Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 7

Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 7
unni vestur yfir landamærin, til Vestur-Þýskalands. Ég frétti ekki fyrr en löngu seinna að vinir mínir í DDR höfðu lagt sig í hættu og safnað undirskriftum undir bréf til Amnesty International þar sem vak- in var athygli á mínu máli. Og það hreif. Undanfarin ár hef ég unnið með Amnesty International í Ingol- stadt, þó ekki væri nema til að sýna þakklæti mitt til samtakanna. Ég kom til vestur-þýska bæjarins Giessen allslaus; persónuskilríki, prófvottorð og hlutir af því tagi höfðu orðið eftir hjá „vinunum" í Stasi. Ég þekkti ekki sálu í bænum en kynntist brátt góðu fólki og naut aðstoðar þess, fékk ígripavinnu á safni og gerði meðal annars upp gamla þorpskirkju í rómverskum stíl og þar kom, að mér var boðið starf á Lækningasögusafni Þýska- lands í borginni Ingolstadt. Það þýddi að ég þurfti að endurhæfa mig þar eð ég hafði lært til verka á kirkjumunaverkstæði, ég varð að sækja námskeið, lesa mér til og ekki síst vinna að viðgerðum á gömlum munum. Þarna lærði ég meðferð á nánast öllum hugsanlegum efnum, leðri, viði, málmum, gleri, litarefn- um, öllu sem kemur við sögu í gerð lækningatækja. Draumur rætist Það var víst 1985 að haldin var ráðstefna um sögu læknisfræðinn- ar í Ingolstadt í tengslum við Lækn- ingasögusafnið. Ég aðstoðaði við að setja upp dálitla sýningu af því tilefni. Einn daginn var ég einn að MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI 1993 að vart sá högg á vatni. Fjölmarg-' ir áttu síðan hlut að máli, ekki síst Atli Þór, að mér var boðið hingað á ný til að halda verkinu áfram. Ég var hér í þrjár vikur síðsumars í fyrra - reyndar að nokkru leyti í sumarleyfí í það skiptið - og loks er ég búinn að vinna fjórar vikur á safninu að þessu sinni, ekki síst fyrir tilstuðlan Þýsk-íslenska fé- lagsins í Bremerhaven sem hefur stutt myndarlega við uppbyggingu þess. í þetta sinn hef ég einbeitt mér að því að bjarga nokkrum sér- lega verðmætum hlutum sem lágu undir skemmdum. En mikið verk er óunnið enn. Þar þurfa fleiri að koma til, en ég hef reynt að miðla kunnáttu minni til forstöðumanns og annarra aðstandenda safnsins. Mér er það alveg sérstök ánægja ef ég get lagt því eitthvert lið að þetta safn verði að veruleika. Nesstofa er einstaklega fallegt hús og þar er nú þegar hluti safns- ins til sýnis. I framtíðinni er hins vegar áætlað að fjósið á þessu gamla landlæknissetri verði endur- byggt til að hýsa meginsafnið. Komist sú áætlun í framkvæmd munuð þið íslendingar eignast lækningaminjasafn á heimsmæli- kvarða og staðurinn er alveg ein- stakur fái náttúrufarið umhverfis að vera áfram ósnortið. Já, Island hefur snortið mig djúpt með fegurð sinni og lítt spilltri náttúru. í fyrstu heimsókn minni, það var í febrúar, varð ég að vísu snarringlaður; það var enn dimmt af nóttu kl. 10 að morgni! Breytt símanúmer Tekið er á móti tímapöntunum mánudaga, þriðju- daga og fimmtudaga á milii kl. 9 og 11 og 14 og 16. Fagleg þjónusta ó öllum tegundum tónlistar ósamt miklu úrvali af fylgihlutum. npm A Þúsundþjalasmiðurinn við einn sýningarskápinn. vinna í sýningarsalnum, lá á hnján- um og var að ganga frá vegg- spjaldi, en einhver ókunnugur mað- ur stóð og virti fyrir sér það sem komið var á veggina. Við tókum tal saman og ég rak upp stór augu þegar hann kvaðst vera frá Is- landi. „Ég þekki ísland!“ hrópaði ég, „ég hef lesið Laxness!" - og það var alveg satt, ég hafði lesið það sem út hafði komið eftir hann í DDR og það vakti með mér þann draum að komast einhvern tíma til íslands. Þarna kynntist ég sem sagt, fyrir hreina tilviljun, fyrsta íslendingnum á ævi minni, læknin- um Atla Þór Ólasyni. Þegar hann frétti við hvað ég starfaði fór hann að segja mér frá Jóni Steffensen prófessor sem þegar væri búinn að safna ógrynni af gömlum íslensk- um lækningatækjum; koma þyrfti upp safni á íslandi fyrir þessa hluti og þó fyrst og fremst koma þeim í sýningarhæft ástand. Mér fannst þetta svo forvitnilegt að ég bauðst til að koma til íslands og aðstoða við að koma þessu safni á laggirn- ar. En auðvitað sé ég mér um leið færi á að láta minn gamla draum rætast: Að heimsækja ísland. Það var þó ekki fyrr en 1991 að af þessu gat orðið. Þá kynntist ég af eigin raun þeim einkar hríf- andi atorkumanni Jóni Steffensen, sem nú er látinn, og því einstaka safni af gömlum munum sem hann hafði af mikilli elju dregið saman. íslendingar eiga þessum höfðings- manni skuld að gjalda en það er raunar nánast ótrúlegt hvað hér er til af vel varðveittum lækninga- tækjum alls staðar að úr heiminum. Nú var það mitt hlutverk að huga að þessum hlutum, dytta að sumum en gera aðra upp eftir því í hvaða ástandi þeir voru. Ég vann hér í þrjár vikur en verkefnið er svo stórt En síðastliðið sumar kynntist ég því aftur á móti að það dimmdi alls ekki alla nóttina! í það sinn átti ég þess kost að ferðast nokkuð um landið, fór til Vestfjarða og komst norður að Mývatni. Alls staðar blasti við sjónum þesi sér- stæða náttúrufegurð, en ég hef líka kynnst mörgu fólki, upplifað ein- staka gestrisni þess og vingjarnlegt viðmót. Frá Seltjörn til Eyjahafs Framtíðin? Komast burt frá Þýskalandi! Burt frá atvinnuleysi, útlendingahatri, já, sér í lagi útlend- ingahatrinu; ég hef sjálfur orðið fyr- ir barðinu á því af því ég er af pólsk- um ættum en þó miklu frekar kæ- rastan mín sem er sígauni í aðra ættina en Tékki í hina. Þjóðveijar hafa alltaf litið niður á þá sem búa austan við þá: Vestur-Þjóðveijar litu niður á Austur-Þjóðveija og nú eftir að Þýskaland hefur verið sameinað líta allir Þjóðverjar niður á Pólverja, Tékka, Slóvaka, Ungveija, Búlgara, Grikki; já, Grikki, vel á minnst, það hefur verið draumur minn allt frá æskuárunum að búa í Grikklandi. Frá því að ég lærði á kirkjumuna- verkstæðinu í Erfurt hefur mér þótt sérlega gaman að fást við viðgerðir á kirkjumunum og á grísku eyjunum er urmull af litlum þorpskirkjum þar sem margt þarf aðhlynningar við. Ég hef þegar samið um tiltekin verk sem ég mun taka að mér. En þá þarf ég að læra svolítið meira, eink- um allt er lýtur að varðveislu hluta úr steini. En síðast en ekki síst dreymir mig um að koma aftur tii þessa stórkostlega lands ykkar og fylgjast méð því hvernig Nesstofu- safninu reiðir af.“ Höfundur er kennari í Reykja vík. íírval af samfellum, toppum, leggings og sokkabuxum Laugavegi 30, sínii 624225 SUNNUDOGUM FRÁ KL.13-17 S-K-í-F -A-N STÓRVERSLUH - LAUGAVEGl 26 - SÍMI: 600926 í þrótta- ár leiHj askólií íí. IW3 5trákar og stelpur, 6-10 ára, ínnrítun er hafin í 1 þróttaskolaí A.se/ri verd ur 11 þróttahúsi 5eU askóla. I.ndmskekí I.J Gní - IIJ Gní a.ndmskekí MJOní -aSJútú 3. ndmskekf 28.j Gní -9.J08 M.ndmskekí GJGfi -33.JG6 S.ndmskekí S.ógGst - b.ógGst Mómskekfin erufró M.9-13 og/eóa 13-16 SystWnaafsldttu’ Ferdalagi HamragH Gótíflr lekfbeinendur Verd kr.MOOO,- (3700,-) AUar nánari upplýsingar og skráning er í si ma 72550, alta virka daga mitti k\. 13 og 17. 4"■■■■■■■■■■■■■■■■ Matargerðarmenn okkar bjóða ykkur velkomin Hótel Örk Nýr sumarmatseðill - sólargeisli í hverjum bita Sérstakur vínseðill - aðeins á Hótel Örk Sundlaugin opin alla daga fyrir alla. Verð: Fullorðnir kr. 150,- börn kr. 100,- Vatnsrennibraut, barnasundlaug. Golfvöllurinn opinn - aldrei betri en nú hola í höggi - verðlaun! Sparkvöllur, skokkbrautir, trambólín, jarðgufubað. Einstaklingar, hópar, félagasamtök! völlurinn opinn alla daga. Góð aðstaða. Suðræn stemmning með sólargeisla. skemmta matargestum öll kvöld vikunnar og í kafflhlaðborðinu alla laugardaga og sunnudaga. Sjáum um akstur til og frá Reykjavík fyrir hópa. Matur og mjöður manninn kæta. HÓTEL Öm HVERAGERÐl • SÍMI 98-34700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.