Morgunblaðið - 30.05.1993, Side 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993
NÁM
I Námsflokkakökunni
var
GuÐRÚN Halldórsdóttir skóla-
stjóri Námsflokkanna undan-
farin tuttugu ár segist hafa einna
mest gaman af kennslu og þá eink-
um dönsku, en samt var það eigin-
lega fyrir tilviljun að hún leiddist
út í það starf. „Vinkona mín Bryn-
dís Víglundsdóttir var alltaf að
hvetja mig til að verða kennari. Ég
byijaði í íslenskunámi í háskóian-
um, en þá var hann ekki sniðinn
fyrir fólk sem þurfti líka að vinna
fyrir sér svo að ég hætti þar og fór
að vinna í Landsbankanum," segir
Guðrún. „Ég hafði enga trú á að
ég gæti orðið kennari. Svo var það
eitt sumar, að ég var beðin að passa
fjóra stráka á aldrinum 5-15 ára í
einn mánuð meðan foreldramir
voru erlendis. Ég bjó á heimilinu,
vann á daginn og átti að annast
þá eins og ég gæti. Þetta gekk svo
ljómandi vel og okkur samdi öllum
ágætlega þannig að ég ákvað að
prófa að verða kennari og fór í
Kennaraskólann."
Guðrún segir að erfítt hafí verið
að fá kennslu í Reykjavík á þessum
árum og svo fór að hún tók að sér
að kenna unglingum í 1. og 2. bekk
í Lindargötuskóla, sem var gagn-
fræðaskóli. „Það var helst að það
vantaði kennara fyrir þennan ald-
ursflokk, því hann þótti einna erfið-
astur. Ég kenndi við skólann í tíu
ár mér til óblandinnar ánægju og
fannst einstaklega gaman að vinna
með þessum æskulýð." Að sögn
Guðrúnar var Jón A. Gissurarson
skólastjóri mjög skilningsríkur og
gátu kennarar meðal annars raðað
stundatöflunni þannig, að þeim
gafst tækifæri á að nema við há-
skólann með kennslunni. Lauk Guð-
rún því BA-prófi í dönsku og sögu
á þessum árum. Þá var hún annar
stofnanda Félags dönskukennara.
Draumurinn um kökuna sem
var full af góðgæti
Það var svo árið 1972 að Jónas
B. Jónsson fræðslustjóri hvatti Guð-
rúnu til að sækja um starf skóla-
stjóra Námsflokkanna, en þá stóð
henni einnig til boða stjómunar-
starf í efri deildum Lindargötu-
skóla.
„Það vill svo skrýtilega til,“ seg-
ir Guðrún og getur ekki gert að sér
að brosa þegar hún minnist þessa
atburðar, „að stúlka sem vann með
mér vissi hverju ég stóð frammi
allt g’óðgætið
KENNARAR Námsflokk-
anna ásamt fjölskyldum sín-
um notuðu einn góðviðris-
daginn í sl. viku til göngu-
ferðar. Hér má sjá Guðrúnu
Halldórsdóttur skólastjóra í
hópnum. Fáir vita, að Náms-
flokkarnir eru næstfjöl-
mennasta menntastofnun
landsins og fylgir í kjölfar
Háskóla íslands.
fyrir og spurði hvom staðinn ég
hefði valið. Ég sagðist hafa valið
Námsflokkana og þá sagði hún mér
draum, sem hana hafði dreymt.
Ég á að hafa setið inni á kennara-
stofu í Lindargötuskóla og fyrir
framan mig vom tvær tertur sem
ég átti að velja á milli. Önnur var
fallega skreytt en hin alveg slétt
og ég valdi þá sléttu. Síðan skar ég
í hana sneið og út úr henni valt
alls konar góðgæti." Nú lítur hún
upp og segir: „Ég held að þetta
hafí verið forspá. Inni í Náms-
flokkakökunni, sem er einföld og
fólk heldur að sé kannski sáralítill
og ómerkilegur skóli, þar er allt
góðgætið. Ég verð vör við, að fólk
heldur að lítið sem ekkert sé að
gerast hjá okkur, nema smávægileg
tungumálakennsla, en það er bara
brot af starfí okkar og það er ólg-
andi starf frá kl. 9 á morgnana til
kl. 10 á kvöldin."
í Námsflokkunum er nú m.a.
boðið upp á tuttugu mismunandi
tungumálanám, þrettán verklega
þætti í frístundanámi, auk próf-
náms á fomáms- og framhalds-
skólastigi, kennslu í líkamsrækt,
starfsnám fyrir ófaglært fólk og
námskeið fyrir atvinnulausa. Auk
þess má nefna lestrarkennslu, sem
Námsflokkamir hafa um árabil
veitt ólæsu, treglæsu og lesblindu
fullorðnu fólki.
Tók að sér fósturböm
Það hefur fallið í Guðrúnar hlut
að aðstoða þá sem minna mega sín
og hafa kannski átt erfitt uppdrátt-
ar. Þannig tók hún nokkur böm
heim til sín í stuðningskennslu
meðan hún kenndi við Lindargötu-
skóla. Þá hefur hún tekið að sér
nokkur fósturbörn, „sem hafa rekið
á mínar fjörur og verið hjá mér,“
eins og hún nefnir það.
Auk þess segist hún hafa verið
heppin að fá tækifæri til að aðstoða
fólk í Námsflokkunum. Hún segist
hafa komist að þeirri niðurstöðu
eftir þijátíu ára kennslu, að engin
manneskja sé vonlaus. „Það þarf
bara að gefa fólki möguleika á að
njóta sín og allir þurfa á kærleika
að halda. Við vitum að félagsleg
aðstaða barna er geysilega mis-
munandi og ég er sannfærð um að
eitt það besta sem er nú að gerast
í grunnskólum er aðstoðin sem þeir
eru farnir að veita við heimanámið.
Þetta er slíkt jafnréttismál, að ég
vona að þetta verði tekið upp í öllum
grunnskólum í haust.“
Hugðarefnin mörg
Guðrún hefur verið við kennslu
undanfarin 30 ár, verið flóttafólki
innan handar auk þess sem hún sat
á þingi um skeið fyrir Kvennalist-
ann. Þegar hún er spurð hver séu
hennar hjartans mál um þessar
mundir svarar hún að þau séu mjög
mörg. „Ég hef haft geysilega gam-
an af því að hjálpa fólki að þroska
sig, hvort sem það er innflytjandi
eða íslendingur.
Þá hafa starfsnámskeið Sóknar
líka verið mín hjartans mál. Nám-
skeiðin eru fjölmenn og í vetur út-
skrifuðust rúmlega 600 Sóknar-
starfsmenn í hinum ýmsu greinum
og rúmlega 60 dagmæður. Mér
finnst svo gaman að geta unnið að
því að hækka menntunarstaðal
þjóðarinnar," heldur hún áfram og
ljóst er að hér er hún að tala um
hugðarefni sín. Síðan bætir hún við
eins og afsakandi: „Þetta er stórt
sagt, en á hveiju ári koma um 2.700
nemendur í Námsflokkana sem
bæta við sig þekkingu."
Því má skjóta hér inn í, að sam-
kvæmt íslensku alfræðiorðabókinni
geta Námsflokkamir stært sig af
því að vera næstíjölmennasta
menntastofnun landsins og kemur
næst á eftir Háskóla íslands.
Atvinnulausir geta orðið
forgöngumenn
Guðrún minnir ennfremur á nám-
skeið fyrir atvinnulausa sem hafa
verið starfrækt undanfarin fjögur
ár í samvinnu við Atvinnumála-
nefnd og Vinnumálaskrifstofu
Reykjavíkur. „Við byijuðum með
fagmenntun í umönnunar- og versl-
unarstörfum ásamt iðnaði. Við höf-
um horfíð frá því og í staðinn bætt
undirstöðumenntunina.
Við kennum fólki líka að end-
urnýja fatnað með því að sauma
upp úr öðrum fötum og lita flíkurn-
ar. Atvinnulausir geta verið stoltir
af því að vera forgöngumenn að
þessu leyti, því við verðum að hverfa
til endurnýtingarinnar og einfaldari
lifnaðarhátta á alla kanta. Þetta á
ekki bara við um ísland, heldur
skiptir það miklu máli fyrir allan
hinn vestræna heim að breyta lifn-
aðarháttum og viðhorfum. Ef við
gerum það ekki verður tuttugasta
öldin ekki glæsileg," segir Guðrún
Halldórsdóttir og ítrekar að þetta
sé staðföst sannfæring sín.
HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI
Innritun á haustönn 1993 stendur nú
yfir í Tölvuháskóla VÍ. Markmið kerfis-
fræðinámsins er að gera nemendur
hæfa til að vinna við öll stig hugbúnað-
argerðar, skipuleggja og annast tölvu-
væðingu hjá fyrirtækjum og sjá um
kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið
tekur tvö ár og eru inntökuskilyrði stúd-
entspróf eða sambærileg menntun.
Eftirtaldar greinar verða kenndar:
Tölvubúnaður skólans er sambærilegur við það besta
sem er á vinnumarkaðinum og saman stendur af Vict-
or 386MX véium, IBM PS/2 90 vélum með 80486 SX
örgjörva, IBM RS/6000 340 og IBM AS/400 B45.
Nemendur við Tölvuháskóla VI verða að leggja á sig
mikla vinnu til þess að ná árangri. Þeir, sem vilja und-
irbúa sig í sumar, geta fengið ráðgjöf í skólanum.
Mikil áhersla er lögð á forritun og er gagnlegt ef nem-
endur hafa kynnst henni áður.
Fyrsta önn:
Forritun í Pascal
Kerfisgreining og hönnun
Stýrikerfi
Fjárhagsbókhald
Önnur önn:
Fjölnotendaumhverfi og RPG
Gagnasafnsfræði
Gagnaskipan með C++
Rekstrarbókhald
Þriðja önn:
Gluggakerfi
Kerfisforritun
Hlutbundin forritun
Fyrirlestrar um valin efni
Fjórða önn:
Staðbundin net
Tölvugrafík
Hugbúnaðargerð
Raunhæf verkefni eru í lok hverrar annar eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Lokaverkefni á
4. önn er gjarnan unnið í samráði við fyrirtæki, sem leita til skólans.
Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1993 er til 18. júní. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða
afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Kennsla hefst 30. ágúst.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ frá kl. 8-16 og í síma 688400.
TÖLVUHÁSKÓLI Ví,
Ofanleiti 1,
103 Reykjavík.
Aðdáendur Dans Quayle geta nú skoðað gamla persónulega muni
hans á safninu. Þar á meðal er biblían sem hann notaði við embætti-
stökuna.
BANDARÍKIN
Dan Quayle safn opnað
Ohætt er að segja að Bandaríkja-
menn séu engum líkir. Nú hafa
þeir sett á stofn fyrsta safn til heið-
urs fyrrverandi varaforseta Banda-
ríkjanna sem er á lífí og ber safnið
heitið: Dan Quayle Center. Verður
það opnað í Huntington, Indiana, í
júní.
Uppistaðan í safninu verða alls
kyns persónulegir munir varaforset-
ans fyrrverandi eins og keppnispeys-
an í golfi, sem Quayle notaði í fram-
haldsskóla, verðlaunaskjal frá laga-
háskólanum í Indiana, biblían sem
hann notaði við eiðsvörun í embætti
að ógleymdum hárlokki varaforset-
ans frá því hann var lítill drengur.
Til þess að aðdáendur Quayles
þurfi ekki frá að hverfa með einung-
is minningar í huganum verður opnuð
gjafavöruverslun, þar sem ýmis varn-
ingur verður boðinn til sölu eins og
Dan Quayle bolir, Dan Quayle póst-
kort og Dan Quayle segulstál til að
festa minnismiða t.d. á ísskáp.
Aðstandendur safnsins vonast til
þess að ekki færri en 25.000 manns
láti sjá sig á fyrst? árinu.