Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.06.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993 7 Mannvistarleifar frá landnámsöld finnast við forsetabústaðinn á Bessastöðum Rústir stórbýlis frá því land var numið Mannvistarleifar frá landnámsöld fram á okkar daga hafa komið í ljós við fornleif- auppgröft vegna byggingar þjónustuhúss austan Bessastaðastofu í vor. Meðal elstu rústanna eru leifar af skálalaga íveruhúsi, hringlaga garður og hleðsla, sennilega af útihúsi. Guðmundur Ólafsson fornleifa- fræðingur segir að langir garðar eða gerði af þessu tagi frá þessum tíma hafi ekki verið rannsakaður áður. Hleðslurnar séu sömuleiðis óvenjulegar. Guðmundur sem ásamt Sigurði Bergsteinssyni og nú síðast Garðari Guðmundssyni, fornleifafræðingum, hefur stýrt rannsóknarhópi 5-10 starfsmanna, sagði að fjós, hlaða og bflskúr hefðu verið rifin til þess að rýma fyrir þjónustuhúsi austan Bessastaða. Aður en hafist yrði handa við sjálfa bygginguna hefði þó þurft að rannsaka svæðið og hefði sú vinna staðið frá því skömmu eftir áramót. Aðalbygging ófundin Rannsóknin hefur verið unnin á þann hátt að þegar komið hefur verið niður á rústir hafa þær verið mæld- ar út og teiknaðar upp og síðan hefur verið grafið niður að næsta byggingarskeiði og síðan koll af kolli þar til komið hefur verið niður á elstu rústirnar. Guðmundur segir að þær hafi orðið til löngu fyrir elstu rituðu heimildir. „Fyrstu heimildir um staðinn eru frá því um 1200. En við höfum komið niður á rústir frá því miklu fyrr og sýna að hér hafi verið stórt býli frá því um iandnám," segir hann en í norður- álmu svæðisins má nú glögglega koma auga á hleðslur í tengslum við býlið. Þannig telur Guðmundur ekki ólíklegt að annað hafi verið fjárborg, þó ekki sé hægt að vita það með vissu, en hitt séu leifar af útihúsum. Aðeins austar hefur svo verið komið niður á skálalaga íveruhús og minnir það að sögn Guðmundar á elda- skála. Hann telur þó ólíklegt að skálinn hafi verið aðalbygging býlisins. Líklegra sé að sú bygging hafi verið framan við Bessastaðastofu. Yngri. raannvistarleifar Ofar skálarústunum í austurálmunni segir Guð- mundur að greina megi tóftir frá miðöldum. Tóftirnar standi þétt og vera megi að þær séu frá ólíkum tím- um. Svo segir hann að komið hafi verið niður á rústir frá 16.-18. öld í porti við Bessastaðastofu og undir henni hafi verið rústir af Konungsgarði og landfógeta- bústað. Hann segir í þessu sambandi að hugsanlega hafi verið komið niður á svokallað þrælakistu eða svarthol konungs í Konungsgarði. „Margir hafa velt því fyrir sér hvar þrælakistan hafi verið staðsett. Hugsanlegt er að hún hafi komið í ljós við rannsóknina rétt aust- an við Bessastaðastofu. Þar fannst niðurgrafin rúst og voru veggirnir gerðir úr stórum björgum,“ sagði hann. Aðspurður um minjar sem komið hafi í ljós segir Guðmundir að engir sérstaklega merkir hlutir komið upp þó fundist hafi nokkur þúsund munir enda væru flestir þeirra aðeins brot af leirkerum og postulíni. Guðmundur nefndi þó sérstaklega einn hlut. Litla hand- skorna dúkku úr beini í búningi embættismanns frá því á miðri 18. öld og fannst hún framan við Bessastaði. Óvæntur fundur Hvað varðar framgang rannsóknarinnar sagði Guð- mundur að eiginlega ætti henni að vera lokið en óvænt- ur fundur mannvistarleifa frá landnámsöld í nyrðri álmunni hefði seinkað rannsókninni auk þess sem veð- urguðir hefðu ekki verið rannsóknarfólkinu hliðhollir. Hins vegar sagði hann að stefnt væri að því að ljúka rannsókninni sem fyrst svo hægt væri að hefja fram- kvæmdirnar við þjónustuhúsið. x p Morgunblaðið/Þorkell Bessastaðastofu FREMST mæla þau (f.v.) Esther Hlíðar Jensen, Gyða Björk Hilmars- dóttir og Kristjón Freyr Sveinsson út útihús frá landnámsöld. Fimm til tíu starfsmenn hafa verið við rannsóknirnar frá áramótum. Velt upp hugmyndum GUÐMUNDUR Ólafsson, fornleifafræðingur, og Jóhann Ásmunds- son, aðstoðarmaður, vinna við fornleifarannsóknirnar. Jóhann hefur velt því fyrir sér hvort hringlaga garður í norðurálmunni gæti hafa verið notaður til að ákvarða tima á landnámsöld. ' \ DALVIK YDALIR # / Hafið, Kæra Jelerta, Rita gengur menntaveginn þrjú af vinsælustu verkum leikársins á eftirtöldum stöðum íjúní: Laugard. hafip SAUOARKROKUR AKUREYRI HAFíÐ BLONDUOS EGILSSTAÐIR jud 29 Jelena Sunn 20 júní Júní Rfts Sunnud. 27. GgYMIÐ AUGLYSINGUNA Hafiö eftir Ólaf Hauk Símonarson Miðapantanir i sima 9 Kæra Jelena eftir Ljudmilu Razumovskaju ’aasisia síilpí! ÞJÓÐ Ríta gengur menntaveginn eftir Willy Russel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.