Morgunblaðið - 14.04.1993, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993
Mótmæli gegn bygg-
ingu stjómsýslu-
húss á Akranesi
Akranesi.
NOKKUR andstaða er meðal Akurnesinga um byggingu stjórnsýslu-
húss í bænum, en Bæjarstjórn Akraness samþykkti nýverið að hefja
byggingu þess í samvinnu við ríkisvaldið og fyrirtækin Tréverk hf.
og Málningarþjónustuna hf. Hópur áhugafólks er að safna undir-
skriftum þar sem mótmæit er breytingu á aðalskipulagi bæjarins
svo og fyrirhugaðri byggingu undir kjörorðinu „Byggjum ráðhús
með reisn“.
Að sögn Guðmundar Vésteinsson-
ar, eins af forvígismönnum þessa
áhugahóps, er veruleg andstaða á
Akranesi við þessa byggingu og þá
breytingu á aðalskipulagi bæjarins
sem fyrirhuguð er. Þá telja margir
að mjög hafi skort á að bæjaryfír-
völd hafi staðið vel að undirbúningi
málsins og kynningu þess. Guðmund-
ur leggur áherslu á að undirskrifta-
Söngnámskeið
hjá Agústu
ÁGÚSTA Ágústsdóttir heldur
söngnámskeið í Skóla Estherar
H. Guðmundsdóttir, „Söngsmiðj-
unni“ í Listhúsinu v/Holtaveg bak
við Ásmundasal.
Námskeiðið hefst með fyrirlestri
fímmtudaginn 15. apríl kl. 20.30 í
sal Listhússins. Kennsla hefst ki. 13
dagana 16.-18. apríi. Námskeiðinu
lýkur með tónleikum á sama stað
sunnudaginn 18. apríl kl. 17. Full-
bókað er á námskeiðin. Þeim sem
hlýða vildu á kennsluna eru velkomn-
(Fréttatilkynning)
söfnunin sé sett á fót til þess að
mótmæla þeirri breytingu á aðal-
skipulagi bæjarins sem auglýst hefur
verið. Þessi breyting felur í sér að
svonefnt stjórnsýsluhús verði byggt
við Stillholt. Ljóst er að sá staður
leyfír ekki að unnt sé að fullnægja
lágmarkskröfum varðandi bílastæði,
aðgengi almennings að opinberri
þjónustu er ófullnægjandi, enda ætl-
aður staður á þriðju hæð hússins,
auk annarra annmarka. Guðmundur
segir að fjölmargir Akurnesingar
telji að bæjarlífið eigi skilið betra
stjórnsýsluhús og það eigi að rísa á
viðeigandi stað. Aðalskipulag bæjar-
ins 1982 gerir ráð fyrir slíku húsi á
miðbæjarsvæðinu svokallaða. Þá má
einnig minna á að Bæjarstjórn Akra-
ness samþykkti samhljóða í janúar
1982 í tilefni 40 ára afmælis kaup-
staðarréttinda að hefja undirbúning
að byggingu stjórnsýslumiðstöðvar á
nýja miðbæjarsvæðinu.
Guðmundur sagði að lokum að
fyrir áhugahópinn væri aðaimálið að
byggja ráðhús með reisn þannig að
sómi yrði að því fyrir kaupstaðinn
og hann vonaðist til að sem flestir
kynntu sér málið. - J.G.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólskin á fjöllum
FERÐALANGAR á hálendinu sunnanverðu nutu veðurblíðunnar yfir páskana.
Fjölmenni á hálendinu
MIKILL fjöldi ferðamanna
lagði leið sína inn á hálendið
um páskana, að sögn lögregl-
unnar á Hvolsvelli og í Vík sem
fór í eftirlitsflug. Á laugardag
og páskadag fjölgaði ferða-
mönnum til muna og er talið
að þessi helgi hafi verið með
þeim fjölmennari á hálendinu.
Á föstudag voru flestir ferða-
menn á Landmannaafrétt og á
Fjallabaksleiðum. Þar voru jeppar
og vélsleðar við alla skála auk
þess sem margir voru á ferð eftir
öðrum slóðum. í Jökulheimum
lentu vélsleðamenn í vandræðum
og sá lögreglan um að koma til
þeirra rafsuðuvír, sem var hent
niður til þeirra úr þyrlu, og tókst
þá að gera við sleðann.
Þá sáust jeppar og sleðar í
Veiðivötnum, við Hrafntinnusker
og við Grímsvötn. Margir létu sér
nægja dagsferð inn á hálendið og
skildu jeppana eftir við Sigöldu
og á páskadag voru þar hátt í 40
jeppar.
Umhverfisfélag íslandsbanka stofnað
Markmiðið að auka áhuga
og skilning á umhverfismálum
UMHVERFISFÉLAG íslandsbanka hefur verið stofnað og er
markmið þess að auka áhuga og skilning fólks á nauðsyn um-
hverfismála, og virkja starfsfólk og fjölskyldur þeirra til góðra
verka. Félagið ætlar að beita sér fyrir samvinnu við umhverfis-
samtök og benda á fleiri leiðir í rekstri Islandsbanka, sem skila
bankanum enn lengra fram á sviði vistverndunar. Hið nýja fé-
lag hefur þegar fengið góðar undirtektir hjá forystufólki félaga-
samtaka á þessu sviði, s.s. Skógræktarfélagi Islands, Land-
græðslu ríkisins og Landvernd.
Starfsfólk íslandsbanka vill auka
vég umhverfisverndar. I fréttatil-
kynningu frá frá Umhverfisfélagi
íslandsbanka, sem stofnað var 4.
mars, segir að félagið sé hið fyrsta
ELDUR kom upp í hjólhýsi sl.
föstudagskvöld og var það brunn-
ið að mestu þegar eigendurnir
komu til gistingar um tvöleytið
aðfaranótt laugardags.
Eigendur eru hjón úr Kópavogi
sem ætluðu að dvelja yfír páskana
í hjólhýsinu sem var í landi Haga í
Skorradal. Á föstudagskvöld brugðu
þau sér frá og fóru í heimsókn í
sumarbústað í Vatnsendahlíð í
sinnar tegundar innan íslénsks fyr-
irtækis svo vitað sé. Landeyðing á
íslandi er mikið vandamál og vax-
andi ef ekki verður gripið til enn
öflugri sóknar gegn henni á næstu
Skorradal. Þegar þau komu til baka
um tvöleytið um nóttina var aðkom-
an heldur dadurleg, hjólhýsið að
mestu brunnið ásamt öllum viðlegu-
búnaðinum. Atburðurinn var til-
kynntur lögreglunni í Borgarnesi
sem tók skýrslu og skoðaði bruna-
leifarnar.
Hjólhýsið var brunatryggt en allt
sem í því var óvátryggt svo tjón
hjónannna er talsvert.
- D.P.
árum. íslandsbanki hefur frá upp-
hafí lagt ríka áhersiu á umhverfis-
vernd og sú áhersla, sem bankinn
og starfsfólk hans leggja á þau,
hefur aukið áhugann jafnt og þétt
innan íslandsbanka.
Mikið starf unnið
Skógræktardagur íslandsbanka
er haldinn árlega. Þá gróðursetja
starfsmenn íslandsbanka, VÍB og
Glitnis og fjölskyldur þeirra um 20
þúsund tijáplöntur á 14 stöðum víðs
vegar um landið. Þessi gróðursetn-
ing er í tengslum við þá ákvörðun
bankans að gefa Skógræktarfélag-
inu fjórar tijáplöntur fyrir hvern
fæddan íslending á ári hveiju. Bank-
inn hefur styrkt Landgræðslu ríkis-
ins til kaupa á raðsáningarvél til
landgræðslu og landbóta, og Nátt-
úruverndarráð með fjárframlagi,
sem varið var til að bæta aðstöðuna
í Dimmuborgum. Enn fremur stend-
ur íslandsbanki að átaki, sem miðar
að i'eyklausum banka fyrir árið
2000, og eru 11 útibú og deildir
þegar orðin reyklaus. Um helmingur
alls pappírs sem bankinn notar er
vistvænn.
Áhersla á umhverfismál
Með tilkomu félagsins verður
áhersla á umhverfismál aukin í starfi
íslandsbanka. Félagið mun auk þess
standa fyrir fræðslufundum innan
bankans um gildi vistverndunar,
standa að greinaskrifum, skógrækt-
arferðum, átaki í hreinsun fjara,
fræsáningu, áróðri um nauðsyn þess
að flokka úrgang, kaupum á vörum
sem valda umhverfinu minnstum
skaða o. fl. Formaður í stjórn Um-
hverfisfélags íslandsbanka var kos-
inn Jón Gunnar Aðils hjá markaðsde-
ild. Aðrir í stjóm eru Unnur Jóns-
dóttir, útib. Laugavegi 172, Ólafur
Stefánsson, útib. Lækjargötu, og
Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir, útib.
Mosfellsbæ. Valgerður Friðriksdóttir
útib. Garðabæ, situr í stjórn félags-
ins fyrir hönd Starfsmannafélags
íslandsbanka.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Lítið var eftir af hjólhýsinu loksins þegar eldur slokknaði.
Eldur kom upp í hjólhýsi
Morgunblaðið./Jónas Guðmundsson
Á kafi í snjó
EFTIR fimm daga óveður voru Ijald og skiði nánast komin á kaf eins
og sjá má en hér eru þeir félagar að búa sig undir ferðina til byggða.
Veðurtepptir 5 daga
á Breiðamerkurjökli
SLÆMT veður og veikindi urðu til þess að þeir Jónas Guðmunds-
son, Bergur I. Arnason og Þórarinn Ólafsson, sem ætluðu í 3ja
vikna skíðagöngu á hálendinu urðu frá að hverfa eftir að hafa
verið veðurtepptir í fimm daga á Breiðamerkurjökli. Þar gekk
yfir slæm suðaustanátt og mældust 11 vindstig á Fagurhólsmýri
en þeir félagar voru 1.500 metrum ofar í mun verra veðri.
Þeir höfðu ætlað sér að ganga
um 400 km á skíðum á hálendinu
yfir Breiðamerkuijökul, Vatnajök-
ul, Grímsljall og þaðan í Nýjadal.
Úr Nýjadal í Laugafell, Hveravelli
og norður fyrir Langjökul um Flosa-
skarð að Þingvöllum.
Að sögn Jónasar, komust þeir
tvær dagleiðir upp á Breiðamerkur-
jökul og að Esjufjöllum. „Þar vorum
við veðurtepptir í tjaldi í fímm
daga,“ sagði hann. „Við ætluðum
lengra en lentum í bijáluðu veðri.
Minnst átta vindstig og upp fyrir
tólf ef það er þá hægt. Það er ekki
hægt að segja að við höfum verið
í lífshættú en við þurftum að fara
út nokkrum sinnum yfir nóttina til
að moka snjónum frá tjaldinu. Þeg-
ar við komumst út úr tjaldinu eftir
fimm daga þá stóðu um 15 senti-
metrar af tjaldinu upp úr snjónum
og rétt sást í skíðin.“
Þar sem gengið hafði á matar-
birgðir þeirra félaga og tvær dag-
leiðir í nýjar vistir í Nýjadal, var
ákveðið að halda til byggða. Auk
þess var einn fingurbrotinn og tveir
veikir. „Við vorum mjög óheppnir,"
sagði Jónas, „En vorum samt
ákveðnir í að halda áfram ef veðrið
hefði ekki verið svona slæmt."