Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 14

Morgunblaðið - 06.06.1993, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JUNI 1993 ÞINGKOSNINGARNAR Á SPÁNI AZHAR BBtST VKI VOFU FRADCOS eftir Boga Arason ÆTLA mætti að helsti stj órnarandstöðufl okkurinn á Spáni, Þjóðarflokkurinn, ætti auðveldlega að bera sig- urorð af Sósíalistaflokknum í þingkosningunum í dag, sunnudag. Efnahagurinn er í mikilli lægð, atvinnuleysið fer ört vaxandi og fjárlaga- hallinn er orðinn geigvæn- legur. Ofan á þetta bætast fréttir um fjármálaspillingu stjórnarherranna og kominn er upp alvarlegur klofning- ur á meðal sósíalista vegna ágreinings um sljórnar- stefnuna. Sósíalistaflokkur- inn hefur nú verið við völd í tæp ellefu ár og víðast hvar myndu kjósendur ekki víla fyrir sér að gefa öðrum tækifæri til að sljórna þegar svo er ástatt. En ekki á Spáni. Spánverjar eru til- tölulega ung lýðræðisþjóð og mörgum þeirra stendur enn stuggur af hægriflokk- um eins og Þjóðarflokknum sem vekja upp slæmar minn- ingar um 36 ára einræði Franciscos Francos hers- höfðingja. Keppinautarnir FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar (t.h.), heilsar José María Aznar, leiðtoga helsta stjórnarandstöðuflokksins, sem tekur hér þá áhættu að brosa. Aznar þykir líkjast Charles Chaplin, einkum þegar hann brosir og þess vegna gerir hann það sem sjaldnast. 1 a *a Stefna Sósíalistaflokksins hef- ur tekið miklum breytingum frá því Felipe Gonzalez varð leiðtogi hans árið 1974. Flokkurinn aðhylltist lengi vel marxisma og tapaði þingkosningunum 1979 þar sem sósíalisminn féll ekki í kramið. Flokkurinn tók upp hófsamari stefnu og vann stórsigur í kosning- unum 1982 og hefur verið við völd siðan. Gonzalez hefur smám saman færst til hægri á ellefu ára valda- tíma sínum. Hann var til að mynda harður andstæðingur Atlantshafs- bandalagsins á sínum yngri árum en kóventi fyrir kosningarnar 1986 og er nú einn af hollustu stuðnings- mönnum bandalagsins. Hann hefur átt í hörðum deilum við verkalýðs- samtökin og aðhyllist frjálsan mark- aðsbúskap. Fyrstu árin sem sósíalistar voru við völd einkenndust af miklum efnahagsuppgangi. Erlendar fjár- festingar jukust til muna, stjórnin dældi miklu fjármagni í endurbætur á samgöngukerfinu og félagsleg þjónusta hins opinbera var stórbætt. Þreyttur forsætisráðherra Nó er öldin önnur því efnahagur- inn hefur verið á fallanda fæti und- anfarin misseri. Gengi pesetans hef- ur verið fellt þrisvar á átta mánuð- um og fjárlagahallinn fer ört vax- andi. Samkvæmt opinberum tölum er atvinnuleysið nú orðið tæp 22%, eða meira en í nokkru öðru EB-ríki (hagfræðingar vefengja þetta reyndar og segja að um þriðjungur þeirra sem skráðir eru atvinnulausir vinni á svörtum markaði). Mikil óeining er innan Sósíalista- flokksins um stefnu stjómarinnar, því vinstriarmur flokksins segir hana einkennast um of af fijáls- hyggju. Spillingarmál hafa einnig skaðað flokkinn og hann hefur ver- ið sakaður um að fjármagna kosn- ingabaráttuna árið 1989 með ólög- legum hætti. Hermt er að flokkurinn hafí þá þegið jafnvirði 500 milljóna króna af stórfyrirtækjum og bönk- um, sem hafi í staðinn fengið hjálp við að hagræða bókhaldinu. Dag- blaðið El Mundo, sem aðhyllist hægristefnu, skýrði ennfremur frá því nýlega að umboðslaun vegna opinberra framkvæmda hefðu runn- ið i kosningasjóði flokksins árið 1986. Það fé hefði síðan verið notað til að réttlæta kúvendingu flokksins varðandi aðildina að Atlantshafs- baridalaginu fyrir almenningi. Þótt á móti blási er forsætisráð- herrann enn vinsælasti stjórnmála- maður landsins. Gonzalez er 51 árs, frá Sevilla í Andalúsíu, og lögfræð- ingur að mennt. Hann er afbragðs ræðumaður og gæddur miklum per- sónutöfram, sem ásamt ellefu ára reynslu við stjórnvölinn nýttust hon- um vel í kosningabaráttunni. For- lórast einskis JULIO Anguita, leiðtogi komm- únista, kveðst einskis iðrast; „ég verð rauður fram í rauðan dauð- ann.“ sætisráðherrann virtist orðinn þreyttur á stjórnmálavafstrinu þeg- ar kosningabaráttan hófst en sótti í sig veðrið síðustu vikuna fyrir kosningarnar. Alvörugefinn Chaplin Vandræði Sósíalistaflokksins hafa stuðlað að því að Þjóðarflokk- urinn, sem er hægri- og miðflokk- ur, hefur nú í fyrsta skipti raun- hæfa möguleika á að fara með sig- ur af hólmi í þingkosningum. Ef marka má skoðanakannanir sem birtar voru á sunnudag var flokkur- _ MIKILVÆGt______ FYLKJANNA A SPANI Þjóöernisflokkar sem stjórna mikiivægum fylkjum eins og Baskalandiog Katalónfu, gætu komist f oddastööu á spænska þinginu eftir kosningarnar f dag, i s inn með ívið meira fylgi en Sósíal- istaflokkurinn, þótt munurinn væri ekki mikill. Þjóðarflokkurinn hefur átt í nokkrum erfiðleikum með að nýta sér vandræði Sósíalistaflokks- ins, meðal annars vegna rótgróinnar j tortryggni Spánveija í garð hægri- manna. Leiðtogi Þjóðarflokksins er José María Aznar, sem tók við af Manu- el Fraga, fyrrverandi ráðherra í stjórn Francos, árið 1989. Aznar varð fyrir valinu eftir að Fraga hafði hafnað öðrum leiðtogaefnum flokks- ins. Almennt var því álitið að Aznar væri skósveinn Fraga en það segir hann algjöra fírru. Samt hefur hann átt í erfiðleikum með að afmá þenn- an stimpil og á kosningafundi ný- lega lenti hann í vandræðum þegar nokkrir af stuðningsmönnum flokksins tóku að hrópa „Lifi Franco!“ í sífellu. Aznar er fertugur og lögfræðing- ur að mennt eins og Gonzalez en þykir litlaus stjórnmálamaður í sam- anburði við forsætisráðherrann. Að loknu lögfræðináminu starfaði Azn- ar hjá skatteftirlitinu og sagt er að hann beri þess enn merki, sé sami grái og varkári embættismaðurinn og þá. Aznar er alvörugefinn en lík- ist nokkuð Charles Chaplin og skop- teiknarar spænskra blaða hafa nýtt sér það óspart. Aznar hefur fært Þjóðarflokkinn nær miðjunni og við fyrstu sýn virð- 1 'l s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.