Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 1

Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 1
80 SIÐUR B 125. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 ___________PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Alvörukoss hjá Andrési og Söru LANGUR alvörukoss Andrésar Breta- prins og Söru Ferguson er leiðir skildu í lok nokkurra daga samveru á sveitar- setri drottningar í Skotlandi eykur vonir um að hjónabandi þeirra verði bjargað. Þau slitu samvistir í fyrrasum- ar eftir að myndir birtust af Söru fá- klæddri í faðmlögum með fjölskyldu- vini. Að undanförnu hefur vinskapur hertogahjónanna af Jórvík hins vegar vaxið. Saman hafa þau farið út að borða nokkrum sinnum og sést hefur til þeirra í glaðlegum samræðum. „Þetta var innilegur alvörukoss, ástúð- legur en þó ekki lostafullur,“ sagði ljós- myndari sem fylgdist með skilnaðar- stund Andrésar og Söru gegnum kröft- uga aðdráttarlinsu. Dularfull veiki rakin til músa? YFIRVÖLD heibrigðismála í Nýju- Mexíkó skýrðu frá því í gær að margt benti til þess að rekja mætti dularfulla veiki, sem dregið hefur 12 manns til dauða á verndarsvæði Navajo-indíána á mörkum Arizona og Nýju-Mexíkó að undanfömu, til veiru sem fyndist í þvagi hagamúsa. Líklegast þætti að veiran hefði borist til manna með vind- inum eftir uppgufun músaþvags. Endurbyggja jámtjaldið YFIRVÖLD í bænum Hoetensleben, í austurhluta Þýskalands hyggjast end- urreisa 350 metra langan og 3 metra háan hluta af múraum sem áður skipti landinu milli austurs og vesturs. Efna- hagsástandið í bænum er einmuna slæmt og vonast yfirvöld til þess að múrinn dragi fólk til bæjarins. Hótelið fram á hengiflugið GESTIR á Holbeck Hall hótelinu við Scarborough í Jórvíkurskíri á Eng- landi voru rifnir upp frá morgunverð- arborði á föstudag og sagt að flýta sér út í skyndi; hótelið á 100 metra hárri bjargbrúninni væri við það að hrapa fyrir björg. Hrunið hafði hressi- lega úr berginu um morguninn og allt útlit fyrir að frekar gengi á bergið. Hratt hefur sorfið úr strandlengjunni við Scarborough, þegar hótelið var byggt fyrir 110 árum stóð það tugi metra frá sjó. Morgunblaðið/Sigurgeir Til hamingju með daginn, sjómenn SKIPVERJAR á Sleipni VE taka trollið á leddinni austur af Eyjum. Þeir voru þar á humarveiðum, en mikið af fiski fylgir oft með, þegar híft er. Humarvertíðin stendur venjulega sem hæst á þessum árstíma. í dag liggja þó veiðar niðri og sjómenn veija sjómannadeginum í landi til hátíðahalda og skemmtana með fjölskyldum sínum. Khasbúlatov hrökklast út af stj órnlagaþingi Moskvu. Reuter. RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska fulltrúaþingsins, var klappaður og púaður niður er hann reyndi að taka til máls á nýju stjórnlagasam- kundunni sem sett var í Moskvu í gærmorgun. Gekk hann upp í ræðu- stól er Jeltsín hafði lokið 45 mínútna setningarræðu en rússneski forset- inn neitaði honum um leyfi til að taka til máls en bauð honum þess í stað að flytja sjö mínútna ræðu á lokadögum samkundunnar. Khasbúlatov sá sitt óvænna, strunsaði úr þingsalnum og hótaði að beita sér fyrir því að sljórnlagaþingið yrði úrskurðað ólögmætt. Jeltsín gagnrýndi Khasbúlatov og sakaði hann um að hafa sýnt 700 manna sam- kundunni óvirðingu. Hélt hann því fram að upphlaup Khasbúlatovs hefði verið fyrir- fram ákveðin sviðsetning. Annar þingmað- ur, kommúnistinn Júrí Slobodkín, reyndi að fara í ræðustól og lagðist á gólfið og lét öllum illum látum er hann fékk ekki orðið. Var hann borinn úr þingsalnum. í setningarræðu hvatti Jeltsín fulltrú- ana, héraðsstjóra, embættismenn, stjórn- málaleiðtoga, þingmenn og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa til þess að samþykkja drög að nýrri stjórnarskrá sem fyrir lægi. Sagði hann það lífsspursmál fyrir Rússa að hrista endanlega af sér arfleifð kommúnismans og bæri í því sambandi að uppræta sovét- in, gamla sovéska sveitarstjórnarfyrir- komulagið sem enn lifði góðu lífi þrátt fyrir að Sovétríkin hefðu liðið undir lok 1991. Lítil ítök Einn fulltrúi, Oleg Rúmjantsev, höfund- ur stjórnarskrárfrumvarps sem stefnt er gegn drögum Jeltsíns, sagði að um 50 fundarmenn af 700 hefðu yfirgefið þingsal- inn í fundarlok og farið til Hvítahússins, aðseturs rússneska þingsins, til þess að lýsa stuðningi við Khasbúlatov. Eigi hann ekki fleiri stuðningsmenn á samkundunni þykja ítök hans þar lítil. BAÐUM MEGIN BORÐS UMBUNIN ÚTTEKIN ÍSLANDS DLJSUND ÁR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.