Morgunblaðið - 23.05.1993, Qupperneq 20
20 g
AIQKGUNBI-AÐID SUNNL'DAGUK 23. MAÍ 1993
1240 Fall Skúla hertoga Bárðar-
sonar, sem hafði gert upp-
reisn gegn Hákoni konungi.
1866 Danska gufuskonnortan
Fylla kemur til eftirlitsstarfa
hér við land.
1873 Lög sett um nýja mynt á ís-
landi. Krónur og aurar leysa
af hólmi ríkisdali og skild-
inga.
1918 Viðskiptasamningur við
Bandamenn.
1938 Jökulhlaup í Skeiðará.
1953 Guðmundur Einarsson mynd-
höggvari frá Miðdal andast.
1965 Afhending íslenzku handrit-
anna endanlega samþykkt í
danska þinginu.
1979 Snjóflóð á Siglufírði.
Erlent
1498 ítalski trúarleiðtoginn Girol-
amo Savonarola brenndur á
báli fyrir villutrú.
1618 Hundrað vopnaðir aðalsmenn
í Bæheimi fleygja tveimur
óvinsælustu embættismönn-
um Þýzkalandskeisara út um
glugga í Hracfs/j/n-kastala í
Prag. Þrjátíu ára stríðið
hefst.
1660 Karl II siglir frá Schevening-
en í Hollandi til Englands.
Úlegð hans lýkur og konung-
dæmi endurreist.
1795 Herlið í París bælir niður
óeirðir, sem stafa af brauðs-
korti.
1797 Uppreisn brezkra sjóliða í
skipalæginu við Nore í ósum
Thames.
1863 Kit Carson andast. Einn
brautryðjenda Villta vesturs-
ins í Bandaríkjunum. Veiði-
maður, kunnugur Indíánum
og barðist gegn þeim; leið-
sögumaður landkönnuða og
herforingja. Barðist í Þræla-
stríðinu.
1873 Riddaralögregla sett á fót í
norðvesturhluta Kanada.
1887 Frönsku krýningargeimstein-
unum stolið.
1906 Norski leikritahöfundurinn
Henrik Ibsen andast.
1945 Heinrich Himmler, innanrík-
isráðherra Hitlers, sviptir sig
lífi.
1951 Kínversk stjóm sett á lag-
girnar í Tíbet.
1977 Hryðjuverkamenn frá Suður-
Mólukkueyjum taka 161 far-
þega jámbrautarlestar í gísl-
ingu í Hollandi.
AFMÆLISDAGAR
Carl von Linné 1707. Sænskur
grasafræðingur og alhliða náttúru-
fræðingur. Upphafsmaður
flokkunar jurta og dýra og faðir
nútímagrasafræði.
Franz Anton Mesmer 1734.
Austurrískur læknir, sem beitti
sefjun og dáleiðslu við lækningar
og mótaði aðferðir sínar í kenningu
um segulkraft.
Douglas Fairbanks 1883. Banda-
rískur hetjuleikari (Gríma Zorros,
Hrói höttur, Þjófurinn frá Bagdad).
Jón Engilberts 1908. Listmálari.
Joan Collins 1933. Brezk leik-
kona, kunn úr bandarískri sápuó-
peru, Dynasty.
Anatolíj Karpov 1951. Sovézkur
skákmeistari.
Kidd hengdur fyrir sjórán
1701 Kafteinn Kidd var
hengdur fyrir sjórán og morð í
London í dag. A leiðinni til af-
tökustaðarins við Thames var
komið við á nokkmm krám og
áður en aftakan fór fram svar-
aði Kidd áminningarorðum
prestsins með formælingum.
Hengja varð hann tvisvar, þar
sem kaðallinn slitnaði í fyrra
skiptið, og tjargað lík hans var
hengt upp til sýnis, öðmm til
viðvömnar. William Kidd heijaði
upphaflega á spænsk og frönsk
skip í umboði stjómvalda og
sigldi til Madagaskar til að bæla
niður sjórán, en gerðist sjóræn-
ingi sjálfur. Þegar hann hafði
tekið marga skipsfarma herfangi
undan strönd Afríku sigldi hann
til Vestur-Indía og þaðan til
Long Island. Þegar hann hætti
sér til Boston var hann handtek-
inn og sendur til Englands, þar
sem hann var leiddur fyrir rétt,
en margt er á huldu um hagnað
Adolf
Eichmann
handtekinn
1960 Forsætisráðherra ísra-
els, Davíð Ben-Gurion, tilkynnti
í dag að stríðsglæpamaðurinn
Adolf Eichmann hefði verið tek-
inn til fanga og yrði leiddur
fyrir rétt í Israel. Eichmann var
yfirmaður þeirrar deildar Ge-
stapo, sem sá um útrýmingu
Gyðinga, og hafði umsjón með
dauðabúðum, þar sem sex millj-
ónir Gyðinga létu lífið. Hann
komst undan í stríðslok. Sam-
kvæmt frétt- nrrr-
um frá ísrael KMF3WB8
rakti nazista-
veiðarinn
Símon Wi-
esenthal slóð
Eichmanns til
Argentínu,
þar sem hann
bjó undir dul-
nefninu Ricardo Klimenti.
Starfsmenn ísraelsku leyniþjón-
ustunnar rændu honum síðan
og færðu hann til Tel Aviv í
opinberri flugvél. Wiesenthal
missti 89 ættingja í útrýming-
arherferðinni gegn ■Gyðingum
og hefur átt þátt í því að mörg
hundruð nazistar hafá verið
dregnir fyrir lög og dóm.
hans af sjóránum. Megnið af
ránsfengnum er horfið og hann
neitaði því að hafa falið mikinn
fjársjóð, sem hefur gert hann
að þjóðsagnapersónu. Hann var
frægur fyrir hugrekki og
grimmd og þar sem faðir hans
var prestur segir í þjóðvísum að
hann hafi grafið biblíu sína í
jörðu.
32 >ISur
.............. Mr r.
III. IU. — Flmmludrgur U. mal 1H1
rruUmllJa Mcrfu.V'.Uaa
Framsóknarmenn reyndu að fá Breta
til að gera kröfur á hendur okkur
Hvaða nafni viGja
menn nefna slíka iðju?
| Tíminn leyndi viðtalinu
við IMfels P. Sigurðsson
Kosningar nálgast
1963.
Pólitíkin var fyrirferðarmikil á síðum íslensku dagblaðanna
vorið 1963, og svo var einnig á þessum degi, 23. maí.
Morgunblaðið fjallar um það á forsíðu, að framsóknarmenn
hafi reynt að fá Breta til að gera kröfur á hendur okkur í
landhelgismálinu. í inngangi fréttarinnar segir meðal ann-
ars: „í landhelgismálinu hafa framsóknarmenn og kommún-
istar að undanförnu lagt megináherslu á þau vísvitandi
ósannindi, að breska stjómin hygðist fara fram á framleng-
ingu undanþáganna til veiða á afmörkuðum svæðum innan
12 mílnanna þegar þær renna út eftir nokkra mánuði, og
bætt því við, að leiðtogar stjórnarflokkanna væru óðfúsir
að fallast á slíka framlengingu." í forsíðugreininni er þessu
harðlega mótmælt og blekkingarvef framsóknarmanna í
þessu máli ákveðið vísað á bug.
Tvær aðrar fréttir eru á forsíðunni þennan dag. Annars
vegar er varpað fram þeirri spurningu hver borgi tjónið ef
bifreið brennur og er vitnað til nýlegs atviks er bíll gjöreyði-
lagðist í bruna í Stóra-Vatnsskarði. Þar kemur m.a. fram
að sé bifreið aðeins tryggð „skyldutryggingu" fáisttjón vegna
bruna ekki bætt. Hins vegar er svo stutt frétt um að 114
refír og 223 minkar hafí verið drepnir í Skagafjarðarsýslu
árið 1962 og að heildarkostnaður við eyðingu vargsins hafí
numið tæpum 223 þúsund krónum.
Marlborough hrfisar sigri
1706 John Churchill, hertogi af
Marlborough, gersigraði 60.000
manna einvalalið franska marskálksins
Villeroi við Ramillies skammt frá Nam-
ur í dag með álíka fjölmennum her
Breta og bandamanna þeirra. Marl-
borough gerði yfirvarpsárás á vinstri
fylkingararm Frakka þar sem þeir
höfðu búizt til varnar í hæðum rétt
hjá Ramillies. Villeroi færði hersveitir
frá hægri fylkingararmi sínum og
Bandamenn brutust í gegn með ofur-
efli liðs. Öll franska varnarlínan gaf
sig og Mariborough fyrirskipaði alls-
heijarárás. Frakkar flúðu skipulags-
laust og misstu 12.000 menn fallna
og særða, 6.000 fanga og 50 fallbyss-
ur, en Bandamenn 1.066 fallna og
3.633 særða. Mikið orð hefur farið af
Marlborough síðan hann hnekkti veldi
Frakka og tryggði ensk yfirráð í Norð-
ur-Ameríku og á Indlandi með sigri
sínum við Blenheim í hitteðfyrra. Stór-
stríð hefur geisað í Evrópu síðan síð-
asti konungur Spánar af ætt Habs-
borgara lézt og Loðvík XIV og Leop-
old keisari I deila um ríkiserfðimar.
Englendingar og Hollendingar vilja
koma í veg fyrir að Spánn sameinist
Frakklandi eða Austurríki. Ósigur
Frakka í dag veikir vígstöðu þeirra í
spænsku Niðurlöndum og Marlboro-
ugh virðist til alls líklegur.
Da Gama siglir
til Indlands
1498 Portúgalski sæfarinn
Vasco da Gama kom til Calicut
á Malabarströnd Indlands í dag
eftir tæplega eins árs siglingu
og er fyrsti Evrópumaðurinn
sem hefur farið sjóleiðina til
Austur-Indía. Da Gama sigldi á
fjórum skipum frá Lissabon til
Góðrarvonarhöfða og upp með
austurströnd Afríku. Soldáninn
í Mósambík hélt að leiðangurs-
mennirnir væru múhameðstrúar
og útvegáði þeim hafnsögumenn
þegar þeir sigldu norður á bóg-
inn, en fjandsamlegir Arabar
réðust á þá í Mombasa. Viðtök-
urnar í Calicut hefðu mátt vera
vinsamlegri. Gjafir þær, sem da
Gama fór með í land, hefðu átt
betur við í Afríku og valdhafínn
í Calicut hafnaði þeim. Arabísk-
ir kaupmenn hafa reynt að snúa
Indveijum gegn portúgölskum
keppinautum sínum.
Árás úr launsátri
á Bonnie og Clyde
1934 Bankaræningjamir og
morðingjarnir Bonnie Parker og
Clyde Barrow féllu í kúlnaregni
þegar lögregla gerði bifreið
þeirra fyrirsát í Louisiana í dag.
Bonnie og Clyde urðu fyrir rúm-
lega 50 kúlum að sögn lögreglu.
Skálmöld hefur ríkt af þeirra
völdum í suðvesturri'kjum
Bandaríkjanna í fjögur ár og þau
hafa myrt 12 manns í árásum
á banka og benzínstöðvar í smá-
bæjum. Bonnie er 23 ára, en
Clyde tveimur ámm eldri.