Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 45

Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 45
: MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1993 45 Jón Baldvin Bjarna- son, Dalvík — Minning Fæddur 13. mars 1949 Dáinn 24. mars 1993 Fótmál dauðans fljótt er stigið frma að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjðr flýgur burt sem elding snðr. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (B. Halld.) Það var bjartur og fagur morg- unn 24. mars sl. Sól og vor í lofti. Skyndilega var eins og dregið fyrir sólu og enn og aftur var maðurinn minntur á að ekkert er sjáfgefið í heimi hér. Jón Bjarni var dáinn. Hafði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Jón Baldvin Bjarnason var elstur fjöggura barna þeirra hjóna Bjarna Th. Jónssonar vélstjóra frá Sauða- nesi á Upsaströnd sem lést 22. jan- úar 1971 og Hildar JóhannSdóttur frá Dalvík. Systkini Jóns eru Jó- hann, búsettur á Dalvík, Þóra Soff- ía, búsett í Reykjavík og Sædís, búsett á Akureyri. Árið 1969 lauk Jón námi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, var stýrimaður á Bjarna II EÁ frá 1969-71, á Ólafi Magnússyni frá 1971-74, á Björg- vin EA frá áramótum 1976 til síð- asta dags. 25. desember 1970 kvæntist hann Sigurlín Kjartans- dóttur frá Hauganesi. Börn þeirra eru Hildur Birna, f. 1970, búsett á Dalvík ásamt unnusta sínum Hjalta Hjaltasyni og syni þeirra Kjartani; Bjarni Thorarensen, f. 1974, nemi; Helena Sif, f. 1975, nemi, og Díana Hrund, f. 1983. Já, lífið er hverfult. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snðr. Eftir standa ástvinir með opnar undir og skilja ekki tilgang þessa lífs. Spurningar vakna. Af hverju er ungur maður í blóma h'fsins hrif- inn á brott? Því var honum og ást- vinum hans ekki ætlað að njóta lengur samvista? Hver er tilgangur- inn að fólk þurfi að verða fyrir svo nístandi sorg og söknuði? Engin svör, nema það eitt sem við vitum fyrir víst í heimi hér að eitt sinn skal hver deyja. Hvenær eða hvern- ig vitum við eigi. Þegar ég minnist vinar míns, Jóns, koma í huga minn orðin trygglyndi, umhyggja, ástúð og hógværð. Hugstæðar eru mér minn- ingar úr bernsku okkar er við vorum að leika ásamt fleiri félögum á Brimnes- og Hafnartúninu. Eða orrustur þær er háðar voru í Lágar- brekkunni milli utan- og sunnanbæ- inga. Lágarbrekkan var í þá daga skíðasvæði okkar krakkanna á vet- urna. Oftar en ekki var þar útbúin hengja til að æfa skíðastökk og var Jón þar oftast fremstur í flokki. Skíðaíþróttin var alla tíð hans áhugamál og var hann lipur og fjöl- hæfur skíðamaður. Glæddi hann áhuga barna sinna á íþróttinni og var það hans síðasta verk að útbúa yngstu dóttur sína á skíðaæfingu. Erfidrykkjur Glæsjleg ivalli- hlaðborð fallegir salirogmjög g(kð jíjónusla. Upplýsingíir ísíma22322 FLUGLEIBIR LIFTLEtm Jón var heimakær eins og títt er um sjómenn, mikið fyrir að hlúa að heimilinu, undi sér í frítímum sínum við að snyrta það og fegra ásamt fjölskyldunni, sem var hon- um allt. Börnum sínum og eigin- konu var hann meira en faðir og eiginmaður. Hann var þeim bæði félagi og besti vinur. Athygli mína og annarra vakti samstaða sú og ástríki sem ríkti milli þeirra hjóna. Það var gott að vera í návist Jóns, þó að ekki væri hann margmáll maður, en frá honum streymdi hlýja og jákvæðir straumar sem sögðu oft meira en töluð orð. Starfsvett- vangur hans var hafið og sjó- mennskan honum í blóð borin. Fimmtán ára hóf hann sjómennsku og stundaði hann sjóinn æ síðan. Var hann farsæll sjómaður og sinnti störfum sínum af alúð og samvisku- semi. Elsku Lína, börn og ástvinir all- ir. Orð verða svo fátækleg og hljóm- t Astkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA M. KJARTANSDÓTTIR, Heiðargerði 9, andaðist á heimili sfnu að morgni páskadags. Börn, tengdabörn og barnabörn. t laus þegar lýsa á tilfinningum sín- urn vegna ástvinamissis. Þeir sem átt hafa mikið, missa mikið, en eft- ir situr minningin um góðan dreng. Guð styrki ykkur í þeirri sorg sem að ykkur er kveðin._ Svanhildur Árnadóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSLEIFUR GISSURARSON bifreiðastjóri, Fellsmúla 16, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. apríl kl. 13.30. Sveina Karlsdóttir, Hrönn Isleifsdóttir, JónTryggvi Helgason, Anna Guðrún ísleifsdóttir, Gissur ísleifsson, Linda Ingvarsdóttir, Karl ísleifsson, Margrét Nanna Jóhannsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI KRISTINN JÓNSSON, Laufbrekku 7, Kópavogi, sem lést 3. apríl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 15. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtök hjarta- sjúklinga. Þóra Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkirtil allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ARNGRÍMS SIGURJÓNSSONAR, Hjallavegi 42, Reykjavík. Guðrún Alda Sigmundsdóttir, Sigmundur Örn Arngrímsson, Vilborg Þórarinsdóttir, Baldur Már Arngrímsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Haraldur Arngrímsson, Dóra Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN einarsdóttir, Kringiunni 61, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1 5. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Einar Jónsson, Einar Kristbjörnsson, Brenda Kristbjörnsson, Sigrfður Kristbjörnsdóttir, Gunnar Zophaníasson, Jóna Kristbjörnsdóttir, Jón Búi Guðlaugsson, Birna Kristbjörnsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HJALTA SNÆS JÖKULSSONAR °a EGILS KRISTINS THEODORSSONAR frá Ósabakka, Skeiðahreppi. Foreldrar, afar, ömmur, og aðrir aðstandendur. t Útför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Ferstiklu, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 7. apríl, verður gerð frá Hallgríms- kirkju, Saurbæ, föstudaginn 16. apríl kl. 14.00. Börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU RANNVEIGAR PÉTURSDÓTTUR, Lindargötu 3, Sauðárkróki. Kristján Arason, Jóna Þórðardóttir, Sigrfður Aradóttir, Aðalheiður Aradóttir, Tómas Ástvaldsson, Haraldur Arason, Eva Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR SÆMUNDSSON, Álfatúni 27, Kópavogi, sem lést í Borgarspítalanum 5. apríl, verður jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju, miðvikudaginn 14. apríl kl. 15.00. Guðrún Jónsdóttir, Þórir Örn Þórisson, Sæmundur Rúnar Þórisson, Arna Vignisdóttir, Jóhann J. Þórisson, Elsa Jónsdóttir, Steinar Þór Þórisson, Bryndfs Harðardóttir, Hugrún Hrönn Þórisdóttir, Hörður I. Guðmundsson, Guðrún J.M. Þórisdóttir, Gylfi Þór Þorsteinsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona, móðir og dóttir, SVAVA INGVARSDÓTTIR, sem lést þann 31. mars, verður jarð- sungin frá Garðakirkju á Álftanesi fimmtudaginn 15. apríl kl. 13.30, Fyrir hönd aðstandenda, Páll Arnar Árnason, Svanborg Daníelsdóttir, Ingvar Herbertsson. / þœgilegu umhverfi med góðri þjónustu. Glæsilegt kaffihlaðborð á hóflegu verði. Almenna auglýslngaslofan hf. Rauöarárstíg 18 -S* 62 33 50 m SSÍtí* t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, SVANDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Yrsufelli 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 6A, Borgarspítalanum. Jóhannes R. Jensson, Hulda Jensdóttir, Helena Jensdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.