvinnslustarf- semi. Þá er samkomulag um að frá og með því fiskveiðiári sem hefst þann 1. september 1996 skuli inn- heimt gjald af úthlutuðu afla- marki. Upphæð þessa gjalds skal miðast við að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum þeim sem hann tekur á sig. Skal gjaldið renna til sjóðsins á meðan hann starfar, en sjóðurinn verður í eigu íslenska ríkisins. Þessi gjaldtaka er málamiðlun stjórnarflokkanna í veiðigjaldsmálinu. Þegar hún lá fyrir taldi nefndin ekki tilefni til að vinna frekar að þessum mála- flokki.“ hlutdeild og viðbótarúthlutun til báta undir 6 brúttólestum verði aðeins framseljanleg til annarra báta í sama flokki með það að markmiði að takmarka eins og unnt er röskun í útgerðarmynstr- inu. Einn nefndarmanna, Árni Vil- hjálmsson, mælti með að tekið yrði á málum krókaleyfisbáta á þann hátt sem ákveðið væri í gildandi lögum og taldi að með tillögu meirihluta nefndarinnar væri gengið óhóflega langt á kostnað annarra útgerða og sjómanna, auk þess sem hann lýsti sig andvígan hvers konar takmörkun á fram- salsrétti veiðiheimilda smábát- anna. Krókaleyfisbátar fái 70% af aflareynslu síðasta fiskveiðiárs MEIRIHLUTI nefndar um mótun sjávarútvegsstefnu leggur til að krókabátar fari á aflamark strax 1. september næstkomandi. Næg reynsla af núgildandi fyrirkomulagi liggi fyrir og óþarft að láta ákvörðun þess efnis bíða til 1. september 1994 eins og gert hefur verið ráð fyrir. Meirihluti nefndarinnar leggur til að krókaleyfisbát- um verði í heild úthlutað 70% af aflareynslu krókaleyfisbáta á fisk- veiðiárinu 1991-1992, eða sem jafngildir 13.275 þorskígildistonna kvóta, en að óbreyttu bæri þeim 4.300 tonna aflamark. Athafna- frelsi er- lendra skipa í höfnum verði aukið ATHAFNAFRELSI erlendra skipa í íslenskum höfnum verð- ur aukið, samkvæmt tillögum nefndar um mótun sjávarút- vegsstefnu. Nefndin gerir þann- ig grein fyrir tillögu sinni: „Leyfi erlendra skipa til athafna í íslenskum höfnum hefur lengst af verið afar takmarkað. Ástæða þessa hefur öðru fremur verið vilji til þess að gera veiðar erlendra skipa hér við land erfiðari en ella, enda oftar en ekki verið að veiða úr fiskistofnum í samkeppni við íslensk fiskiskip og í andstöðu við hugmyndir íslendinga um eignar- rétt á fiskistofnunum. Útfærsla landhelginnar og almenn þróun hafréttarmála hafa breytt viðhorf- um í þessum málum. Yfírráð ís- lendinga yfir fiskistofnum eru í meira mæli viðurkennd nú en áður og náðst hefur samkomulag um nýtingu flestra þeirra stofna, sem teljast vera sameiginlegir með öðr- um. Alþingi hefur því séð ástæðu til þess að slaka á þeim takmörk- unum sem gilt hafa um athafna- frelsi erlendra skipa í íslenskum höfnum, enda fylgja þeim umsvif- um verkefni og tekjur fyrir íslend- inga. Þetta styður einnig þá þróun sem er að hefjast. að íslensk fyrir- tæki fjárfesti í erlendum útgerðar- fyrirtækjum, og nái þannig meiri áhrifum en ella á veiðum og vinnslu sjávarafla. Þær tilslakanir sem Alþingi hef- ur ákveðið um athafnafrelsi er- lendra skipa í höfnum landsins, virðast ekki vera nægilega óyggj- andi til þess að tryggja þann að- gang, jafnvel þótt skipin séu að meirihluta í eigu íslenskra aðila. Nefndin telur því þörf á að opna þessar heimilir enn frekar.“ Starfslaunum úthlut- að tíl listamanna Úthlutunarnefndir lista- mannalauna hafa lokið störf- um. Alls bárust 434 umsóknir um starfslaun listamanna og var eftirtöldum listamönnum veitt starfslaun: Úr Listasjóði: 3 ár: Áshildur Haraldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Þorsteinn Gauti. 1 ár: Halldór E. Laxness, Hallveig Thorlacius, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Sigrún Eðvaldsdóttir. 6 mánuði: Alda Arnardóttir, Arnaldur Arnarson, Auður Bjarnadóttir, Edda Erlendsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðný Guðmundsdóttir, Guðríður St. Sigurðardóttir, Gunnar Kvaran, Helga Arnalds, Inga Bjarnason, Katrín Didriksen, Kristinn H. Árnason, Kristín Jóhannesdóttir, Messíana Tómasdóttir, Pétur Eggertz, Pétur Jónasson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Selma Guðmundsdóttir, Sigrún Valbergsdóttir, Snorri Þórisson, Sverrir Guðjónsson, Valgeir Guðjónsson, Þór Hrafnsson Tulinius, Þórunn Sigurðardóttir, Örn Magnússon. Ferðastyrk: Ásdís Skúiadóttir, Einar Kristján Einarsson, Guðrún Birgisdóttir, Hlín Gunnarsdóttir, Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir, Kristín G. Magnús, Martial Guðjón Nardeau. Úr Tónskáldasjóði: 3 ár: Þorkell Sigurbjörnsson. 1 ár: Jónas Tómasson. 6 mánuði: Hilmar Þórðarson, Lárus H. Grímsson, Tómas Ragnar Einarsson. Ferðastyrk: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Þorsteinn Hauksson. . Auk þess voru veitt listamannalaun til þeirra listamanna sem fengið hafa listamannalaun undanfarin ár og eru orðnir 60 ára og eldri, skv. 3. gr. laga nr. 35/1991 og ekki fengu starfslaun. Hver fær styrk að fjárhæð kr. 87.000. Þau eru: Agnar Þórðarson, Ármann Kr. Einarsson, Árni Björnsson, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Bragi Siguijónsson, Einar G. Baldvinsson, Eiríkur Smith, Elías B. Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Filippía Kristjánsdóttir, Gísli Halldórsson, Gísli Magnússon, Gísli Sigurðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur L. Friðfínnsson, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfsson, Hallgrímur Helgason, Helgi Sæmundsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Hjörleifur Sigurðsson, Hrólfur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes Helgi Jónsson, Jóhannes Jóhannesson, Jón Ásgeirsson, Jón Björnsson, Jón Dan Jónsson, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jónas Árnason, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Kristinn Reyr, Kristján Einarsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Magnús Jónsson, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Pjetur Friðrik Sigurðsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigurður Hallmarsson, Sigurður Sigurðsson, Skúli Halldórsson, Stefán Júlíusson, Steingrímur St.Th. Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir, Sveinn Björnsson, Veturliði Gunnarsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Örlygur Sigurðsson. Úr Launasjóði rithöfunda: 3 ár: Pétur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn. 1 ár: Einar Már Guðmundsson, Fríða A. Sigurðardóttir, Gyrðir Elíasson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Vigdís Grímsdóttir. 6 mánuði: Andrés Indriðason, Berglind Gunnarsdóttir, Birgir Sigurðsson, Birgir Svan Símonarson, Böðvar Guðmundsson, Egill Egilsson, Einar Heimisson, Guðjón Friðriksson, Guðlaugur Arason, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur .Steinsson, Hallgrímur Helgason, Hannes Sigfússon, Heiður Baldursdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, ísak Harðarson, Jónas Þorbjarnarson, Kristín Ómarsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Kristján Kristjánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Oddur Björnsson, Ólafur Gunnarsson, Páll Pálsson, Rúnar Ármann Arthúrsson, Rúnar Helgi Vignisson, Sigfús Bjartmarsson, Sigfús Daðason, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Pálsson, Siguijón B. Sigurðsson - Sjón, Stefán Hörður Grímsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Þorgeir Þorgeirson, Þorsteinn frá Hamri, Þórður Helgason, Þórunn Valdimarsdóttir. Úr Launasjóði myndlistarmanna: 3 ár: Kristján Guðmundsson, Tumi Magnússon. 1 ár: Ásgerður Búadóttir, Daði Guðbjörnsson, Georg Guðni Hauksson, Hannes Lárusson, Ingólfur Arnarson, Jón Óskar Hafsteinsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Svala Sigurleifsdóttir. 6 mánuði: Arngrunnur Ýr Gylfadóttir, Bjarni H. Þórarinsson, Helgi Gíslason, Hringur Jóhannesson, Jón Axel Björnsson, Kolbrún Björgólfsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson, Magnús Pálsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sverrir Ólafsson, Valgerður Hauksdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson. Ferðastyrk: Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Hafsteinn Austmann, Haraldur Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Ólafur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.