Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 44

Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Hans J.K. Tómas- son - Minning Fæddur 24. jólí 1915 Dáinn 2. apríl 1993 Það gieymist víst engum, sem gengur sinn veg hve gott er að mæta þar vini og finna samúð á langri leið í lífsins hverfula skini. Þú deildir á milli í dagsins önn þínum drengskap sem heilu réði. Að rétta fórnandi heita hönd var hamingja þín og gleði. En nú hefir hverfleikinn kvatt á dyr og kul er í dagsins svörum. En minningin lifir svo Ijúf og hlý i- með ljóð sinna drauma á vörum. Svo fógur og hlý er sú ferða bæn, sem flutt er í drottins nafni, meðan siglir þú vinur yfir sumarblátt haf með sólroðið land fyrir stafni. (Valdimar Hólm Hallstað) Þegar ég frétti um andlát góðs vinar og fyrrverandi vinnuveitanda míns komu þessar ljóðlínur upp í hugann, en mér fínnst þær segja svo margt um hann. Hans var einstaklega ljúfur og réttsýnn húsbóndi sem gott var að viryia hjá. Starfaði hann hjá Bif- reiðastöðinni Bæjarleiðum í rúm þijátíu ár. Hugleiðingar um tilgang lífsins og annað líf verða sjaldan áleitnari en þegar góður vinur hverfur af sjónarsviðinu. Tilvera okkar í jarð- neskri vist sýnist í fljótu bragði séð hálf handahófskennt fyrirbrigði. þar sem viðkomandi einstaklingar þroskast í mótlæti og meðbyr jöfn- um höndum, kannski vill gleymast það sem mestu máli skiptir í dag- legu fari og samskiptum okkar á milli. Oft fann ég hversu viðhorf hans til lífsins voru einföld. Vertu hreinn og beinn, komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig, sýni þér góða fram- komu. Við sátum oft á rökstólum um allt og ekkert, frásagnargleði hans og skopskyn var þannig að andartakið endurnýjaðist í sífellu. Hlýleiki og nærvera hans oliu vellíðan. Í einkalífí sínu var hann einstaklega lánsamur, eiginkona hans, Kristín Pétursdóttir, bjó hon- um einstaklega fagurt og hlýlegt heimili, nú síðast í Heiðargerði 124. Eiginkonu, dætrum og fjölskyld- um þeirra sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Hans Tómassyni þakka ég áralanga vináttu og tryggð og bið honum blessunar Guðs.í nýjum heimkynn- um. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Mapús Ásgeirsson) Birgir G. Ottósson. Látinn er í Reykjavík Hans J.K. Tómasson fyrrum bifreiðarstjóri og afgreiðslumaður. Fæddur var hann á Borðeyri við Hrútafjörð og ólst þar upp uns hann fluttist til Reykjavíkur árið 1930 og ól þar síðan allan sinn aldur. Foreldrar hans voru merkishjónin þau Sigríður Bjamadóttir, frá Breiðuvík, fínleg kona og stillt, fædd 1886, en lést árið 1958, og Tómas Jörgenson, fæddur 1877 og látinn 1953, fyrrum veitingamaður á Borðeyri, en síðar starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík, dugmik- ill maður, fylginn sér og röskur. Hans Jörgen Klingenberg hét hann fullu nafni, heitinn eftir for- föður sínum Hans Klingenberg, bónda á Krossi á Akranesi, en frá honum stafar ættbogi Klingen- bergsættar, sem góðkunnur er. Fyrst eftir komuna til Reykjavík- ur vann hann um skeið á vegum Pósts og síma, en snemma hneigð- ist hugur hans til þess sem varð aðalstarf hans. Hann hóf ungur leiguakstur, fyrst á vegum annarra, en svo sem skaphöfn hans var hátt- að leið ekki á löngu uns hann eign- aðist eigið ökutæki, sem hann ók í fyrstu frá þeirri gömlu Bifreiðastöð íslands. En árið 1944 til 1956 vann hann við verslunar- og afgreiðslu- störf hjá fyrirtækinu Ræsi hf. í Reykjavík og stundaði leíguakstur t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR SIGURÐSSON flugumferðarstjóri, Vogatungu 73, Kópavogi, lést í Landspítalanum að kvöldi páskadags þann 11. apríl sl. Magnúsína Guðmundsdóttir, Agla Bjarnadóttir, Anna Agnarsdóttir, Páll Garðarsson, Helgi Agnarsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Erna Agnarsdóttir, Bjarni Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, ARNDÍS HARALDSDÓTTIR, Hraunbæ 160, Reykjavík, lést 11. apríl. Sigrfður Vilhjálmsdóttir, Rut Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Haraldur Sigurðsson, Dagrún Erla Ólafsdóttir, Ólafur Haraldsson, Þórarinn Haraldsson, Steinunn Kjartandóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma dg langamma, SIGRÍD LÍSA SIGURJÓNSSON (fædd Jacobsen), andaðist á páskadag. Fyrir hönd aðstandenda, Birgít og Vestarr Lúðviksson. jafnhliða. Á árinu 1955 varð hann einn af stofnendum Bifreiðastöðv- arinnar Bæjarleiða hf. og vann þar starfsaldur sinn til ársins 1986 að tími var til kominn að starfsönnum iinnti. Ekki svo að skilja að hann legði þá árar í bát, heldur hélt hann úti frá stöðinni eigin ökutækjum um skeið og hafði þá á vegum sín- um bifreiðarstjóra, sem vel kunnu að meta nákvæmni hans, heiðar- leika og drengskap. Hann var á árinu 1985 að mak- legum kjörinn heiðursfélagi starfs- mannafélags Bæjarleiða. Hér hefur í stuttu máli verið rak- inn meginstarfsferill Hans, sem jafnan einkenndist af stakri sam- viskusemi og alúð. En svo mjög sem starfíð átti hug hans, voru það heimili hans og fjölskyldu sem sátu jafnan í fyrirrúmi. Minnugur var hann þess forkveðna að hollt er heima hvað og bestu stundir hans voru í faðmi fjölskyldu. Eftir að bamabörnin komu til áttu þau hug hans allan og nú er kærleiksríks afa sárt saknað. En er tímar liðu munu minningar um samverustund- irnar ylja þeim um hjartarætur. Hann kvæntist 29. desember 1945 eftirlifandi eiginkonu sinni, Kirstínu Dóru Pétursdóttur úr Hofi, fædd 17. nóvember 1919, sem nú sér á bak elskuðum eigimanni eftir langar og auðnuríkar samvistir. Heimili þeirra auðkenndist af kyrrð og höfðingsskap, þar sem hlýja, reisn og mikil og hóglát risna réðu ríkjum. Börn þeirra eru: Ólafía Sigríður, fædd 29. janúar 1948, fóstra hér í borg. Hún átti Árna Markússon bifreiðarstjóra og eru börn þeirra Markús Hörður og Kirstín Dóra, en áður átti hún Olaf Jörgen, sem er elstur barna hennar. Önnur dótt- ir er Lára Guðleif lögfræðingur, fædd 14. september 1951, gift Birni Björnssyni fiskifræðingi. Þeirra börn eru Hans Tómas, Þorbjörg Edda og Björn Einar. Yngst dætr- anna er Dýrfínna Petra sjúkraliði og húsfreyja, fædd 8. maí 1957, gift Herði Jónassyni, starfsmanni Pósts og síma. Þeirra son er Ás- mundur Tómas. Systir Hans, Dýr- finna, sem nú sér á eftir bróður sínum, saknar vinar í stað. Hún átti Jón Sigurðsson skipstjóra. Var einkar kært með þeim systkinum. Hugur Hans leitaði gjarnan til æskustöðvanna og gamalla vina, enda naut hann vel þeirra stunda er hann sótti á þær slóðir. Nú þegar komið er að leiðarlok- um ber að þakka öll ljúfu kynni og vináttu. Fari Hans Tómas í friði. Einar Pétursson. Að morgni 2. apríl hlustaði ég á morgunorð og bæn síra Friðriks Hjartar: „í dag þökkum við sérstak- lega fyrir ár þeira sem lengi hafa lifað, hjálpaðu þeim að takast á við starfslok, þverrandi heilsu og kraft Og önnur vandamál sem fylgja því að eldast. Hjálpaðu þeim og okkur öllum að vera tilbúin hinu hinsta kalli, sem enginn veit hvenær kem- ur.“ Áttu þessi orð vel við heiðurs- manninn Hans Tómasson, sem lokið hafði lífshlaupi sínu þá um nóttina. Hansi, eins og hann var jafnan kallaður, kvæntist fóstursystur minni, Kirstínu Dóru Pétursdóttur, 29. desember 1945, og frá þeim tíma var hann fastur punktur í til- veru minni. Kittý og Hansi voru alla jafnan nefnd í sama orðinu. Þau hófu bú- skap á Vífilsgötu 20 hér í bæ. Þar bjuggu foreldrar Hansa, Sigríður og Tómas, og Dýrfinna systir hans ásamt manni sínum. Ég hef oft hugsað: Hvað var ég barnið að þvælast jafnvel tvisvar á dag vestan úr bæ í strætisvagni til Kittýar og Hansa? Svarið er trúlega að þangað var gott að koma og enn í dag þarf ég að skreppa aðeins þangað. t FRIÐBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR hjúkrunarkona, Hringbraut 43, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 14. apríl, kl. 13.30. Hrafnhildur Hreiðarsdóttir, Sveinn Ásgeirsson, Sigríður Karlsdóttir, Skarphéðinn Bjarnason, Birgir Karlsson, Þórunn Harðardóttir, Kolbrún Karlsdóttir, Gisli Ragnarsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir, FRIÐJÓN ÁSTRÁÐSSON aðalféhirðir, Kjarrmóum 29, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, fimmtudaginn 15. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknastofnanir. Sigríður Marteinsdóttir, Ásta Friðjónsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, HANS J. K. TÓMASSON, Heiðargerði 124, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, í dag, miðvikudag- inn 14. apríl kl. 13.30. Kristín D. Pétursdóttir, Ólafía S. Hansdóttir, Lára G. Hansdóttir, Björn Björnsson, Dýrfinna P. Hansdóttir, Hörður Jónasson, Dýrfinna Tómasdóttir og barnabörn. Sem ungur maður vann Hansi hjá Ræsi og minntist veru sinnar þar með ánægju. 15. janúar 1955 stofnaði hann ásamt öðrum Bif- reiðastöðina Bæjarleiðir og vann þar meðan kraftar leyfðu. Hansi var einn þeirra sem vann verk sín í hljóði, barst ekki á, heldur hafði að leiðarljósi heiðarleika og trú- mennsku, skuldir voru honum ekki að skapi, hann var fastur fyrir, en prúðmennskan var hans aðals- merki. Fjölskyldan var honum allt, sem svo ríkulega fékk notið ástar hans og umhyggju, konan hans, dæturn- ar og síðar barnabörnin, þar var fagurt samspil. Hansi bar mikla umhyggju fyrir okkur vinum sínum, mér og mínum var hann góður jafnt í gleði sem sorg. Eftir veikindi móður minnar eitt sinn tók Hansi ekki annað í mál en að hún kæmi í homið til þeirra. Þar blómstraði hún og náði góðri heilsu á ný. Þar er honum vel lýst, það er geymt en ekki gleymt. Á nýju tilverustigi bið ég honum blessunar. Guð geymi hann. Lóa. Sú kynslóð sem átti sín mann- dómsár í skugga kreppunnar miklu er sem óðast að kveðja. Eins af þeirri kynslóð er minnst hér með örfáum kveðjuorðum. Ég kynntist Hans'Tómassyni fyrir um það bil tuttugu og þremur árum er ég hóf að aka leigubifreið er hann gerði út á bifreiðastöðinni Bæjar- leiðum, en þar starfaði hann sem afgreiðslumaður. Hans var þá orð- inn fullorðinn maður og átti að baki langan starfsaldur, þar sem hann var einn af stofnendum Bæ- jarleiða og hluthafi til margra ára. Starf afgreiðslumanns á leigubif- reiðastöð hlýtur að vera bæði krefj- andi og vanþakklátt. Til annarrar handar er viðskiptavinurinn sem oft er óþolinmóður og tilætlunarsamur, en til hinnar handarinnar eium við bifreiðastjórarnir sem allt vitum mest og best og þarf þá oft lang- lundargeð til þess að halda öllum sæmilega sáttum. Þetta tókst Hans mæta vel. Þau þijú ár sem ég starf- aði hjá Hans Tómassyni eru mér afar minnisstæð af mörgum ástæð- um. í starfi leigubifreiðastjóra kynnist maður mörgum hliðum mannlífsins, bæði í gleði og sorg, og sé hugurinn opinn er það virki- lega lærdómsríkt. Einnig var það prýðilegur skóli að vinna fyrir Hans, hann var rétt- sýnn í besta lagi og vel með á nótun- um um þá erfiðleika sem við er að glíma í þessu starfi, en jafnframt ákveðinn og fastur fyrir ef því var að skipta. Á þessum árum gerði Hans að jafnaði út tvo bíla. Var hann eftirsóttur vinnuveitandi og hélst vel á starfsmönnum. Ekki verður svo skilið við Hans Tómasson að ekki sé minnst eigin- konu hans, Kristínar Pétursdóttur, er bjó manni sínum og þremur dætrum þeirra hið hlýlegasta heim- ili. Það var sannarlega ljúf skylda að mæta á mánudagseftirmiðdög- um og þiggja þar frábærar veiting- ar í afslöppuðu umhverfi og njóta góðs af hinu ríkulega kaffiborði, sem ætíð var til reiðu. En þar var líka annað í boði sem ekki var síðra og það var hinn ljúfi andi sem sveif yfir vötnum. Ég hygg að það sé vandfundinn sá staður þar sem önnur eins góðsemi réð ríkjum og á því heimili. Þau ár sem ég starf- aði hjá Hans heyrði ég engum manni hallmælt og væri ekki auð- velt að lofa einhvern var hann ein- faldlega tekinn af dagskrá og mætt- um við flest af því nokkurn lærdóm draga. Ekki var síðra að fylgjast með uppvexti hinna Ijúfu og lífs- glöðu dætra, er á þessum árum voru að vaxa úr grasi og báru sínu prúða heimili gott vitni. Að lokum vil ég fyrir hönd okkar „gömlu harkaranna“ svo og annars starfsfólks og stjórnar Bæjarleiða, þakka Hans Tómassyni fyrir störf hans í þágu stöðvarinnar og þá miklu tryggð og vináttu er hann sýndi okkur öllum ætíð þó að hann væri hættur störfum hjá Bæjarleið- um. Öllum aðstandendum sendi ég huggunarorð í þeirra miklu sorg. Rósant Hjörleifsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.