Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 40

Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Þorvaldur Valdi- marsson- Minning Fæddur 23. júlí 1916 Dáinn 5. apríl 1993 Hann „Valdi afi“ er dáinn. Hann var afi mannsins míns en samt hef ég kallað hann þessu nafni alla tíð. Mig langar til þess að minnast hans í nokkrum orðum. Valdi afi var maður sem kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann hafði gaman af því að rök- ræða við fólk og stóð fast á sínu. Hann var fróður og vel lesinn og mörg kvöldin áttum við saman þar sem við ræddum um heimsins gagn og nauðsynjar og ávallt var Valdi uppspretta mikils fróðleiks. Ósjald- an fór hann með heilu kvæðin utan- bókar og sagði mér margar sögur frá bernsku sinni. Eftir að Inga amma dó þá fannst mér Valdi afi aldrei verða samur og áður, hans missir var mikill. Þau hjónin voru einstaklega gestrisin og það var alltaf svo notalegt að koma til þeirra. Valdi afi hafði verið veikur í nokkur ár en alltaf bar hann sig vel. Hann var ávallt nægjusamur, fór ekki fram á mikið frá öðrum og var svo þakklátur þótt að ég bara hringdi í hann, það var alveg nóg. Valdi afi var sérstaklega stoltur maður og eitt af hans markmiðum í lífinu var það að skulda engum neitt. Hann sagði oft við mig: „Ef þú átt ekki peninga til þess að borga á borðið það sem að þú ætlar að kaupa, þá átt þú ekki að kaupa það.“ Valdi afi var hlýr og einlægur maður og þótti mér mjög vænt um hann. Hann var okkur hjónunum einstaklega góður. Ég sá Valda afa tæpri viku áður en hann dó. Hann var svo glaður og ánægður og mér fannst ég ekki hafa séð hann eins hressan lengi vel en nú er hann dáinn. Mig lang- ar til þess að kveðja hann og þakka honum fyrir allt með erindi úr Ein- ræðum Starkaðar sem hann fór svo oft með fyrir mig. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atord eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar-margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Elsku Birgir, Sigríður og Siggi, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Þorvaldar Valdimarssonar. Alma Eir Svavarsdóttir. ■» Þorvaldur Valdimarsson fv. fisk- sali Austurbergi 30 Reykjavík lést 5. apríl sl. eftir langvarandi veik- indi og verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju í dag. Hann fæddist 23. júlí 1916 á Suðureyri við Súgandafjörð og var rammvestfírskur langt fram í ættir og bar hann uppruna sínum skýrt vitni. Faðir Þorvalds var Valdimar Þor- valdsson bátasmiður í Súganda- firði, en hann fluttist til Suðureyrar í byijun þessarar aldar. Valdimar var mikill gáfu-, fróð- leiks- og lærdómsmaður eins og títt er um afkomendur Friðberts Guð- mundssonar frá Vatnsdal. Hann hafði afburða minni og var allra manna fróðastur um ættfræði og sögu og kunni íslendingasögurnar nánast utanbókar. Hann hafði mik- ið dálæti á fornri grískri og róm- verskri menningu og hélt mikið upp á ritverk Wills Durants. Auk þess kunni hann ýmislegt fyrir sér í geo- metríu og var mikill meistari í að teikna sporbauga, en þá notaði hann við smíði vissra bátshluta. Hann ferðaðist ekki mikið um dag- ana, en bætti það upp með lestri ferðapistla og frásagna eftir Matt- hías Jochumsson, Pálma Hannes- son, Guðmund Finnbogason o.fl. Hann varði verulegiim hluta tekna sinna til bókakaupa og var óspar á að miðla öðrum af þekkingu sinni. Ennfremur skrifaði hann fjölmarg- ar greinar og hafa sumar þeirra birst á prenti. Valdimar lést árið 1976 á nítugasta og áttunda aldurs- ári. Móðir Þorvalds var Kristín Bene- diktsdóttir frá Bolungavík en hún var dóttir hins mikla aflamanns og sjósóknara Benedikts Gabríels Jónssonar í Bolungavík. Hún var gædd ríkum Iistrænum gáfum, full af glaðværð og bjart- sýni og sagði svo skemmtilega frá að fólk kom oft í heimsókn til að njóta skemmtilegs félagsskapar. Þegar hún var 13 ára fórst faðir hennar ásamt bróður og mág í af- taka veðri og eftir varð hún að bjarga sér sjálf. Fáir hafa þurft að bera þyngri byrðar um dagana en þessi fínlega kona. Tveir fyrstu eig- inmenn hennar létust á sviplegan hátt og hún stóð uppi alein með fjölmörg börn. Hún giftist Valdimari 1912 og eignuðust þau átta börn þar af dóu fimm í bernsku eða í blóma lífsins. Hetjulund, hugprýði og hjarta- gæska þessarar konu var með slík- um fádæmum að helst er hægt að líkja því við móður Lemmikáinens í hinum foma sagnabálki Kalevala. Kristín lést 1948. Af 14 börnum hennar eru tvö enn á lífi þau Guðrún Valdimarsdóttir frá Suðureyri og Ólafur S. Ólafsson fv. kennari Reykjavík. Þorvaldur yfirgaf ungur heimahagana og hélt til Reykjavíkur. Hann var við nám á Laugarvatni veturinn ’33-’34 og tók hið svokallaða minna fiski- mannapróf frá Sjómannaskólanum í Reykjavík árið 1941, en það veitti skipstjómarréttindi upp í 75 tonna fiskiskip. Hann tók einnig þátt í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokks- ins sér til gamans, en þar kenndi Gunnar Thoroddsen ræðumennsku og framsögn. Leið Þorvalds eða Valda eins og hann var kallaður í daglegu tali lá brátt á sjóinn. Hann reri í nokkur ár á útilegubátum frá Reykjavík og Sandgerði, en fór síðan á togar- ana og var lengstum á Karlsefni með Halldóri Ingimarssyni og Snorra goða, en þar var Sigurður Guðjónsson skipstjóri. Valdi sigldi öll stríðsárin og var stundum hætt kominn í þeim ferðum. Hann var eftirsóttur togarasjómaður, enda góður verkmaður og flinkur neta- maður. Ekki spillti það fyrir að hann var góður sögumaður og hélt uppi fjörinu um borð, en það skipti miklu máli á löngum og tilbreyting- arlausum veiðitúrum. Valdi hætti sjómennsku 1955 og fór þá að vinna í fiskbúð hjá Stein- grími Bjarnasyni um nokkurn tíma, en leigir nokkru síðar fiskbúð á Langholtsvegi 19 og starfar síðan við fisksölu til ársins 1978. Síðustu starfsárin vann hann hjá Eimskip við afgreiðslu í Borgarskála. Mesta lán Valda í lífinu var án efa þegar hann kynntist lífsföru- nauti sínum, Ingibjörgu Georgs- dóttur frá Ytri-Njarðvík, f. 1917, árið 1941 og eignuðust þau tvö börn, Birgi f. 1942, og Sigríði f. 1954. Ingibjörg hafði áður eignast dreng, Sigurð Má Helgason, f. 1940, og gekk Þorvaldur honum í föðurstað. Ingibjörg var afburðarkona hlý, gestrisin og dugleg og stjórnaði hún heimilinú af miklum myndarskap og var heimilið orðlagt fyrir gest- risni. Þau hófu búskap í Ytri-Njarð- vík en fluttust síðan til Reykjavíkur og bjuggu lepgstum á Kleppsvegi 54 og síðustu árin að Austurbergi 30. Ingibjörg lést 5. september 1988. Valda var margt til lista lagt. Hann hafði gaman af tafli, spilum, krossgátum og hverskyns þrautum og hann hafði ennfremur mikið gaman af kvæðum og skáldskap. Sérstakt dálæti hafði hann á lífs- reynslu skáldunum, Einari Ben., Steini Steinarr, Erni Arnarsyni og Vilhjálmi frá Skáholti. Oft var glatt á hjalla í kringum Valda, sérstak- lega þegar hann flutti þessi ljóð af mikilli innlifun og fjöri. Valdi var ekki allra. Hann gat líka verið styggur, stúrinn og þrætugefinn. En þeir sem þekktu hann vel vissu að innan við skrápinn bjó viðkvæm, örlát og skemmtileg mannvera sem gladdi marga og sparaði ekkert til að verða örlát og skemmtileg mann- vera sem gladdi marga og sparaði ekkert til að verða öðrum að góðu liði. Við sem áttum því láni að fagna Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Þorkels Sigurðssonar mágs míns og vinar sem lést að heimili sínu 29. mars sl. Óhætt er að segja að nú sé horfinn af sjónarsviðinu eftirminnilegur persónuleiki. Vin- skapur okkar var margvíslegur. Þorkell var tíður gestur á heimili okkar hjóna þar sem við gátum setið tímunum saman og spjallað um sameiginleg áhugamál okkar — tónlist og kvikmyndir. Það er tón- listinni að þakka að við fórum sam- an til London í ágúst sl. til þess eins að komast á tónleika með mörgum af okkar uppáhalds hljóm- sveitum. Áhugi hans á menningu, mann- kynssögu og kvikmyndum áttu hug hans allan. Hann las allar þær bækur sem hann komst yfir og það var varla sýnd kvikmynd á íslandi sem fór fram hjá honum. Að ræða Fædd 28. október 1927 Dáin 3. apríl 1993 í gær, 13. apríl, var til moldar borin Guðrún Pétursdóttir sem lést á Landspítalanum að morgni 3. apríl eftir erfiða sjúkralegu. Það var fyrir tæpu ári að hún gekkst undir upp- skurð og var þá sýnt að hveiju stefndi. Gunna, eins og hún var köll- uð í okkar hópi, var ættuð frá Ólafs- vík. Hún missti föður sinn í bernsku og þurfti snemma að sjá sér far- borða. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við minnumst Gunnu, þakk- Iæti fyrir hennar hlýja, bjarta bros og jákvætt lifandi viðmót sem allir nutu. Hún var alltaf veitandinn, hún tók svo kærleiksríkan þátt í raunum annarra og gladdist líka innilega yfir velgengni hjá öðrum. Hún bar aldrei á torg eigin sjúkdóm né erfið- leika af neinu tagi og sjálfsvorkunn vildi hún aldrei hlusta á. Hún kunni að haga orðum sínum þannig að aldrei var misskilið. Óla manni sínum kynntist hún árið 1950. Þá voru þau bæði að ná að kynnast Valda persónulega, þökkum margar ánægjustundir og óskum honum góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Ellert Ólafsson. Það er erfitt að sætta sig við það að næst þegar ég fer til íslands verði Þorvaldur Valdimarsson — Valdi tengdafaðir minn — ekki leng- ur á meðal vor, þó að í langan tíma hafí verið ljóst að hveiju dró. Þau 15 ár sem við þekktumst var Valdi ávallt ómissandi hluti af ís- landsdvöl minni. Við vorum aldrei nábúar, en áttum oft náin kynni, sérstaklega þegar ég dvaldist í Reykjavík í fríi eða námsleyfi og er mér minnisstætt sumarið 1987 er ég sótti námskeið í Reykjavík og bjó þá hjá Valda í Austurberg- inu. Þetta sumar vorum við aðeins tveir á heimilinu því að tengdamóð- ir mín, Ingibjörg Georgsdóttir, sem lést 5. september 1988, gætti þá barna okkar Sigríðar á Egilsstöð- um. Ég minnist margra kvöldstunda þá, þegar við ræddum málin og var oft rabbað langt fram á nótt, sér- staklega þegar talið''”barst að æskuárum í Súgandafirði eða hann ræddi störf sín og áhugamál. Þá hafði hann gaman af að segja frá þeim miklu breytingum í þjóðfélag- inu sem átt höfðu sér stað á ævi hans. Valdi var lítillátur eins og svo margir íslendingar eru, hann lét lítið á sér bera, en þegar talið barst við hann var stundum eins og að tala við alfræðiorðabók, hann vissi allt um sögu mannsins og allar styijaldir aftur í tímann. Það var jafnan stutt í brosið hjá Þorkeli sem hafði mjög eftirminnilegan og smit- andi hlátur og við gátum skipst á bröndurum og hlegið í marga daga. Uppáhaldið í lífi Þorkels var án efa sonur okkar Hlöðver litli sem veitti honum mikla gleði í hvert sinn sem þeir hittust. Þeir sem þekktu Þorkel vita vel hversu duglegur og kraftmikill hann var í leik og starfi. Ef einhver þurfti á aðstoð að halda mátti stóla á Þorkel. Hann var með sveinspróf í málaraiðn og það kom sér oft vel þegar einhver í fjölskyld- unni þurfti að mála hjá sér. Það er sárt að sjá á eftir Þorkeli sem átti sér stóra drauma um fram- tíðina, drauma sem hann deildi með okkur og leitaði óspart álits okkar. sér eftir alvarleg veikindi. Þau giftu sig í kyrrþey vestur í Ólafsvík og frábáðu sér öll veisluhöld. Þau blésu á alla erfiðleika og komu sér fljót- lega upp fallegu heimili á Austur- brún 25. Það hús byggðu þeir í fé- lagi Óli og Baldur bróðir hans. Óli dó fyrir rúmum þremur árum eftir erfiða og langa baráttu og þá kom berlega í ljós sálarþrek hennar og kærleikur, þegar hún annaðist hann með ástúð og umhyggju þar til yfir lauk. Gunna og Óli eignuðust fimm börn, en þau eru: Karólína Ingi- björg, fædd 8. janúar 1951, Siguijón Arni, fæddur 21. september 1954, Hafdís, fædd 17. janúar 1956, The- ódóra, fædd 1. maí 1960, og Óli Rúnar, fæddur 26. maí 1963. Hafa þau öll stofnað sín eigin heimili nema Óli Rúnar sem hélt heimili með móður sinni. Alls eru barnabörnin orðin 13. Öll hafa þau erft þá góðu kosti sem einkenndu Gunnu og Óla. Þau tóku líka að sér bróðurdóttur Óla, Hrafnhildi, þegar hún varð munaðarlaus. Það var alltaf til rúm á þeirra heimili, þó að aðrir sæju Þorkell Sigurðs- son - Minning Guðrún Péturs- dóttir - Minning að hlutum sem honum fundust áhugaverðir þá gat hann haldið hrókaræður um málið. Valdi hafði víðtæka lífsreynslu og var marg- fróður og hann hafði alltaf gaman af frásögnum af fólki og mannlífi jafnt á íslandi sem og í öðrum lönd- um. Þrátt fyrir erfið veikindi, var alltaf stutt í kímnina og léttleikann sem einkenndi hann alla tíð. Valdi og Inga ólust upp á tímum þegar lífsbaráttan var miklu harð- ari en í dag. Þetta mótaði þeirra afstöðu til lífsins, þau gerðu miklar kröfur til sjálfra sín og unnu af kappi eins lengi og heilsa og kraft- ar leyfðu. Þau voru alltaf boðin og búin að aðstoða aðra og nutu þess að gefa frekar en þiggja. Þau sýndu öllum mikla gestrisni og góðvild þ. á m. foreldrum mínum og vinum þegar þau dvöldust á íslandi. Valdi undirstrikaði oft hve mikil- væg menntunin væri, því að góð almenn menntun væri undirstaða allra framfara. Hann minntist ávallt með virðingu og þakklæti skóla- göngu sinnar á Laugarvatni og í Sjómannaskólanum og fýlgdist áhugasamur með námi barna og bamabarna sinna og hvatti þau óspart til dáða. Það er ljóst að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur en það er manni hughreysting að hann fór héðan saddur lífdaga og skilur eftir sig spor sem sannarlega er vert að minnast. Heiðruð sé minning hans. Leo Jensen, Danmörku. Núna þegar leiðir okkar skilja bið ég Guð að taka vel á móti honum og með söknuð í hjarta kveð ég mág minn og vin með virktum. Megi algóður Guð styrkja fjölskyldu þína. Sigurður Hlöðversson. kannski ekki allt það pláss í fjögurra herbergja íbúð og með hluta af hópn- um á táningsaldri. Strax og fór að létta á barnaupp- eldinu fór Gunna út á vinnumarkað- inn, ekki vegna þess að fjárins væri vant, heldur gat hún aldrei setið auðum höndum. Hún var í hluta- starfi hjá Sparisjóði Reykjavíkur í áratugi, og inn á milli í ýmsum auka- störfum. Maður heyrði hana ósjaldan segja þegar leitað var til hennar: „Ég get ómögulega neitað, og svo er þetta svo skemmtilegt fólk.“ Skemmtilegt fólk var Gunnu að skapi og sjálf var hún skemmtileg kona. Óskiljanlegt var allt það þrek sem bjó í henni, og varð manni á að hugsa, hvort hún hefði erft ein- hvern dulinn kraft frá Jöklinum, eins og margur vill halda fram fyrir vest- an. Eftir lát Óla hélt Gunna áfram að hjúkra sjúkum og þá á DAS, og gekk þá ekki heil til skógar. Gunnu var ekki mikið um oflof gefið, en það er bara ekki hægt að minnast hennar á annan hátt en hér er gert, svo margt gott átti hún til. Ástvinum hennar vottum við okk- ar innilegustu hluttekningu. Þegar fram líða stundir, breytist sorgin í fagrar, kærar minningar um ástríka foreldra. Við þökkum samleiðina sem við áttum og góðar minningar. Inga og Örn (Addi).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.