Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 41

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 41 Kristín Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 7. október 1895 Dáin 3. apríl 1993 Elsku langamma okkar. Megir þú hvíla í friði og öðlast annað líf eftir þetta. Þú hefur veitt okkur svo mikið að við munum aldrei geta þakkað þér nóg. Þú sagðir alltaf: „Ég mun ekki lifa að eilífu," og við vissum að það væri satt, en samt er erfítt að sætta sig við að þú sért farin. Þú óskaðir þess að þegar þú yfírgæfir þennan heim fengir þú að fara í svefni og sú ósk þín var uppfyllt. Þú hefur átt mjög langa og góða ævi sem margir myndu vilja eiga og þú átt átta langömmuböm sem munu alltaf muna eftir þér og geyma góða minningu um þig í hjarta sínu. Okkur mun alltaf þykja vænt um þig- Fyrir hönd langömmubama, Elva Sif Grétarsdóttir. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? - Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? (M. Joch.) Það var bjartur og fagur vor- morgunn 3. apríl sl. þegar síminn hringdi og dóttir Kristínar sagði mér lát móður sinnar. Hún fékk að kveðja þennan heim í birtu vorsins, fékk að sofna síðasta blundinn, eins og hún hafði óskað sér svo oft síð- ustu árin. Kristín var besta konan sem ég hef kynnst um ævina. Hún reyndist mér sem besta móðir eftir að móðir mín lést, enda var ég oft kölluð hálfsystir í fjölskyldunni. Börnum mínum var hún sem amma og bamabörnin mín, Jónheiður, Berg- rún og Jakob Árni, kölluðu hana alltaf „Stínu vinkonu“. Þau öll þakka henni vináttuna. Kristín fluttist til Keflavíkur með manni sínum, Einari Ólafssyni, og elstu dóttur þeirra Katrínu, sem þá var á fyrsta ári. Seinna fæddist Elín Óla, þá Ólafía Sigríður og yngstur er Guðmundur, en það var mikil gleði að fá strák í fjölskyld- una. Öll em þau myndarleg og vel af guði gerð. Þau hafa stofnað sín heimili með góðum maka og eign- ast börn og barnaböm. Katrín býr í Bandaríkjunum, hennar maður er John Warren og eiga þau tvö börn, Vicki og Erik. Elín Ola býr í Keflavík, gift Sigurði Markússyni, eiga þau þijár dætur, Kristínu, Þórunni og Katrínu. Ólaf- ía Sigríður býr í Keflavík, gift Aðal- bergi Þórarinssyni, eiga þau íjögur börn, Guðbjörgu, Einar, Ársæl og Brynju. Guðmundur býr í Mos- fellsbæ. Hans kona er Sveingerður Hjartardóttir. Eiga þau tvö börn, Kjartan og Kristínu. Það var lærdómsríkt að þekkja Kristínu. Hún var víðlesin og fróð, kunni kynstrin öll af ljóðum og ljóðabálkum sem hún lærði í æsku. Hún var alltaf jákvæð og glöð, aldr- ei heyrði ég hana halimæla neinum. Hún var mjög þakklát fýrir sitt langa og góða líf, bömin bám hana á höndum sér og var hún sérlega þakklát fyrir hvað þau léttu henni lífið eftir að Einar dó. Hún lá nokkmm sinnum á sjúkrahúsum og mikið var hún hissa og glöð hve margir heimsóttu hana og mundu eftir henni. Hún var líka þakklát fyrir hvað mikið var gert fyrir aldraða í Kefla- vík og tók mikinn þátt í því starfí. Eitt af því síðasta sem hún gerði með Félagi aldraðra var á ljóða- kvöldi félagsins í vetur. Þá las hún upp ljóð eftir Tómas Guðmundsson, ógleymanlegt. Hún tók líka þátt í spilamennsku, föndri og fleiru. Ekki veit ég hve mörg jólatrén hennar urðu sem hún málaði og skreytti og gaf. Hún skapaði myndir sem vom hreinustu listaverk, bjó til skál- ar og styttur og málaði dúka, að ógleymdu öllu því sem hún heklaði og gimbaði í gjafír. Já, hún var góð kona og dugleg hún Kristín mín og yndislegt að eiga hana að vinkonu í meira en hálfa öld. Við Kata vomm ’æskuvin- konur og emm enn, sama er að segja um hin systkinin, ég fæ seint þakkað þeim öllum góða vináttu og tryggð, sem er eitt það dýrmætasta í lífi mínu. Kæru vinir, Kata, Ella, Didda og Gummi, megi minningin um yndis- lega móður vera ljós á vegum ykk- ar um alla framtíð. W elskaði bæði Ijóð og listir líf þitt var göfugt sem helgisögn. Þótt laun væru engin og litlar vistir, þín líknarhönd miðlaði hverri ögn. Hvar sem í alheimi önd þín gistir, að eilífu blessi þig heilög rögn. (Wroddur Guðmundsson frá Sandi) Guð blessi minningu Kristínar Guðmundsdóttur. Hanna. Hún amma okkar er dáin. Það er erfítt að trúa því að hún, sem alltaf hefur verið svo mikilvægur þáttur í lífi okkar, sé ekki á meðal okkar lengur. Við ættum líklega ekki að kvarta því að við fengum að hafa hana hjá okkur mun lengur en margir aðrir fá að hafa sínar ömmur. Það hefur ef til vill blekkt okkur og talið okkur trú um að hún yrði eilíf, að hún var alltaf svo vak- andi yfir lífínu í kringum sig og þar að auki heilsuhraust með afbrigð- um. Og minningarnar hrannast upp. Þegar við hugsum til baka til þess tíma sem við vorum skólakrakkar í barnaskóla er fyrirferðarmesta minningin tengd heimsóknunum fjölmörgu á Suðurgötuna til ömmu. þangað var farið næstum hvern dag eftir skóla og oftast með vinahóp með sér. Móttökurnar voru alltaf þær sömu: Hlýleg orð handa öllum, nudd á kalda fíngur (og stundum nýir vettlingar) og jólakaka eða kleinur í kaupbæti. Þessar tíðu ferð- ir með vinina til ömmu urðu til þess að hún varð hálfgerð amma þeirra líka og við höfum rekið okk- ur á það margoft eftir að við urðum fullorðin að hún varð þessum fylgi- fískum okkar mjög minnisstæð og kær. Amma gaf okkur svo ótal margt í gegnum árin og kenndi okkur ýmislegt sem við gátum ekki lært annars staðar. Hún hafði ótrúlega gott minni og margt af því sem hún sagði okkur um gamla tímann, hvernig lífsbaráttunni var háttað þegar hún var að alast upp í sveit- inni og hvemig aðstæður allar voru, er ómetanlegur fróðleikur. Breyt- ingarnar sem hún hafði upplifað á sinni löngu ævi eru svo stórkostleg- ar að það er ótrúlegt að ímynda sér að slíkt geti gerst á einni mannsævi. Ein af skemmtilegustu minning- unum sem tengdar eru ömmu frá seinni árum er minningin um ferða- lagið á æskuslóðir hennar upp að Hörgsholti í fyrrasumar. Þetta ferðalag gaf okkur tækifæri til að tengja gamla tímann við nútímann með því að skoða gamla bæinn í Hörgsholti. Við það rifjaðist upp ýmislegt af því sem hún hafði sagt okkur í gegnum árin, um lífíð eins og það var um aldamótin og hvern- ig ýmis verk voru unnin. Það er margt mjög minnisstætt úr þessu ferðalagi, en ekki síst það hvé ynd- islegt var að sjá hvernig lifnaði yfir ömmur þegar sveitin hennar nálg- aðist og hvert einasta kennileiti varð eins og gamall vinur sem hún var að kynna fyrir okkur. Við eigum eftir að sakna hennar mikið og fjölskyldan verður áreiðan- lega lengi að jafna sig á því að missa sameiningartákn sitt, sem hún vissulega var. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði og biðjum þess að hún megi hvíla í friði. Guðbjörg, Einar, Ársæll og Brynja. í dag kveðjum við elsku ömmu okkar- sem reyndist okkur svo vel. Amma var hjartahlý kona og gaf mikið af sjálfri sér. Hún var einstak- lega bjartsýn og sá alltaf eitthvað jákvætt við allt og eitthvað gott í öllum. Við systurnar minnumst æskuár- anna þar sem amma var ávallt ná- lægt. Ófáar eru flíkurnar sem hún pijónaði á okkur og allt var sam- kvæmt nýjustu tísku þó að amma væri orðin fullorðin. Mörgum barnaafmælunum stjórnaði hún af mikilli snilld með alls kyns leikjum og uppátækjum sem allir tóku þátt í stórir og smáir. Við minnumst aðfangadags jóla sem var haldinn hátíðlegur hjá ömmu og afa á Suðurgötu 3 í Kefia- vík. Þangað mættu tvær dætur þeirra ásamt fjölskyldum allt þar til amma var 89 ára. Óþreyjufull var biðin eftir jólapökkunum, sér- staklega þeim sem amma útbjó handa dúkkunum okkar, en í þeim voru heimatilbúin dúkkuföt sem eru til enn þann dag í dag. Amma sat aldrei auðum höndum, hún var alltaf með heklunálina. á lofti og eru þeir margir sem eiga fallega verk eftir hana. Okkur eru minnisstæðastar diskamotturnar sem hún heklaði handa okkur í jóla- gjöf, þá orðin 95 ára gömul. Aldrei heyrðum við ömmu brýna raustina eða skipta skapi við barna- börnin sín, sama hversu hávaðasöm við vorum. Hún var einstaklega barngóð og þó að hún hefði mikið að gera þá gat hún alltaf gefið sér tíma fyrir okkur. Hún settist niður með okkur, talaði við okkur og sagði okkur sögur. Afi dó árið 1985, en hann var sjúklingur síðustu árin, og annaðist amma hann alveg fram á síðasta dag, þá að verða 90 ára. Sama ár fór hún til Kalifomíu að heimsækja dóttur sína og var sú ferð henni ógleymanleg. Rétt fyrir jólin 1985 hrasaði amma í hálku og braut sig en lét engan bilbug á sér finna, heldur hætti ekki fyrr en hún gat gengið hækjulaust. Að spítalavist lokinni fluttist hún til foreldra okk- ar að Suðurgarði 2 í Keflavík, og bjó þar síðustu ár ævi sinnar. Amma fylgdist vel með öllu sem gerðist hveiju sinni og var einstak- lega minnug á liðna tíma. Hún hafði mjög góða heilsu þangað til í febr- úar sl. Um leið og við kveðjum elsku ömmu okkar með söknuði, þökkum við henni alla þá umhyggju og ást- úð sem hún veitti okkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H.P.) Katrín Þórunn og Kristín. Andlát Kristínar kom á óvart. Aldurinn var að vísu orðinn hár, 97 ár, elsti borgari Keflavíkur. Hún var einstaklega heilsuhraust til hinstu stundar. Hún var sem fastur punktur í tilverunni. Því er mikill sjónarsviptir að henni. En enginn má sköpum renna. Hún fékk hjarta- áfall í febrúar sl. sem hún náði sér ekki eftir. Kristín fæddist 7. október 1895. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, bóndi í Hörgsholti í Hruna- mannahreppi, og Katrín Bjarna- dóttir af Tungufellsætt. Kristín var næst yngst tíu systk- ina og langlífust þeirra 10, er kom- ust á legg, en þau voru: 1) Árni Árnason, bóndi í Odd- geirshólum, sonur Katrínar og fyrri eiginmanns hennar, Árna Einars- sonar, bónda í Dalbæ; 2) Guðrún, húsfreyja í Austurey og síðar í Keflavík, gift Skúla Skúlasyni, bónda og trésmið; 3) Jón, bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit og lengi gestgjafi í Valhöll á Þingvöllum, kvæntur Sig- ríði Guðnadóttur; 4) Kjartan, ljósmyndari og út- gerðarmaður'í Vestmannaeyjum; 5) Guðmundur, gullsmiður og bóndi í Hlíð; 6) Ólafía, húsfreyja í Reykjavík, gift Einari Þorkelssyni, skrifstofu- stjóra Alþingis; 7) Guðmann, fiskmatsmaður í Keflavík, kvæntur Ólafíu Ólafsdótt- ur frá Nýjabæ á Eyrarbakka; 8) Magnús, útgerðarmaður og veitingamaður í Reykjavík, kvænt- ur Bjarnheiði Brynjólfsdóttur frá Norðfírði; og 9) Bjarni, bóndi í Hörgsholti, kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur í Ölvaðholtshjáleigu. Það bjarmaði af nýjum degi á íslandi. Þetta voru dagar aldamóta- kynslóðarinnar, sem Kristín taldist til. Það voru örar þjóðfélagsbreyt- ingar og stórstígar framfarir á flestum sviðum: heimastjórn árið 1904 og fullveldi 1918, ungmenna- félögin blómstruðu, verkalýðsfélög voru stofnuð og ennfremur nýir stjórnmálaflokkar, atvinnuvegirnir efldust á flestum sviðum og hvers konar menningarstraumar fengu útrás. Það var vor á íslandi. Hann- es Hafstein kvað í Aldamótum: Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitimar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin fijóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Sé ég í anda knör og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa þinna sk.rúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfijálsa þjóð, með verslun eigin búða. Búskapur var stundaður af elju og útsjónarsemi í Hörgsholti. Sjálfs- þurftarbúskapurinn lifði enn góðu lífi og hlutirnir voru nýttir til hins ítrasta. Börnin voru alin upp í guðs- ótta og góðum siðum. Frá Hörgs- holti fengu þau gott veganesti á lífsleiðinni. Kristín naut ekki langrar skóla- göngu fremur en títt var á þessum árum. Það þykir þó í frásögur fær- andi að 18 ára gömul lagði hún land undir fót til Reykjavíkur og lærði þar fatasaum. Það var hag- nýtt og kom sér vel. Það var ekki aðeins heimilisfólkið, sem naut góðs af saumaskapnum, heldur einnig sveitungarnir, sem fengu hana lán- aða til sauma. Ekki má gleyma pijónlesinu. Margt smáfólkið fékk sín fyrstu föt með nærfötunum hennar. Það voru ófáir sláturkepp- irnir, sem hún saumaði fyrir handa vinum sínum. Það er lítið en gott dæmi um hjálpsemi hennar. Það var margt kaupafólkið í Hörgsholti. Meðal þess voru systk- inin, Olafía Olafsdóttir og Einar Ólafsson frá Nýjabæ á Eyrarbakka. Þau skildu eftir sig spor í Hörgs- holti. Kristín giftist Einari árið 1928 og Guðmann, bróðir hennar,kvænt- ist Ólafíu nokkru síðar. Það var ekkert jarðnæði að hafa í sveitinni og reyndar lá straumur- inn á mölina. Sýstkinin höfðu skamma viðdvöl á Eyrarbakka. Þaðan var förinni heitið suður með sjó til Keflavíkur. Áberandi er, hve margir Sunnlendingar fluttust á þessum árum og reyndar fyrr til sjávarsíðunnar við Faxaflóa, þar sem lífsbjörgin var miklu fjölbreytt- ari en í sveitinni. Fyrsta heimili Kristínar og Ein- ars í Keflavík var hjá Guðrúnu, systur hennar í Skúlahúsi, nú Túngata 14. Síðan leigðu þau risið að Vallargötu 18 ásamt Ólafíu og Guðmanni. Þar fæddust þeim systk- inunum fimm dætur. Þröngt mega sáttir sitja. Loks fluttust þau Krist- ín og Einar að Suðurgötu 3, þar sem heimili þeirra stóð æ síðan. Einar starfaði fyrst hjá ýmsum út- gerðum í Keflavík, en síðar meir sem verkstjóri hjá Rafveitu Kefla- víkur. Var hann hvarvetna vel lát- inn og eftirsóttur til starfa. Einar var fæddur 27. desember 1899 og lést 3. júní 1985. Eftir lát Einars dvaldist Kristín hjá dóttur sinni Elínu Ólu og eiginmanni hennar, Sigurði, þar sem hún naut sín vel. Börn þeirra Kristínar og Einars eru: 1) Katrín, búsett í Los Angeles, Bandaríkjunum, gift John Warren lögmanni, börn þeirra Victoria og Erik; 2) Elín Óla, búsett í Keflavík, gift Sigurði Markússyni flutninga- bílstjóra, dætur þeirra Kristín, Þór- unn og Katrín; 3) Olafía Sigríður, búsett í Keflavík, gift Aðalbergi Þórarins- syni leigubílstjóra, börn þeirra Guð- björg, Einar, Ársæll og Brynja; og 4) Guðmundur, húsasmíða- meistari, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Sveingerði Hjartardóttur, börn þeirra Kjartan og Kristín. Það var gestkvæmt hjá þeim Einari og Kristínu. Gestir komu og fóru fagnandi. Þannig átti Gestur, bróðir Einars, heimili sitt hjá þeim um áratuga skeið og ennfremur Guðmundur, bröðir Kristínar, sein- ustu æviár sín. Þetta þótti sjálf- sagt. Tíðarandinn og reyndar að- stæður voru allt aðrar en í dag. Kristín var mikill Árnesingur og þó einkum Hreppamaður. Hún lét sig ekki vanta í blómlegu starfi Árnesingafélagsins í Keflavík. Hún unni æskustöðvunum heitt. Hver steinn og hver þúfa í landi Hörgs- holts fékk líf, svo glögg var hún á örnefni. Svo var ekki komið að tóm- um kofanum, þegar menn og mál- efni í Hreppunum bar á góma, og ekki einungis í Hreppunum því að hún var mjög fróð í besta skilningi þess orðs. Hún var með eindæmum ættrækin og ættfróð. Það var unun að eiga við hana orðastað. Minnið var trútt og frásögnin lifandi. Enn- fremur voru atburðir líðandi stund- ar henni ávallt tamir á tungu. Kristín var einnig rótgróinn Kefl- víkingur. Hér átti hún fjölda vina. Það sem meira var á öllum aldri. Lífsviðhorfin voru jákvæð og féllu í góðan jarðveg. Hún lét sér annt um vini sína og öllum vildi hún vel. Það eru því margir, sem sakna hennar núna. Af mörgum góðum kostum í fari hennar var það gleð- in, sem hvað ríkust var í fari henn- ar, hún var kankvís og broshýr. Þar miðlaði hún miklu, sem seint verður full metið. Kristín Guðmundsdóttir er látin í hárri elli. Hún þráði hvíldina og var sátt við Guð sinn og menn. Henni er þökkuð samfylgdin og óskað fararheilla til ódáinsheima á vit þeirra, sem hún unni og var sannfærð um að hitta fyrir hinum •megin. Vilhjálmur Þórhallsson. B astofa Friðfinns Suðurfandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Oplft öll kvöld til ki. 22,- elnnig um helgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.