Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 39

Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1993 39 Þórir Sæmundsson — Minningarorð Fæddur 7. nóvember 1935 Dáinn 5. apríl 1993 Haustið 1975 fæddu átök í blaðaheiminum af sér Dagblaðið. Þórir Sæmundsson verslunarmað- ur var einn af frumherjum blaðsins og seinna auglýsingastjóri þess. Þórir er borinn til moldar í dag og álengdar standa gamlir sam- heijar og drúpa höfði. Þórir Sæmundsson var atgervis- maður. Hann kunni til verka á dagblaði og lét ekki sitt eftir liggja til að treysta ungan fjölmiðil í sessi. Rösk handtök komu sér vel í stöðugri glímu við að afla blaðinu auglýsinga frá degi til dags. Seinna skildu leiðir og Þórir hélt áfram að starfa við auglýsingar á öðrum vettvangi. Nú seinast rak hann eigin verslun í Kópavogi. Þóri Sæmundssyni stóðu allir I vegir færir í einkalífi sínu og gæfan blasti við honum. Hann eignaðist góða lífsförunauta og yndisleg börn, en hamingjuna tókst honum ekki alltaf að höndla fyrir sjálfan sig. Þórir Sæmunds- son sætti sig því miður ekki við það sem hann fékk ekki breytt og breytti ekki því sem hann gat breytt. I nafni gamalla samheija á Dagblaðinu kveð ég Þóri vin minn Sæmundsson í dag og fylgi loka- spölinn. Ástvinum hans öllum sendum við einlægar samúðar- kveðjur og biðjum alföður að styrkja á saknaðarstundu. Minn- ingin um öflugan félaga og góðan dreng lifir björt í okkar hópi hve- nær sem rösklega verður tekið til hendi. Megi Þórir Sæmundsson öðlast sálarfrið að leiðarlokum og við hin I æðruleysi sem eftir stöndum. Ásgeir Hannes. Nú þegar sól hækkar á lofti og dagarnir lengjast óðfluga, erum j við skyndilega minnt á, þrátt fyrir birtu, yl og gróanda, fallvaltleika lífsins, er einn okkar ágætu sam- ferðamanna er kallaður burt úr önn dagsins, allt of fljótt, snöggt og vægðarlaust, við eftir í spurn, af hveiju, en við því fæst ekkert viðhlítandi svar. Þórir Sæmundsson réðst í sveit- arstjórnarstarfa í Sandgerði 1962, ráðinn í krafti þess að Alþýðu- flokksmönnum hafði tekist að fá þá hreinan meirihluta í sveitar- stjóm. Hófust þá náin kynni okkar og frjölskyldu hans og varaði þau fjög- ur ár sem hann starfaði hér í i byggðarlaginu. Fljótt varð ég þess áskynja að hér fór harður mála- fylgjumaður með fastmótaðar ( skoðanir í ýmsum grundvallarmál- um, enda lét hann ógjarnan hlut sinn í kappræðum, og fóru skoðan- ( ir okkar oft saman í ýmsum framf- aramálum, sem þá voru á döfinni. Miðneshreppur með kauptúnið Sandgerði var þá eitt af stærri hreppsfélögunum, í örri þróun með sívaxandi þarfir íbúunum til handa, sem slíku fylgir, og hefur nú á seinni árum skilað því til þess þroska, að verða yngsti kaup- staður landsins, með þeim réttind- um og skyldum sem því fylgja. Þá eins og nú var við mörg verkefni að fást en framkvæmdafé af skornum skammti. Stækkun og dýpkun hafnar var á döfinni, bygging dagheimilis og áhalda- húss gerð og gatnaframkvæmdir fyrirhugaðar, ásamt mörgu öðru, Það var því í nógu að snúast fyrir dugmikinn framkvæmdamann eins og Þóri, enda náðist á þessu tímabili verulegur árangur í ýms- um málaflokkum tii heilla fyrir byggðarlagið. Félagsmálin voru Þóri hugleik- in, hann gekkst fyrir stofnun Tón- listarfélags Miðneshrepps sem rak tónlistarskóla, og var hann fyrsti formaður félagsins. Þá var hann einnig einn af stofnendum Lions- klúbbs Sandgerðis, sem enn starf- ar. Að þessum fjórum árum liðnum flutti Þórir með fjölskyldu sinni burt, þar sem ekki var um endur- ráðningu að ræða í stöðu sveitar- stjóra. Þá fækkaði fundum okkar, og síðustu áratugina hefur kynn- um okkar ekki verið viðhaldið. En nú er komið að kveðjustund, fyrirvaralaust og alltof fljótt. Ég og fjölskylda mín þakkar góð kynni, margar ánægjustundir frá þessum árum við ýmis tækifæri sem skilja eftir góðar minningar. Við flytjum öllu skyldfólki, vin- um og vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Brynjarr Pétursson. Bróðurkveðja Bróðir minn, vinur og félagi er látinn; skyndilega sló dauðinn sprota sínum þar sem maður átti síst von. Mig skortir orð, mig skortir birtu, ský hefur dregið fyr- ir sólu, maður spyr spurninga, en fær engin svör, slíkir eru vegir Guðs, órannsakanlegir, óskiljan- legir. Eftir stendur maður og star- ir í glóð minninganna um góðan og sannan dreng, umhyggjusaman son, föður og afa, sem hrifinn er á brott langt um aldur fram. Þórir Sæmundsson fæddist í Hafnarfirði 7. nóvember 1935, sonur hjónanna Sæmundar Sig- urðssonar, dáinn 1945, og Guð- rúnar Jónsdóttur sem lifir í hárri elli og dvelur nú á Sólvangi. Hinn 16. október 1954 gekk Þórir að eiga Guðmundu Jóhanns- dóttur, en þau slitu samvistir 1973. Börn Þóris og Guðmundu eru Sæmundur Rúnar hljómlistar- maður, giftur Örnu Vignisdóttur og eiga þau þijú börn, auk þess sem Sæmundur Rúnar á einn son; Jóhann Jón flugmaður, giftur Elsu Jónsdóttur, þau eiga einnig þijú börn; Steinar Þór pípulagninga- meistari, giftur Bryndísi Harðar- dóttur, þau eiga tvö börn; Hugrún Hrönn, gift Herði Guðmundssyni, börn þeirra eru fjögur; og Guðrún Jónína Mjöll, sambýlismaður hennar er Gylfi Þór Þorsteinsson. Árið 1976 eignaðist Þórir með þáverandi sambýliskonu, Kol- brúnu Bjarnadóttur, son sem skírður var Þórir Örn. Hann ólst upp hjá föður sínum og var afar kært á milli þeirra feðga. Þórir er dáinn því fær enginn breytt, en minningin um góðan dreng, son, föður og afa lifir og. býr með okkur sem eftir stöndum í þögulli sorg, undrandi yfir því miskunnarleysi sem dauðinn er. Þórir var ungur er pabbi dó, líf- ið var hart og erfitt, en hann bauð því byrginn, hann vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa mömmu í hennar erfiðleikum og vílaði ekki fyrir sér þó ungur væri erfiðis- vinnu, uppskipun úr togurum, salt- skipum og fleira er í boði var. Hann lauk gagnfræðaprófí frá Flensborgarskóla og vegna dugn- aðar, elju og góðra gáfna voru honum falin mörg trúnaðarstörf. Hann var sveitarstjóri, kaupfé- lagsstjóri og framkvæmdastjóri, auk þess sem hann gegndi mörg- um öðrum ábyrgðarstörfum sem óþarft er að telja upp. Þórir var fylginn sér í þeim málum sem honum fundust rétt og hélt málstað þeirra fram af festu og hreinskilni og alltaf án þess að særa þann sem var á önd- verðum meiði. Þórir var kylfingur góður og stundaði þá íþrótt af kappi eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur, en skákin átti þó mest rúm í huga hans. Tírnun- um saman sat hann setið yfir skák- borði og þar held ég að hafi verið hans bestu stundir. Hann tók þátt í fjölda skákmóta og stundaði bréf- skákir um allan heim. Fyrst og fremst lifir Þórir í minningu okkar sem mannlegur maður, breyskur maður, góður drengur sem öllum vildi vel og ekkert aumt mátti sjá, þó að oft ætti hann erfiða tíma sjálfur. Ástkær bróðir er horfínn, ást- kær sonur, faðir og afi er horfinn, en lifír þó, lifir í Guði og lifír í okkur. Fyrir það þökkum við, þökkum fyrir þá birtu, heiðarleik og drengskap sem hann veitti okk- ur með lífi sínu. Ég bið algóðan Guð að hugga og styrkja mömmu, börnin hans, tengdabörn og afabörn. Megi minningin um góðan dreng styrkja okkur í þeirri sorg sem yfir okkur hvílir. Dijúpa tár drýpur þögn í þjáning mína Skín sól sæl og heit á minning þína E.S. Nú, þegar Þórir Sæmundsson er fallinn frá, langt um aldur fram, koma upp í huga mér margar ljúf- ar minningar frá kynnum okkar, en þau hófust árið 1987, þegar dóttir hans kynnti okkur. Þau kynni urðu strax mjög góð og átt- um við margar ánægjulegar sam- verustundir, þar sem rætt var um lífið og tilveruna, oft langt fram eftir nóttu, báðum til mikillar ánægju. Þessar samverustundir ber hæst hjá mér í minningunni um góðan mann. Ýmislegt mót- læti mætti honum í lífinu, sem hann reyndi að beijast við, en marga góða eðliskosti hafði hann. Og sá, er ég dáði hvað mest, var sú hlýja og væntumþykja, er hann sýndi öllum þeim, er í kringum hann voru. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir liðnar sam- verustundir um leið og ég votta börnum hans, Rúnari, Jóhanni, Steinari, Hugrúnu, Guðrúnu og Þóri mína dýpstu samúð. Gylfi Þór Þorsteinsson. HÁSKÓLI ÍSLANDS - ENDURMENNTUNARSTOFNUN Steínumótun á sviði söluörvunar (Promotional strategy) Hvað er: áhrifaríkast? hagkvæmast? ódýrast? Auglýsingar - sölumennska - söluhvatningar - almenningstengsl - bein markaðssókn. Leiðbeinendur: Bjami Grímsson, markaðsráðgjafi og Bergsveinn Sampsted, markaðsstjóri og formaður Samtaka auglýsenda. Efni: Markaðshlutun. Aðgreining frá keppi- nautum. Val staðsetningar á samkeppnis- sviðinu. Setning markaðs- og söluörvunar- markmiða. Stefnumótun í söluörvun (promotion). Boðmiðlunar- og sölumarkmið. Akvörðun fjárveitinga til sölumennsku, auglýsinga, almenningstengsla, söluhvatningaraðgerða og beinnar markaðssóknar (Direct Marketing) Gerð og framkvæmd söluörvunaráætlunar. Tilhögun árangursathugana; boðmiðlunar- og söluárangurs. Námskeiðið er haldið í samvinnu við ffæðslu- nefhd Sambands íslenskra auglýsingastofa og er hluti af námskeiðaröð í markaðs- og sölufræðum. Tími: 20., 21., 27. og 28 aprfl kl. 16:00-19:00 Verð: 12.000 krónur. Skráning í móttöku Tæknigarðs í síma 694940. Nánari upplýsingar á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar í símum 694923, 694924 og 694925. ( < i Bjóðum ÚRVALS ÚTSÆÐI Gullauga, Rauðar íslenskar, Amazone, Premier, Bintje og Helga Aburður, kalk, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 4321 1 ÖRKIN 2111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.