Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 19

Morgunblaðið - 06.06.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JUNI 1993 19 65 ára maður dæmdur í fangelsi skilorðsbundið fyrir áreitni við barn Dómur byggður á framburði bamsins HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt 65 ára gainlan mann á Akranesi í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisaf- brot gegn telpu sem nú er 10 ára. Maðurinn er talinn sekur um að hafa áreitt telpuna margsinnis meðan hún var fjögurra til sjö ára. Hann neitaði sakargiftum en dómurinn byggist á framburði barnsins, mati sálfræðings á þeim framburði og lýsingum móður barnsins og skólasérfræðings á breytingum á líðan og atferli telp- unnar á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Málið komst upp þegar telpan sá síðastliðið haust í sjónvarpi þátt um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, brotnaði niður og sagði móður sinni frá þeirri áreitni sem hún hefði orðið fyrir en hafði lokið tveimur áruni fyrr. Fyrrum vinnuveitandi móður Maðurinn var vinnuveitandi móður bamsins á þeim árum sem brotin voru framin en þau eru tal- in hafa átt sér stað á skrifstofu mannsins í fyrirtækinu þegar telp- an kom þangað og einu sinni í bíl fyrir utan fyrirtækið. Telpan lýsti atferli mannsins þannig í viðtölum við sálfræðing, en annað þeirra var tekið upp á myndband og með hinu fylgdust dómari og sakflytjendur í gegnum einstefnugler, að hann hafi látið hana sitja á hnjám sér við skrif- borð og sett hönd sína inn undir buxur hennar og þreifað á kynfær- um hennar fast og lengi. Telpan sagði að maðurinn hefði margsinnis sagt að hún mætti ekki segja frá þessu en bar hvorki að hann hefði hótað eða mútað henni eða verið beinlínis vondur með öðrum hætti. Hún sagðist aldrei hafa þorað að biðja manninn að hætta eða sagt honum að henni þætti þetta óþægilegt. Trúverðugur framburður telpunnar í niðurstöðum dómarans, Sím- onar Sigvaldasonar, er rakið að sálfræðingur teldi framburð henn- ar trúverðugan og yfirvegaðan. Frásögnin myndi heild, sé laus við mótsagnir og breytist ekki við umfjöllun. Stúlkan sé skynsöm og virðist hvorki ýkja né reyna að búa til frásögn. Þá segir að greint hafi verið frá andlegum og líkamlegum breyting- um í hegðun telpunnar á þeim tíma þegar talið er að misnotkunin hafi átt sér stað en þær breytingar hafi verið það alvarlegar að móðir hennar og kennari hafi leitað eftir aðstoð skólasálfræðings. Þá segir að allt þetta þyki Veita frásögn telpunnar'stoð. Sakargögn virt í heild beri þannig böndin að mann- inum og þyki fram komin fullnægj- andi sönnun fyrir sekt hans. Eldri kæra Maðurinn hafði einu sinni geng- ist undir sátt vegna brots á tékka- lögum en fyrir lá kæra frá árinu 1979 um áreitni gegn 9 ára telpu en sú kæra hafði ekki fengið fram- gang. Refsing mannsins þótti hæfileg 8 mánaða fangelsi en með hliðsjón af sakarferli hans, aldri og högum að öðru leyti þótti mega fresta fullnustu refsingarinnar þannig að hún falli niður að liðnum þremur árum haldi hann almennt skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað og mál- svamarlaun. 4 nýjar gerðir. Sýningarsalur opnaðurZ júní í Lágmúla 9. Verð m/öllu frá kr. 371.000 stgr. í STÓRVERSLUNINNI LAUGAVEGI 26 I tilefni Sjómannadagsins og útkomu nýju geislaplötu SKRIÐJÖKLANNA höldum viS sjómannadagshótíð í dag í Stórverslun Skífunnar Laugavegi 26 milli kl. 13 - 17. Jöklarnir koma a& sjólfsögSu og taka lagið og órita hina sprellfjörugu plötu sína. Harmonikkuleikari sér um sjómannalögin í tilefni dagsins. KíkiS inn! - heitt ó könnunni. STÓRVERSLUN LAUGAVEGI 26 - SÍMI 600926 SÍRmBOÐ ó ís\ensk« •i.L.itnilWst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.