Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 36

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 að minnsta kosti vist,“ segir Ás- grímur. Og báðir byijuðu þeir ungir að spila brids, Ásgrímur þegar hann var 12 ára með bróð- ur sínum Boga og Jón þegar hann var 18 ára nemandi í Verslunar- skólanum. Synir Jóns, þeir Steinar og Ólafur, byijuðu enn yngri að spila eða 10 og 11 ára gamlir. Þeir hafa orðið íslandsmeistarar í flokki spilara 25 ára og yngri tvö sl. ár og unnu íslandsmeist- aratitilinn í tvímenning yngri spil- ara í fyrra. Titilinn nú er því fjórði íslandsmeistaratitilinn sem fjöl- skyldan vinnur á síðustu tveimur árum. Og tveir yngri bræður þeirra Steinars og Ólafs eru mjög liðtæk- ir í brids og þegar farnir að vinna mót á Norðurlandi. Fermingar- barnið Birkir og bróðir hans Ingv- ar unnu til dæmis Þorsteinsmótið á Blönduósi og Fljótamótið í fyrra. Og Ingvar 12 ára, vann aðaltví- menning bridsfélagsins á Sauðár- króki í ár með makker sem hann hafði aldrei spilað með áður. Ingv- ar fermist á næsta ári og aðspurð- ur um hvort hann vilji ekki svip- aða fermingargjöf og bróðir hans fékk svarar kappinn: „Það væri betra að fá heimsmeistaratitil- inn.“ Á mót mánaðargamall Eiginkonur þeirra Jón og Ás- gríms, Björk Jónsdóttir og Guðrún Sighvatsdóttir, spila báðar brids og raunar keppir Björk töluvert. Þær segjast báðar hafa fullan skilning á þeim tíma og orku sem eiginmenn þeirra þurfa að eyða í spilið til að halda sér á toppnum. Þetta er ekki lítill hluti ársins því Jón hefur áaetlað að á síðasta ári hafi sveitin eytt samtals 30 dögum í ferðalög og keppni. Björk segir að fjölskyldan þurfi aldréi að láta sér leiðast heima við því alltaf sé hægt að grípa i slag. Aðspurð um hvort henni hafi ekki þótt leitt að íslands- meistaramótið setti ferminguna úr skorðum segir hún að svo hafi ekki verið. „Mér þótti verst að komast ekki suður til að fylgjast með Islandsmótinu," segir hún. Er Morgunblaðið heimsótti fjöl- skylduna á heimili þeirra á Siglu- firði var yngsti meðlimur íjöl- skyldunnar staddur þar í heim- sókn, níu mánaða gamall sonur Ólafs Jónssonar. Sonurinn var skírður Jón Kort en nafnið helg- ast ekki af spilaáhuga fjölskyld- unnar heldur er hann skírður í höfuðið á langafa sínum sem hét þessu nafni. „Presturinn ætlaði aldrei að fást til að skíra drenginn þessu nafni og við lentum 'í vand- ræðum við mannanafnanefnd en að lokum tókst þetta," segir Björk. Og það var snemma byijað að venja þennan yngsta meðlim fjölskyldunnar við brids því hann var aðeins mánaðargamall er hann fór í fyrsta sinn með föður sínum á bridsmót á Akureyri. Góður stuðningur bæjarfélagsins Á Siglufirði er starfrækt öflugt bridsfélag og segja má að þetta sé ein höfuðíþrótt bæjarbúa. Um 50 manns keppa reglulega í félag- inu sem Jón telur einhverskonar Islandsmet miðað við höfðatölu því bæjarbúar í heild eru rúmlega 1.700 talsins. Þeir bræður segja að bæjar- samfélagið styðji vel við bakið á þeim og fylgist grannt með ár- angrinum á landsvísu. „Ég hef ekki haft við að taka í spaðann á fólki frá því við komum aftur norður," segir Ólafur. Aðspurðir um hvort þeir muni keppa erlendis ef það stendur til boða segir Jón að það verði varla. „Við höfum meiri en nóg með að keppa innanlands og grobbið í þessu hjá okkur er að vera Sigl- firðingar," segir hann. „Enda fáum við góðan móralskan stuðn- ing frá bæjarfélaginu auk þess að við höfum orðið áþreifanlega varir við að burtfluttir Siglfirðing- ar fylgjast með árangri okkar.“ Sigurvegararnir frá Siglufirði SVEIT Sparisjóðs Siglufjarðar sem vann Islandsmeistaramótið, frá vinstri eru þeir Ólafur Jónsson, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Jón Sigurbjörnsson og Steinar. Jónsson. Islandsmeistarar í brids eru fjölskylda á Siglufirði íslandsmeistaratitillinn gefinn 1 fermingargjöf EINN þeirra er framkvæmdastjóri, annar umboðsmaður, þriðji bankamaður og fjórði námsmaður. En þeir eiga tvennt sameig- inlegt, eru allir úr sömu fjölskyldunni á Siglufirði og eru ný- krýndir íslandsmeistarar í brids. Titilinn hefur töluvert gildi á alþjóðlegum vettvangi því íslendingar eru núverandi heims- meistarar í brids og í úrslitaleiknum lagði fjölskyldan að velli sveit sem skipuð er heimsmeisturum og Norðurlandameisturum í brids. Islandsmeistarakcppnin fór fram að venju um páskana á Hótel Loftleiðum. Þegar ljóst var að sveit Sparisjóðs Siglu- fjarðar myndi komast í úrslitin kom upp sú staða að þeir gæfu frá sér sætið sökum fermingar í fjölskyldunni á skírdag. Fermingarbarnið, sem er mjög liðtækur bridsspilari, tók það ekki í mál og sagðist vilja fá Islandsmeistaratitilinn í fermingar- gjöf. Varð úr að sveitin hélt á Islandsmótið en fermingarveisl- unni var frestað fram á páskadag. Þetta er fjórði Islandsmeist- aratitilinn í brids sem fjölskyldan vinnur á síðustu árum því yngri meðlimir sveitarinnar, bræðurnir Steinar og Ólafur, hafa verið í l'remstu röð yngri spilara landsins um nokkurt skeið og unnu bæði Islandsmótin í þeim flokki í vetur. íslandsmeistararnir eru bræð- urnir Jón Sigurbjörnsson og Ás- grímur Sigurbjörnsson og bræð- urnir Steinar Jónsson og Ólafur Jónsson en þeir eru synir Jóns Sigurbjörnssonar. Einnig spiluðu bræður þeirra Jóns og Ásgríms, þeir Bogi og Anton, með sveitinni í undankeppnum fram að mótinu en gátu ekki tekið þátt í loka- sprettinum sökum veikinda. Jón er framkvæmdastjóri Sjúkrahúss- ins á Siglufirði, Ásgrímur er um- boðsmaður VÍS á staðnum og á hlut í vélaleigu, Ólafur vinnur hjá sparisjóðnum og Steinar stundar nám við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Ólafur og Steinar eru yngstu Islandsmeistarar frá upphafi en þeir eru 20 ára og 21 árs gamlir. Leiddu mótið frá upphafi Þetta er í þriðja skipti sem sveit Sparisjóðs Siglufjarðar tekur þátt í íslandsmeistaramótinu skipuð eins og nú en þeir bræðurnir Jón, Ásgrímur, Bogi og Anton hafa nokkrum sinnum náð að tryggja sér rétt til þátttöku og besti árangur þeirra hingað til var fjórða sætið, „en draumurinn var ætíð eitthvað annað og meira,“ segir Jón Sigurbjörnsson. Á mótinu nú leiddi sveitin mót- ið frá annarri umferð og til loka. Aðspurðir um hvenær móts þeir hafi eygt möguleikann á verð- launasæti segir Steinar að það hafi verið í hálfleik í næstsíðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn. „Þá leiddum við með nokkrum mun og ég fór að gæla við þriðja sæt- ið,“ segir Steinar. Titillinn í fermingargjöf Jón segir að upphaflega hafi þeir rætt um að gefa sætið í úr- slitakeppninni eftir vegna ferm- ingarinnar á skírdag. „Það komu síðan ýmis vandamál upp þegar til átti að taka og síðan var ferm- ingarbarninu mjög umhugað um að við héldum keppninni áfram,“ segir Jón. „Strákurinn vildi fá tit- ilinn í fermingargjöf og engar refjar." Fermingarbarnið Birkir Jóns- son var mjög spenntur kvöldið fyrir úrslitaleikinn og hann segir Gripið í slag ÞAÐ er mikið spilað í eldhúsinu á heimili Jóns. Hér fylgist Björk Jónsdóttir, kona Jóns með þeim Ásgrími Sigurbjörnssyni og yngri bræðrunum, Ingvari og Birki Jónssonum. að þá nótt hafi hann ekkert sofið. Hann vaktaði síðan símann allan daginn og er Jón faðir hans hringdi loks til að tjá honum úr- slitin öskraði hann svo heyrðist í næstu húsum og grýtti símanum í næsta vegg. Rólegir allan tímann Þeir félagar og bræður Jón, Ásgrímur, Ólafur og Steinar höfðu þá reglu að í hveijum leik var pörunum skipt upp í hálfleik. Þannig spiluðu Jón og Ásgrímur saman fyrri hálfleikinn og Ólafur og Steinar en í seinni hálfleik spiluðu Jón og Steinar og Ásgrím- ur og Ólafur. Þetta er mjög óvenjulegt fyrirbrigði í brids og svo til óþekkt í stærri keppnum. En þeir spila allir sama kerfið, „Siglufjarðarlaufið" sem byggir að hluta til á Nákvæmislaufinu. Hvað úrslitaleikinn sjálfan varðar segja þeir félagar að þeir hafi verið sallarólegir allan tím- ann. „Við fundum að flestir áhorf- endur voru á okkar bandi og raun- ar hafði Guðmundur Páll [Arnar- sonj í sveit Landsbréfa orð á því að það væri erfitt að af sex hundr- uð áhorfendum væru aðeins tvær eiginkonur sem héldu með sinni sveit,“ segir Jón. Ólafur bætir því við að þeir hafi allt mótið tekið hvern leik fyrir sig og ekkert örl- að á stressi í úrslitaleiknum þótt andstæðingarnir hafi byijað hann með nokkrum látum. Fjórir íslandsmeistaratitlar Mikinn bridsáhuga í fjölskyld- unni segja þeir Jón og Asgrímur að megi rekja í báðar ættir þeirra í Fljótunum. „Það er varla til maður í ættunum sem ekki kann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.