Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
35
Var Bólu-Hjálmar
fyrsti popparinn?
eftir Guðmund
Guðmundarson
Svo lágt geta menn lagst að vera
að velta fyrir sér framangreindri
spurningu og setja jafnvel samasem-
merki á milli Bólu-Hjálmars og
Bubba Morthens! Og venju sam-
kvæmt eru svo fáránlegar vanga-
veltur látnar afskiptalausar og við-
komandi sleppur við verðskuldaða
hirtingu.
Ég fæ ekki betur séð en mennta-
snobbararnir séu með slíkum hug-
leiðingum að gera eins konar loka-
aðför að hinu helga vígi ijóðlistar á
Islandi. Einni okkar merkustu menn-
ingararfleifð. Nú skal jarða ljóðstafi
og brageyra með sem mestri háðung!
Að sjálfsögðu má Bubbi í friði
fara fyrir mér með sínar' yrkingar
og lagasmíði. Hins vegar er ástæðu-
laust að láta háskólaborgarana kom-
ast upp með slíka speki átölulaust.
Við skulum skoða örfá sýnishorn
af ljóðagerð þessara garpa:
Bubbi:
Sárir góraar, flegnar hendur
vöðvar gráta. Vilja ekki meir
en áfram er þrælað, áfram púlað
hugsað um hetjur Hemmingways.
Þegar tími gefst til aflögu
er drukkið og reykt hass.
Það er slegist, það er riðið
austur á fjörðum eða norður í rass.
Bólu Hjálmar:
Ei er kyn, þótt ort sé hér á landi
hvar upplýsingin geisar lítt stöðvandi,
svo kvæðasmiðir kalla má
komi út úr steinum blá
með hljóðin há.
Gamburmosar gefa frá sér töðu,
gnóg í mærðar hlöðu.
íslenzkan er orða fijósöm móðir,
ekki þarf að sníkja, bræður góðir,
né heilum stela hendingum
og hugmyndanna vendingum,
með skjall og skrum,
frá þeim, sem við fátækt sína þreyja
og fordildarlaust deyja.
„En eru þá bögubósar
og hortittasmiðir titlað-
ir ljóðskáid? Já, að sjálf-
sögðu og margir þeirra
komnir á skáldastyrk
að auki!“
Náfregn:
Dó þar einn úr drengja flokk,
dagsverk hafði unnið,
lengi á sálar svikinn rokk
syndatogann spunnið.
Finnst einhveijum að hér sé um
hliðstæðan skáldskap að ræða? Við
skulum líka athuga síðustu jólaplötu
Bubba:
Þingmannagæla:
Er nokkuð skárra að lifa úti á landi
eða er lömunin betri hér.
Er það praktískt að sjúga mjólk úr sandi
er hægt að synda í fijósandi hver.
Þingmaður og svarið er: Já. Já.
Þingmaður og svarið er: Nei. Nei.
Er sólin víxill, sem vaknar hjá Denna?
er vorið misnotað bam?
Er Jónas Hallgnmsson á himnum að brenna?
er Hitler að vefa þar garn...?
Er helvíti Dantes íslands óður
allt hafíð bleik klósettskál?
Var Neró hinn ljúfi á lýruna góður?
Hafa lögfræðingar sál?
Þingmaður og svarið er: Já. Já. ■,
Þingmaður og svarið er: Nei. Nei.
Sem betur fer voru skárri textar
á plötunni en þetta sullumbull. Bubbi
var talinn „ástsælasta ljóðskáld æsk-
unnar“ í fjölniiðium nýlega. Minna
dugði ekki og því full ástæða til að
skoða framleiðsluna. Barnabókasér-
fræðingurinn Silja Aðalsteinsdóttir
taldi á sinum tíma æskilegt að leiða
börnin inn í undraheim ljóðlistar í
gegnum ijóðagerð Bubba, sem yrkir
um veruleika, sem börnin skilja svo
vel!!! Það er tími til kominn að eldri
Guðmundur Guðmundarson
kynslóðin geri sér grein fyrir, hveiju
„ástsælasta ljóðskáld æskunnar“ og
allir hinir eru smygla frá sér í hug
og hjörtu æskufóíks.
Skoðum enn smábrot af ljóðagerð
Hjálmars:
Sálarskip mitt fer halt á hlið
og hrekur til skaðsemdanna,
af því það geingur illa við
andvirði freistinganna.
Sérhveijum undan sjó jeg slæ,
svo að hann ekki fylii,
en á hléborðið illa ræ,
áttina tæpast grilli.
Ónýtan knörinn upp á snýst,
aldan þá kinnung skellir,
örvæntingar því ólgan víst
inn sér um miðskip hellir.
Bítur mér fyrir nesin naum
í_ Naustavík hjálpar kvergi,
Óláns því hrekst í stríðan straum
og steyti á Smánarbergi.
Sýnist mér fyrir handan haf
hátignarskær og fagur
brotnuðum sorgar öldum af
upp renna vonar dagur.
Auðs þótt beinan akir veg
ævin treynist meðan.
Þú flytur á einum eins og ég
allra seinast héðan.
Eigin eftirmæli:
Hér er grafið hjábarn veraldar
eitt, sem þunginn ævidaga þjáði,
augnablikið taldi hvert á láði
heim að ná til hvilu þessarar.
Það er Hjálmar heitinn arfi Jóns,
sem hér eirir andláts bundinn fjötrum,
undan forsmán, hatri, skorti, tötrum
lagðist þreyttur lík í skauti fróns.
Læt þetta nægja um samasem-
spekina að sinni. Samt er mér spurn.
Eru menn, sem ýmsir telja að hafi
gott vit á ljóðagerð, að tapa glór-
unni — eða hvað??
Ég vona að fræðimaðurinn, sem
kom fram í sérstökum sjónvarps-
þætti og er víst að skrifa doktorsrit-
gerð um Bólu-Hjálmar gleymi ekki
samanburðinum við skáldspírurnar
nú á tímum, sem mest eru prísaðar
og sýni með dæmum, að þær séu
rökrétt framhald af Bólu-Hjáimari,
sem honum og fleirum þóknast að
kalla fyrsta „blúsarann". Spurning
mín er, hvort rugl sé rökrétt fram-
haid af snilld?
Þótt talin sé þörf á endurnýjun
ijóðformsins, þá er ömurlegt til þess
að hugsa, ef menntamenn almennt
telji að ljóðstafir og hrynjandi skipti
ekki máli í ljóðagerðinni. Þessu er
að sjáifsögðu þveröfugt farið! Að apa
eftir alls konar erlendum tískufyrir-
bærum er ekki endurnýjun ljóðforms
UM MIÐJAN apríl verður byijað
á hafnarframkvæmdum fyrir 15
millj. kr. á Bíldudal. Byggður verð-
ur 30 metra langur viðlegukantur
frá höfninni að flotbryggjunni.
Við þessa framkvæmd eykst við-
heldur lágkúra, sem fáránlegt er að
vegsama.
Um leið og aðdáendur óljóða hlýja
sér við ylinn úr leirpyttunum, ættu
þeir að íhuga, hvenær þeir verði
búnir að rugla æskuna svo í ríminu,
að hún verði frábitin allri ljóðagerð.
Hvenær skyldi annars verða skrif-
uð doktorsritgerðin um að ljóðgáfart
sé oftar en ekki tekin að erfðum líkt
og fögur söngrödd eða hagleikur?
Er fólk sem ekki kemur ófölskum
tón úr sínum barka titlað söngvarar?
Er handarbakamaður, sem ekki get-
ur rekið nagla í spýtu án þess að
meiða sig, titlaður smiður? Að sjálf-
sögðu ekki!
En eru þá bögubósar og hortitta-
smiðir titlaðir ljóðskáld? Já, að sjálf-
sögðu og margir þeirra komnir á
skáldastyrk að auki!
Finnur „gáfumannafélagið" e.t.v.
rósailm leggja frá þeim gorkúlum
óljóða, sem tróna á fjóshaug ljóðlist-
ar um þessar mundir?
legurými verulega í höfninni. Kant-
urinn verður úr harðvið. Engar dýpk-
unarframkvæmdir verða í tengslum
við nýja viðlegukantinn. Ráðgert er
að verkinu ljúki í júnílok.
R. Schmidt.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Nýi viðlegukanturinn verður byggður frá höfninni að flotbryggj-
unni á svæðinu vinstra megin á myndinni.
Bíldudalur
Bygging á 30 m við-
legukanti að hefjast
Bíldudal.
RAÐAÍiGi YSINGAR
__
HUSNÆÐIOSKAST
Fella- og Hólakirkja
Húsnæði óskast fyrir organista kirkjunnar
fyrir 1. júlí 1993.
Sérbýli æskilegt, 3-4 herbergi, í nágrenni
kirkju. Fjórir í heimili. Leigutími og fyrirfram-
greiðsla samkomulagsatriði.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl:
fyrir 25. apríl 1993.
TILBOÐ ~ ÚTBOÐ
Útboðsþjónustan sf.
Ármúla 5,108 Reykjavík.
Síml 683840, fax 683840.
Útboð
Útboðsþjónustan sf.,fyrir hönd húsfélagsins
Hverfisgötu 105, auglýsir hér með eftir til-
boðum í endurnýjun á þakklæðningu, 1.
áfanga, á Hverfisgötu 105, Reykjavík.
Útboðsgögn verða afhent hjá Utboðsþjón-
ustunni, Ármúla 5, 4. hæð, gegn 5.000 kr.
skilatryggingu.
TIL SÖLU
Blómaverslun
Til sölu er falleg blóma- og gjafavöruverslun
á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Góðir tekju-
möguleikar. Gott verð og greiðslukjör.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 19. apríl, merkt: „Bómabúð - 3627“.
ÓSKASTKEYPT
Pressa fyrir efnalaug
Vantar vel með farna buxnapressu fyrir
efnalaug.
Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi
inn nöfn á auglýsingadeild Mbl., merkt:
„Pressa - 12996“, fyrir 20. apríl.
SmÚ auglýsingar
I.O.O.F. 7 = 1744148'/2 =
I.O.O.F. 9 = 1744148’A =
□ HELGAFELL 5993041419 IV/I
2 Frl.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Skrefið kl. 18.00 fyrir 10-12 ára
krakka. Bibiíulestur kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Alir hjartanlega velkomnir.
□ GLITNIR 5993041419 2 Frl.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma i kvöld
kl. 20.00.
REGLA MlJbTERJSRIDDARA
RM Hekla
14.4 - VS - FL
Frá Sálarrannsóknafélagi
íslands
Breski miðNlinn Keith Surtees
starfar á vegum félagsins frá
15.-30. aprii. Einnig starfar Guð-
mundur Mýrdal, huglækninga-
miðill, á vegum félagsins til
20. april. Bókanir eru hafnar í
símum 18130 og 618130.
Stjórnin.
IOGT
St. Einingin nr. 14
Fundur í Templarahöllinni i kvöld
kl. 20.30. „Skemmtum oss við
skáldafans''. Félagar fjölmennið.
Æ.T.
Kynning á Kripalujóga verður
haldin laugardaginn 17. apríl kl.
14.00. Allir velkomnir.
Byrjendanámskeið hefjast fljót-
lega.
Jógastöðin Heimsljós,
Skeifunni 19, 2. hæð,
simi 679181 (kl. 17-19).
/ffl\ SAMBANL) ÍSLENZKRA
SjáP/ KRISTTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58-60.
Árleg fjáröflunarsamkoma
Kristniboðsfélags kvenna i kvöld
kl. 20.30.
Efni i umsjá kristniboðanna
Hrannar og Ragnars Gunnars-
sonar.
Einsöngur: Laufey Geirlaugs-
dóttir.
Happdrætti, kökusala og kaffi-
sala.
Samkoman er öllum opin.
KENNSLA
Heilsunuddstofa
Þórgunnu,
Skúlagötu 26,
Námskeiö í svæðanuddi (helg-
arnámskeið). Tilvalið fyrir fólk af
landsbyggðinni.
★ Námskeið í ungbarnanuddi.
★ Námskeið i baknuddi.
★ Námskeið í andlitsnuddi.
Einnig einkatímar.
Góð aðstaða. Margra ára
reynsla. Menntun erlendis frá.
Upplýsingar, tímapantanir og
innritun i síma 21850 eða
624745 (best milli kl. 9-11 f.h.).
■