Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1993
Innait sviðs
Sunna Borg flutti til Akur-
eyrar 1979 til að leika eitt ár
með Leikfélagi Akureyrar og er
þar enn. Hún hefur tekið þátt í
fjölda uppfærsla með félaginu
og leikstýrt nokkrum verkefn-
um. Sunna var nýlega endurkjör-
in formaður LA.
Sem formaður Leikfélagsins og
leikhúsráðs hefur Sunna áhrif
á verkefnaval og leikaraval. Finnst
henni hún sitja báðum megin borðs?
„Sem formaður leikfélagsins fæ
ég það auðvitað oft á tilfinninguna.
Við erum nýbúin að semja bæði við
leikara og leikstjóra um launakjör.
Það var samið um launahækkun
og sem formaður félagsins gat ég
ekki varist þeirri hugsun að rekstur-
inn yrði erfiðari." Sunna á bæði
þátt í vali verkefna og leikara og
er sjálf á launaskrá sem leikkona,
truflar það hana eitthvað? „Fyrst
þegar ég kom hingað lék ég í öllum
aðalhlutverkum og það má segja
að ég hafi verið komin með leiklist-
ina upp í kok! Svo ákvað ég að
taka mér frí frá leiksviðinu, bæði
til að hvíla mig og áhorfendur. Ég
hef ekki sóst eftir stórum hlutverk-
um undanfarið, en leikið minni bita-
stæð hlutverk. Nú er fólk farið að
spyrja hvenær ég ætli að taka al-
mennilegt hlutverk! Varðandi val
leikara og leikstjóra hef ég auðvitað
heyrt utanaf mér að ég sé í ansi
góðri aðstöðu sjálf. En ég hef reynt
að koma ungum leikurum að og
Leikfélag Akureyrar hefur verið
stökkpallur fyrir marga unga leik-
ara. Það getur vel orkað tvímælis
að leikari sé einnig í stjórn leikfé-
lags, en maður veit þó nákvæmlega
hvað er að gerast innan veggja leik-
og utan
Sunna Borg
Sunna Borg er
formaður Leikfé-
lags Akureyrar og
leikhúsráðs. Hún
er einnig fastráð-
in leikkona hjá fé-
laginu og hefur
leikstýrt nokkrum
verkefnum
hússins og fylgist betur með en
maður úti í bæ.“
Sunna segir að formennskan sé
annasöm og oft finnist henni starf-
ið vanþakklátt. Oft hafi hún verið
komin á fremsta hlunn með að
hætta formannsstarfinu. „Svo gef-
ur fólk manni hrós og maður geym-
ir það í minningunni."
Starfsmenn
aóila alltaf
FLUGRÁÐ stýrir flugmálum
landsmanna undir yfirstjórn sam-
gönguráðherra. í Flugráði sitja
fimm menn og eru þrír þeirra
kjörnir hlutfallskosningu af Al-
þingi, ráðherra skipar tvo menn
með sérþekkingu á flugmálum.
Með sama hætti eru kjörnir fimm
varamenn í ráðið. Leifur Magnús-
son er formaður Flugráðs og jafn-
framt einn af fimm framkvæmda-
stjórum Flugleiða. Komið hefur
fram gagnrýni á setu Leifs í Flug-
ráði, þar sem hann þykir óneitan-
lega tengdur stórum hagsmuna-
aðila í flugrekstri.
Leifur var fyrst skipaður formaður
Flugráðs 1980 og hafði þá starf-
að sem framkvæmdastjóri hjá Flug-
leiðum í tæp tvö ár, en þar áður hjá
Flugmálastjórn í tæp 18 ár. Leifur
var jafnframt stjórnarformaður Arn-
arflugs hf., en sagði sig úr því starfí
þegar hann var skipaður formaður
Flugráðs. Hvað segir hann um sína
stöðu?
„Ráðherra skipar tvo menn í Flug-
ráð sem eiga að hafa sérþekkingu á
sviði flugmála. í svo litlu þjóðféiagi
sem okkar er oft erfitt um vik að
finna hæfa menn. Þeir sem hafa
sérþekkingu á þessu sviði og við-
halda henni eru annaðhvort menn
sem vinna í flugrekstri eða hjá Flug-
máiastjórn, en hún heyrir undir
Flugráð. Starfsmenn Flugmála-
stjórnar og flugfélaganna hafa alltaf
setið í Flugráði. Agnar Kofoed-
Hansen flugmálastjóri var jafnframt
formaður Flugráðs í 32 ár og stýrði
því ráði sem var yfir honum sjálfum.
Mín meginregla er sú að þegar koma
upp mál þar sem Flugleiðir koma
við sögu hef ég setið hjá við at-
kvæðagreiðslur. Ég sé samt ekkert
athugavert við að stýra þeim fund-
um, leggja fram gögn og stjórna
umræðum. I mörg ár hafa ýmis
stéttarfélög starfsfólks í flugrekstri
óskað eftir að eiga mann í flugráði,
það má alveg eins spyija hvort þau
megi eiga þarna mann.“ Leifur telur
að nýju stjórnsýslulögin veki margar
spurningar um skipan í nefndir og
hagsmuna
í Flugráði
Leifur Magnússon
Leifur Magnús-
son er formaður
Flugréðs og fram-
kvæmdastjóri hjá
Flugleiðum
ráð, svo sem bankaráð. Hann segist
ekki efast um að menn lendi í því
að sitja báðum megin borðs og telur
verulega bót að stjórnsýslulögunum.
Þar komi fram ákveðnar reglur um
meðferð mála. •
Leifur bendir á að Flugráð sé
umsagnaraðili um flugrekstrarmál
og ályktanir þess séu sendar til sam-
gönguráðuneytis þar sem endanleg-
ar ákvarðanir eru teknar. I mörg
ár hefur fulltrúi ráðuneytisins setið
fundi Flugráðs sem áheyrnarfulltrúi.
Leifur segist láta fylgja málum til
ráðuneytisins hvaða afstöðu einstak-
ir Flugráðsmenn taka, ef skoðanir
eru skiptar. Leifur telur ótta manna
við hlutdrægni sína í Flugráði vegna
starfs hans hjá Flugleiðum ástæðu-
lausan. Megnið af umfjöllunarefnum
Flugráðs snúi að framkvæmdaáætl-
unum í flugmálum og reglugerða-
drögum. „Stundum verða læti út af
flugrekstrarleyfum, en útgáfa þeirra
er aðeins brot af starfi ráðsins,"
segir Leifur.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Sæmdir gullmerki
Frá afhendingu gullmerkis Umferðarráðs á Selfossi á 25 ára afmæli hægri umferðar. Frá vinstri Óli
H. Þórðarson, Valgarð Briem, Benta Briem, eiginkona hans, þá Sigríður Kjaran, eiginkona Sigurjóns
Sigurðssonar, Sigurjón og loks Þórhallur Ólafsson formaður Umferðarráðs.
25 ára afmæli hægri umferðar
U mfer ðar öryggisráð
stofnað í hveiju kjördæmi
Selfossi.
FYRSTA umferðaröryggisráðið
á landsbyggðinni var stofnað á
umferðarmálafundi Umferðar-
ráðs á Selfossi 26. maí. Kosið var
í bráðabirgðastjórn Umferðarör-
yggisráðs Suðurlands á fund-
inum. Þess var minnst á fund-
inum að 25 ár eru síðan hægri
umferð var komið á.
Umferðarráð stefnir að því að
stofna umferðaröryggisnefndir um
allt land á árinu 1993. Þær munu
starfa innan umferðaröryggisráða
sem verða i hveiju kjördæmi. Um-
ferðaröryggisráðunum er ætlað að
starfa í nánu samstarfi við Umferð-
arráð. Stjórn umferðaröryggisráðs
í hveiju kjördæmi annast samræm-
ingu á störfum umferðaröryggis-
nefnda í umdæminu og stuðlar að
framgangi þeirra verkefna sem
Umferðarráð vinnur að hveiju sinni.
Siguijón Sigurðsson fyrrum lög-
reglustjóri í Reykjavík og Valgarð
Briem hæstaréttarlögmaður voru
sæmdir gullmerki Umferðarráðs
sem veitt var í fyrsta skipti á fund-
inum.
Þorsteinn Pálsson dóms- og
kirkjumálaráðherra flutti ávarp og
sagði meðal annars að breytingin
yfir í hægri umferð sýndi hversu
góðum árangri mætti ná með vel
skipulögðu starfi að umferðarör-
yggismálum.
Hannes Þ. Hafstein fyrrverandi
forstjóri Slysavarnafélags íslands
rifjaði á fundinum upp eitt og ann-
að frá breytingunni yfir í hægri
umferð fyrir 25 árum. í máli Þór-
halls Ólafssonar formanns Umferð-
arráðs kom fram að umferðaróhöpp
kosta 5 milljarða á ári, en hann
sagði miklar vonir bundnar við
umferðaröryggisráðin og nefndirn-
ar.
Sig. Jóns.
Framhaldsstofnfundir
Framhaldsstofnfundir umferðar-
öryggisnefndanna verða þannig, að
á þriðjudag klukkan 17 verður
Umferðaröryggisnefnd Vest-
mannaeyja stofnuð í stjórnsýslu-
húsinu í Eyjum og klukkan 20:30
sama dag verður Umferðaröryggis-
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
fHiOygmnMafoiifo
nefnd Árnessýslu stofnuð á Hótel
Selfossi. Þá verður umferðarörygg-
isnefnd Rangárvalla- og V-Skafta-
fellssýslu stofnuð að félagsheimil-
inu Skógum þriðjudaginn 15. júní
klukkan 20:30.
SÝNINGOGSALA
á handavinnu Hrafnistufólks á
sjómannadaginn frá kl. 13.30-17.00.
Kaffisalafrákl. 14.30-17.00.
Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði.
\ __________r
SJALFSTfEDISFLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
Skoðunarferð um
Laugardalinn
- Fjölskylduferð -
sunnudaginn 6. júní kl. 16.00
Hverfafélög sjálf-
stæðismanna í
Laugarnes- og
Langholtshverfum
bjóða félagsmönn-
um og gestum
þeirra til léttrar
skoðunarferðar um
Laugardalinn ítilefni
þess að senn lýkur
framkvæmdum við
fjölskyldugarðinn.
Dagská:
Kl. 16.00: Safnast saman við anddyri Laugardalshallar.
Kl. 16.10: Gengið að fjölskyidugarðinum undir leiðsögn Katrínar
Fjeldsted, borgarfulltrúa, garöurinn skoðaður og mun Markús Örn
Antonsson, borgarstjóri, ávarpa hópinn og lýsa framkvæmdum.
Kl. 17.00: Félögin bjóða pylsur beint af útigrilli Argentinu steikhúss.
Við hvetjum alla félaga okkar til að mæta og taka með sér gesti
og góöa skapiö.
Stjórnir félaganna.