Morgunblaðið - 30.05.1993, Síða 5

Morgunblaðið - 30.05.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 B 5 Kaupmannahafnarbréf Skál, kennari góður... UM daginn vitnaði ég í orð Bertel Haarders fyrrverandi kennslumálaráð- herra um að danski grunnskólinn væri ástúðlegur, en losaralegur, um leið og sagt var undan og ofan af hvernig það losaralega kemur fram. En hvað þá með ástúðlegu hliðina? Hvernig kemur hún fram á annan hátt en að námskröfurnar eru litlar? Á margan hátt, því í skólanum er mikið gert af því að hafa það notalegt, enda huggulegheit þjóðaríþrótt Dana. Oft felst þessi íþrótt ekki í öðru en að kveikja á kertum og gefa sér tíma til að tala saman og sama á við í skólanum. En það er líka töluvert gert af því að börn og fullorðnir komi saman á einhvern hátt. A vorin og haustin er farið í skógarferðir með yngri bekkina. Ýmist tekur hver íjölskyla með mat fyrir sig, eða allir leggja í púkk og snæða af sameiginlegu borði. Svo er farið í leiki fyrir börn á öllum aldri. Á veturna eru samkomurnar haidnar innan dyra, en með svipuðu sniði. Oft hafa þá kennararn- ir látið börnin æfa upp leikþætti eða eitt- hvað í þá veruna. En sama hvert formið er, þá er matur og það að snæða saman alltaf mikilvægur hluti samverunnar. Drykkjarföngin eru gos handa krökkunum og handa foreldrunum bjór og borðvín, sem hver tekur með eftir þörfum. Pyllerí? Nei, ég hef aldrei séð vín á nokkrum manni við slík tækifæri og ég sé heldur ekkert synd- samlegt við að láta börn sjá vínglös, sem hóflega er drukkið úr. Mikið er um að farið sé í dagsferðir með krakkana og skólabúðir í fimm daga tíðk- ast nær alls staðar og fyrir alla aldurs- hópa. Krakkar á aldrinum 6-11 ára, sem flestir eru á tómstundaheimilum í tengslum við skólann eftir skólatímann, fá allt þetta sama þar, foreldraskemmtanir, dagsferðir og skólabúðir, þau baka og kveikja á kert- um og hafa það notalegt á alla enda og kanta. Að þessu leyti er skólinn reglulega indæll hér. Skólinn og vínmenningin Þegar krakkarnir eldast og komast upp í efstu bekki grunnskólans detta foreldra- kvöldin upp fyrir, en krakkarnir halda sér sjálfir skemmtanir í skólanum. Svo taka partíin í heimahúsum við og vísast er mis- jafnt eftir bekkjum, skólum og hverfum hve mikið þau tíðkast. Ég verð ekki vör við neitt rosalegt partístand, en það er enginn algildur mælikvarði. Bekkirnir sem þessa dagana kveðja grunnskólann eru margir hverjir kvaddir með pomp og pragt af kennurunum. Táningurinn í fjölskyld- unni er í gamalgrónum skóla niður í miðbæ og þar tíðkast að kennararnir haldi krökk- unum vorveislu og þá fyrir þijá efstu bekk- ina, sem samsvarar 9., 10. og 11. bekk íslenska grunnskólans. Við þetta tækifæri er venjan að dansa þann göfuga dans lancier eða lansjé eins og hann kallast á íslensku. Eins og nafnið bendir til er dansinn af frönskum uppruna, er hópdans og dansaður af virðugleik, sem liggur fjarri diskódönsunum. í Danmörku er víða hefð fyrir þessum dansi, sem ein- hvern veginn hefur lifað af allar umbylting- ar. Fyrir veisluna koma krakkarnir saman og æfa sig svo allir geti snúið sér rétt rétt- stundis. í veislunni var hann svo dansaður við píanóundirleik, áður en diskótónlistin tók við. Veislan hefst með því að krakkarnir eru boðnir velkomnir með glasi af hvítvíni. Já, þau eru á aldrinum 14-17 ára, ef einhver skyldi hiksta við. Eftir eitt eða tvö glös (þau eru ekki talin ofan í þau, en heldur ekki ætlast til að neinn standi við flösk- una) er boðið til borðs, sem var blómum skreytt og á hveijum diski nafn, því hér er engin veisla með veislum svo að ekki sé raðað til borðs. Á borðum voru að vísu ekki saltaðir sjófuglar og pipraðir páfuglar eins og í ævintýrinu, heldur grænmetissal- at, pastasalat og ofnbakað kjöt og svo ís á eftir. Kennararnir elduðu. Með matnum var boðið upp á gos eða hvítvín að eigin vali. Eftir matinn gátu krakkarnir keypt bjór ef þau vildu. Veislunni lauk kl. 23.30. Drykkjan var hófleg, enda vart í fyrsta skipti sem krakkarnir bragða vín. Foreldrar sem hafa oft borðvín með matnum bjóða krökkunum snemma að bragða á. Upp á eigin spýtur byija margir á bjórgutli 13-14 ára, ef áhuginn er á annað borð fyrir hendi og í partíum í heimahúsum fikta þau við það sem næst í. Sögurnar sem ég hef heyrt úr fyrstu partíunum eru kunnuglegar. Sum- ir hvolfa í sig, verða hressir og kátir, áður en þeir gubba, gráta og sofna kannski útaf á endanum. Þar sem eldri krakkar safnast saman drekka þau oft bjór eins og full- orðna fólkið. Hér verð ég lítið vör við að fólk hafi áhyggjur af drykkju unglinga, sem á annað borð virðast heilsteyptir, stunda skólann og standa sig í lífinu. Áhyggjurnar beinast fyrst og fremst að þeim sem eru á ein- hvern hátt á leið út úr þjóðfélaginu, þeim sem flækjast um, eru ekki í námi eða vinnu eða hanga bara rétt sisona þar, en eyða öllum sínum peningum í áfengi og miða líf sitt við drykkjutúra. Þó þetta vandamál sé skuggálegt, þá er það að mestu bundið við fremur lítinn hóp. Langflestir krakkar og unglingar standa sig bara alveg ágætlega, þó þau drekki bjór eða vín endrum og eins. I þessu sambandi stenst ég ekki að gera smá útúrdúr, því að hvítasunnunni hefur lengi fylgt hneykslunarsöngur yfir íslensk- um, fullum unglingum. Vissulega eru þeir ekkert augnayndi þar sem þeir veltast full- ir og vitlausir um stræti og torg eða holt og móa og halda að þau séu að skemmta sér. Krakkarnir verða háværir og fyrirferð- armiklir. Strákarnir reygja sig eins og han- ar, stelpurnar verða skrækar og gráta kannski yfir honum einasta eina. En má ég nú heldur biðja um fulla krakka heldur en drukkið fullorðið fólk, sem verð- ur reglulega ógeðslegt þegar það fer að gaspra um sín innstu mál og vandamálin spretta fram í takt við það sem innbyrt er. Konan mín skilur mig ekki, maðurinn minn hefur aldrei tíma, börnin mín vilja aldrei tala við mig og svo afbrýðisemi, öfund- sýki, minnimáttarkennd, einmanakennd... Með öðrum orðum allt þetta sem daglega er vandlega falið undir sléttu og felldu yfirborðinu, en brýst fram um'feið og áfeng- ið losar um hömlurnar. Það þýðir ekkert að einblína á krakkana, sem hafa í engin hús að venda og veltast þess vegna um fyrir augunum á hinum fullorðnu, sem geta stundað sína drykkju heima fyrir eða á þar til gerðum stöðum. Ein útlend vin- kona mín segist ekki geta farið á kaffihús hér, því þar sé allt fullt af Dönum sem reyki framan í hana og bjórfýlan velli upp úr hveiju koki. Ég hef aldrei reynt að lýsa fyrir henni hvernig það sér að fara á ís- lenska bjórkrá eða skemmtistað síðla á föstudags- eða laugardagskvöldi og fá klístrað romm í kók yfir sig, um leið og allir ávarpa alla með „heyrð’ elskan...“. En þetta var nú útúrdúr frá hinum los- aralega en jafnframt ástúðlega skóla, sem er að mörgu leyti notalegur rammi um skólastarfið. Það er öldungis indælt að kennararnir leggi það á sig að standa fyr- ir foreldrakvöldum, fara í skólabúðir og láta krökkunum að öðru leyti líða vel. Það er ekki þeim að kenna að kennslumálaráðú- neytið skuli ekki leggja þeim eitthvað al- mennilegt í hendur að vinna með. Ef rétt er að af misjöfnu þrífist börnin best, þá má segja að í dönskum skólum séu þau mestmegnis alin á sætsúpu... og hún verð- ur hálf klígjukennd til lengdar... en um þetta eru auðvitað ekki allir sammála. Sigrún Davíðsdóttir. VELKOMIN Paradiso er greinilega vœnlegur kostur því leikur einn er að reisa þau og svo eru þau mjög vel búin m.a. með raf- og vatnskerfi, t'sskáp og eldbúsinnréttingu. Verðið er Ijómandi gott, frá kr. 629.000.- Kjartan Guðjónsson, Bára Samúelsdóttir og böm 'm I II GOÐAN HOP Opið annan í hvítasunnu £rá kl. 13-16 TL / getur slegist í hópinn. Þeir sem það hafa gert eru nú ánægðir eigendur af Jl II framúrskarandi hjólhýsum, tjaldvögnum eða fellihýsum. Hjá okkur finnurðu örugglega kostagrip við þitt hæfi því auk Hobby hjólhýsanna og Camp-let tjaldvagna bjóðum við nú upp á fellihýsi frá Paradiso. Sættu þig aðeins við öruggt merki til að vera viss um ósvikin þægindi og traust fyrirtæki sem býr yfir reynslu og þekkingu.Umboðsmenn okkar eru: BSA áy\kureyri, Bílasalan Fell á Egilsstöðum og BG Bíla- kringlan, Keflavík. Munið hagstætt verð og I rÍ.ODDy flJÖlJiySl greiðsluskilmála. Þessi tjaldvagn reynist einstaklega vel. Rýmið er mjög mikið, tvö svefntjöld og áfast fortjald en sanpj er lítið mál að tjalda, það tekur aðetns nokkrar mín- útur. Gott er að hafa áfastan eldhús- kassa með gaseldavél í fortjaldinu, tjöldin eru sterk og falleg og það fer mjög vel um mannskapinn í Camp-let. Sveinn Jóhannesson, Guðbjörg Tómasdóttir og böm ANjs'' V. k <7ÍSLI Iónsson hf Þau eru orðin nokkur hjólhýsin sem við höfum átt en Hobby Landhaus hjól- hýsið sem við eigum mí er toppurinn og vandséð að stcerra og betra hjólhýsi sé fáanlegt. Það er alltaf jafn mikið tilhlökkunarefni að koma í hjólhýsið jafnt að sumri sem að vetri. Hobby er scelureitur í sveitinni. Sjöfn ísaksdóttir og Þórður Magtnísson Bíldshöfði 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.