Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 52

Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 52
52 MOKGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 „flmrrtcx-, geturðu tdruxð m 'er fooo tr. ■fyrir- gerfinöglum, ? " TM Reg. U.S Pat Off — all rights reserved BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Hin mjúka eða hin harða leið Frá Geir Þórðarsyni: Á aðalfundi íslandsbanka, þann 29. mars sl., gagnrýndi Bent Scheving Thorteinsson hluthafi bankastjórn Islandsbanka fyrir að fara svonefnda mjúka leið í hag- ræðingu innan bankans. Ég er þessari gagnrýni algjörlega ósam- mála. Eg tel að þessi gagnrýni stafi af vanþekkingu á eðli banka- viðskipta. Bankar eru ekki bara íjármálafyrirtæki heldur fyrst og fremst þjónustufyrirtæki, og þjón- usta snýst um fólk. Þrír hópar fólks standa að íslandsbanka; hluthafar, viðskiptavinir og starfsfólk. Allir eru þessir hópar mikilvægir og geta ekki án hvers annars verið. Það er því mjög eðlilegt að banka- stjórn reyni að haga rekstri bank- ans með þeim hætti að jafnvægi haldist á milli hópanna. Ein aðferð til þess er að fara mjúku leiðina í hagræðingu. Skoðum aðeins hvað felst í þess- ari mjúku leið. Það vita allir sem starfa í þjónustufyrirtæki að við- skiptin byggjast oftast á persónu- legu sambandi og trausti á milli starfsmanna og viðskiptavina. Þetta samband og traust verður að varðveita eins og hægt er. Ef t.d. fiskvinnslufyrirtæki sameinast þá er þorskunum alveg sama frá hvaða fyrirtæki starfsmaðurinn kemur sem snyrtir þá. Viðskipta- vinir íslandsbanka eru ekki þorsk- ar á.færibandi. Á þessum rúmlega þremur árum sem liðin eru frá sameiningu bankanna hefur stjórn og starfsfólk íslandsbanka lagt mikið á sig til að varðveita per- sónulegt samband og traust við- skiptavina. Við höfum gert það til að tapa ekki innlánsviðskiptum, sem er undirstaða útlána og þar af leiðandi tekna og hagnaðar bankans. Það er önnur hlið á mjúku leið- inni. Það er sú hlið sem snýr að starfsfólki bankans. Fólk sem er óánægt og hrætt við að missa vinnu sína veitir ekki góða þjón- ustu. Stjórnendur íslandsbanka hafa mótað þá stefnu að hagræð- ing innan bankans verði með þeim hætti að ekki komi til almennra uppsagna og er starfsmannafélag- ið fylgjandi þeirri stefnu. í árs- reikningi bankans kemur fram að launakostnaður hefur lækkað um 5% á síðasta ári. Launakostnaður bankans eru launatekjur okkar starfsmanna. Lægri launakostnað- ur þýðir að starfsmönnum hefur fækkað og þeir sem eftir eru fá minna útborgað vegna niðurskurð- ar á yfirvinnu. Starfsmenn hafa orðið fyrir óþægindum vegna til- flutninga á milli vinnustaða. Þrátt fyrir lakari kjör og ýmis óþægindi hefur starfsfólk bankans tekið þátt í hagræðingunni með það að leiðar- ljósi að varðveita grundvöll atvinnu okkar, sem er ánægðir viðskipta- vinir. Við erum þess fullviss að þegar birtir til í rekstri bankans munu allir hóparnir þrír; hluthaf- ar, viðskiptamenn og starfsfólk, njóta þess á einhvem hátt. Andstaða mjúku leiðarinnar er hin harða leið. Ef sú leið hefði verið farin hefði 10-12 útibúum verið lokað og 200 starfsmönnum verið sagt upp á fyrsta starfsári bankans. Þarf að fjölyrða um það hvaða áhrif slíkar aðferðir hefðu haft á inniánsviðskipti og vinnu- anda innan bankans? Ég tel að tap bankans hefði orðið mun meira og Frá Einari Kristjánssyni: Á menningarvöku Dalamanna, Jörfagleði, sem hefst í Búðardal á sumardaginn fyrsta, 22. apríl nk., verður að þessu sinni sett upp skjalasýning í tilefni af stofnun héraðsskjalasafns Dalamanna. Ennfremur mun Þjóðskjalasafn ís- lands verða með sýningu á gömlum og merkum skjölum úr Dölum. Undirritaður hóf söfnun skjala í Dalasýslu árið 1987 og hefur unnið við hana síðan, en fyrstu skjalagögnin komu úr skjalasafni Þorsteins sýslumanns Þorsteins- sonar í Búðardal. — Úttekt af hálfu Þjóðskjalasafns á safngeymslu í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal fór fram 27. nóv. sl. en í þeirri álmu, sem eftir er að byggja við stjóm- það hefði tekið mörg ár að vinna aftur traust viðskiptavina og starfsmanna. Það var Ijóst fyrir sameiningu bankanna að sameiningin sem slík myndi hafa í för með mikinn kostn- að. Það er ekki auðvelt verk að sameina fjögur stór fyrirtæki og það kostar mikla peninga. Samein- ing útibúa hefur í för með sér kostnað við húsnæði, innréttingar, auglýsingar o.fl. Hluthafar vissu að tíma tæki að ná fram öllum kostum sameiningarinnar. Em þeir búnir að gleyma því? Hafa þeir ekki þolinmæði til að bíða eftir þeim ávinningi sem felst í samein- ingunni? Það er mín skoðun að stjórnend- ur bankans hafi gert rétt með því að fara hina mjúku leið í hagræð- ingu. Ég er sannfærður um að aðrar leiðir hefðu gert meiri skaða en gagn. Ég lýsi því yfir fullum stuðningi mínum við stefnu banka- stjómar í þessu máli og vonast til að þeir hviki ekki frá henni þrátt fyrir gagnrýni einstakra hluthafa. GEIR ÞÓRÐARSON formaður Starfsmannafé- lags íslandsbanka, Efstahjalla 25, Kópavogi. sýsluhúsið í Búðardal, verður hús- rými sem sérstaklega er ætlað fyr- ir héraðsbóka- og skjalasafn, auk listaverkasafns. I tilefni af þessari sýningu og væntanlegri starfrækslu skjala- safnsins, vill undirritaður fara þess á leit við Dalamenn — heima og heiman — að þeir verði safninu vinveittir og ljái því til varðveislu gömul gögn. Á undanförnum árum og áratugum hefur margt handrita og skjala flust burt úr héraði. Þess vegna er nú sérstök ástæða til að hvetja burtflutt Dalafólk, sem hef- ur gömul bréf og skjöl undir hönd- um, að hafa sem fyrst samband við undirritaðan. EINAR KRISTJÁNSSON Eskihlíð 20a, Reykjavík. « Gömul skjöl úr Dalasýslu HÖGNI HREKKVÍSI >. HANU £7? AE> KÍFA NVAHS - HE/T/N / SUNÍ>UR." Víkverji skrifar A Ilenski dansflokkurinn og stjórn- andi uppsetningar hans á Copp- elíu, Eva Évdokimova, geta verið stolt af hinni fallegu sýningu sem nú er á fjölunum í Borgarleikhús- inu. Víkverji dagsins var viðstaddur sýningu flokksins nú á annan í páskum, þegar Eva Evdokimova, hin heimsfræga ballerína, dansaði aðalhlutverk Coppelíu, Svanhildi. Frómt frá sagt var vald listakon- unnar á hreyfingum, tjáningu og dansi slíkt, að hrein unun var á að horfa. Eva dansaði hlutverk Svan- hildar á tveimur sýningum, nú síð- astliðinn laugardag, og svo á annan í páskum. Lára Stefánsdóttir dans- aði hlutverk Svanhildar á frumsýn- ingunni síðastliðinn miðvikudag og hefur Víkveiji fregnað að hún hafi staðið sig með mikilli prýði. Tónlist- in í Coppelíu eftir Leo Delibes er einkar falleg, létt, en á köflum kraftmikil, og fellur vel að dönsun- um. XXX að sem gerði sýninguna enn eftirminnilegri, var það hversu heildstæð og falleg hún var fyrir augað. Samræming dansar- anna var með miklum ágætum og svo virtist sem hugað hefði verið að hveiju smáatriði, hvað varðaði útlit og tengingar atriða, þannig að heildarrennslið var til fyrirmynd- ar. Fjölmörg börn, nemendur úr Listdansskóla Islands, komu fram í hópatriðunum, og stóðu sig eins og hetjur. Búningar dansaranna eru gullfallegir og leikmyndin sömuleið- is og lýsing. Víkveiji er þeirrar skoðunar að sem flestir ættu nú að nota tækifærið og skella sér í Borgarleikhúsið á meðan sýningar á Coppelíu standa, því það er ekki á hveijum degi sem landsmönnum stendur til boða að sjá hér á landi klassískan ballett í fullri lengd. Raunar er Víkveiji einnig þeirrar skoðunar að sem flestir ættu að leyfa börnum sínum að koma með að sjá Coppelíu, því hér gefst mjög gott tækifæri til þess að kynna þessa fallegu listgrein fyrir ungu kynslóðinni og á þann hátt að hún mun hafa gaman af, þar sem létt- leikinn, gáskinn og leikgleðin eru í fyrirrúmi sýninguna á enda. Fagn- aðarlátunum ætlaði aldrei að linna í lok sýningar. Víkveiji missti fljótt tölu á því hversu oft tjaldið fór upp. Sýningargestir risu úr sætum sínum og hylltu listafólkið, en mesta hyllinguna fékk Eva Evdokimova, ballerínan sem dansaði sig inn í hjörtu leikhúsgesta, og tók svo við hyllingu og fagnaðarlátum leikhús- gesta á svo hógværan og auðmjúk- an hátt, að það var sem hún teldi að allt þetta ætti hún nú ekki skilið - en auðvitað átti hún það og jafn- vel gott betur. xxx Víst er um það að dansararnir hinu ungu sem voru að stíga sín fyrstu spor á leikfjölunum, fyrir fullu húsi áhorfenda geta ekki feng- ið meiri og betri hvatningu til þess að halda áfram á listabrautinni, en tækifæri sem þetta, að fá að taka þátt í æfingum og sýningum með atvinnudönsurum, undir hand- leiðslu jafn frábærs listamanns og Evu Evdokimovu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.