Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 22
22o B?
MORGUNBLAPIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 23- MAÍ 1993
■fl
4+
Buddan
Uttekt á fata-
skápnum
SÁ ÁRSTÍMI er nú upprunninn
þegar konur og karlar stilla sér
upp fyrir framan fataskápa
sína, líta yfir liti vetrarfatnað-
arins og urra lágt. Ef viðeig-
andi ráðstafanir hafa ekki verið
gerðar i tæka tíð varðandi sum-
arflíkur, eða heilsársflíkur, eru
fyrirsjáanleg óþarfa útgjöld.
Það gerist nefnilega oft, eink-
um ef sólin hefur skinið í tvo
daga eða svo, að menn kaupa í
einhverju óráði fatnað sem
passar engan veginn við fatnað-
inn sem fyrir er í fataskápnum
og var ef til vill ekki sá fatnað-
ur sem mest lá á að kaupa.
Aðgerðir hinna hagsýnu
Þjóðveija hafa dugað vel í
þessu sambandi og þar sem
ég hef verið vitni að nýtni
þeirra og útsjónarsemi
þegar fatnaður er annars
vegar, ætla ég að lýsa því
ferli sem á sér stað á mynd-
arlegu þýsku heimili.
Að vori til þegar hita-
stigið fer hækkandi gengur
frúin þungum en ákveðn-
um skrefum að fataskápn-
um, tekur allar flíkur út
og flokkar þær fyrst í tvo
bunka. Fatnaður, sem
hugsanlega má nota áfram
yfir sumarið, er settur aft-
ur inn í skápinn en þykku
vetrarflíkurnar flokkaðar
sérstaklega. Sumar fara
út á verönd eða svalir til
viðrunar, aðrar í þvottavél-
ina og þriðji bunkinn fer
beinustu leið í efnalaug.
Þegar búið er að hreinsa,
þvo eða viðra vetrarflík-
umar, gera við saum-
sprettur og þess háttar, eru þær
vandlega brotnar saman og settar
í plastpoka upp í efri skápa.
Geymdar til næsta vetrar.
Þá er komið að sumarflíkunum.
Um leið og vetrarpokamir hurfu
upp í skápinn vom aðrir pokar
teknir fram. Sumarflíkur frá fyrra
ári, hreinar og tilbúnar til notkun-
ar.
Á þessu stigi málsins setur frú-
in í brýmar því nú er komið að
erfiðum ákvörðunum. Hvaða flík-
ur má nota áfram og hveijar þarf
að taka úr umferð. Nú þarf varla
að taka það fram að fólk sem
hefur upplifað kreppu og heims-
styijöld hendir engu. En þar sem
Þjóðveijar eru snyrtipinnar miklir
gera þeir sér fulla grein fyrir því
hvenær flíkur hafa sungið sitt feg-
ursta, og er þeim þá pakkað niður
og sendar bágstöddum.
Flíkurnar sem standast gæða-
matið eru nú skoðaðar af hel-
kaldri ró. Þarf hugsanlega að
bæta einhveijum flíkum við? Næg-
ir að kaupa eina flík eða tvær til
að bæta við gömlu flíkurnar svo
að heildarútkoman verði góð? Eða
er ástandið alvarlegra? Vantar
jakka eða kápu, skyrtur eða undir-
föt? Eftir nákvæma úttekt er það
skipulagt og skráð hvað þarf að
kaupa og það síðan keypt af yfir-
vegun.
Þjóðveijar gera miklar kröfur
um gæði, enda á fatnaður, annar
en skyrtur, blússur, undirföt og
sokkar að endast í mörg ár. Með-
ferð þeirra á honum er líka ein-
stök. Þar sem ég sá til var fatnað-
ur ætíð viðraður eftir hveija notk-
un, skórnir burstaðir og skóþving-
um stungið í skóna. Hver einasta
flík var ætíð yfirfarin áður en hún
naut þeirrar náðar að fá inni í
fataskápnum.
Með nýtni og góðri meðferð á
fatnaði er hægt að komast af með
fáar flíkur. Hagsýnt fólk veltir því
stundum fyrir sér hversu háar
upphæðir aðrir fara með í fatnað
á ári. Að gamni mínu kannaði ég
fatakaup hjá nokkrum aðilum, bað
þá um að líta í fataskápinn hjá
sér og gera lista yfir fatakaup
síðasta árs. Yfirleitt man fólk
nokkuð vel hvað fötin þeirra kost-
uðu.
Ein stétt manna virðist vera illa
stödd hvað þetta snertir, en það
eru námsmenn sem búa ekki á
Hótel mömmu. Eiginlega komst
ég við þegar ég heyrði tölumar.
Námsmey ein hafði farið með kr.
19.000 yfir árið og sambýlismaður
hennar einnig í námi, með kr.
11.500. Fram að þeim kaupum
hafði fataskápurinn verið sem
eyðimörk.
Annað par með tvö börn á fram-
færi gat ómögulega munað eftir
nokkurri flík sem það hafði keypt
sér á árinu, að undanskildum örfá-
um sokkapörum, og sagði maður-
inn að ef hann hafi keypt eitthvað
hlyti hann að hafa gert það í
svefni. Hins vegar hefðu föt verið
keypt á bömin.
Ekki eru þessar upplýsingar
uppörvandi en námsmönnum til
huggunar get ég sagt þeim frá
stúlku sem útskrifaðist úr Háskól-
anum í fyrra,og fataði sig ræki-
iega upp eftir að hún komst út á
atvinnumarkaðinn. Eftir útskrift-
ina stóð hún uppi með tvennar
gallabuxur, svartar og bláar,
sama magn af peysum og skóm
og eitthvað af undirfötum. Á einu
ári hefur hún síðan keypt sér fatn-
að fyrir kr. 220 þúsund. Hann á
að duga í mörg ár, var að mestu
leyti keyptur erlendis og á verði
sem ég hreífst af.
Smekkleg frú um fimmtugt
hafði keypt sér föt fyrir kr. 60.000
á árinu og hjón 35 ára gömul
höfðu eytt um 90 þúsund krónur
hvort í fatnað. Þetta er fólk með
meðaltekjur. Fertugur maður í
stóru númeri og ágætri vinnu
hafði hins vegar aðeins keypt
fatnað fyrir kr. 15.000 á árinu.
Sannar hann þar með að ekki
þarf alltaf þýskt blóð til, þegar
nýtni og nægjusemi er annars
vegar.
Kristín Marja Baldursdóttir
Morgunblaðið/Júlíus
Fjölskyldan saman komin hjónin Bergur G. Gíslason og Ingibjörg Jónsdóttir ásamt dætrunum (f.v.
Ásu, Bergljótu, Ragnheiði, Þóru og Gerði.
FJOLSKYLDUR
TVTBURUNUM VAR
VART HUGAÐ LÍF
Tvíburasystrunum Gerði og Bergljótu Gíslason
var vart hugað líf þegar þær komu í þennan
heim 21. apríl fyrir fimmtíu árum. Þær fæddust á
skrifstofu afa síns, yfirlæknisins og prófessorsins
Jóns Hjaltalíns Sigurðssonar og vógu til samans
aðeins níu og hálfa mörk, enda bar fæðing þeirra
að ellefu vikum fyrir tímann, að því er talið var.
Systurnar voru hafðar í hitakassa fyrstu mánuð-
ipa og voru þær mataðar með mjólk sem faðir þeirra
sótti daglega til ungrar konu úti í bæ. Sú kona
hafði fætt barn um svipað leyti og hafði mjólk af-
lögu, enda þurftu tvíburarnir engin ósköp til að
byija með og fengu inngjöf úr lítilli augnsprautu.
Móðir þeirra var svo aðframkomin af veikindum að
hún gat ekki sinnt börnunum og fékk ekki að sjá
þær fyrr en löngu síðar þegar þær höfðu náð nokkr-
um kröftum. Það kom því að mestu í hlut Önnu
Guðmundsdóttur — sem jafnframt hafði aðstoðað
Jóhönnu yfirljósmóður við fæðinguna — að hugsa
um systumar.
Eftir því sem tímar liðu styrktust tvíburarnir.
Stundum komu upp erfiðleikar og þegar hægt mið-
aði fannst Jóni Hjaltalín afa þeirra rétt að skíra
stúlkurnar. Undir þetta tók séra Ásmundur Gíslason
afabróðir föðurins og hafði jafnframt á orði, að stúlk-
urnar myndu braggast við skírnina, sem fram fór
í íbúð Jóhönnu luppi á háalofti í Landspítalanum
Anna Guðmundsdóttir með tvíburana Gerði og
Bergljótu, sem skírðar voru eftir móðursystrum
sínum, sem dóu með stuttu millibili á fermingar-
aldri.
STJÖRNUR
Björn Borg
og konurn-
ar hans
Yið skýrðum frá því nýlega, að sænski
tennisleikarinn Björn Borg væri að
ganga frá skilnaði við fýrrverandi eigin-
konu sína, Loridana Berté, og væri ein-
hleypur. Nú lítur út fyrir að kappinn sé
ástfanginn að nýju, því að á opna tennis-
mótinu í Monte Carlo sást til hans með
stúlku frá Texas sem heitir hinu nor-
rænna nafni Kari. Sögðust menn ekki
sjá á milli hvort skini skærar, skötuhjúin
eða sólin.