Morgunblaðið - 14.04.1993, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.04.1993, Qupperneq 38
38 MOKGUNBLADID MlÐVIKUpAGUjt 14. AfiRÍL ,16^93 Friðbjörg Davíðs- dóttir - Minning Fædd 31. október 1913 Dáin 4. apríl 1993 Þegar móðir mín hafði skýrt mér í síma frá hinu óvænta andláti ömmu minnar á pálmasunnudag, sat ég þögull góða stund. Amma Fríða hafði svo oft komið við sögu í lífi mínu og ávallt til heilla. Hugurinn reikaði um horfna tíð og nam staðar í Um- ferðamiðstöðinni fyrir mörgum árum. Sex ára gamall snáði, kotrosk- inn og mannalegur, bíður með óþreyju eftir því, að áætlunarbíllinn leggi af stað upp í Borgames. Hann hafði áður heimsótt ömmu og afa á símstöðinni í Borgarnesi, en nú var hann í fyrsta sinn einn á ferð. Mamma hans hafði talað við bílstjór- ann, og allt var í lagi. Og mikil var tilhlökkunin og eftirvæntingin. Loks- ins fór svo rútan af stað, en hægt var ekið og varlega, því að hálka var víða, og þegar kom að Hvalfirði þótti bílstjóranum vísast að setja keðjur á dekkin. Það tók nokkurn tíma, og drengurinn fór að verða órólegur. Og svo er eins og þessi Hvalfjörður sé óendanlegur. En eftir eilífðartíma var þó komið til áfangastaðar, og það var feginn og glaður ferðalang- ur, sem hljóp í fang ömmu sinnar í Borgamesi, og allar áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þetta var mikill viðburður í lífí mínu, og hveijir eru hinir raunveru- lcgu stórviðburðir á ævi manns, þeg- ar hugurinn reikar og ræður för seinna á lífsleiðinni? Það var alltaf’ fögnuður fólginn í því að hitta ömmu Fríðu. Heimilið á simstöðinni í Borgar- nesi var íjölmennt og þar var mjög erilsamt. Það var ærinn starfi að reka það heimili með þeim myndar- brag, sem hún gerði. En það var eins og óþijótandi kraftur byggi í bijósti hennar, því að þrátt fyrir margvíslega erfiðleika og endalausar annir sáust sjaldan á henni þreytu- merki. Móðurbróðir minn, Hjálmar, átti við þungbær veikindi að stríða og þurfti mikillar umönnunar við. Þau mæðgin voru hetjur, hvort á sinn hátt. Hin ástríka móðir, sem reyndar var lærð hjúkrunarkona, veitti syni sínum alla þá hjúkrun, sem í mannlegu valdi var hægt að veita, unz yfír lauk, en hann lézt um fimm árum eftir að fjölskyldan fluttist til Borgarness. Amma Fríða leitaði aldr- ei til hins opnbera um aðstoð á nokk- um hátt, heldur hjúkraði honum öll þessi ár heima hjá sér ein og án vaktaskipta. Þá annaðist hún einnig aldraðan fjöður sinn, Davíð Einars- son, allmörg síðustu æviár hans. Það var greinilegt, að fólk laðaðist að ömmu minni. Hún var alltaf reiðu- búin að hjálpa, ef eitthvað bjátaði á, og það var sama, hver í hlut átti, hún fór ekki í manngreinarálit. Hún hafði áhuga á fólki, var mannglögg og ættfróð. Amma var mér ávallt góð, en hún gat líka verið ákveðin. Það þýddi ekki að vera með uppsteyt eða kenjar við matarborðið. Slíku var snarlega vísað á bug. Hjá ömmu lærði ég að meta hollan og góðan mat og þann ágæta sið að klára matinn minn, áður en staðið væri upp frá borðum. En það var líka lát- Tökum að okkur erfidrykkjur í ný uppgerðum Gyllta salnum. Hlaðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- Hótel Borg sími 11440. ið mikið eftir mér. Ég var litli prins- inn á heimilinu, og hjá ömmu minni og afa, Karli Hjálmarssyni í Borgar- nesi átti ég margar beztu stundir æskuáranna. Síðustu ár ævi sinnar bjó amma Fríða á Hringbraut 43 í Reykjavík í sömu íbúð og hún bjó í, áður en fjöl- skyldan fluttist til Borgarness. Sú íbúð hefur verið í eigu fjölskyldunn- ar, frá því að húsið var byggt. Það eru því margar minningar tengdar við hana, og þar var henni ljúft að njóta elliáranna í stöðugum tengslum við sína nánustu, ættfólk og vini og afbragðs nágranna. Og hjá henni var mjög gestkvæmt eins og verið hafði löngum hjá henni og var henni sann- arlega að skapi. Við hið skyndilega fráfall hennar ber okkur að hafa í huga, að hún, sem svo mörgum hafði hjúkrað um dagana, þurfti ekki á hjúkrun annarra að halda, og það hefur eflaust verið hennar vilji að svo varð. Hún var búin að þjást með öðrum og lina þjáningar þeirra. Ég kveð ömmu Fríðu með söknuði og þakklæti fyrir allt og allt. Pétur Helgason. í dag, miðvikudaginn 14. apríl, verður Friðbjörg Davíðsdóttir borin til hinstu hvíldar frá Fossvogskap- ellu. Friðbjörg, eða Fríða eins og hún var jafnan kölluð, fæddist 31. októ- ber og hefði því orðið áttatíu ára að hausti. Foreldrar hennar voru þau hjónin Davíð K. Einarsson verslunar- maður í Flatey á Breiðafírði og kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir. Hún lærði hjúkrun og vann við hjúkrunarstörf í Reykjavík í nokkur ár. Árið 1943 giftist hún Karli Hjálm- arssyni, seinna póst- og símstjóra í Borgarnesi, fæddur 28. desember 1912. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík, síðan í Borgarnesi í yfir tuttugu ár, er hann varð póst- og símstjóri þar. Foreldrar Karls voru þau hjónin Hjálmar Guðjónsson yfirfiskmats- maður á Seyðisfírði og kona hans Kristbjörg Elísabet Baldvinsdóttir. Fríða var einstök kona, ljúf í lund og kvartaði aldrei. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást, elju og þreki, er sjaldan brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn, þú vinnur með honum annað sinn með efldan og yngdan þróttinn. (G. Bjðmsson.) Ég held ég megi segja að þessar Ijóðlfnur eigi vel við Fríðu, því að án efa reyndi oft á er hún annaðist sjúk- an son sinn. Þeim Karli varð fjögurra barna auðið: Hjálmar, fæddur 8. maí 1943, dáinn 15. janúar 1964; Sigríður, fædd 17. september 1944; Birgir, fæddur 8. nóvember 1947; og Kol- brún, fædd 16. febrúar 1950. Áður hafði hún eignast dótturina Hrafn- hildi, fædda 23. apríl 1938. Síðan ólst upp á heimili þeirra hjóna systur- dóttir Karls, Iris Elísabet, fædd 21. júlí 1941. Það segir sig sjálft að í nógu var að snúast þau ár er börnin voru að vaxa úr grasi. Jafnan var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, hafði hún mikla ánægju af að blanda geði við aðra og var einstaklega gestrisin. Hún gerðist félagi m.a. í Kvenfé- Iagi Borgamess og Oddfellowregl- unni, en þaðan er mér ljúft og skylt að þakka henni samverustundirnar, því að ætíð fylgdi henni gleði og hlýja er hún var þar. Hún naut hverrar stundar og reyndist þar traustur fé- lagi. Er börnin fluttust að heiman og um hægðist hóf Fríða störf á póst- húsinu og vann þar í nokkur ár. Karl lét af störfum 1981 og fluttust þau þá til Reykjavíkur í íbúðina við Hringbraut er þau höfðu búið í áður. Fríða missti eiginmann sinn árið 1983 og bjó hún síðan ein í þeirri íbúð til hinstu stundar, en hún lést aðfaranótt sunnudagsins 4. apríl sl. Kvöldið áður hafði hún talað við vinkonu sína og kenndi sér einskis meins. Sæll er sá er fær að sofna svefninum langa í sinni eigin hvílu. Ég votta börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum samúð mína er þessi aldna heiðurs- kona hverfur héðan á braut. Hafí hún kæra þökk fyrir sam- fylgdina þau ár er við þekktumst. Sigríður Bachmann. Það er með miklum söknuði að ég kveð móðursystur mína Friðbjörgu Davíðsdóttur, eða Fríðu frænku eins og við kölluðum hana ávallt í minni fjölskyldu. Fríða lést á heimili sínu á Hringbraut 43 hér í borg 4. apríl sl. á áttugasta aldursári. Þótt aldur- inn hafí örlítið verið farinn að segja til sín, kom fréttin um andlát hennar á óvart, hún hafði rætt við vini og ættingja kvöldið áður án þess að nokkur merki sæjust um hvað í vændum var. Fríða var fædd 31. október 1913 í Flatey á Breiðafírði. Foreldrar hennar voru Davíð Einarsson frá Geirseyri við Patreksijörð og Sigríð- ur Eyjólfsdóttir frá Sviðnum á Breiðafírði. Davíð var verslunarmað- ur í Flatey um árabil og þar átti Fríða sín æskuár, eða til 12 ára ald- urs að þau flytjast til Olafsvíkur. Hún var elst fímm systkina en þau eru: Kristín, sem lést árið 1972, Guðrún búsett í Borgarnesi, Eyjólfur og Sverrir í Reykjavík. Var mjög kært með þeim systkinum. Fríða hafði gaman af að rifja upp æskuárin í Flatey, en á þeim árum var þar blómlegt atvinnulíf og dvald- ist fjölskyldan þar meðal ættmenna og vina. Ung fór Fríða til Reykjavíkur og hóf hjúkrunarnám. Hún útskrifaðist árið 1939. Einnig sótti hún sér menntun og reynslu til Danmerkur. Hún starfaði sem hjúkrunarkona í Reykjavík þar til hún giftist Karli Hjálmarssyni, póstafgreiðslumanni í Reykjavík, árið 1943. Karl var Aust- firðingur, ættaður úr Loðmundar- fírði. Áður hafði hún eignast dóttur, Hrafnhildi Hreiðarsdóttur. Hún starfar hjá Pósti og síma. Sambýlis- maður hennar er Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur. Börn Fríðu og Karls eru: Hjálmar, andaðist tvítugur að aldri, Sigríður, starfsmaður Lista- safns íslands, maki Skarphéðinn Bjamason flugumferðarstjóri, Birgir skólastjóri, maki Þórunn Harðardótt- ir fóstra og Kolbrún húsmóðir, maki Gísli Ragnarsson kennari. Systur- dóttir Karls, íris Elísabet, ólst upp hjá þeim frá 9 ára aldri. Barnabörn- in eru 13 og barnabarnabörnin níu. Fríða og Karl byggðu sér íbúð á Hringbraut 43 og áttu þar heima þar til þau fluttust í Borgarnes árið 1958 að Karl varð stöðvarstjóri Pósts og síma. Það var mikil tilhlökkun hjá okkur mæðgum í Borgamesi þegar þau fluttust í Borgarnes. Þetta var stuttu eftir að sjálfvirkur sími var tekinn í notkun þar, en sveitir Borgarljarðar voru enn með handvirkt kerfi og sín- ar litlu símstöðvar. Það var erilsamt starf sem beið þeirra hjóna. Sem dæmi má taka að næturvarsla var ekki komin á, og var næturskiptiborð í svefnherbergi þeirra. Þegar kalla þurfti á lækni eða lögreglu til sveita þá hringdi hjá þeim. Pósthúsið í Borgarnesi stendur við aðalgötu bæjarins og þangað eiga margir erindi. Þeir voru margir sem komu við og nutu gestrisni þeirra hjóna. Fríða vann líka ýmis störf á pósthúsinu, og var starfsdagur henn- ar því oft langur. Þá dvaldist Davíð faðir Fríðu hjá þeim síðustu æviár sín. Það var því öllum ljóst að mikinn dugnað þurfti til að sinna öllum þeim störfum sem til féllu á svo stóru heimili, en öllu sinnti Fríða af dugn- aði og með sinni alkunnu glaðværð. Borgarnesdvöl þeirra Fríðu og Karls lauk í september 1981 þegar Karl lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Fluttust þau þá aftur á Hring- brautina. Karl fékk ekki langan tíma til að sinna sínum áhugamálum í ellinni því að stuttu eftir komuna til Reykjavíkur gaf heilsan sig og Karl Fædd 16. maí 1938 Dáin 31. maí 1993 Nú um leið og við tökum eftir að vorið er í nánd, hringir síminn og okkur er sagt að elskuleg vinkona okkar og amma sé frá okkur tekin. Fyrir þrettán árum kynntist ég indælum hjónum, þeim Áróru og Hauki. Hjá þeim bjó ég um tíma. Margar góðar stundir áttum við saman á þeim fímm árum sem ég var á Sauðárkróki. Efst í huga mér er þó sú stóra stund er við áttum saman er ég fæddi mitt fyrsta barn, en þá var hún hjá mér. Eftir fimm ára dvöl á Króknum skildu leiðir okkar og ég fluttist norður til Akur- eyrar og hóf síðan sambúð með manni sem þau tóku sem einum af sínum sonum. Okkar samband hélst alltaf mjög gott. Fyrir nokkrum árum fékk Áróra erfiðan sjúkdóm sem hún barðist við til síðasta dags með ákveðni og hug- rekki. Alltaf gat hún gefið öðrum von um bjartar horfur. í nóvember 1988 fór ég langt niður og dvaldist á sjúkrahúsi á Akureyri. Þá var Ár- óra i meðferð í Reykjavík og í raun Okkur langar í fáum orðum að minnast Stefaníu Einarsdóttur sem lést á 96. aldursári og var jörðuð þann 5. apríl. Við kynntumst Stefaníu ekki fyrr en í sumarbyijun 1988 en þá vorum við svo heppin að fá leigða kjallara- íbúðina hjá henni í Barmahlíðinni. Þó Stefanía væri þá komin yfír ní- rætt bar hún aldurinn ótrúlega vel. Hún hélt heimili með Jónu dóttur sinni og það var alltaf jafn notalegt að skreppa upp til þeirra og þiggja kaffisopa. Stefanía var glæsileg kona og hlý í viðmóti. Hún var einstaklega barn- góð eins og við fengum að kynnast þegar við eignuðumst eldri son okk- ar. Hún lét ekki stigana aftra sér og kom oft niður í kjallara til að líta á drenginn. Þegar ég fór með hann upp til hennar í heimsókn kjáði hún framan í hann þar til hann hló og skríkti. Þegar hann varð eldri var tekið fram dótið sem geymt var fyr- ir barnabörnin og leikið við hann. Síðan var honum boðið kex og eitt- hvað að drekka. Drengurinn var að lést í ágúst 1983. Það má segja að alla tíð hafi ver- ið margt fólk í kringum Fríðu. Enda þótt hún hafi búið ein síðan Karl lést, þá laðaði hún að sér fólk á þann einstaka hátt að maður sóttist eftir að heimsækja hana. Hún var greind kona og hafði yndi af þjóðlegum fróð- leik. Hún las góðar bækur og aflaði sér upplýsinga um ættfræði. Miðlaði hún okkur ættingjunum fróðleik í þeim efnum. Það var lífsgleðin og jákvætt viðhorf hennar til allra hluta sem smituðu út frá sér og gerðu heimsóknir til hennar svo eftirminni- legar. Á sama hátt tók hún öllu óvæntu sem að höndum bar með reisn og festu. Ég verð að minnast með þakklæti á þá hjálp sem hún veitti móður minni Guðrúnu þegar hún missti manninn frá okkur systrunum korn- ungum. Þá stóð heimili hennar okkur opið og er seint fullþakkað fyrir þá velvild í okkar garð. Einnig lágu spor okkar systranna oft til Fríðu frænku á Borgarnesárum hennar. Um leið og við hjónin þökkum Fríðu alla tryggð við okkur og okkar fólk, vottum við ættingjum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góða konu mun end- ast okkur ævilangt. Sigríður Héðinsdóttir. mikið veik, en hún kom samt norður til að gefa mér vonir og hughreysta mig. Oft komum við hjónin til þeirra og þau til okkar. Síðast komu þau til okkar og voru við skírn á dóttur okkar, sem var eitt af þeirra barna- börnum þó í raun ekki væri. Síðan leið tíminn og ekki sáum við hana aftur fyrr en núna í marsbyijun. Þá sáum við hvert stefndi og skynjuðu börnin það líka, en innst inni vildi enginn trúa því að þetta væri í síð- asta sinn sem við sætum saman og spjölluðum. Þegar kvatt var sagði hún: Næst þegar þið komið verð ég hressari. Um tuttugasta mars fór til hennar fólk sem hún ætlaði að fara með í gönguferð upp að Hraunsvatni í Oxnadal. Svona var hún bjartsýn til síðustu stundar. Mynd þessarar elskulegu konu mun lifa í hugum okkar allra. Elsku Haukur og þið öll, megi góður Guð hjálpa ykkur á þessum erfiða tíma. Við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Silla, Páll, Hreinn Haukur, Hreggviður, Vigdís og Guðný. vonum ánægður með þessar móttök- ur og eftir að hann lærði að tala bað hann oft um að fá að heimsækja Stefaníu og Jónu. Þegar svo yngri sonur okkar fædd- ist sl. sumar var Stefanía ekki í vand- ræðum með að fá litla andlitið til að ljóma. Það var svo gaman að fylgj- ast með hve lagin Stefanía var með börnin. Stefanía reyndist okkur afskap- lega vel. Alltaf þegar hún hitti annað okkar spurði hún hvernig hinir í fjöl- skyldunni hefðu það. Þannig fann maður alltaf velvilja og hlýhug í okkar garð þótt við tengdumst henni ekki Ijölskylduböndum. Nú er tómlegt í Barmahlíðinni. En minningin um þessa góðu konu lifír og við kveðjum hana með þakk- læti og virðingu. Við sendum börnum hennar, Birnu, Jónu og Herði, og tengdadótt- urinni Ásdísi okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, einnig barnabömum og barnabarnabörnum. Erna, Geir og synir. Minning Áróra Heiðbjört Sigursteinsdóttir Stefanía Einars- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.