Morgunblaðið - 14.04.1993, Síða 55

Morgunblaðið - 14.04.1993, Síða 55
I I I I ) ) ) ) ( ) I I I i I 1 I I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 55 Fjöldi fólks tók þátt í skíðaviku á ísafirði ísafirði. SKÍÐASVÆÐI ísfirðinga á Seljalandsdal var helsti samkomustað- ur fólks vestra í dymbilvikunni og á páskunum. Þeir sem vildu halda sér utan fjöldans, fóru í gönguferð um eyrina með Jóni Páli Halldórssyni, eða í sund á Suðureyri. Þegar þoku gerði upp úr hádegi á páskadag renndu nokkrir vélsleðamenn sér upp úr sortanum, brunuðu yfir Glámuhálendið og létu ekki staðar numið fyrr en á Patreksfirði. Enn sem fyrr er skíðavikan fyrst og fremst fjölskylduhátíð, þar sem brottflutt fólk sækir vestur til ættingja og vina, en þó fer þeim fjölgandi, sem notfæra sér þjónustu hót- ela og gististaða og blanda geði Ásthildur Cesil Þórðardóttir, sem hefur verið einskonar framkvæmda- stjóri skíðavikunnar, sagði að skipu- lögð vinna að undirbúningi hátíðar- innar væri nú að skila sér. Dagskrár- atriði hefðu yfirleitt gengið upp og þátttaka verið í svo til öllum þeim fjölda afþreyingaratriða sem boðið hefði verið uppá, en farið var í útsýn- isferð með Fagranesinu inn í Djúp og flogið með fólk vestur um firði í flugvélum Ernis, Óli M. Lúðvíksson og Halldór Margeirsson fóru með fólk í skíðagöngu um Breiðadals- og Botnsheiðar, út á Hnífa og fyrir botn Tungudals, svo eitthvað sé upptalið af því sem boðið var uppá. Um kvöld- in voru nýstárlegar uppákomur eins og fondúteiti í Skíðheimum, þar sem gestir renndu sér að lokum til byggða á snjóþotum og ruslapokum. Bæjar- stjórinn í Bolungarvík djassaði með við ísfirðingana. Villa rakara og fleirum, en stórbönd úr Reykjavík eins og SSSól, KK band og Vinir Dóra léku fyrir dansi. Það má teljast heldur óvenjulegt að alla skíðavikuna var mjög gott veður á ísafirði, lengst af glaða sól- skin og logn og að engin alvarleg slys urðu þótt skíðaðar væru brött- ustu skíðabrekkur landsins, þar sem hátt í 2.000 manns voru saman komnir. Leikur á snjóþotum Einn daginn fór fjöldi fólks á öllum aldri inn í Tunguskóg. Að sögn Ást- hildar var það einhver ævintýraleg- asti þáttur helgarinnar að sjá alla fjölskylduna samankomna við að leika sér á snjóþotum svo að sumir þeir fullorðnu gleymdu sér svo gjör- samlega í hita leiksins að þau yngstu komust stundum ekki að. Síðan var farið út í golfskála þar sem Rut í Gamlabakaríinu tók á móti öllum og bauð upp á heitt kakó og nýbakað brauð. Það er hald manna að á stórum hluta ísfirskra heimila hafi íbúarnir meira en tvöfaldast þessa dagana, því hefðin er sú, að Skíðavika sé fyrst og fremst vika hinna týndu sauða, sem leita heim úr öllum lands- ins hornum, til að upplifa æskudag- ana og fjörið eitt árið enn. Hvort sem það er mamma og pabbi, amma og afi eða frænka og frændi, sem eru mætt á flugvöllinn til að taka á móti týndu sauðunum þá er alls stað- ar búið að kaupa til veislu svo öllum finnist þeir vera komnir heim. Að sögn Áslaugar Alfreðsdóttur hótelstjóra á Hótel Isafirði hefur orð- ið miki! aukning á skíðaviku gestum á hótelinu, en fyrir fimm árum þegar hún hóf hér störf var enginn gestur á hótelinu um páskana og hafði ekki verið nema með fáum undantekning- um frá því hótelið var opnað. En nú virðast íslendingar, sem ekki eiga uppruna vestra vera að uppgötva þau stórkostlegu skíðalönd sem hér eru og fjölgar þeim nú árlega sem gista á hótelinu og í gistihúsunum sem hér starfa. - Úlfar. Morgiinblaðið/Úlfar Ágústsson Á skíðum Ungir sem aldnir skemmtu sér á skíðum á ísafirði um helgina. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKiAVÍK: 8. -13. apríl 1993 MIKILL órói í fólki og ölvun ein- kenndi þessa páskahelgi. Líkams- meiðsl og slagsmál voru þó í lág- marki. Tilkynnt var um 6 um- ferðarslys í umdæmi lögreglunnar, en á sama tíma í fyrra varð ekkert umferðarslys í umdæminu. Aðfaranótt skírdags var ekið á gangandi vegfaranda á Laugavegi gegnt húsi nr. 22. Ökumaðurinn stakk af. Fiytja varð vegfarandann á slysadeild, en líklegt var talið að hann hefði fótbrotnað. Aðfaranótt sunnudags valt bifreið á Hafra- vatnsvegi við Skyggni. Þurfti að flytja ökumann og tvo farþega á slysadeildina. Um miðjan dag lenti hjólreiðamaður á bifreið á Bústaða- vegi og skömmu síðar þurfti að flytja sjö manns á slysadeild eftir árekstur þriggja bifreiða á Vestur- landsvegi gegnt Korpúlfsstöðum. Um páskana í fyrra var tilkynnt um 26 innbrot, en nú var tilkynnt um 35 slík. í langflestum tilvikum var brotist inn í bifreiðir og í sölu- turna. Einnig var brotist inn í tvær íbúðir og tvo sumarbústaði. Mest virtust þjófarnir vera að sækjast eftir tóbaki, radarvörum og hljóm- flutningstækjum. Tókst að hand- taka nokkra þeirra við iðju sína, en aðrir sluppu að sinni. T.d. var tilkynnt um innbrot í söluturn við Suðurlandsbraut. Grunur var um að innbrotsþjófurinn væri enn þar inni og eftir nokkra leit fannst hann ofan í lokaðri frystikistu. Aðrir voru handteknir við að reyna að bijótast inn í söluturn í miðborg- inni aðfaranótt föstudags og undir morgun var maður handtekinn eft- ir að hafa brotist inn í bifreið og tvær verslanir við Skaftahlíð. - Á sunnudagsmorgun komu lögreglu- nienn að kunnum afbrotamanni þar sem hann sat í bifreið í Ármúla. í bifreiðinni var talsvert af ýmiskon- ar varningi, s.s. útvarpstæki, tal- stöð o.fl. og þar sem manninum vafðist tunga um tönn er hann var beðinn að gera grein fyrir hlutun- um var hann ásamt þeim fluttur á lögreglustöðina. Skömmu fyrir miðnætti á skír- dag var tilkynnt um heiftarlegar deilur með mæðgum er enduðu nieð handalögmálum. Deilurnar voru út af stól sem báðar vildu sitja >• Meiðingar urðu þó ekki. Eftir að lögreglumenn komu á vettvang komst á friður og sættir tókust með þeim um að eldri konan hefði stólinn fyrir sig þetta kvöld. Aðfaranótt föstudags veittu lög- reglumenn á eftirlitsferð á Skóla- vörðustíg athygli bifreið með tveimur mönnum í. Tóm skothylki lágu á mælaborðinu. Undir fatnaði í aftursætinu lá loftriffill, sem mennirnir sögðust hafa verið með. Þeir höfðu verið að æfa sig að hitta auglýsingaskilti verslana við Laugaveginn. Mennirnir voru færð- ir á lögreglustöðina og hald var lagt á riffilinn. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um mann að eiga við bifhjól á Hólatorgi. Reyndist vera um ölv- aðan mann að ræða og hafði hann fallið af hjólinu eftir akstur. Maður- inn var með áverka í andliti og brotnar framtennur. Flytja varð hann á slysadeild. Skömmu eftir hádegi á mánudag var tilkynnt um mann, sem búinn væri að aka fram og aftur um Hagamel við Hagaskólann. Þar væru böm að leik og hefði maður- inn gert sig áberandi með því að fróa sér inn í bifreiðinni rétt þar sem bömin vom að leik. Maðurinn var handtekinn og færður á lög- reglustöðina. I dagbókinni segir að aðfaranótt þriðjudagsins hefðu mál, sem upp komu, einkennst af skemmdarfýsn, afbrigðilegri hegðun og almennu virðingarleysi fyrir eignum ann- arra, en þeir þættir virðast sífellt verða meira áberandi vandamál. Aðfaranótt mánudags bárust upplýsingar um fjölmennan dans- leik í Njálsbúð. Lögreglan í Reykja- vík var því viðbúin hinu versta er líða tók á nðttina, enda kom í ljós að full ástæða var til þess. Tæplega þijú um nóttina var bifreið mæld á 166 km hraða á Suðurlandsvegi og í kjölfarið fylgdu þijár aðrar með stuttu millibili á 142-147 km hraða. Þessir ökumenn voru allir sviptir ökuréttindum „á staðnum“, og fjórir aðrir, sem mældir voru á þessum vegarkafla voru kærðir fyrir að aka of hratt. Allir voru ökumennirnir að koma af umrædd- um dansleik og virtist liggja mikið á að komast í bæinn aftur. í dag hefst sameiginlegt umferð- arátak lögreglunnar á Selfossi, í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfírði, Grindavík og í Keflavík. Að þessu sinni verður athyglinni sérstaklega beint að ökuhraða og ökuréttindum ökutækjastjórnenda. Morgunblaðið/Frosti Eiðsson í sólbaði VEÐRIÐ lék við landsmenn um páskahelgina og ófáir mættu sólbrennd- ir til starfa sinna í gær. Þessar myndir voru teknar í Árnessýslu af léttklæddu fólki sleikja sólskinið við sundlaugina í Úthlíð og baða sig í Laugarvatni. Bláfjöll og Skálafell um páskana Um 20 þúsund á skíðasvæðunum TALIÐ er að um 20 þúsund manns hafi lagt leið sína í Blá- fjöll og Skálafell í blíðskapar- veðri yfir páskana frá föstudeg- inum langa og fram á páskadag. Að sögn Þorsteins Hjaltasonar fólkvangsvarðar, hefur veðrið sett strik í reikninginn fyrir skíðafólk í vetur en frá föstudegi og fram á páskadag rættist úr veðri. Komu þá að meðaltali um 3.500 manns á dag í Bláfjöll og á páskadag komu rúmlega 4.000 manns. I Skálafell komu um 8.000 manns yfir páskana en færri lögðu leið sína á Hengilssvæðið. „Fólkið dreifðist vel yfir daginn og mynd- uðust aldrei þessar yfirþyrmandi biðraðir eins og oft vill verða,“ sagði Þorsteinn. Skíðavertíðin hefur aldrei geng- ið jafn illa og í vetur, þar sem veðrið um helgar hefur yfirleitt verið mjög óhagstætt fyrir skíða- fólk. Veðurspá næstu daga er skíðamönnum fremur óhagstæð en rétt er að taka fram að opið verður í Bláfjöllum fram í maí. —efþú spilar til að vinna! 14. leikvika, 10. -12. aprfl 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. IFK Göteborg - AIK - X - 2. Halmstad - Helsingborg 1 - - 3. Malmð FF - Brage 1 - - 4. Norrköping - Örgrytc 1 - - 5. V-Frðlunda - Hacken 1 - - 6. Örebro - Trelleborgs FF 1 - - 7. Öster - Dcgerfors 1 - - 8. Ipswich - Arsenal - - 2 9. Leeds - Blackbum 1 - - 10. Man. Utd. - ShelT. Wed. 1 - - 11. Middiesbro - Everton - - 2 12. Q.P.R. - Notth. Forest 1 - - 13. Southampton - Chelsea 1 - - 13 réttir: 37,750 | kr. 12 réttir: P 1,630 | kr. 11 réttir: [_ 0 | kr. 10 réttir: 0 _J kr' Hcildarvinningsupphæöin: 103 miHjónir króna OLTÍNN 14. leikvika - 10. aprfl 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Ancona - Roma - x - 2. Atalanta - Pescara í - - 3. Fiorentina - Brescia - x - 4. Genoa - Udinese í - - 5. Inter Milan - AC Milan - x - 6. Juventus - Torino í - - 7. Lazio - Foggia - X - 8. Napoli - Sampdoria - x - 9. Parma - Cagliari í - - 10. Cesena - Bologna í - - 11. Lecce - Verona í - - 12. Pisa - Padova í - - 13. Reggiana - Ascoli - X - Heildarvinningsupphæöin: 16,1 milljónir króna | 13 réttir: | 308,750 1 ^ 12 réttir: 8,270 1 11 réttir: | 690 ll ^ 10 réttir: 200 1-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.