Morgunblaðið - 30.05.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAI 1993
B 3
„Bókin er ekki í þeim hávegum
höfð sem hún áður var þegar ég
byrjaði að safna bókum. Þjóðfélagið
og efnahagsástandið er viss spegil-
mynd af því í hvaða hávegum bók-
in er höfð. Ef menn læsu meira og
legðu áherslu á bækur og menningu
almennt, væru fjármálin í betra
horfi. Léttvægt efni situr í fyrirrúmi
og alltof mikið af hundómerkilegu
myndefni flæðir yfir. Seinagangur
á uppbyggingu Þjóðarbókhlöðu á
sama tíma og bruðlað er með pen-
inga til óarðbærra fjárfestinga er
óskiljanlegur.
Það sem bókaútgefendur hafa
verulegar áhyggjur af er virðis-
aukaskattur sem fyrirhugað er að
leggja á bækur 1. júlí næstkom-
andi. Það skýtur skökku við að
stjórnvöld skuli setja skatta á bæk-
ur á saijje tíma og talað er um
Evrópu sem órofa heild. Slíkt veikir
viðnám gegn erlendum áhrifum.
Þeir hamla gegn bókakaupum í stað
þess að efla þau, og íþyngja náms-
fólki og fjölskyldum þeirra. Það
verða engar tekjur af þessum skatti,
heldur mikið og margþætt tap.
í fyrsta lagi munu útgefendur
að líkindum draga útgáfuna veru-
lega saman þannig að menningin
verður einhæfari en áður, störfum
mun fækka í prentiðnaði og ákveð-
inn hópur manna missa atvinnu.
Skattar og gjöld sem renna til ríkis-
ins ef bókaútgáfa verður óbreytt,
muni nema mun hærri upphæð en
sá virðisaukaskattur sem fæst. Það
er mat sérfræðinga sem hafa kann-
að dæmið ofan í kjölinn, að ríkið
muni tapa stórum fjárhæðum á
þessum skatti.
Við hátíðleg tækifæri er sífellt
tönnlast á söguþjóðinni, bókaþjóð-
inni, fomsögunum, allri þessari
menningu og merku tungu, þessari
latínu Norðurlanda. Ef það á svo
að skattleggja þetta er best að
hætta þessari umræðu líka.“
- Skáldin hætta líklega að yrkja,
nenna því ekki?
„Upplag ljóðabóka er aðeins
nokkur hundmð eintök en vom
Einn bresturinn
í íslensku þjóð-
félagi er sá, að
það má ekki
tala um sparn-
að og ekki tala
um hagnað.
Ég á dálítið af
fallegum mynd-
um, á að kalla
það fjárfestingu
eða ekki?
stærri, jafnvel mörg þúsund áður
og seldust upp. Skáldin endurnýja
málið. Lestur ljóðabóka gegnir ekki
einungis því hlutverki að menn njóti
fallegra ljóða og listar, heldur er
gott ljóð nauðsynlegt framlag til
málsins."
- Gáfum þjóðarinnar mun þá
fara hrakandi með minnkandi lestri
skáldskapar?
„Það er afstætt að spjalla um
gáfur, því alltaf er eitthvað til af
lærðu fólki sem er ómenntað. Menn
geta verið ómenntaðir þótt þeir
hafí sérþekkingu. Því verður að
tengja alit saman, bækurnar og
menninguna annars vegar við starf-
ið og námið hins vegar. Annars
missa menn tilfinningu fyrir tungu
sinni og þjóð, og gjá myndast sem
gerir það að verkum að sérþekking
klofnar frá menningu."
- Það er gaman að heyra bisniss-
mann segja þetta.
„Ef við glötum menningu okkar
verðum við bara ný tegund af villi-
mönnum, villimenn í tæknivæddu
samfélagi, skilurðu."
Hungraðir listamenn
Marglitir hestar listamannsins Jó-
hanns Briems bíta sísvangir sitt
gras á myndum fyrir ofan okkur
og ég spyr Sverri hvað honum finn-
ist um þá staðhæfingu ágæts
manns, að ekkert bitastætt hafí
komið frá myndlistarmönnum síðari
ára því þeir séu ekki nógu hungrað-
ir?
„Sú kenning að góðir listamenn
þurfí að vera fátækir er fráleit.
Þetta voru snillingar sem höfðu
áhuga á myndlist, voru metnaðar-
fullir og þess vegna urðu þeir góðir
myndlistarmenn. Alls ekki af því
þeir höfðu lítið að borða. Á vissum
tímum var talið að bóhemlíf til-
heyrði listum, en góður listamaður
Sálfræðistofa
Hef flutt sálfræðistofu mína í Hafnarstræti 20
(við Lækjartorg), 3. hæð.
Tímapantanir í síma 643412 daglega milli kl. 19
og 20, á öðrum tímum í símsvara 628230.
Eiríkur Líndal dr. phil.,
sálfræðingur.
vinnur mikið eins og aðrir hæfír
menn sem ná árangri hver í sinni
grein. Listamenn þurfa að búa við
góðan efnahag eins og aðrir þjóðfé-
lagsþegnar. Það þarf að búa þeim
þannig skilyrði að hæfileikar þeirra,
kraftar og snilligáfa fái notið sín.“
- En eru þeir ekki of margir sem
mála hér á landi án þess að hafa
nokkra hæfileika?
„Það er stór hópur manna sem
fæst við myndlist um þessar mund-
ir og þar er að finna marga fram-
sækna myndlistarmenn. Verk
þeirra gleðja augað. En eins og
gerist í öllum greinum, myndlist
jafnt sem atvinnurekstri, eru marg-
ir kallaðir en fáir útvaldir.“
Hefur þig dreymt um ad
eignast Míele þvottavél?
MIELE W70I :VINDUHRAÐI 600-1200 SN„
MIELE GÆÐI.
Tilboó:
%
afsláttur
+
visthæft þvottaduft
og mýkingarefni
I fylgir hverri vél.
' íslensk framleiðsla.
Tilboðsverð: Kr. 99* 108 stgr.*
Verðlistaverð: 124.676
Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
w W Jóhann Ólafsson & Co
SUNDABORG 13 • SÍMI 688 588
Opnunartími mánudaga til
föstudaga 9-12 og 13-18.
Lokað á laugardögum.
*Ver.ð miðað við gengi þýska marksins 15.10 1992.
- tryggja betri endingu í ísskápnum
MJÓLKURSAMSALAN
Nú hafa verið teknar í notkun breyttar umbúðir undir ýmsar
gerðir af jógúrti og skyri til mikils hagræðis fyrir neytendur.
Dósirnar eru víðari en áður sem gerir þær auðveldari í notkun.
Jafnframt eru komin plastlok á stærri dósirnar sem setja má á
aftur að máltíð lokinni ef afgangur verður. - Þú getur því verið
viss um að jógúrt og skyr endist nú betur í ísskápnum þínum!