Morgunblaðið - 23.05.1993, Qupperneq 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
>' 'KVIKMY N DI
Er Tom Cruise hinn dœmigeröi lögfrcebingur?
Þrenna Grishams
John Grisham heitir bandarískur rithöfundur sem
kvikmyndaframieiðendur í Hollywood hafa tekið
sérstöku ástfóstri við. Hann hefur skrifað fjórar
spennusögur og þrjár þeirra eru
orðnar kvikmyndaefni ýmist á
lokastigi eða á byrjunarreit og
það eru allar helstu stjörnurnar
í Hollwyood sem keppast um að
leika í þeim. Ein sagan hefur
komið út á íslensku, Firmað.
ÞRJÁR myndir eftir sögum Grishams;
Cruise í hlutverki unga lögfræðingsins
í Firmanu.
að hann hafi það í huga
þegar hann skrifi og ér
nefnt sem dæmi að ein
aðalpersónan í nýjustu
sögunni hans, Kúnnanum,
sé strákurinn Macaulay
Cujkin lifandi kominn.
í Firmanu leikur Tom
Cruise nýútskrifaðan lög-
fræðing sem fær gylliboð
frá virðulegu lögfræðif-
inna í Suðurríkjunum en
brátt kemst hann að því
að starfsemi þess er held-
ur betur gruggug. Með
önnur hlutverk fara Je-
anne Tripplehorn, sem
leikur eiginkonu Cruise en
var áður sáli í Ógnareðli
og Gene Hackman ný-
krýndur óskarshafi, sem
leikur yfirmann fyrirtæk-
isins. í ráði var að fá t.d.
Meryl Streep til að leika
yfirmanninn og hækka
upp í rómantíkinni en fall-
ið var frá því. Aukaleikar-
arnir eru ekki af verri
endanum: Holly Hunter,
David Strathairn, Gaiy
, Ed Harris, Hal
fastagestur í
lögfræðimyndum sem
og Wilford
Brimley.
Líkt og myndin Uns
sekt er sönnuð eða
Presumed Innocent"
má gera ráð fyrir að
Firmað sé gerð ná-
kvæmlega eftir sög-
unni, síðu fyrir síðu.
sem er svo
heillandi við þessa
sögu,“ er haft eftir
Sidney Pollack,
sem reyndar
keypti Uns sekt
er sönnuð á sín-
um tíma og vann
að lokum kapp-
hlaupið um Firmað, „er
hversu eðlileg hún er í
byijun. Þetta gæti komið
fyrir hvern sem er.“
Cruise leikur ekki ann-
að en lögfræðinga þessa
stundina. Hann tók Jack
Nicholson á beinið í réttar-
salnum í Heiðursmönnum
og í Firmanu er hann eini
heiðarlegi lögfræðingur-
inn í mynd sem er stopp-
full af hinum spilltustu og
grimmustu lögfræðing-
um. Þeir hafa misjafnt orð
á sér yfirleitt en kannski
Cruise geti bjargað ein-
hvetju.
Það er Tom Cruise sem
fer með aðalhlut-
verkið í Firmanu. Hún
verður frumsýnd innan
skamms í Bandaríkjunum
og kemur í Sambíóin í
haust, líklega í október.
Önnur saga Grishams er
Pelikanálitið eða „The
Pelican Brief“ en tökur
munu hafnar á mynd eftir
henni með Julie Roberts í
aðalhlutverkinu undir
leikstjórn Alans J. Pacula.
Og loks má geta þess að
nýjasta saga höfundarins,
Kúnninn eða „The Client“,
er einnig á Ieiðinni á hvíta
tjaldið en myndin sú er
skemmst komin, aðeins á
viðræðustigi ennþá. Rætt
er um að Susan Sarandon
fari með aðalhlutverkið
þar en leikstjóri verði Joel
Schumacher. Fjórða bók
Grishams og sú fyrsta
sem hann skrifaði heitir
Að drepa tímann eða „A
Time to Kill“, en ekki hef-
ur frést af neinni bíóút-
gáfu hennar.
Grisham er lögfræðing-
ur að mennt en hann lagði
lögspekiferilinn á hilluna
til að gerast spennu-
sagnahöfundur. Námið
nýtist honum þó heldur
betur, því sögur hans eins
og Firmað og Pelikanálitið
gerast á meðal lögfræð-
inga og snerta mjög lög-
fræðileg efni. Báðar eru
bækúrnar einkar læsileg-
ar og kjörnar til kvik-
myndunar enda er sagt
MÞótt ekki beri mikið á
framhaldsmyndum í
bíóunum í sumar eru þær
síst að hverfa. Anjelica
Huston heldur áfram að
leika Mörticiu í Addams-
fjölskyldunni 2: Fjöl-
skyldugildin, Sharon
Stone endurtekur leikinn
í Ógnareðli 2, það sama
gerir Rebecca De
Mornay í Höndinni sem
vöggunni ruggar 2 og
Whoopi Goldberg fær
sjö milljónir dollara fyrir
að leika aftur syngjandi
nunnuna í Systragervi 2.
MBresku bræðurnir í
Hollywood, Tony og Rid-
ley Scott, eru næstum
því að fást við sömu bíó-
myndina án þess að þeir
hafi vitað af því fyrr en
nýlega. Mynd Tonys heitir
„Tom Mix and Pancho
Willa" en Oliver Stone
er annar handritshöf-
undurinn. Mynd Ridleys
heitir „Pancho’s War“
og fjallar um þann sama
mexíkóska uppreisnarfor-
ingja, Pancho Villa.
MMenn hafa árum sam-
an reynt að koma saman
bíómynd uppúr skáldsögu
Anne Rice, „Interwiew
With the Wampire". Jon
Voight, Rutger Hauer,
John Travolta og Ric-
hard Gere hafa allir sýnt
áhuga á að leika í henni
í gegnum árin. Nú hefur
framleiðandinn David
Geffen loksins sett
myndina 1 gang og ráðið
írska leikstjórann Neil
Jordan („The Crying
Game“) til að stjórna
henni. Jordan er að von-
ast til að fá Daniel Day-
Lewis og Brad Pitt í
aðalhlutverkin.
í BÍÓ
Bíóúrvalið hefur ekki ver-
ið beysið nú á vormánuð-
um en þó má finna innan um
góðar myndir.
Fyrsta ber að telja banda-
rísku endurgerðina „Som-
mersby“ með Jodie Foster
og Richard Gere, en Frakkar
gerðu hana áður undir heit-
inu Martin Guerre snýr aftúr
og var hún sýnd í Stjörnu-
bíói á sínum tíma. Foster, sú
ágætisleikkona, fer á kostum
í myndinni sem segir af her-
manni sem snýr aftur úr
borgarastyijöldinni í Banda-
ríkjunum en á bágt með að
sannfæra menn um hver
hann er.
Hin klassíska saga Johns
Steinbecks, Mýs og menn,
fær einkar ljúfsára með-
höndlun í mynd Gary Sini-
ses, sem sýnd er í Háskóla-
bíói og þar er einnig mjög
smekklega farið með hetju-
söguna úr Andesfjöllum í
myndinni Lifandi, sem segir
frá flugslysinu fræga fyrir
20 árum.
Þá er Loftskeytamaðurinn
eftir sögu.Knuts Hamsuns í
Regnboganum, en hún var
kjörin besta myndin af áhorf-
endum á Norrænu kvik-
myndhátíðinni í vor og loks
er óhætt að mæla með Fals-
leik í Laugarásbíói, sem er
vel gerð og leikin spennu-
mynd með óþekktum leikur-
um en góðum söguþræði.
8000SEÐ
LIFAIMDI
Alls hafa nú rúmlega 8.000 manns séð sannsögulegu
myndina Lifandi, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla-
bíói.
Þá hafa um 5.500 manns séð spennumyndina Jenni-
fer 8., rúm 4.000 Vini Péturs, 9.000 Elskhugann og
10.600 Hávarðsenda.
Fyrir helgina frumsýndi
Háskólabíó myndina
„Mad Dog and Glory“ með
Robert De Niro og Bill
Murray, en á næstunni sýn-
ir bíóið myndirnar „Wind“
með Matthew Modine, sem
fjallar um keppnina um
Ameríkubikarinn í sigling-
um, „Indecent Proposal"
með Robert Redford, Demi
Moore og Woody Harrel-
son, en hún verður frum-
sýnd 8. júní í Háskólabíói
og Sambíóunum, „For-
tress“ með Christopher
Lambert, „Landslide" eða
Skriðuna eftir sögu Desm-
onds Bagleys og loks
frönsku myndina Stúlkuna
á loftinu
eða „La
fille de
Pair“
eftir
Maroun
Bagda-
di, sem
áður
gerði
m.a.
Heljar-
þröm
eða
„Hors la
vie“ um
gíslatöku í Beirút, en
myndin sú var á Kvik-
myndahátíð Listahátíðar
1991.
Góð aðsókn: 10.600 séð Hávarðsenda.
■?4MN!L'i?I.T1!^MI!l
I CANNES 1993
46. kvikmyndahátíðinni í
Cannes lýkur eftir helgi og
þá ræðst hver hreppir
Gullpálmann.
10 manns eru í dómnefnd, þ.á.m.
Louis Malle, Claudia Cardinale,
Judy Davis og Gary Oldman.
RElfTER
Ást í rauðu ljósi; Pfeiffer og Lewis í mynd Scorsese,
„The Age of Innocence".
SAKLAUSARI
TÍMAR
BANDARÍSKI leikstjórinn Martin Scorsese er þekktastur
fyrir myndir sínar af glæpahneigðum götulýð ýmiskonar
í myndum eins og „Mean Streets", „Taxi Driver" og ekki
síst „GoodfeUas" og „Cape Fear“. Þess vegna vakti það
talsvert mikla athygli þegar ljóst varð að næsta mynd
hans yrði byggð á nítjándu aldar ástarsögu eftir Edith
Wharton.
ýja myndin hans heitir
„The Age of Innoc-
ence“ og er gerð eftir sam-
nefndri skáldsögu Whartons,
sem hún hreppti Pulitzer-
verðlaunin fyrir. Hún gerist
í samkvæmislífinu í New
York á áttunda áratug síð-
ustu aldar og segir frá við-
kvæmu ástarsambandi með
öllu því sem fylgir; ástríðum,
sektarkennd, grunsemdum,
fórnum og hádramatískum
atburðum.
Scorsese skrifar handritið
sjálfur ásamt Jay Cocks, auk
þess sem hann leikstýrir. Með
aðalhlutverkin fara Daniel
Day-Lewis, sem síðast lék í
Sfðasta móhíkananum og
sýndi að fáir skáka honum í
hlutverki rómantísku hetj-
unnar, Michelle Pfeiffer, sem
farið hefur úr Kattarkonu-
hamnum til að leika saklausa
yfirstéttarstúlku, og Winona
Ryder, sem síðast var brúður
Drakúla.
Aætlað er að frumsýna
myndina vestra í haust.